Vísir - 18.09.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 18.09.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. septembér 1946 V I S 1 R Það fór eins og kuldahrollur um hana alla. „Þér eruð veikar," sagði Woolfolk, „en þér skuluð fá fullan bata." „Kannske, fyrir einu ári eða svo, hefði verið !eið, með góðri hjálp, já, með yðar hjálp. En nú er það of seint. Þvi komuð þér ekki?" „Þér komið með mér í kvöld," sagði hann djarflega. „I þessu veðri," sagði hún og leit á rústirnar, sem vindurinn skók, og hún horfði út á sjóinn. „Munið þér hvað gerðist, þegar eg var úti á sjó með yður, og alt var svo kyrrt, sjórinn speg- ilsléttur — og svo —¦'•' John WToolfolk skiluist, er allt það var i hættu, sein hann þráði mest, enda sá hann nú allt skýr- ara og greinilegar á stundu hættunnar, að vcvdáinál lifsins voru flóknari en svo, að hægt væri að leysa með þvi einvörðungu, að leitast við að fullnægja þrá sinni. Ástin var ekki slíkt töframeðal, að hún gæti að gagni komið — marga stigu og djúp varð að kanna, margt að reyna, og þreifa sig áfram. Hann rejmdi að líta á allt á annan hátt en cinvörðungu í ljósi þrár sinnar og framar öðru reyndi hann að gera sér grein fýrir aðstöðu sinni frá öllum hliðum, og hvers væri að gæta, ef hann reyndi að framkvæma áforni sín, og kom honum þá fyrst til hugar hin andlega veikl- un Lichfield Stope's og hver áhrif hún hefði haft Millie og kynni að hafa. Millie hafði leitt i ljós fyrir Woolfolk hversu róttæk þessi úr- kynjun var, hversu lengi þessi eitruðu áhrif gátu látið sin gæta. Það varð einhvern veginn að koma því til leiðar, að hægt væri að upp- ræta með öllu þessi áhrif úr huga Millie. Og hann gerði fyllilega ljóst, að í þessu gæti hann litla aðstoð veitt henni. Þetta var vandamál and- iegs eðlis, lækningin varð að koma frá henni sjálfri en þótt mest væri undir henni sjálfri komið, mátli þó veita henni nokkurn stuðning. Þó var það svo, hugði hann, að breytt kjör, öryggi, venjuleg lífskjör, myndu áorka miklu, en er hann fór að hugsa um öryggi hennar, hvernig hún gæti sannfærzt um að hún væri ör- ugg, beindist hugur hans fljótlega að því hvernig á því mundi standa hversu skelfd hún var á stundum og flóttaleg, hvers vegna hún kipptist við, leit flóttalega um öxl og þar fram eftir götunum. Alvörugefinn á svip tók hann til máls: „Eg hefi verið óþolinmóður, en þérurðuð á vegi mínum svo skyndilega og urðuð valdar að svo stórfeldri breytingu í fábreyttu lífi mínu, að það er mér nokkur afsökun, þótt eg hafi ekki verið eins þolinmóður og skyldi. Ef þér eruð veikar getið þér fengið sjálfsbata. Gleymið ekki hversu hugdjörf móðir yðar var. Eg veit, að það er eitthvað jTfirvofandi, eitthvað sem bakar yður hættu. Segið mér livað það er, Millie, og svo skulum við vinna saman og hrinda öllum torfærum af vegi." Hún horfði dauðskefld fram fyrir sig eins og hún liti þar auðn eina. „Nei, nei," sagði hún og stóð upp. „Eg vil ekki draga yður niður á við með mér. Þér yerðið að fara á brott þegar, í kvöld, þrátt fyrir storm- inn." „Hvað er það?" spurði hann. Hún stóð eins og rígnegld fyrir framan hann, lagði aftur augun og spennti greipar i angist. En svo hneig hún niður og settist aftur á sama stað. „Það er Nicholas," stundi hún upp. Woolfolk var léttir að því, að hún skyldi segja þetta. Hann taldi þennan mann, sem fálmaði eftir rýtingi undir svuntu sinni, svo fyrirlitleg- an, að hann hafði gengið fram hjá honum er hann skammri stundu áður hugsaði málið. Hvernig gat þessi maður hafa náð áhrifum, ef til vill valdi yfir hugsanalifi Millie? Þokan dularfulla, sem hafði sveipast um hana, var að hverfa, og vegurinn fór að greiðast til hamingju fyrir þau bæði fannst honum, og hann spurði: „Hefir Nicholas verið áleitinn við þig?" Það fór titringur um alla limu hennar og hún neri saman höndunum. „Hann segist vera „vitlaus í mér", eins og hann orðar það." Angist hennar var mikil, er hún sagði þetta, og hann fann til djúprar sam úðar með