Vísir - 31.08.1946, Blaðsíða 3
Laugardaginn. 31. ágú$t 1946
y i s i r
r
Iþrót tamót
Kjósarsýslu.
Hið árlega íþróttamót Umf.
Afturelding í Mosfellsveit og
Drengs í Kjósarhreppi var
háð 25. ágúst s. 1. Úrslit voru
sem hér segir:
100 metra hlaup.
1. Halldór Lárusson (A) 11,4
sek.
2. Janus Eiríkss. (A) 11,5 s.
3. Sigurjón Jónss. (D) 11,8 s.
4. Valgeir Lárusson (D) 12,3
sek.
Kúluvarp.
1. Halld. Lárusson (A) 12,11
metra.
2. Axel Jónss. (D) 11,15 m.
3. Gísli Andréss. (D) 10,63 m.
4. Sigurj. Jónss. (D) 10,39 m.
Hástökk.
1. Halldór Láruss.(A)1.65 m.
2. Sigurj. Jónss. (D) 1.60 m.
3. Kristófer Ásgrímsson (D)
1.55 m.
4. TómasLáruss. (A) 1.55 m.
Spjótkast.
1. Halld. Láruss. (A) 43.53 m.
2. Sigurj. Jónss. (D) 40.80 m.
3. Njáll Guðmundsson (D)
37.73 m.
4. Kristófer Ásgrímsson (D)
35.15 m.
;
Langstökk.
1. Halldór Lárusson (A) 6.63
metrar.
2Janus Eiríkss. (A) 6.30 m.
3. Kristófer Ásgrímsson (D)
5.98 m.
4>Valgeir Láruss. (D) 5.83 m.
\>^" Kringlukast.
1. Gísli Andréss. (D) 32.15 m.
2. Halldór Láruss. (A) 31.90
metrar.
3. Ólafur Láruss.(K)30.27 m.
4. Njáll Guðmundsson (D)
29.83 m.
3000 metra hlaup.
1. Bjarni Þorvaldssón (K)
11:31.2 mín.
2. Sigurjón Jónsson (D)
11:42.6 mín.
3. Ellert Guðmundsson (D)
11:42.8 mín.
4. VaÍgeir Lárusson (D)
11:44.4 min.
Umf. Drengur hlaut 34
stig, Umf. Af turelding 30 stig
og Umf. Kjalnesinga 6 stig.
Stighæsti maður mótsins var
Halldór Lárusson (A), hann
hlaut 23 stig. — Yfirdómari
á mótinu var Þórarinn Magn-
i'isson.
ÞaS eiu hinai „æðri11 vínanda-
tegundii, sem oisaka timbnimenn.
JÞa*r eru miklu skaðleari
en algengasta tegundin.
Næst þegar menn vakna
með ægilega timburmenn,
ættu þeir ekki eingöngu að
bölva sjálfum sér fyrir þá
heimsku, að hafa verið að
drekka.
Menn ættu lika að láta
gremju sína bitna á þeim,
sem áfengið hafa búið til,
því að þeir eiga sökina á því,
að menn fá timburmenn af
víndrykkju, eða svo segir
læknir einn í Cicago, Howard
M. Goodsmith að nafni. Hann
hefir um' langt skeið haft
umsjón með tveimur sjúkra-
húsum í borginni og hefir
20 ára reynslu í að lækna
drykkjumenn.
Goodsmith segist sann-
færður um, að víniðnaður-
inn, sem hann kallar „íhalds-
samasta iðnað Bandaríkj-
anna", geri sig annað hvort
„vísvitandi sekan um að Iáta
þau efni vera í sterkum vín-
um, sem orsaka timburmenn,
eða hirði ekki um að láta
framfara rannsókn á afurð-
um sínum, sem sé stórfurðu-
legt, þar sem í hlut á iðnaður
sem hefir þúsundir milljóna
dollara í tekjur árlega."
Læknirinn segir, að megnið
af sterkum drykkjum sé
ethyl-vínandi, sem líkaminn
brenni tiltölulega fljótt, eða
10% á hverri klukkustund og
þar með búið. En öðru máli
gegnir um hinar „æðri vín-
andategundir", því að þær
segir Goodsmith að sitji í
likamsvef junum langan tíma,
þar eð þær sé svo erfiðar við-
fangs að líkaminn geti ekki
brotið þær niður og brennt
þeim.
Slæm áhrif.
Þá segir Goodsmith, að
þótt áhrifin af ethyl-vínand-
anum sé nógu slæm, þá sé
þau þó smámunir móts við
verkanir „æðri" tegundanna.
„Rannsóknir hafa leitt í ljós,
að sumar þeirra eru allt að
hundrað sinnum skaðlegri,"
segir hann. „Þær geta orsak-
að varanlegar, alvarlegar
skemmdir á taugakerfinu og
það eru þessar skemmdu
taugar, sem aftur eiga sök
á „timburmönnunum", sem
svo margir þekkja og leiða
oft til ofdrykkjuhneigðar."
Með því að hreinsa t. d.
whisky helmingi betur en nú
er gert og úreltar reglur
mæla fyrir, er hægt að draga
nokkuð úr skaðsemi þcss,
segir Goodsmith að lokum.
(UP Red Letter).
2000
¦" ** ¦-, j
Um eða yfir 2000 manns
hafa' nú leyfi iil að eiga
byssn hér í bænum.
