Vísir - 14.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1946, Blaðsíða 2
V 1 S I h Laugardaginn 14. september 1946 J^extuqUr. Sigyrðor Nordel i« Sigurður prpfeösor Nordal héfir frá því fyrst er hann kom fram á sjónarsviðið í opinberu líl'i þjóðariririar, vakið óskipta athygli hennar allrar. Strax í skóla skaraði hann fram úr við nám, en siðar í Kaupmannahöfn var hann talinn eirihver gáfaðasli Islendingur, sem þar dvaldi, og naut hlikils álits prófes- sora háskólans vegna fram- úrskarandi námshæfileika og frjórra gáfna að öðru leyli. Að þessu leyti hefir prófessorinn verið" samur við sig lífið allt, en ferill hans hefir stöðugt leilt til aukinn- ar fremdar innanlands, sem utan. Nýtur hann nú fullrar viðurkenningar, scm mestur vísindamaður í norrænum f ræðum, af þeim, sem nú eru nppi og hefir verið sýndur margvislegur sómi af erlend- um menntastofnunum fyrir það starf sitt.' Sigurður prófessor Nor- dal er fæddur að Eyjólfsstöð- um i Vatnsdal og ólst hann upp í Húnavatnssýslu, þar til er leið hans lá til mennta. Varð hann stúdenl 1906 en sigldi þá til Kaupmannahafn- ar og innritaðist í háskólann þar. Lagði hann stund a nor- ræn fræði og útskrifaðist sem mag. art. árið 1912. A næslu árum samdi hann doktorsritgerð um sögu Ólaí's helga, sem hann varði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1914 og hlaut fyrir mjög lofsamlega dóma. Naut liann styrks úr sjóði Árna Magnús- sonar á árunum 1913--1916 og úr sjóði Hannesar Árna- sonar 1915—18. A þessum árum lagði hann leið sína til Berlínar og Oxford og fram- aðist þannig með tveim mestu menningarþj óðum heims, og við frægustu há- skóla þeirra. Var hann þvi að öllu vel undir búinn er hann tók við prófessorsem- bætti við háskóla íslands ár- ið 1918, í íslenzkri málfræði og bókmenntum. Kjör pró- fessoranna voru lengi fram eftir árum svo aum, að lengi mun þess minnst, en það mun hafa leitt til að prófessor Nordal lét scr til hugar koma að leita héðan af landi, þann- ig að hann byggi við betri kjör í daglegu lífi og vísinda- iðkunum. Léði hann máls á að gerast prófessor við Osló- ar-háskóla, en afsalaði sér J)eirri stöðu, er hann fékk viðunandi kjarabætur hér hcima, þótt kjörin væru hvergi nærri jafngóð á ýmsan hátt, sem hin er hann hafn- aði. Mun þetta m. a. hafa opn- að augu manna fyrir óviðun- andi aðbúnaði prófessor- anna, og leiddi það til nokk- urra kjarabóta síðar. Sem belur fór tryggði Alþingi ís- lenzkri vísindastarfsemi krafla prófessors Nordals, enda hefir starf hans við há- skólann mótað starf íslenzkra visindamanna i norrænum fræðum, ekki einvörðungu i núlíð, heldur og í framtíð, enda mun enginn prófessor hafa mótað nemendur sína og skoðanir þeirra frekar en hann, — sem glöggt má greina á starfi þeirra síðar i lifinu. I fríum hefir prófessor "Nor- dal gegnt stöðum við erlenda háskóla og notið þar mikillar hylli. Þótt aðalstarf prófcs- sors Nordal hafi legið innan háskólans hefir hann gefið |út ýms rit, svo sem Orkney- ingasögu 1913—16, 'skrá um rit háskólakcnnara, Islenzk menning, sem mun vera jmjög viðamikið verk, en taf- I ist hefir í útgáfunni, Áfanga, sem í eru ýmsar ritgerðir og merkilegar og loks trúarlíf síra Jóns Magnússonar o. fl. Séð hefir prófessorinn um út- gáfu islenzkra fornrita og verið útgáfustjóri þéirra, rit- stjóri ritsafnanna Monu- menta Ty])ographica Is-. landica og Studia Islandica, en verið auk þess i ritstjórn crlendra fræðirita um nor- ræn efni. Þá hefir prófcssor Nordal innt mikið slarf aí' hendi inn- an nokkurra vísindafélaga, svo sem hins islenzka bók- menntafclags og margra fé- laga erlendra, setio i stjörn fornritadeildar hins kgl. norræna fornfræðafélags og stofnunar Arna Magnússon- ar, verið