henni. „Hann segir, að eg verði að giftist sér, ella muni —" Hún þagnaði skyndilega, eins og henni væri um megn að halda áfram. Woolfolk var nú ákveðnari en nokkurn tíma áður að láta til skarar skriða. „Hvar er Nicholas nú?" spurði hann. Hún slóð skyndilega á fætur og greip í hand- legg hans og var sem hún vildi aftra því, að hann færi. Farið í róður frá Höfn í Hornafirði. kaðalenda. Þegar belgUrinn kemur í sjóinn, er það þá hann sem jafnvæginu heldur á stönginni. Þann- ig að hún stendur ljóðrétt upp úr sjó. Þetta er allt undur einfalt, en mér sj'nist það vera ákaflega vel hugsað. Og allt gengur þetta eins og i sögu. Þeir syngja piltarnir, Anton og Björgólfur, taka við stönlpunum, hverjum af öðrum, sem Davíð mjakar aftur til þeirra, og uppistöðuendunum, sem Svavar réttir þeim þegar þeirra er þörf. Hann fleygir út stjórunum, en það eru f'öruhrtullungar 10—15 punda** þungir, siðan uppistöðunni og loks belgstönginni. Aldrei töf og aldrei hik. Einu sinni vill það.til að fyrir Svavari verður loftlaus belgur. Hann er að verða seinn fyrir og þrífur þann næsta og bindur hann við stöngina. En belgirnir eru tölusettir og nú ruglast röðin. Hann kallar þessa aihugasemd til Ásmundar. Allt i lagi! En síðan verður Svavar að fara að blása út vindlausa belginn, — sækir í sig veðrið og blæs og blæs og verður blár og afskræmd- ur i framan. En hann á nóg af lofti í sjálfum sér handa belgnum og er tilbúinn, þegar belgur er heimtaður af honum næst. Röskan klukkutíma eru þeir að leggja. Seinasta helgnum fylgir stöng með rafljósi í stað dulunnar, sem er á hinum duflunum. „Hvað gerist nú?" segi eg við Ásmund. „Ekkert!" svarar hann. Nú lónum við hérna í kringum Ijósduflið i eina þrjá klukkutima. Klakkan sex förum við svo að draga." „Þú átt við að við förum að draga klukkan sjö!" segi eg og þykist nú góður, því að sýnilega hefir Asmundur gleymt því, að í nótt á að færa klukkuna fram um eina stund. „Rétt segir þú minn frómi," segir Ásmundur hlæj- andi: „Og þá er klukkan víst hálf-f jögur að morgni, eftir því að dæma. Við förum þá allir í kojuna, strák- ar, — nema hann Anton. Hann kallar í okkur klukk- an hálf sjö." Nú er enginn vandi að fara um þilfarið í 'klofhá- um stígvélum, því að nú standa stamparnir hver ofan á öðrum og láta lítið fara fyrir sér. Þegar við komum niður langar mig í kaffi. En þeir eru ekki aldeilis að hugsa um slíkan óþarfa þessir piltar. Hér er „ekkert kaffi, — bara hátta!" eins og þar stendur. Og eg skríð á maganum upp í mína hlj'ju og steinsofna von bráðar. Klukkan hálf sjö er eg vakinn. Piltarnir eru farn- ir að búa sig. Nú á að fara að draga. Allt er þetta miklu seinna en gert hafði verið ráð fyrir, eða um þrem klukkustundum á eftir áætlun, vegna tafar- innar í lænunni fyrir utan Miklagarð. Eg er vel á mig kominn þegar eg er búinn að jafna mig og er kominn í „gallann". Og svo vel er eg búinn, að eg kenni ekki kulda, þó að nokkuð sé svalur austankaldinn, þegar upp kemur. Þetta má þó heita blíðskaparveður um þetta leyti árs og ekki er sjórinn mikill, þó að Auðbjörg dilli sér talsvert og dansi. En nú er hún líka létt á sér. Hana munar litið um tóma stampana. Það er tekið að birta af degi og skammt til sólar- €.& BuwwgkAi - TARZAN - no Um leið og hinn risavaxni striðsmað- ur hrinti Tarzan óþyrmilega frá sér, greip Tarzan um úlnlið stríðsmanns- ins, og var tak hans eins og stálfing- ur hefðn læst sig utan um handlegg Erongos. Eftir að Tarzan hafði náð þessu trausta taki um úlnlið stríðsmanhsins, sneri hann sér leiftursnöggt og þeytti stríðsmíinninum um leið endilöngum til jarðar. En Erongo hafði lært ýmislegt fleira af mönnunum, sem verzluðu með fila- beinið, en að tala á enska tungu. Hann hafði einnig lært glimubrögð. Hann stökk á Tarzan .... -----og tók hann sterklegum glimu- tökum. Fann Tarzan þá greinilega, að stríðsmaðurinn var ekkert lamb að leika við, heldur þjálfaður og þaul- reyndur glimumaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.