Eftir að stríðinu lauk hef-
ir þeim fjölgað mjög, sein
fengið hafa byssuléyfj, en
þau eru gefin út af lögregl-
unni, svo að þeir numu.nú
vera eitthvað á þriðja þús-
und.
Madras mun fá meiri hr's-
grjónaskammt fra Burma en
búizt hafði verið við.
Gerið börn ykkar að
styrktarfélögum barna-
spitalasjóðs Hringsins.
Ársgjald 100 kr. í 3 «r.
Aðeins 7 Svíar
holdsveikir.
1 Svíþjóð eru nú taldir að-
eins sjö holdsveikisjúkling-
ar.
Arið 1915 voru sextíu
manns skrásettir holdsveikir
þar í landi, en síðan hefir
þeim fækkað smám saman,
svo að þeir eru nú aðeins sjö.
Einn nýr sjúklhigur bættist
við á siðasta ári.
Læknar hafa nánar gætur
á því, hvort þeir verða nýrra
sjúklinga varir. Þekktur
holdsveikisérfræðingur, prof.
rJohn Reenstierna, birti ný-
lega í læknablaðinu sænska,
leiðl^einingar til sveitalækna
um það, hvernig þeir geti
þekkt sjúkdóminn á fyrsta
stigi hans. ('SIP).
Tökum h'sndum £áman
og komum barnaspítalan-
um ujip sem allra l'yrst.
Kaupið merki dagsins.
Gerist styrktarfélagar
barnaspítalasjóðs Hrings-
ius. Arsgjald 100 kr. í þrjú
ár.
Sœjatfréttit
Messur á morgun:
Sira Jón Auðuns rnessar i dóm-
kírkjunni kl. 11 árd.
Sira Sigurjón Árnason messar
i Hallgrímssókn kl. 11 árd.
Síra Árni Sigurðsson messar í
fríkirkjunni kl. 2 síðd.
Síra GarSar Svavarsson mess-
ar i Laugarnessókn kl. 2 e. h.
Landakotskirkja: Hámessa kl.
10. f. h.
Hafnarfjörður:
Kaþólski söfnuðurinn: Há-
messa kl. 9.
Sira Garðar Þorsteinsson mess-
ar að Bessastöðum á Álftanesi
kl. 2 e. h.
Síra Kristinn Stefánsson mess-
ar i fríkirkjunni kl. 2 e. h.
Næturlæknir
er i Læknavarðstofunni, sími
5030.
Næturvörður
verður i kvöld og næstu viku
í Ingólfs Apóteki, sími 1330.
Næturakstur
í nótt og aðra nótt annast
Hreyfill, sími 1033.
Helgidagslæknir.
Friðrik Eiriarsson, Efstasundi
55, sími G5G5. ,
Söfnin í dag.
Landsbókasafnið er opið frá
kl. 10-—12 árd.
Þjóðskjalasafnið er opið frá
kl. 2—4 siðd.
Söfnin á morgun.
Þjóðminjasafnið er opið frá kl.
1—3 Síðd.
Náttúrugripasafnið ei' opið frá
kl. 1.30—3 síðd.
Útvarpið í dag.
KI. 15.30—16.00 Miðdeigsútvarp.
19.25 Samsöngur (plötur). 20.30
Útvarpstríóið: Einleikur og tríó.
20.45 Leikrit: „Svörtu augun"
eftir Andrés Þormar (Ingibjörg
Sleinsdóttir? Þóra Borg Einars-
son). 21.30 Tónleikar: Lög eftir
Gerswin (plötur). 22.00 Fréttir.
22.05 Danslög. til 24.
Útvarpið á morgun.
Kl. 11.00 Messa í Hallgrímssókn
(síra Sigurjón Arnason). 14.15—
16.30 Miðdegisútvarp (plötur):
a) Trió úr „Tónlistarfórninni"
eftir Bach. b) Kvartett nr. 15 í
a-moll eftir Beethoven. c) 15.00
Suite Bergamese eftir Debussy.
c) Petrushka, — ballett etfir Stra-
vinsky. 18.30 Barnatimi (Pétur
Pétursson o. fl.). 19.25 Tónleik-
ar: I>ög frá Kákasus eftir Iwan-
ow. 20.20 Samleikur á fiðlu og
pianó (Þórir Jónsson og Fritz
Weisshappel): Sónatína eftir
Schubert. 20.35 Erindi: Ferð um
Þýzkaland (Jón Magnússon frétta
stjóri). 21.00 Lög og létt hjal (Pét-
ur Pétursson, Jón M. Árnason o.
fl.). 22.00 Fréttir og danslög til
23.00.
Háilitun
Heitt og kalt
permanent.
með útlendri olíu.
Hárgreiðslustofan Perla.
Hafnarfjörður
Okkur vantar nú þegar
afgreiðslumann
fynr
IÞagMaðið VISIM
Sími 1660.
framfærslumáia og framfærslufulltrúa er flutt í
HAFNARSTRÆTI 20, (Hótel Heklu) inngangu?
frá Hafnarstræti eingöngu.
Skrifstofan verður opnuð þar mánud. 2. sept. á venjulegum tírna.
SÍMAR ERU:
AFGREIÐSLA 7030
ÍNNHEIMTA 7031
ELLILAUN OG ÖRORKUBÆTUR 7034 ít n
SKRIFSTOFUSTJÖRAR OG FRAMFÆR^UFULL-
TROAR 7033 og 7035.
ttorgurstjórinn
-. ¦ • .