Vísir - 11.09.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R MiðvikudagSnn 11. september 194(5 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐACTGAFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprehtsm iðj unni. Afgreiðsla: ■ Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 6,00 á mánuði. Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Minnimáttarkennd. /%kkur Islendingum hættir mjög við að taka ^ allt, sem útlent er, sem góða og gilda vöru nokkurnveginn gagnrýnislaust. Er það út af i'yl’ir sig sameiginlegt með öllum smáþjóðum. Blöðin keppast við að hirta lofsamleg um- mæli, sem falla kunna á erlendum vettvangi í garð lands og þjóðar, cn þagað cr við hinu, «ða jafnvel þykkzt við, ef m'enn gagnrýna það, sem misjafnt kann að vera í fari þjóðarinnar, oða segja eins og rétt er, að landið sé blásið og bert, þrátt fyrir aíia litfegurð og annað j>að, sem fagurt kann að þykja. Slíkt hátt- erni stafar af minnimáttarkennd, sem óþarft cr að halda við ljrði, en sú minnimáttarkennd er okkur í hlóð borin vegna marga alda kúg- imar. Þetta ok þarf þjóðin að hrista af sér. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir öllu ])ví, sem misjafnt kann að vera 1 fari þjóð- arinnar, og við skulum reyna að hafa augun opin fyrii- því, sem gera þarf landinu til góða, en hirða aldréi um, hvort einum útlcndingi líkar betur eða verr. Slcrum og skjall er þjóð- inni einskis virði, þótt það kunni að kitla eyr- un um augnablik, en aðalatriðið er, að menn geri sér Ijóst, að þjóðin hefur hafið'nýtt land- nám í þess orðs fyllstu merkingu, andlega og veraldlega. Verkefnin hlasa alstaðar við aug- hui og þjóðin er skammt á veg komin í ver- .aldlegum umbótum, en allt slíkt stendur til hóta, sé viljinn og yiljastyrkurinn fyrir hendi. Nú í dag erum við að bisa við ýms verk- efni, sem talið er í ræðu og riti að séu erfið yiðfangs. Sannleikurinn er þó sá, að auðvelt væri að leysa þær raunir, ef almennihgur væri læs og skrifandi, sem hann einnig er. Þjóð- inni er mætavel ljóst, hvað geiva þarl', en for- ystuna skortir. Stjórnmálaleiðtogana skortir liUgrekki til að leiða fjöldann, en kjósa held- iir að fjöldinn leiði þá, og misskilja algerlega þjóðarviljdnn. Slikt kann að efla vináældir um stund, en verður léttvægt fundið til lang- fi'ama, og hinn dauði hefur sinn dóm með sér. Þeir menn, sem fegurst mæla í eyru þjóð- arinnar, skirrást ekki við að reka erindi er- lendra afla i tíma og ótínvj. Sumpart stafar slíkt af minnimáttarkennd gagnvart útlend- ingunum, en aðallcga af minnimáttarkennd inn á við. Vilji mcnn gei’a sér fulla grein fyr- ir þessu, er ekki úr vegi að líta til kommún- istanna. MargiV eru þeir vel gefnir og yfir- leitt beztu menn, en þeir hafa ckki treyst til sað standast samkeppnina í „borgaralegu“ lífi og leggja á flótta frá lífinu sjálfu i trausti þess, að einhvers staðar útí i óvissunni bíði þeirra l'yrirheitna landið. Þessi flótti er höf- uðböl og hann þarf-að stöðva. Það verður <‘kki gert mcð öðru móti eu því, að glædd verði trú þjóðarinnar á sjálfa sig og föður- Jandið. Þegar menn trúa, eru allir vegir færir. Heimurinn stendur á tímamótum bolstefnu og lifsstefnu,- Tortímingin eða fegursta fram- tíð blasir við aúgum. Einstaklingarnir móta ‘heildina. Velji þeir þaim veg, sem leiðir til Jjóssins, þarf engu að kvíða. Vísi minnimátt- strkenndin þeim á myrkraveginn, bíður þeirra Jiölið. Þetta eru einföld sannindi, sem