Vísir - 05.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Finimtudaginn 5. september 1940- örul lista áir íslenzkt ou litskn leúyit ím opeiar ffc a Hin kunna danska listakona, Hedvig Colhn, sem heíur dvalið hérlendis um nokkurt skeið, hefur ákveð- ið að opna málverka- og teiknisýnignu n.k. fimmtudag. Verður sýmngm haldin í bakhúsi Menntaskólans. I til- efni aí þessu hefur blaðamaður frá Vísi haft tal af Iistakonunm. Listakonan Hedvig Cöllin er fyrix' nokkru komin hing- að til lands í boði frk. Brynju Hííðar á Akureyri. Að und- anförnu hefir~hún dvnhð á Akureyri, en er nú stödd í Reykjavík óg hyggst hakla sýningu á verkum sínum. Sýningin hefst í dag og verður þar sýndur íjöldi mynda, 40 mál- verk, nokkur hundruð teikn- ingar og fjöldi mynd- skreyttra bóka, scm listakon- an. hefur gert á undanförn- um árum. Þakklát. Er eg átti tal við Iislakon- una var hún stödd á heim- ili Sigurðar E. Hlíðar alþing- ismanns, en þar heldur hún til meðan Iiún hefur viðdvöl í Reykjavík. Það fyrsta, sem hún segir við mig, er við tökum tal saman, er: „Eg siend í mikilli þakkarskuld við fjölskyldu Sigurðar og sérstaklega þó Brynju dótt- ur hans, sem öll hafa verið rnér óumræðiléga góð — boð- ið mér hingað og borjð mig ' á örmum sér síðan eg kom. Eg vil um fram allt, að þér segið frá þessu í blaði yðar." Áldrei komið til Islands fyrr. „Eg hefi ekki haft tæki- færi til að koma til Islands fyrr," segir frk. Collin, „en eg fagna því af alhug, að mér skuli hafa hlotnast þetta tækifæri núna. Eg dáist að ])essu yndislega landi. Hvergi í víðrí veröld trúi eg, að hreinni og skærari litir fyrir- finnist en hér — og ljósa- dýrðin, kvöldroðinn og rnorgunroðinn — undurfag- urt. Aldrei hefi eg séð slíkt í'yrr. Þó minnir Island mig á eitt annað land, sem eg tíefi sóð áður, Mexico." ÍVíðförul kona. — Þér hafið ferðast víða? — Já eg hefi ferðast mjög mikið. Eg hefi farið til Rúss- lands, Kákasus, Persiu, Bandaríkjanna, Tyrol og margra fleiri landa. Aldrei hefi eg komið til Kína, en þangað hefi eg huga á að . komast þó siðar verði. I Mexico dvaldi eg í eitt og hálft ár og þar þótti mér jskemmtilegt að vera. Það sem fékk mig til að fara þangað 'var hið leyndardóms- fulla og dularfulla, sem sagt er tengt við það land. Island og Mexico. Eg sá strax og eg kom hing- að líkinguna með Islandi og Mexico. Litskrúð og fjalla- dýrð er einkennandi fyrir bæði þessi lönd. Eg verð að viðurkenna, að eg hafði gert mér mjög rangar hugmyndir um Island — eg taldi vízt, að hér væri mjög hrjóstugt og eyðilegt, en þetta er ekki rétt. Hér er að vísu ekki gróðursælt alls _ staðar, en það er þó víða og þegar mannj verður litið yfir frjó- saman, íslenzkan dal fyllist maður ósjálfrátt aðdáun — gróðursæld umvafin hrjóst- ugum og hrikalegum fjölL um. Málari, teiknari, rithöfundur. —Þér hafið fengizt við rit- störf og málaralist? — Já, það er lifsstarf mitt. Fyrst í stað fékkst eg aðal- lega við að myndskreyta bækur, en svo hvarflaði það einu sinni að mér, að ekki væri svo fráleitt að reyna að skrifa sögurnar líka. Eg hóf þetta starf mitt með hálfum huga, en þegar eg varð þess vör, að barnabók- unum mínum var alls ekki svo illa tekið fór eg að gefa mig meira að þcssu starfi. Meðan eg dvaldi í Banda- ríkjunum, á stríðsárunum, var ein barnabókio mín met- sölubók, (The Best Book of the Month). Bók þessi heit- ir á frummálinu Fanö, en i enksu þýðingunni hláut hún nafnið Wind Island. Fleiri bækur hefi cg samið og f jöld- ann allan myndskreytt, m.a. H. C. Andersen ævintýrin, sem hafa verið gefin út með þcssum. myndum um gjörvallan heim. — Þér hafið fengizt tölu- vert við að teikna? — Já, eg hefi teiknað mjög mikið. A sýningunni, sem eg ætla að halda nú á næstunni mun eg hafa nokk- ur hundruð teikningar. Síðan eg kom til Islands hefi eg fengist nokkuð við að gera