Vísir - 17.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 17.09.1946, Blaðsíða 2
V I S I R Þriðjudaginn 17. september 1946 qeta verið heilsu sanileg — og siórskaðieg. ¦ ¦ Bað er almennt skoðað sem nauðsynlegt og skemmti- legt ráð 111 þess að gera sig meira aðlaðandi í útliti og halda við líkamlegri heil- brigði sinni. En fæstir okkar gera sér það í hugarlund, að baðið- getur haft róttæk á- 'hrif á heilsu okkar. Baðið getur haft læknandi áhrif á ýmsa kvilla og á hinn bóginn getur það éinnig stuðlað að því að gcra lif manna skenimra. Valnið heí'ir reynzt undra- vert lyf við sjúkdómum manna og læknað þá af skæðustu lömunarveiki engu siður en smávægilegum höf- uðverk. Og vissulega hafa margir læknar bent á þá staðreynd að vatnslækningar cru ein clzta lækningaaðferð- in. Baðið getur liaft margs knoar áhrif — lyffræðilcga. Það getur verið .meira hress- andi en eiturlyf og þægilegra en róandi lyf. Það gctur ver- ið hvort tveggja í senn hljáp- aiiyf til þess að megra mann og fita. Og það getur haft mikil áhrif á blóðþrýsling- mn. En söeð. hér er ekki öll sagan Baðið gelur einnig liaft hættuleg og sorgleg á- hrif í för með sér cins og sést bezl af sögunni um manninn, sem hafði kvalafullan sárs- auka í fótunum og hélt að það væri gigt sem þjáði sig. Og eftir ráðleggingum ná- granna síns tók hann sér við og við heit fótaböð til þess að lina kvalirnar. Þetta hefði nú verið heillaráð, ef maður- inn hefði raunveruega haft gigt eða aðra vöðvakvilla. Og þrátt fyrir það, að kvalir hans linuðust í bili þá kom að þvi að hann neyddist til þess að fara á sjúkrahús — þvi ástæðan til kvalanna í fótunum var æðatruflun sem einungis liafði orðið enn þungbærari við þessi heitu böð. Annað dæmi um þetta er konan, sem ráðlagt hafði yerið að taka sér mjög heitl bað á kvöldin til að lækna sig af svefnleysi. Þetta bar eng- an árangur pg þess vegna leitaði konan læknis og hann sagði henni, að það væri ein- mitt þessi heitu böð sem raunverulega væru orsök svefnleysisins — því sann- leikurinn er sá, að heitt bað er alveg eins hrcssandi og Vekjandi og ískalt bað. Mesla hættan, segja lækn- ar, stafar af því að mönnum hættir til að vera of lengi í allt of beitu eða of köldu baði. Fólk er almennt þeirrar skoðunar, að baðið sé ekki heilsubætandi nema því að- eins að það taki sér brennandi heitt bað eða sé skjálfandi lindir isköldu steypibaði: Su skoðun er nú mjög ríkjandi, að mikill tWinningur sé að því að vera fyrsl nokkra stund í heitu baði og ljúka svo baðinu með því að fara undii' iskalt steypibaðið. Á- hrií'in á líkamann af þessari bað-aðferð eru ótrúlega mik- il og það er óþarfi að taka það fram, að það eru einung- is ungir og hraustir menn sem þola þessa eldraun án þess að bíða tjón á heilsu sinni. Og ástæðan er þessi: Þegar maður fær sér heitt bað hefir það i för með sér hressingu fyrir allan líkam- ann, likt og þegar maður fær sér kalda dýfu. Maðurinn vcrður andstuttur, æðarnar herpast saman og blóðhiti Iíkamans lækkar. Eftir nokkrar mínútur koma svo viðbrigði, sem hafa alveg gagnslæð áhrif. Hjartsláttur- inn eykst mjög mikið og get- ur orðið allt að fjórum sinn- um meiri en hann á að vera og æðarnar í ytri húðinni þenjast út og valda óeðlilegri svitaútgufun. Það er mesti misskilning- ur, að svitaholurnar opnist. Sérfræðingar