Vísir - 09.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 09.09.1946, Blaðsíða 2
2 W I 5 T,A Mánudaginn 9. september 194G mm Snyrtilegur fainaður. Skrifið kvennasíðiuml um áhugamil yðar. Wcdur Blómkál í hlaupi — með tómötum. Falleg' blómkálshöfuö er soöiö og iag't i síu gætilega. í hlaupið er blómkálssoðið haft og sé til svolitiö af gulrótarsoöi má hafa þaö með, þvi að hlaup- iö fær þá á sig gullinn blæ og góöan smekk. i—2 matskeiðar af ediki eru látnar í soðið og dálítið af sitrónusafa. r eggja- hvíta er látin i ásamt eggja- skurni sem hefir verið ntarið i sundur. 14 blöð af matarlími þarf i eintt líter af bjómkáls- soði (eða gelatine, santa skammt ). Þetta er nú þeytt vél saman og látið i pott og haldið áfrant að þeyta þar til cr suöan kemur upp. Hellt í gegnum léreftssiu. Síðan látið i eilitið salt og ögn af sykri. Dálítið af soöinu er látiö i gleraða skál < ða mót. Ofan á þaö eru fyrst látnar gulrætur útskornár eða tómatsneiðar og salatblöð. Of- an á það er gætilega hellt dá- litlu af soðinu. Þegar soðiö er stirðnað, er blómkálið látið of- ;m á og snúi stöngullinn upp. Þaö má skipta blómkálinu í liríslur, en það er faílegast aö þ.að sé heilt. Þá er soðinu hellt á. og á það að ná alveg upp fyr- ir kálhöfuðiö, þekja það alveg. Þegar hlaupið er alveg stirðnað og orðið kalt í gegn er skálinni ■difið augnablik í heitt vatn og síðan hvolft á fat. í kring er raðað hálfum tómötum sem hafa verið holaöir innan og fylltir með mayonnaise. Blóm- kálshríslur má lika leggja í liringmót og hafa á þeim sams- konar hlaup. Er þá mayonnaise hellt innan í hringinn þegar það er boriö frant. Sykurlaus ribssafi. Þegar safinn er runninn eöa búið er að kreista hann úr. er ltann látinn á flöskur, i þær er látinn þéttur tappi og bundið yfir. Potturinn sem notaður er þarf að vera hár og rist í hon- tun svo að vatnið geti runnið vel undir flöskurnar. Pappír er vafið um flöskurnar eöa heyi. og þær settar þétt í pottinn. Potturinn er svo fylltur með köldu vatni sem þarf að ná jafn- hátt og safinn í flöskunum. A’atnið má aðeins hitna smátt og smátt og á að sjóða stundar- fjórðung. Þá er potturinn tek- inn af eldinum, eða slökkt tind- ir honunt. Flöskurnar eiga að standa í pottinutn þar til vatn- ið er orðið kalt. Þessi safi h.eldtir sér vel og Jttlá nota hann í margt. Það er ekki um það að vill- ast, ,að eigi fatnaður okkar að vera snvrtilegur að jafn- aði, vcrður að liirða hann vel. Það má hreinsa, pressa, brevta og gera við fatnaðinn utan heimilisins, en ætíð verður þó heinva fyrir að hafa eftirlit með fötum heim- ilismanna og kemur mest af því niður á húsmóðurinni, eða þeim, sem fatnaðinn eiga. Heima fyrir verður að ná úr hlettum, helzt jafnskjótt og þeir koma, það harf að hreinsa hálsmál og kraga, taka í saumsprettur og smá- rilur, festa lmappa, sem eru að losna. Sé þetta gert jafnt og þétt kenmr það í veg fyr- ir að hilanir haldi áfram. Það er rauðsynlegt að liafa við höndina það, sem til þarf, og algcnga þekkingu á meðferð fatnaðar, og þarf enginn að ganga með hiluð föt eða hlcttuð slifsi, sé dálítil við- lcitni