of sjald- ítn eru sögð'. Fyrsta skilyrði til farsældar er ;ið menn afsali sér ekki frjálsri hugsun. Þjóð- árnar eiga völlna og kvölina, en þjóðirnar eru safn éinstaklinga, en á þeim veltur allt. Leggi menn á flótta frá lífinu er leikurinn tapaður. — Uppeldismál Framh. af 1. síðu. gert að skyldu að leiðbeina í almennri umgengnismenn- ingu, og voru aðrir þeir, er tóku til máls, ráðherranum samdóma. Ef ræða á málið i þeim lilgangi að gera eittlivað til gagns, verður að gæla þess, að skella ekki skuldinni á neinn einstakan aðila alger- lega, t. d. hvorki skólana eina né heimilin ein. Einn aðili gæti haft forgöngu um endurbætui'nar og gefið tóninn. Og ef líkur eru til, að kennarastéltinni og for- ráðamönnum hennar yrðf auðið að sameina kráfta víðs vegar með þjóðinni um að auka umgengnismenningu hennar, er vel þess vert að gera eindregna tilraun til þess. ‘Samkvæmts orðalagi tillög- unnar álitum við um að ræða jnál venjulegra nemenda i barnaskólum og framhalds- skólum, og ennfremur al- mennt félagsmál meðal þjóðarinnar. Við teljuní rétt að farið að marka baráttu- línuna þetta víðtæka, þvi að ef eiltbvað á að ávinnast, ]>arf að gera sér ljóst, að rætur meinsins liggja víða og nægir þvi eklcert smá- kukl á einum takmörkuð- um bletti. Það er nauðsyn- legt að gera sem flesta is- lenzka menn meðvitandi um það, að margir eiga sám- eiginlega sök um þetta sem annað, enginn einn liópur manna beri alla ábyrgð, en allir eru uppalendur eða Iiafa áhrif á uppeldi og siði þjóðarinnar á ýmsan hátt, allir landsmenn eru álirifa- menn í þeim efnum. Kennarastéttin þarf að skora á sem flesta að verða með í leiknum: foreldra, heimili, ýmiskonar félags- heildir, blöðin, útvarpið. Ekki þannig að halda eina viku á ári í Jjessu slcyni og steinþegja svo allar hinar. vikurnar. Ef nógu stór hóp- ur góðra og gegnra manna gæti sýnt stöðuga árvekni og ýtarlegar uniræður yrðu um málið að staðaldri, er von til að marka spor i fáum árum, þannig að fram- kvæmd fylgi einliverjum skynsamlegum niðurstöðum. Á skal að ósi stemma. Það er ekki torskilin uppeldis- fræðisetning, að því ræki- legar sem barnakennarar temja sér i skóla þær hátt- etnislegu dvggðir og reglu- semi, sem þeir eiga að verða lærifcður í síðar,' því hærra meta þeir hið menningar- lega gildi þeirra, og því meiri von er, að þeir nái góðum árangri í skólum sín- um, bæði með fyrirmynd sinni og fræðslu. Ælti því Kennaraskóli íslands í reglu- gerð sinni, eins og allir aðr- ir skólar —og framar öll- um öðrum skólum að taka þelta mál einarðlega upp. Teljum við fulla nauð- syn á, að fundin verði leið til þess að gera einhver nægi- lega mörg menningar- og reglusemisatriði að einkunn- argrundvelli og þá einnig að þjáll'unar og fræðsluefni í öllum bekkjum Kennara- skóla íslands. Lágmarks- einkunn sé tilskilin í öllum millibekkjarprófum (ef nemendur hafa verið ein- hvern liltekinn tima í skól- anum) og einnig til að öðl- ast kennararéttindi. Bíll til sölu. 3ja tonna vörubíll til sölu og sýnis hjá Esso-bensín- tankinum frá ld. 10—0. Sanngjarnt verð. STÚLKU vantar nú þeg.nr í el<I- bitsið á EIli- og' hjúkrunarheimil- inu Grund. Uppl. gefur ráðskonan. Stúlka óskast til að gera hreina stiga. Upplýsingar í Sparta, Garðastræti (>. Mjög fallegar ódýrar, enskar KÁPUR i ljósum litum. 