Vísir - 20.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 20. september 1946 H é r ö ð v Framh. af 1. síðu„ flugí'örum, öðrum en hcrvél- um, allra þjóða er fá slík rétt- indi hjá ríkisstjórn Islands. 4. Stjórn Bandríkjanna mun sv.o fljótt sem auðið er flytja á brott [)að herlið og sjólið Bandríkjanna, sem nú er í Reykjavík, og innan 180 daga frá gildjstöku samnings þessa mun hún smátt og smátt flytja á brott allt ann- að herlið og sjólið Banda- ríkjanna, sem nú er á Islandi. 5. Flugförum þeim, sem rekin eru af' Bandaríkja- stjórn eða á hennar vegum í sambandi við framkvæmd þeirrar skyldu, cr Band.a- ríkin hafa tckizl á hendur, að hafa á hendi herstjórn jog eftirlit í Þýzkalandi, skulu áfrarn heimil afnot af Kef’.i- víkurflugvellinum. í þessu skyni skal stjórn Bandaríkj- anna heimilt að halda uppi á eigin kostnað, beinlínis eða á sina ábyrgð, þeirri starf- semi, þeim tækjum og því starfsliði, sem nauðsynlegt kann að vera til slíkra af- nota. Taka skal sérstakt til- lit til sérstöðu slíkra flug- fara og áhafra þeirra, livað snertir lolla, landvistarleyfi og önnur formsatriði. Engin lendingargjöld skal greiða af slíkum flugförum. 6. 1 sambandi við rekslur armáíið. flugvallarins munu Banda- ríkin, að svo miklu leyti sem kringumstæður leyfa, þjálfa íslenzka starfsmenn i tækni flugvallarekstrar, svo að Is- land geti í vaxandi mæli tek- ið að sér rekstur flugvallar- ins að svo miklu leyti sem frekast er unnt. 7. Stjórnir Bandaríkjanna og Is.’ands skulu í samráði setja reglugcrðir um rekst- ur, öryggi' og önnur mál, er varða afnot allra flugfara af flugvellinum. Slík ákvæði raska þó ekki úrslitayfirráð- um ríkisstjórnar Islands, hvað umráð og rekstur flug- vallarins snertir. 8. Stjórnir Band.aríkjanna og íslands koma sér saman um grundvöll, er báðar geta við unað, að sanngjamri skiptingu sín á milli á kostn- aði þeim, er af viðhaldi og rekstri flugvallarins stafar, þó þannig að*hvorugri ríkis- stjórninni skuli skylt að leggja i nokkurn þann kostn- að af viðhaldi eða rekstri flugvallarins, sem hún telur sér ekki nauðsynlegan vegna eigin þarfa. 9. Eigi skal leggja neiila tolla eða önnur gjöld á efni það, útbúnað, nauðsynjar eða vörur, sem inn er flutt til af- nota fyrir stjórn Bandaríkj- anra cða umboðsmenn henn- ar samkvæmt þessum sanm- ingi eða til afnota fyrir starfslið það, sem dvelur á Islandi vegna starfa, er leiðir af f ramkvæmd samnings þessa. Otflútningsgj.alda skal lieldur eigi krefjast af út- flutningi téðra vara. 10. Eigi skal leggja tekju- skatt á þær tekjur þess starfsliðs Bandaríkjanna, sem á Islandi dvelur við störf er leiðir af framkvæmd samn- ings þessa, er koma frá að- iljum utan Island. 11. Þegar samningi þess- um lýkur skal stjórn Banda- ríkjanná heimilt að flytja af flugvellinum öll hreyf.anleg maimvirki og útbúnað, sem þau eða umboðsmenn þeirra hafa látið gera eða lagt til eftir gildistöku samnings þessa, nema svo semjist að ríkisstjórn Islands lcaupi mannvirki jiessi eða útbúnað. 