Vísir - 13.09.1946, Síða 7

Vísir - 13.09.1946, Síða 7
Föstudaginn 13. september 1946 V I S I R 7 Evrópumeistara- auótið. Framh. af 2. síðu. Rihosek, Tékkóslóvakíu nr. 3, 7.29 m. Iíringlukast. I kringlukasti voru 16 keppendur, þar af tveir ís- lendingar, þeir Jón Ólafsson og Gunnar Huseby. Árangur þeirra varð sá, að Jón varð nr. 13 og kastaði 42.40 m. en Gunnar varð fjórtándi með 41.74 m. kast. Köst þeirra nægðu ekki til að koma þ.eim í úrslit, því lágmarkið var 45 m. Meistari varð Consolini, Italiu, sem á lieimsmetið og kastaði hann 53,23 m., nr. 2 varð Tosi, landi hans 50.39 m., þriðji Nyquist, Finnlandi 48.14 m. 200 m. hlaup. Finnbjörn Þorvaldsson tók þátt í því og varð nr. 2 i 2. riðli á 22,4 sek., og bætti með því met sitt um 2/10 sek. I milliriðli hljóp liann á 22,3 og bætti því metið enn, — en varð sjötti, svo að liann komst ekki í úrslit. Meistari varð Karakulov, Rússlandi, á 21.6 sek., var hann eini karla- meistarinn sem Rússar fengu, nr. 2 yarð Tranberg, Noregi 21.7 sek., þriðji David, Tékkóslóvakíu 21,8 sek. í Spjótkasti kvenna sigraði Majutsjara, Rússlandi, kast- aði 46.25 m. f - I 1500 m. hlaup. Óskar Jónsson keppti í því með þeim árangri að hlaupa á nýju ísl. meti 3:58,4 mín. Óskar var i fyrri riðlinum, en ef hann hefði verið í seinni, hefði, hann komizt í úrslit, því þar voru aðeins 3 með betri tíma en hann. Meistari varð Lennart Strand, Sví- þjóð á 3:48,0 mín., 2. Erics- son, Svíþjóð, 3:48,8 mín. 3 Jörgensen, Danmörk 3:52,8 mín. Tugþrautin fór fram á laugardag og sunnudag og sigi’aði Holmvang, Noregi, mjög glæsilega og lilaut 6987 stig. Kusnetzov, Rúss- landi 6930 st., 3. Waxberg, Svíþjóð 6661 st. Sigur Holm- vang var mjög glæsilegur fyrir Noreg 4. dagur. 1 spjótkasti keppti Jóel Sigurðsson og varð tíundi af þrettán keppendum. Kastaði 58,06 m. en komst ekki í úr- slit, því að lágmarkið var 60 m. Meistari varð Atterwall, Svíþjóð kastaði 68,74 m. 2. Nikkanen, Finnl. 67.50 m., Á hann heimsmetið, 78.70 m., sett 1938. Þriðji varð Rauta- vaara, Finnlandi, 66.40. í 110 m. grindalilaupi sigr- aði Lidman, Svíþjóð 14,6 sek. nr. Braeckmann, Belgíu 14,9 sek., nr. 3 Suovio, Finnl. 15,0 sek. Stangarstökksmeistari varð Lindberg, Sviþjóð 4.17 m., annar Osolin, Rússlandi 4.10 m., nr. 3 Bem, Tékkósló- vakíu 4.10. I 3000 m. hindrunarhlauip sigraði Pujazon á 9:01,6 mín. Hqlland vann 4x100 m. boðhl. kvenna, en Frakkland 4x400 m. og Sviþjóð 4x100 m. hoðhlaup karla. Þá hefi eg lokið við að segja frá úrslitunum í ein- stökum greinum, en þær greinar er keppt var i fyrir karlmenn voru 24 en fyrir kvcnfólk 9. Stigin til landanna féllu þannig í karlaíþróttagrein- unum: Svíþjóð 160, Finnland 70, Frakldand 53, England 51, Noregur 36, Rússland 28, Danmörk 27, Tékkóslóvakia 22, Italía 21, Sviss 19, Hol- land 10, Ungverjaland 9, Is- land 8, Belgía 7, Grikkland 3 og' Luxemburg 1. * írland, Júgóslavía og Pólland hlutu ekkért stig. ByggiragaféL Akureyrar bygg- ir 6 hús. Hjá Byggingarfélagi Akur- eyrar eru nú 6 hús, með sam- tals 12 íbúðum, í smíðum. Er fjusta húsið þegar komið undir þak, en hin ekki kom- in eins langt. Líkur eru til þcss, að tveim til þrem slíkum húsum verði enn bætt við. Er áherzla lögð á að lcoma öllum þessum liúsum undir þak fyrir vet- urinn, en svo er ætlunin að vinna að innréttingu þeirra i vetur. Er gert ráð fyrir, að eitthvað af þessum liúsum verði íbúðarhæft næsta sum- ar. Inn i byggingarfélagið hafa gengið, síðan um nýár, um 60 meðlimir, sem allir þarfn- ast íhúða hið fyrsta, svo mik- il þörf er á, að byggingar- framkvæmdir geti gengið fjólt og vel. Sumarliði Sveinssou Framh. af 1. síðu. eyjuna í Norður-Allantshafi. Eg féllst á að flytja þennan fyrirlestur — og daginn eftir sá eg, mér til mikillar undr- unar, að blöðin birtu bann i heild. Þetta dró dilk á eltir sér. Ýms félög leituðu nú til mín og fóru þess á leit við mig, að eg flytti fyrirlestra um föðurland mift. Það var niér Ijúft að gera og nú eru senn liðin 12 ár frá því þessi atburður kom fyrir og síðan hcfi eg flutt fjölda erinda mn Island. Eg liefi haldið þessa fyrirlestra mína alla í S.