Vísir - 12.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 12.09.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Fimmtudaginn 12. september 19-lð- 1 ao er fáheyrður eða jaín- vel óheyrður viðburð- ur, eí menn sjá sígarettu- stubb á gctu í Þýzkalandi. Hérna finnst mönnum ekkert að þvi að fleygja liálftommulöngum stubbum eða jafnvel hálfreyktum síg- arettum. í Þýzkalandi gegn- ir öðru máli, þvi að þar er sígarettustubbur álíka mikils virði og jafnþyngd lians í gulli. Það er hægt að fá margt fyrir sígarettur, sem ófóanlegt er fyrir peninga og ef Þjóðverji gengur fram- bjá sígarettustubb á götu án þess að taka hann upp, þá má fastlega gera ráð fyrir því, að hann skorti ekkert af því, sem flesta landa hans skortir. Jafnskjótt og einhver hinna útvöldu, sem á amer- ískar eða enskar sigarettur, liendir frá sér stubbi, er næsti Þjóðverji viðbúinn að þrifa hann upp af göt- unni, totta hann áfram, unz hann brennir sig í varirnar, eða bann stingur honum. kyrfilega í vasann, til þess að reykja hann síðar eða selja hann einhverjum reykingamanninum meðal landa sinna — fyrir okur- verð. Allt að 30 mörk. Það mun vera staðreynd, að alltaf sé hægt að selja ameríska eða enska sígarettu meðal Þjóðverja fyrir fimm mörk. Þó er verðið oft miklu iiærra og fer vitanlega eftir l'ramboði og eftirspurn. — Breti, sem starfaði í blaða- mannagistihúsinu í Herford, sagði við einn okkar, að hann vissi til þess, að verðið hefði farið upp í 30 mörk. Það er hátt verð, en hins ér líka að gæta, að sígarettur eru til- valdar til vöruskipta. Fyrir þær má fá matvæli og hvað- eina, sem nú er mestur skort- urinn á i Þýzkalandi. að mér datt í hug, að ef til vill ætti eg líka samskonar fylgihnetti. Eg leit við og viti menn — þar voru tveir snáðar, sem höfðu nánar gætur á mér. Hin sterki sigrar. En sagan er ekki öll, þvi að ])að kom brátt á daginn, að ekki voru allir með í sam- tökum drengjanna, sem eltu hermennina. Maður, sem virtist um þrítugt, tók allt í einu að ganga nærri sam- liliða drengjunum. Þá virtist ekki gruna, að hann væri þarryi í sömu erindagerðum og þeir, en þeir fengu þó fljótlega að finna það. Því að næst þegar einn liermann- anna l'leygði frá sér stubbi, tók maðurinn viðbragð um teið og sá drengjanna, sein átti leik. Hann var ekki al- veg eins fljótur til, því að drengurinn var að beygja sig eftir stubbinum, þegar Æað- urinn kom að honum. Gerði hann sér þá lítið fyrir, hratt drengnum svo að hann kút- veliist á gangstéttinni, stakk síðan stubbinum upp i sig og liélt við svo búið leiðar sinnar. „Hann er hættur.“ Ameríska tímaritið Life birti í vetur eða vor mynd af Þjóðverja einum, sem stund- aði þá atvinnu að hirða sígarettustubba fyrir utan eitt af salernum amerísku hersveitanna í Frankfurt. Þegar komið var til borgar- innar, datt mér i bug, að það kynni að vera garran að sjá manninn með eigin augum, svo að eg spurðist fyrir um það, hvar hann væi i að finna. Lengi vel kannaðist enginn við hann í gistihúsinu, þar sem við bjuggum, unz eg spurði lyftudrenginn. Jú, liann kannaðist svo sem við hann — hefði bæði séð Life- myndirnar og manninn sjálf- an. Eltingarleikur. Einn daginn, sem við vor- um í Frankfurt, var eg úti að rangla, því að við biðum eftir ferðaleyfi til Tékkosló- vakíu og Austurríkis. Á undan