formaður mennta- málaráðs um nokkurt skcið. Hefir hann verið sæmdur margvíslcgum heiðursmerkj- um og nafnbótum, og er heiðursfélagi i mörgurii vis- indafélögum á Norðurlönd- unum öllum, ennfremur í Bretlandi og Vesturheimi og J heiðraður hcfir hann verið með heiðurslitlum af ýmsum | háskólum, en allt þetta værii of langt upp að lelja vegna I takmarkaðs rúms. | Nordal prófessor gaf f nokkru eftir að hann fluttisti að námi lokriu hingað tii lands úl sagnasafnið „Forri- ar áslir". Mun það safn hafa að gcyma sumar fcgurslu | smásögur, sem hér haí'a verið samdar, cn bælt hcfir hann nokkru við í safninu Áfang- ar. Fyrr á árum höfðu birztj eftir hann nokkur Ijóð í tímaritum islenzkum, sem vöktu óblandna aðdáun og muriu hafa haft rík áhrif á Ijóðskáld okkar, scm nú eru við lýðí, eða nýlega horfin af sjónarsviðinu. Þar kvað við nýjan tón og scrkennilegan. Hafa þessi ljóð sum birzt í úrvalssöfnum islenzkrar ljóðagerðar og sóma sér prýðilega, þótLþaú séu ekki mikil að vöxtunum. Nú í f yrra sýndi Leikfélag Reykjavikur leikrit eftir ó- nafngreindan höfund og nefndist það „Uppstigning". Menn áttu ekki á þvi von, að það væri eftir prófessor Nor- dal, en reyndist svo að vera. Leikritið hlaut miklu be'tri dóma, en önnur íslenzk leik- rit við frumsýningu. Var þetta athyglisvert að því leyti, að hefðu menn vitað fyrirfram að leikritið væri eftir Nordal prófessor, hefði ef til vill mátt vænta, að leik- dómararnir hefðu hlífst við að horfast í augu við „autoritet" islenzkra bók- mennta og valið honum keðjurnar frekar en raun varð á. Móttökurnar, sem ó- þekkti höfundurinn hlaut, hefði nægt hverju stórskáldi, — jafnvel þótt sumir teldu leikritið helzt til nýstárlegt og ofsýnt i lokin, er örlaga- þræðir voru orðnir haldreipi. Hvað sem þessu líður má fullyrða, að Nordal prófessor skipar bekk i góðskáldahóp, en lærdómur hans í mennt- inni og listinni, tryggir að hann lætur ekki annað en gott frá scr fara, jafnvel þótt hann kjósi að halda þar ó- troðnar brautir. Prófessor Nordal hefir haldið mjög hlifiskildi yfir íslenzkum skáldum og rit- höfundum, sem hann hefir talið þess maklega. Hefir prófessorinn litið á verk þeirra frá sjónarhól fagur- fræðingsins, en á engan hátt hirt um skoðanir þeirra eða lífsstefnu. Mun þó hugur hans sizt hneigjast til íhalds- semi í þessum efnum, sem ekki er heldur von. Til skammst tíma var bók- menntaakur okkar óplægður eins og íslenzkur úthagi, ef miðað var við erlenda upp- skeru að magni og gæðum. A síðari árum hefir sótt í annað og betra horf, — ef til vill ekki sízt fyrir afskipti prófessors Nordals, sem hvatt hefir þessa menn til starfa í ræðu og riti eða jafn- vel gengið á hólm fyrir þá, ef með hefir þurft. Nordal prófessor er vafa- laust frægastur íslenzkra vis- indamanna og er vel að þeim heiðri kominn, með löngu og merkilegu starfi. Hann hefir fengið lausn frá störfum við háskólann, til þess að geta gefið sig enn frckar að vís- indaiðkunum og rilstörfum. Vinnudagur han's er langirr og engin vinnuhlé, ef þvi er að skipta. Islenzka þjóðin þakkar honum unnin störf og árnar honum þeirra heilla, að hann mcgi á ókomnum árum auðga hana af fögrum vcrkum. og bjargföstum á sviði lista og vísinda og að frjósemi gáfna hans fái að njóta sín sem bezt. Prófessor Sigurður Nor- dal er kvæntur Ólöfu, dóttur Jóns Jenssonar, menntaðri - Drykkjuskapur Framh. af 1. síðu. menn geti áttað sig betur á, hvernig þessum málum er nú farið. ölvunarkærur árið 1945 voru samtals 1934, þar af voru 1673 menn sektaðir, en mál 257 manna var fellt nið- ur. Á árinu 1941, eða í upp- hafi hernámsins, og þegar mest var takmörkun á vín- sölunni, voru ölvunarkær- urnar 2160. þar af voru 1898 menn sektaðir, en mál 218 manna voru felld niður, nokkrir fengu áminningu. ölvunarkærur með meiru voru á árinu 1945 438, en 179 á árinu 1941. ölvun við bifreiðaakstur 69 árið 1945, en 41 árið 1941. Olöglegur innflutningur áí'engis 7 kær- ur 1945, en 39 kærur 1941. Olögleg áfengissala á árimi 1945 3 kærur, en 14 kærur 1941. Afengisbruggun enginn 1945, en 6 1941. 