litteikningar af börnum og munu nokkrar þeirra verða á sýningunni. Meðah eg var á Akureyri teiknaði eg dá- lílið og gerði fjöldann allan af uppdráttum, sem eg full- geri svo siðar. Ætlar að gefa út íslenzka söngbók með myndum. Eg hefi i huga, segir lista- konan, að gefa ¦ út íslenzka söng'.agabók með mynd- skreytingu eftir mig. Hefi eg undanfarið .safnað saman nokkrum gömlum, íslenzkum söngvum, sem eg ætla að hafa í þessari bók og er ætl- un mín, að þessi bók verði prentuð hér. Mun hún verða gerð við hæfi barna og unglinga. Áður hefi eg teikn- að myndir í víkingabækur, t.d. .Pagnar Loðbrók. íslenzka kvenfólkið. Eitt er það, sem eg dáist sérstaklega að hérna, en það er íslenzka kv.enfólkið. — Manni verður startsýnt á, hvað það er vel vaxið, hraust- legt og fagurlega hörunds- brúnt. Svo maður nú ekki tali um, hve vel og snyrti- leg.a það er klætt. Fyrst þeg- ar eg kom hingað fannst mér eiro og fallegustu stúlk- ur í Hollywood væru hér samankomnar. — Islenzka kvenfólkið þarf ekki að mála sig, því það hefir svo falleg- an höriuídsHt að eðlisfari. Börnin hér eru hraustleg og brún í andliti með fagur- rauðar kinnar, en hjá flest- um öðrum þjóðum Evrópu eru þau hvít í andliti með ljósrauðar kinnar. Hjá öllum þorra íslenzku þjóðarinnar verður maður var ánægjunn- ar yfir fengnu frelsi og mér finnst það skína út úr hverju andliti, sem eg sé á götunum, .að þar fari, frjáls maður í sjálfstæðu landi. Islenzkir listamenn. Hvað finnst yður um ís-„ lenzka list? Mér finnst íslenzkir málar- ar vera alveg prýðilegir, yfirleitt, og erlendir menn, sem hingað koma geta margt af þeim lært. Það er að vísu erfitt að segja hver einn sé beztur, cn þó held eg að ívímæMaust megi telja þá Kjarval og Jón Engilberts hafa forústuna. Einar Jóns- son, myndhöggvari er ljóm- andi góður listamaður. Lín- urnar í myndum hans bera svip fegurðarsmekks og styrkleika. Ferðalög um landið. Hafið þér fer^ast mikið um Island? Eg hefi verið nokkurn tíma á Akureyri. Þaðan fór eg til Mývatns og í Asbyrgi. LKYNN um greíðslu kjötuppbóía í Reykjavík fyrir tíma- bilið frá 20./12. 1945 til 20./9. 1946. Kjötuppbætur fyrir ofangreint tímabil féllu í gjalddaga á manntalsþingi Reykjavíkur, 31. júlí 1946, samtímis þinggjöldum þessa árs og var sam- kvæmt heimild í lögum nr. 37. frá 29. apríl 1946 skuldajafnað við þinggjbld hlutaðeigandi. Þeir sem eiga inm kjctuppbætur eða hluta af þeim, eftir að skuldajöfnuðurinn hefir farið fram, fá bréflega tilkynningu um það og eru beðnir að vitja mneigna smna hingað í sknfstofuna, ef þeir | hafa fengið bréfið. Fyrstu ^tilkynningabréfin voru send út í dag. Verður útsendingu haldið áfram dagíega og henni væntánlega lokið um miðjan þennan mánuð. ¦ Menn eru beðnir að hafa tilkynmngabréfið með- ferðis er þeir vitja uppbóta sinna, ella geta þeir búist við að fá ekki afgreiðslu. Reykjavík, 5. sept. 1946. Tolistjóraskrifsfofan Hafnarstræti 5. Húsgagnaverzlani Heildsálar Sel til húsgagnaverzlana góð og vónduð hús- gögn frá Danmörku. Allar gerðir. — Sel til heild- sala mjög vandaða klappstóla. — Gerið svo vel og leitið tilboða. Guðni Ólafsson, Solvænget 1, Köbenhavn ö. FUMDDR Vörubílstjórafélagið Þróttur heldur fund föstudaginn 6. september á stöðinni, kl. 8,30. Fundareíni: Kosning fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing. Félagsmál. Stjórnin. HESTAMENN! Þeir, sem hafa pantað gjöri svo vel að ýitja þeirra, sem fyrst til Olgeirs Vilhjálrnssonar, Aðalbúðinni við Lækjartorg. —- Birgðir takmarkaðar. féafHar 7. fitnaÁcn l-.innig hefi eg farið til Þing- valla og aldrei hefi eg konnð á yridislegri stað. Mér fam>st bókstaflega sem eg kænii í fagurlega skrcytta kirkju, er eg kom þangað. Akureyri er fallegur og skemmtilegurv lítill bær og þar gæti eg mæta vel unað. G. Ein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.