mér gengu þrír amer- ískir hermenn, reyktú og spjölluðu saman. Eg tók eftir ])ví, að hópur smá- drcngja eltu þá hvert sem þeir fóru. 1 hvert skipti sem einliver hermaimanna henti frá sér stubbi, hljóp einhver strákanna til og hirti hann, drap í honum og stakk hon- um í vasann. En það var skipulag á þessu hjá þeim, því að sami strákurinn fékk aldrei tvo stubba í röð. Eg var líka að rcykja, svo „En hann er hættur,“ bætti hann svo við. „Sumir segja, að hann hafi graétt svo á þessum „bissness", að hann lifi á rentunum núna, en eg hefi heyrt aðra fullyrða, að hailn hafi bara mann þar fyr- ir sig — upp á prósentur — og hafi jafnvel útibú við önnur salerni. Já, eg vildi svei mér vera í sporunum hans“. Spui-t til vegar. Þjóðverjar gefa jafnan greið svör, þegar þeir eru spurðir til vegar, þ. e. a. s. ef þeir eru ekki flóltamenn og ókunnugir á hinum nýja dvalarstað sínum, því að oft getur maður spurt hvern af öðruin án þess að það beri árangur. En sé Þjóðverjinn kunnugur staðháttum, þá stendur ekki á leiðbeiningum hans. Sumir gera sér vonir um að fá sígarettu fyrir og það glaðnar yfir þeim, ef sú verður raunin á. En það er verra, ef svo hittist á, að verður raunin 'á. En það’er það glaðnar yfir þeim, ef sú verra, ef svo bittist á, að tveir taka spurnin^na til sín því að þá er alltaf hætt- an á því, að þeim beri ekki alveg saman og þá lendir ef til vill í rifrildi milli iþeirra. Hvor um sig þykist vit^i betur og vonin um sígarettuna æsir þá jafnt og þétt. Sá litli og svolinn. Enskur blaðamaður, sem eg hitti í Hamborg, sagði mér broslega sögu af því, er það kom fyrir hann, að tvcir Þjóðverjar deildu um það, livar herbúðir væru, sém hann var að svipast eftir. Annar var lítill fyrir mann að sjá og þann mann hafði blaðamaðurinn ætlað að spyrja. En í sama mund liafði hinn borið að, stóran mann og svolalegan og var bann klæddur í jakka þá, sem margir fyrrverandi Iiermenn Rommels ganga í. Þeir eru dílóttir og deplóttir, gulir og grænir eða „dulmálaðir“, svo að þeir hverfi sem bezt í umhverfið. „Gefðu mér, lagsmaður... .“ Blaðamaðurinn sagðist hafa haldið á sígarettupakka í hendinni, þegar hann spurði fyrst til vegar. Svol- inn gaut hornauga til pakk- ans og nam staðar. Litli maðurinn sagði: „Þér eruð á rangri leið. Þér verðið að snúa við, aka til baka svo sem tvo km. og beygja þá út af — til vinstri. . . . “ Lengra komst hann ekk-i, því að nú stjakaði svolinn við honum og sagði: „Gefðu mér sígarettuna, lagsmaður, því að þelta er vitleysa hjá honum. Hann er bara að reyna að svíkja sígarettu út úr þér. Þú átt að lialda „gerade aus“ (l)eint af augum), unz þú kemur. að vegamótum, en þá ferðu betra veginn. Litlu lengra í burtu muntu rekast á merk- ingu, þar sem herbúðirnar eru nefhdar.1* Sá litli sagði satt. Blaðamaðurinn trúði því, sem svolinn sagði — því mið- ur — því að hann talaði af þvílíkri sannfæringu, að ekki var hægt annað en trúa hon- um. Sá litli hrökklaðist líka undan er svolinn var svona á- kveðinn. Svolinn fékk sígar- etluna og blaðamaðurinn ók leiðar sinnar. Hann kom nærri strax að vegamótum og íoí* þá eftir betra vegin- um. En hann fann ekki vega- merkinguna, sem lionum hafði verið bent á. Loks snéri hann við og þá kom á daginn, að sá litli hafði sagt satt til, hann hafði átt að‘ snúa við, þegar hann spurði fyrst til vegar. 