segja að það sé útþensla æðanna, en ekki opnun svitaholanna, sem veldur útgufuninni við heita baðið. Við þelta linast vöðvarnir og andardrátturinn vcrður eðlilegri, þrátt fyrir það, að súrefnisskammlurinn sé enn mjög litill. Iljartað þarf að slá tvisvar sinnum hraðar, en cðlilegt er, til þess að geta fyllt æðarnar, sem hafa þan- izt út. Sá sem fer úr heitu baði í kalt strax á eftir verður fyr- ir tvenns konar óþægindum. Æðarnar herpast skyndilega saman aftur, púlshraðinn eykst, súrefnisinnöndunin er tvöföld og hjartað slær óeðli- lega hratt til þess að vinna.á móti þessari snöggu breyt- ingu. Það er því ekkert kyn- legt þó „baðandinn" í'inni til þess um eftirmiðdaginn, að þreyta ásæki hann og hann verði taugaslappur. Það mundi verða alveg vonlaust verk að ætla sér að gefa einhverja einhlíta skýr- ingu á þvi hvernig menn geta fengið sér hcilsusamlegt bað. Bað sem kann að vera heilsu- samlegt fyrir einn, gelur ver- ið heilsuspillandi fyrir annan. Og nú er eftir að athuga þá spurningu, hver sé lækninga- kraf lur heita og volga vatns- ins. I fyrsta lagi linar hitinn vöðvana og mýkir þá. Ef maður finnur til sársauka í vöðvunum vegna ofreynslu eða annars erfiðis má það heita óbrigðult ráð til lækn- inga að fara í heitt bað og nudda.varíega aumu blettina. Baðið má ekki standa lengur ýfir en 20 mínútur i einu og eftir baðið á maður að dúða sig hlýlega og ligg.ja s.vö' fyrir i eina klukkustund. Heit böð eru gott meðal við liðagigt, taugagigt og lungnakvefi og auk þess iðrakveisu og sina- drætti. Heit böð með vissu millibili er eitt hinna ágæt- ustu róandi meðala. í mörg- um tilfellum, þegar morfin og önnur eiturlyf hafa reynzt haldlítil i baráttunni við geð- bilanir og taugaveiklanir, hafa heitu böðin orðið ör- þrifaráðið og sjaldan brugð- iz't, ef eitthvað var á annað borð hægt að gera. Sjúkling- unum hefir stundum verið haldið í heitu baði samfleytt í 48 klukkustundir og ein- staka sinnum kemur það fyr- ir, að sjúklingar, sem ekki hafa getað haí't hemil á geðs- raunum sínum vegna tauga- veikhmar, hafa náð sér alveg eftir fárra klukkustunda heitt bað. Mörg eru dæmi þess, að heit böð hafi orðið heilladrjúg heimalækning við svefnleysi og taugaveiklun- um. Beztu árangrarnir nást með þvi að hafa vatnið rétt um 37 gráður á C. Ágætt er að drekka örlítið af köldu vatni samtímis því að maður er í heita baðinu. Saltböð, en þau fást með því að hella fimm til tíu pimdum af venjidegu borðsalti saman við - meðalfullt----- baðker af heitu* vatni, ent sérstaklega góð til að lækna alls konar kvilla, t. d. mjaðmargigt og verki i ^öðvumVralenn verða bara að gæta þess vel að hreinsa vel baðkerið eftir slíkt saltbað, því saltið hefir eyðileggingar áhrif á málm og postulín. Hvað snertir köld böð, þá er það ein aðvörun, sem læknar gefa fólki: Ef þér er- uð einn af þeim, sem fáið skjálfta um leið og þér takið jður kalda dýfu, þá skuluð þér alls ekki neyða yður til slíks. Það er til nokkurs kon- ar sjálfvinnandi öiyggisvott- ur í hverjum manni, sem verkar eins og varúðarmerki. Þess vegna er það, að ef yð- ur finnst skjálftatilfinning grípa yður við umhugsunina um kalt bað, þá skuluð þér um fram allt hlýða eðlishvöt- inni. Eldra fólk skal sérstak- lega varast að laka sér köld böð. Vatnslæknar halda því fram að