viðhöfð til að ráða hót á þess háttar. Margt má gera við um leið og verið er að kkeða sig. ef nál og tvinni, skæri og fingurhjörg, pressu- járn og hreinsilögur eru rétt hjá. Það þarf að kenna hverj- um meðlim fjölskyldunnar að fara með þá hluti, sem nauðsvnlegir eru til að duhha upp fatnaðinn, og ætti j>an tæki, sem. til jæss þarf, að vera á vísuin stað, sem allir hafa aðgang að. Ungir menn og rosknir geta vel pressað buxurnar sínar sjálfir, og ungar stúlkur eign að geta gert við bilanir á fötum sín- um, hæði vtri fötum, nærföt- og sokkum. Föt, sem eru lögð til hliðar vegna lítilfjörlegra hilana cru oft lengi úr leik. Siunar húsfreyjur hafa þann sið, áð gera við nærfatnað og lín áð'ur en Jiað er þvegið. Þykir mörgum jiað hentugt, því -að þær segja að fatnaður- inn endist hetur meðþví móti. Þegar axlapúðar eru úr lagi, kjólaskraut högglað eða óhreint, pils mis-síð, eða far- ið að rakna neðan úr fötum (karla eð,a kvenna), J)á er hirðulevsið orðið áberandi. Oft cru föt send í hreinsun vegna j)ess, að þau hafa feng- ið i sig hlett, sem lafhægt er að ná úr heima, eða til þess að láta pressa þau, sem einn- ig má gera heiir.a. Ef vio veitum smáhilunum og blett- um athygli nógu snemma. og reynum að ráða hót á l>essu strax, má spara sér mikil útgjöld. Það er líka mjög hentugt að velja sér til fata efni, sein ekki bögglast auðveldlega. Sum þ.au efni til fatnaðar. sem nú fást, haldast lengi hrein vegna jress, að þau eru svo undirhúin með vissum cfnu’ a. Það er líka gott að kynna sér j)að, hvers konar el’ni líta vel út, þó að þau hafi verið notuð lengi, og einnig liitt, hver þau efni eru, sem fljótlega verð.a þvæld og óásjáleg. Gott cr að venja sig á það, að stvrkja nógu snemma þá hletti á fatnaði, sem mest mreðir á. Menn slíta sokkum mjög misjafnlega, til dæmis slitna hælar mjög fljótlega á sumum, ýmist aftan á liæln um ef.a undir honum. Aðrir slíta sokkum fvrst á tánum. Þá slita aðrir fötum mjög fjótt á einhverjum sérstök- um stöðum eða sprengja þau annars staðar. Er þá gott að styrkja j)á staði nógii snemma. Leggja hót undir og staga of.an í með fínum sporum. Pressa svo með deigri dulu, svo að þetta sjá- ist sem minnst. Hreinsið burt blettina. Þó að fut sé látin í vatn eða hreinsilög, nær það ekki öllum hlettum hurt. Þar sem fatahreinsun er vöhduð, eru allir hlettir teknir burt, áður en hafizt er handa um að hreinsa alla flíkina. En heima fyrir ætti j)að að vera venja, að ná hurtu blettum meðan þeir eru nýir. Það er hægt að nota duft, hreinsilög eð.a vatn. Einfaldast er að nota duft. Það er fljótlegt að nota duft við j)á hletti. sem eru nýir (vngri en sólarhrings) eða votir. Nota má franska krit, talkum eða .andlitsduft og hreina duhi. Duftið er lát- ið á hlettinn með hnífsoddi eða naglaj)jöl. Eftir fimm míniitur er jietta dustað í hurtu með rýjunni. Aftur er látið duft á blettinn og dust- að í hurtu á sama liátt. Flest- ir blettir hverfa þegar svona er farið að nokkruin sinnum. Ef bletturinn næst ekki með jiessu er gott að Iát.a duft liggja á honum yfir nóttina. Ef hletturinn er ekki alveg farinn þá, hendir jiað