1 þýzkri farþegalest. * Fyrir stríð var járnbrauta-1 net Þýzkalands eitt hið full-1 komnasta í Evrópu. Nú er1 öldin önnur, því að i*ú er1 netið víða bilað, lestirnar! fáar og þar af leiðundi ævin- lega fullar. Blaðamenn geta ferðazt með herlestum, en við fórum með þý'zkri far- þegalest frá Frankfurt til Hamm, járnbrautamiðstöðv- arinnar mildu skammt frá Ruhr. Þarna voru 17 manns í átta manna klefa, svo að menn urðu að skiptast á að sitja. Þýzkt tóbak. Við höfðum áður fundið „smjörþefinn“ af þýzku tó- baki. Ilmurinn er vart betrij en ef menn tækju taðköggul úti í móa og træðu honum í pípuna sína eða vefðu pappír utan um taðmulning og kveiktu í. Okkur óaði við að sitja í slíkri svælu heilan dag, svo að við unnum til að bjóða hinum farþegunum sígarettur, þegar við ætluð- um að reykja sjálfir. Þarna var m. a. roskinn maður, sem var búinn að segja það svo að allir heyrðu, að hann væri síreykjandi. Þegar við tókum upp sígar- ettur og buðum fyrst kven- fólkinu, þá ætluðu augun bókstaflega út úr höfðinu á honum. Hann ætlaði varla að trúa því, þegar honum sjálfum var boðin sigaretta, en svo kom slík græðgi í svipinn, að það var eins og honum hefði verið gefinn matarbiti, eftir að liann hefði vcrið í svelti í marga daga. Þarna var ekki um það að ræða, að-menn skiptust á að gefa „umgang“ — enda liefð- um við varla þegið þýzkar sígarettur — og það kom heldur ekki fyrir, að þýzku farþegarnir afþökkuðu sígar- ettur okkar á þeim forsend- um, að við gæfum allt of mikið. Þá langaði svo í að reykja eitthvað annað en þýzku „naglana“, að þeir neituðu aldrei. En þegar roskna manninum var gefin dós með amerísku tóbaki. þegar hann hafði skýrt frá því, að Iiann reykti «ftast pípu, þá fór hann að gráta. Hann átli dálitinn brauðbita í vasa sinum, sem hann hafði fengið úti í sveit og vildi endilega gefa okkur, til þess. að sýna okkur þakldæti sitt. Hann var rétt áður búinn að segja okkur, að bann hefði verið að afla matfanga handa konu sinni og þrem börnum, sem voru aldrei mett! „Má eg tæma öskubakkann?“ Þegar maður vill gefa mat- arbitann út úr börnunum sínum fyrir tóbak, þá ætti það að sýna, að tóbak er ein- hvers virði i Þýzkalantli nú. En það má kannske bæta við einni smásögu enn. Hún gerðist í Hamborg íyrir fram- an gislihúsið Atlantic, sem er við Alster-vatn. Við námum þar staðar sem snöggvast, áður en við liéldum norður á bóginn. Nokkrir drengir voru þar á stubbaveiðum. Einn þeirra gekk að bílnunx okkar og spurði mig, þvi að eg var við stýrið: • „Má eg tæma öskubakkann í bilnum? Eg safna stubbum handa honum pabba min- um.“ „Þá eru þeir ónýtir.“ .Eg leyfði honum að gera það. Mér virtist drengur þessi vera 11—12 ára gamall og spurði liann að aldri. „Eg er 14 ára,“ svaraði hann. „Er búið að ferma þig?“ spurði eg. „Nei, hann pabbi segir, að hann hafi um annað að hugsa en að láta ferma mig. Eg liefi heldur ekki gengið í skóla i þrjá vetur.“ „Nærðu oft í mikið af stubbum ?“ „Það er mismunandi — stundum svo mikið á einum degi, að það er liægt að gera tvær sígarettur úr tóbakinu úr þeim. Það versta er, að sumir hermenn troða stubb- ana ofan í skítinn, þegar þeir sjá, að einhver er á hnotskóg eftir þeim: Þá eru þeir ónýt- ir.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.