12. Samningur jiessi skal gilda á meðan á stjórn Bandarikjanna hvílir sú skuldbinding að halda uppi herstjórn og eftirliti í Þýzka- landi; jió má hvor stjórnin um sig hvenær sem er, eftir .að fimm ár eru liðin frá gild- istöku samnings jiessa, fara fram á endurskoðun hays. Skulu þá stjórnirnar hefja viðræður svo fljótt sem auðið er. Leiði slíkar viðræður eigi til samkomulags innan sex mánaða frá jiví að fyrst kom beiðni um endurskoðun, er hvorri stjórninni um sig heimilt, hvenær sem er að þeim tíma liðnum, að til- kynna skriflega þá fyrinetl- un sína að segja upp samn- ingnum. Skal samningurinn jiá falla úr gildi tólf mán- uðum eftir dagsetningu slíkr- ar uppsagnar. Ef ríkisstjórn íslands .skyldi vilja fallast á þær til- lögur, sem settar eru fram hér að framan, bið eg yður, herra ráðherra, að scnda mér staðfestingu á því í erindi, sem ásamt þessu erindi verð- ur þá samningur beggja rík- isstjórnanna um jiessi efni. (19/9. 1946).* Ríkisstjórn Bandaríkjanna birti í dag fréttatilkynningu um jietta efni. Eru í fréttatilkynninguiuii tekin upp öll aðalatriði samn- ings þess, er Bandaríkja- stjórn hefir lagt til að gerður verði, og lýkur henni með þessum orðum: „1 stuttu máli sagt: Fallist Island á framangreindar til- lögur, munu Bandaríkin hverfa á brott með allt sitt herlið af Islandi, afhenda Is- landi flugvölli jiá er Banda- rikin byggðu við Keflavík, setja óbreytta borgara í stað jieirra er herjijónustu gegna og nú starfa við rekstur flug- vallanna, og jijálfa Islendinga í rekstri vallarins. Keflavík- ur-flugvöllurinn verður jiann- ig, með samstarfi beggja stjórna, frjáls til afnota fyrir allar jijóðir, og verður hann mikill aljijóða-flugvöllur undir stjóm Islands. Munu þessar ráðstafanir einnig tryggja áframhald og öryggi samgangna við lierstjórnar- stofnanir þær er Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að halda uppi í Þýzkalandi, sam- kvæmt gerðum samningi við Frakklánd, Stóra Bretland og Ráðstjórharríkin.“ Cítronur IOapparstíg 30. Sími 1884. BEZT AÐ AUGLYSA1 VlSI Glænýtt FISKBCÐIN Mverfisg. 123. Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. Ævisag^ «Bg æviiiíýri Williaan F. Cofitys, ©ftirste sösjð fai ÍMÞmawn sjáMmtn Helgi Sæmundsson blaðamaðm* þýddk o WÍLLIAM F. CODY höfuðsmaður, er löngu heimsfrægur undir nafninu „Vísunda-Billi“. Hann er í tölu jiéirra garpa, sem gert hafa Villta vestrið frægt um lönd og álfur. Bókin BUFFALO BILL er sjálfsævisaga Willi- ams F. Codys höfuðsmanns, og hefur hún náð meiri útbreiðslu og vakið meiri vinsældir en nokkur önnur saga um „Vísunda-Billa“ og afrek háns. Bókin er skrifuð af hispursleysi og hreinskilni, og lesandanum dylst ekki> að „Vísunda-Billi“ hafi verið mikill maður. Kynnin við hann efla liið góoa í fari les- andans og víkka sjóndeildarhring hans. Við lestur bókarinnar opnast framandi heimur. Bókin lýsir ekki aðeins ævmtýrum og ævintýramönnum. Hún greinir einnig frá baráttu góðs og ills, þar sem hið góða sigrar jafnan hið il!a. Hún lýsir hreysti og dreqglund og haráttu frumhérja, sem krcfur hinna beztu eiginlcika í fari manna. Allir, sem unna ævintýrum og hreystiverkum, munu lesa- sjálíeæ.viSíigTi Williams F. Codys með óblandimú án:e.gju. S íúu inun vekja þeim gleði og færa jieim • fróðleik FÆST I ÖLLUM BÓKAECÐUM. Bókaútg. Sudlónssonar i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.