til þess að eittlivað fituefni liafi ver- ið í honum. Þessa aðferð er ekki hægt að nota við svört efni. Allir kannast við það, að ná megi í hurtu fitu með því iið pressa blettinn með heitu járni og hafa þerripappír á milli. En liér er önmir að- ferð. Duft er látið á hlettinn, og ofan á duftið lagður um- búðapappír. Préssað ér með heitu járni, svo að dúftið sogi i sig feitina. En gæta vérður j)ess, að taka járnið upp aft- ur nógu snemma. Duftið er nú hurstað í blirtu og nýtt duft lagt á til j)ess að láta það taka í burtu allt J)að, sem eftir kann að vera. Hreinsilögur er venjulega til J)ess ætlaður að ná í burtu fitublettum, og ætti hann að notast Jiegar vissa er fyrir þvi, að um fitubletti sé að ræða. Þegar efnið, scm hreinsa á er létt eða Jninnt og flíkin ekki fóðruð, má hafa hreinsilöginn svo, að hann skoli blettinum hurt, en sé flíkin úr þykku efni og fóðruð er hezt að nudda hlettinn hurtu. Viðvaningar skola oft blettinn hurtu, en dreifa honum aðeins, svo að hann kemur í ljós á ný. En tilgangurinn á að vera sá, að hletturinn hverfi gersamlega. Þcgar „skola“ á hlett i liurtu, þarf þylckt stykki undir blettinn og má vel nota baðhandklæði. Auk J)ess þarf hreinsilög og nokkur smá- stykki af hreinu lérefti eða hómull. Hið þunna efni er nú lagt ofan á haðhandklæð- ið margfalt og snúi blettur- inn niður og að haðhand- klæðinu. Dulurnar eru vætt- ar ein og ein, og eiga þær að vera vel votar, en J)ó ekki svo, að leki úr þeim. Svo er þessu þrýst á blettinn ut,an frá og inn að miðju. Blettur- inn á að uppleysast og liand- klæðið að taka við honum. Fóðruð föt og J)ykk er hezt að nudda J)egar ná á burtu blettum eða hreinsa kraga eða þess háttar. Þá þarf nokkurar hreinar smárýjur og hreinsilög. Sú aðferð er líka viðhöfð, þegar hreinsa á með vatni eingöngu. Blettur- inn sneri nú að J)eim, sem hreinsar, og er lögurinn hor- inn á með hreinni rýj u og nuddað utan frá og inn að hlettinum, frá öllum hliðum. Gott er að hlása á blettinn, svo að hreinsilögurinn gufi upp meðan verið er að verki. Nauðsynlegt er að fleygja jafnharðan notuðum rýjum, svo að óhreinindin núist ckl^ inn í fataefnið..,Haldið er á- fraín að eyða hlettinum smátt og smátt og nudda hurt öll óhreinindi. Þessi aðferð er ágæt til þess að ná í burtu fiturákum á jakkakrögum og duftrákum á kvenfatnaði. Cítronur Klapparstíg 30. Sími 1884. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Aðalstræti 8. — Sími 1043. Steinn Jónsson. Lögfræðiskrifstofa Fasteigna- og verðbréfa- sala. í«ueravetr 39. Sfmi 4951. GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGUBÞOR Ilafnarstræti 4. Sultutau ódýrt, nýkomið. Verzl. Ingólfur Hringbraut 38, sími 3247. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími 1875. Buick, módel ’41 til sölu. Tilboð óskast sent Vísi, merkt: „Buick ’41“, Húsgagnaverzlanir Heildsalar Sel til húsgagnaverzlana góð og vönduð hús- gögn frá Danmörku. Allar gerðir. — Sel til heild- sala mjög vandaða klappstóla. — Gerið svo vel og leitið tilboða. Guðni Ölafsson, Solvænget 1, Köbenhavn ö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.