- Kaliforniu, m. a. Los Ange- les, Hollywood og Long Beacli.“ Þekkir ekki fólk á þessum slóðum lítið til Islands? „Jú, ekki verður annað sagt, en svo sé. Sérstaklega var ókunnugleikinn á landi og þjóð mikill fyrir stríð, en síðan hefir þetta töluvert breytzt. Hermennirnir, sem dvöldu hér á stríðsárunum, bera þjóðinni misjafnlega söguna eins og gerist og gengur, og enn aðrir liafa ekkert lit ó sjálfa íslenzku þjóðina að setja, en kvarta undan veðurfarinu hérna. Einn mann liitti eg sem var svo lirifinn af landinu, að hann talaði um að setjast liér að, ef þess værj kostui’.“ Hvernig liöguðuð þér ■þess- um fyrirlestrum yðar? „Eg rakti í aðalatriðum sögu íslenzku þjóðarinnar, lióf erindin venjulega með þvi, að segja frá komu land- námsmannanna frá Noregi, sagði frá blóma- og þreng- inga-timum þjóðarinnar og ástandinu eins og það er hér í dag. I för með mér í fyrir- lestraferðum mínum var oft ung stúlka af islenzku bergi brotin. Hún söng íslenzkar alþýðuvisur, en eg skýrði efni vísnanna.“ Hvernig voru hugmyndir fólká’um ísland, áður en það heyrði yður tala? Flestir héldu, að á Islandi byggi ómenntuð þjóð, sem alls ekki væri þess umkomin að stjórna m&lefnum sínum sjálf. Margir urðu liissa, er þejr heyi’ðu að enginn fótur væri fyrir þvi, að hér byggju Eskimóar. Eg held að nafnið ísland eigi mikinn þátt i að villa fólk. Mönnum finnst nafnið benda svo eindregið til þess, að liér séu Eski- móar.“ Hvað um islenzku náms- mennina vestan hafs? Eg lield óhætt sé að full- yrða, að þeim sækist flest- um námið vel og sumir skara mikið fram úr. Eg get ekki stillt mig um að geta sér- staklega um Guðmund Jóns- son söngvara og Einar Mark- ússon píanóleikara. Guð- mundur á vafalaust i vænd- um að verða stórmerkur maður á sviði sönglistarinn- ar, ef honum endist líf og heilsa. Hann hefir óvenju- lega mikla og hljómfagra rödd. Einar liefir teki'ð undraverðum framförum í píanóleik sinum. Nú fyrir nokkru var liann ráðinn til þess að fara í söngför uin (Kaliforniu og leika einleik í frægum söngliöllum. Slíkur heiður lilotnast ekki nema beztu og kunnustu hljóm- listarmönnum.' Þér eruð kvæntur islenzkri konu ? Já, kona mín, Ólöf, er dóttir Gunnars Júliusar Guð- mundssonar og konu hans Ingibjargar Ólafsdóttur. Hún er fædd í Winnipeg og þar kynntist eg henni. Við giftumst árið 1915 og eigum tvö hörn, #m og dóttur. Son- ur okkar lieitir Gunnar Ray- mond. Hann vinnur við eitt af stærstu olíufélögum Kali- forniu, Union Oil. Dóttirin heitir Ennna Gloria og er gift' Paul S. Grauble. Þau eru búsett i Long Beacli. Sumarliði Sveinsson dvel- ur nú á heimili systur sinn- ar og mágs sins, Þorláks Ófeigssonar liúsameistara. SUtnabúim GARÐUR Garðastræti 2. — Sími 7299. BEZT AÐ AUGLtSA 1VISI „Freiu“-físfefars, fæst í flestum kjöt- búðum bæjarins. Stöðugf fyrir- liggjandi Hjólbörur Vöruvagnar Lyftivagnar Vörutrillur GashylkjatriIIur Tunnustallar og Slyskjur A. KARLSSON & CO. Sími 7375. Pósthólf 452. tcíl<niv\ð;Ar EH nUGLÍSIHGBSHHirSTUFH ____— r-n—..... J Auglysingar sem birtast eiga í blaSinu á laugardög um í sumar, þurfa að vera komnar ti! skrifstofunnar eifi Á íiat eh kl. 7 á föstudagskvöld, vegna þess að vinna í prentsmiðjunum hættir kl. 12 á hádegi á laugardögum á sumrin. Höfum einkaumboð fyrir hin heims þekktu IWiíSifstn stitnpiihrimffi á allar tegundir bíla. JehMK KjarwaAch & Cc h.f Hafnai’stræti 15. — Sími 2478. Biomsterforretninger. %Ung Dansker söger Plads som Espedient og Dekorator í Blomsterforretning. — Absalute Kvalifiktioner haves. Billet mrk. ,,VH *. UNGLINGA vantar til að bera blaðið til kaupenda um FRAMNESVEG, Talið strax við afgreiðslu blaðsíns. Sími 1660. DAGBLAÐMÐ VMSMB -.. - - ■

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.