heilsusamlegast sé fyrir hraust fólk að taka bað einu sinni á dag — meðal- heitt og helzt að morgni dags. Á sumrin, þegar mjög heitt er í veðri, getur verið nauðsynlegt að baða sig oft- ar en einu sinni á dag. Eftir heitt bað er gott að taka sér volgt bað (ekki kalt), sérstaklega ef þér farið út í kalt andrúmsloft á eftir. (Þýtt úr Coronet.) er iriyndin fekin beint fyrir ofan nótnaborð píanósins, og getur maður þá veitt hinni framúi-skarandi leikni Eiriars Markússoriar sérstaka eftir tekt. Þessari stuttu tónmynd mun sannarlega verða f agnað af pianónemendum. Tón- mynd þessi mun einnig vekja hrifningu á meðal þeirra, sem unna æðri tónlist. Okkur er heiður og ánægja að tilkynna yður hinar miklu vinsældir þessa sorjr Is- lands." Einar Markússon, píanóleik- ari, f ær ágæta dóma vestra. Eins og almenningi er kunnugt af fyrri skrifum blaðanna fór Einar Markús- son, píanóleikari utan til frekara náms í píanóleik árið 1944. Stundar hann enn nám við Tónlistai^skóla í Kali- forniu. Einar hcfir teldð undra- verðum framförum í píanó- leik, síðan hann fór utan og hefir hann hlotið afbragðs góða dóma þar. Árið 1944 \ar uppfærður konsert í Hollywood og lék Einar þar lög eftir sjálfan sig, sem var mjög vel tekið. Á þessum konsert lék hann í fyrsta skipti opinberlega Litarap- sodiuna (Colour Rapsodi) eftir sjálfan . sig og píanó konsert, sem hann hafði samið. Bæði ])essi verk hafa hlotið ágæta dóma. Verkin komu hingað til lauds á plöt- um og hefir íslenzka útvarp- inu verið boðið að leika þau, en það neitaði því. Má það merkilegt heita, að þegar Is- lendingur getur sér frama erlendis, er þess á engan hátt getið í útvarpi hér og meira segja þverneitað að leika verk eftir hann, sem hlotið hafa vinsældir erlendis. Rétt er að geta þess einnig, að Menntamálaráð hefir ekki séð sér fært að veita þessum íslenzka listamanni neinn styrk, og meira að segja neitað honum um fargjalds styrk út. Verður ekki með sanni sagt, að íslénzka ríkið hlúi vemlega að þessum upp- rennandi listamanni sínum. Hér skal tekið eitt dæmi um það, hve vel Einari sæk- ist námið. Er þetta bréf frá kunnum tónlistannanni, Mae G. Hoenig, til sendiráðs Is- lands í Washington: „Einar Markússon kom til Eandaríkjanna án þess að hans hefði sérstaldega ^erið getið sem píanóleikara. Hefir hann orðið sérstaklega vin- sæll í Kaliforniu. Vegna þess að harin var valinn af einu helzta kvikmyndaf élaginu þar til að leika inn á stutta kvik- mynd, hafa vinsældir hans í Ameriku aukizt að miklum mun. 1 þessari kvikmynd leikur hann Fantasie In- promtu eftir Chopin og ung- vei'sku Rapsodiuna nr. 2 eftir Liszt. ÖU gagnrýni um myndina hefir verið lofsverð.. Einn gagnrjnandi i Los Angeles skrifar: „Þegar Einar Mark- ússon leikur marga af erfið- ustu köflunum í urigversku rapsodiunni íir. 2 ef tir Liszt, Málari x'úl taka að sér vinnu fyrir þann sem getur leigt honum hei^bergi. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Málaii". „Freiu"-fiskfars, fæst i flestum kjöt- búðum bæjarins. Hárlitun Heitt og kalt permanent. með útlendri olíu. Hárgreiðslustofan Perla. GÆFAN FYLGIB hringunum frá SIGURÞOR Hafnarstræti 4. ^ <0v>rsr B.H flUGL^SINGflSHRIFSTOrn ^ J og sigti Verzlunin Ingólfu; Hringbraut 38. Sími 3247. KAUPHÖLLIN er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.