9 VerzL Dísafoss, Grettisgötu 44A. Einhleypur maðuf óskar cftir HERBERGL helzt með liúsgögnum. Uppl. í síma 1878. vanar kápusaum, óskast. Einnig stúlka lil hrein- gerninga. Upplýsingar í síma 5501, frá kl. 5 (>. „Borgari" skrifar Bergmáli eftirfarandi: „Eg átti nýlega tal við danskan mann, sem hefir atvinnu hér sem múrari. Hann kvartaði und- an því, að hann fengi lítið ý'firfært af laun- um sínum til Danmerkur. Hann sagðist fá 800 kr. yfirfærðar á mánuði. Eg sagði eitthvað á þá leið, að !>að gæti nú talizt mjög sæmilegt. En Daninn kvað það síður en svo. Hann sagð- ist vinna 10 tíma á dag, í ákvæðisvinnu aðal- lega, og hann fengi að meðaltali um 2000 kr. á viku eða 8000 kr. á mánuði. Dýrar húsbyggingar. Eg hafði enga ástæðu til að rengja manninn. En ef þetta er rétt, þá er ekki að furða, þótt húsbyggingarnar séu dýrar hér í Reykjavík. Og eg verð að taka undir það, sem Daninn sagði við mig að skiTnáði: „Eg skil ekki fjármálin ykkar hér, en þau koma .mér einkennilega fyrir sjónir“.“ Eg geri ráð fvrir því að ýmsir fleiri geti tekið undir þessi uhihiæli, að fjármálin hér á íslandi sé ekki auðskilin hverjum dauð- legum manni. En meðal annarra orða. . . . En þar sem svo vill til, að minnzt hefir verið á Dani í bréfi borgara, þá langar Bergmál til að rabba dálítið meira um þá og þann straum þeirra, sem hingað hefir legið upp á siðkastið. Mörgum hefir fundizt alveg nóg um, hversu mörgum Dönum hefir verið hleypt hér inn, eink- um af því, að menn grunar, að ekki sé gert neitt að því að vinsa jir þessum hópi, — skilja sauðina frá höfrunum. Betra að forða sér. Það hefir verið haft fyrir satt, að fjelmargir Danir.hafi átt þá ósk heitasta upp á síðkastið að komast úr landi, til þess að losna úr því andrúmslofti, sem þar er. Ekki svo að skilja, að allir þeir, sem þetta reyna, hafi slæma sam- vizku frá hernámsárunum, þótt slíkir menn kunni að vera innan um. En það, sem gera þarf e'r einmitt að komast að því, hverjir það eru, sem vilja komast úr landi beinlínis til að forða sér og sjá svo um að ísland verði ekki griðastaður fyrip slíkan lýð. Dýr gjaldeyrir. Þá er það og annað, sem menn velta mjög fyrir sér í sambandi við komu þessa Dana- fjölda hingað Það eru gjaldeyrisyfirfærslurnar. Menn spyrja, hvort, sá gjaldeyrir, sem leyfð er yfirfærsla á, sé ekki of dýru verði keyptur, tii þess að honuni sé eytt fyrir vinnuafl, sem er ef til'VÍll með öllu óarðbært. Það hafa komið hingað ágætlega lærðir iðnaðarmenn og störf þeirra koma í góðar þarfir, en er víst, að störf allra Dana hér sé eins mikilvæg? Aíinars konar gjaldeyrisíap. Þá nota þessir menn og gjaldeyri íslendinga á annan hátt. Það er viað, að þeir kaupa silt af hverju í verzlunum liér — sumir mjög mikið — ekki til eigin þarfa, því að við því mundi ekkert vera að segja, lieldur til að senda út. Með því er notaður gjaldeyrir okkar, án þess að hann sé notaður okkur í liag. Mönnum verð- ur því á að spyrja, hvort ekki sé haft eftirlit með slíkum sendingum, sem fara í pósti, því að vitanlega er það ekki ætlunin, að þannig sé farið með gjaldeyri þjóðarinnar. Minni gjaldeyrir. Undanfarið hefir gjaldeyriseign þjóðarinnar farið jafnt og þétt minnkandi og á ýmsum svið- um eru horfur ekki alltof glæsilegar að því er snertir öflun gjaldeyris. Því þarf að fara spar- lega með það, sem til er. Vörusendingar til útlanda eru þannig vaxnar, að gjaldeyrisyfir- völdin hafa þar slæma aðstöðu til eftirlits. Þó ætti að vera hægt að koma slíku eftirliti á og það retti að athuga hið fyrsta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.