149 þjófn- aðarkærur 1945, en 172 1941. 9 kærur fyrir svik 1945, en 50 1941. Skjalafals 1945 2 kærur, en 3 1941. Ofbeldi og árásir 1945 38 kærur, en 45 kærur árið 1941. Bifreiða- lagabrot .316 á árinu 1945, 155 1941. Lögreglusamþykkt- arbrot 1945 voru 402, en 1941 750. Hér hafa aðeins verið tekin algengustu brotin og af sam- anburðinum verður i'ljótt ráðið, að ])að er alls ekki rétt að aí'brot og drykkju- skapur hafi færzt í vöxt á seinustu árum. Sérstaklega skal á það bent, að á árinu 1941 var mjög takmörkuð sala á áfengi í landinu vegr.a hermannanna, en þó eru ölv- unarkærur á því ári fleiri en á árinu 1945, þegar allar flóðgáttir áfengis hafa verið opnaðar. Það virðist stað- reynd, að auðvcldari aðgang- ur að víninu fyrir fólkið skapar meiri hófsemi. Menn geta alltaf í'engið sér vín þeg- ar þeir vilja og hættir því siður við að drekka sig útúr, heldur en þegar vín er veitt óspart við nokkur tækifæri, samanber aí'mælisveizlurrar 1941. Það er komið mál til að stemma stigu við því, að klifað sé sífelt á því, að drykkjuskapur íslenzku þjóð- arinnar sé í örum vexti, með- an fyrir liggja staðreyndir um hið r.ignstæða. Þegar heyrast raddir um það, að erlendar ])jóðir séu farnar að fá það álit á Islendingum, að þeir séu drykkjumenn langt úr hófi fram. g. ágóðinn af útí- skemmtun Hringsins, Ágóðinn af útiskemmtun kvenfélagsins „Hringsins", sem haldin var í Hljómskála- garðinum 1. og 2. þ. m., varð að frádregnum öllum kostn- aði um 48 þús. kr. Barnaspitalasjóður Hrings- ins er nú orðinn um 1 mill- jón og 200 þús. kr. og má bú- ast við, að ekki verði þess langt að biða, að fram- kvæmdir verði hafnar um byggingu barnaspítalans. Allmikið fé vantar samt enn til þess að því máli sé vel borgið, og 'mun því Hringur- inn enn um hríð halda áfram að vinna að eflingu barna- spítalasjóðsins. ketfina Yjáia Ei Lo NÝJA BÍÓ sýnir nú um helgina mynd, sem heitir „I glyshúsum Glaumborgar". Efni myndarinnar gerist nokkru fyrir síðustu aldamót í borginni San Francisco, sem þá var alkunn sem glaum- og glæpaborg. Sally Warren, sem er aðalpersóna sögunnar og er leikin af hinni kunnu söng- og leik- konu, Susanna Foster, er saklaus stúlka í Nýja Eng- landi, og þangað fær hún frcgn um, að bróðir bennar hafi verið myrtur í San Fiansisco. Fer hún þangað og lendir í margvíslegum ævintýrum. Uiamc íló og gáfaðri konu, sem einnig er þjóðkunn fyrir störf sín í íslenzka útvarpinu, en þar hefir hún flutt og vakið at- hygli á verkum ýmsra góð- skálda og greitt þeim braut- ina. M. TJARNARBÍÓ sýnir um helgina myndina „Einn gegn öllum", sem gerð er eflir skáldsögu Ernest Heming- ways „To Tave and Have Not", en saga þessi hefir ver- ið þýdd á íslenzku, eins og kunnugt er. Hún gerist á frönsku eynni Martinique i Vestur-Indium vorið 1940, eftir ósigur Frakklands, og lýsir átökum milli embættis- manna Vichy-st j órnarinnar og frjálsra Frakka. Aðal- hlulverkin leika Humhrey Bogart, Walter Brennan og ung leikkona, Lauren Bacall, sem gat sér mikið orð fyrir leik sinn í þessari mynd. Hún hefir siðan leikið aðalhlut- verk í fleiri myndum og er nú Gift Bogart. Myndin er gerð af Warner Bros, leik- stjóri Howard Hawks. Nýir kanpendur fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Gerist áskrifendnr strax, hringiS í sima 1660 og pantið Maðitf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.