Vísir - 20.09.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 20.09.1946, Blaðsíða 4
VISIR . Fostudaginn 20. september 194(5 DAGBLAÐ títgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðjaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Aftiám herverndarsamningsins. i JJiíkisstjórn Bandaríkjanna hefur í skjóli her- verndarsamningsins, sem gerður var ó.sín- um tíma við ríkisstjórn íslands og staðfeslur var af Alþingi, haft nokkurt herlið hér á landi, til þess að kleift yrði að standa við og rísa undir skuldbindingum, sem Bandáríkin hafa iekið á sig vegna hernaðaraðgerða og síðar eftirlits á meginlandi Evrópu. ÞráfaíHlega hef- ur því verið yfir lýst af einstökum talsmönn- nm Bandaríkjastjórnar, að horfið myndi með herinn héðan af landi, enda hyggist stjórnin á engan Iiátt að scilast hér til yfirráða. Þessú heí'ur allur þorri Islendinga treyzt, cn í skjóli þ.ess trausts hefur s'ambúðin við fterlið Band.a- rikjanna verið mcð ágætum, en gagnkvæmur sldlningur hefur verið 'sýndur, ef út af hefur borið. Herverndarsamningur dregur þann dilk á eftir sér, að hann getur ekki úr gildi fallið á einum og sama degi og styrjöldinni lýkur. Sé hervcrnd einhvers virði hlýlur ,af því að leiða, að nokkurn viðhúnað og umhúnað þarf íið hafa auk alltrausts hérliðs. Tekur að von- um tíma að aliná öll merki slíkrar hervernd- ar og ilytja hcrliðið burt, og slíkt verður ekki gcrt, nema með vinsamlegum samskiptum, Jæirrar þjóðar, sem herverndar nýtur og hinn- yr, sem lætur hana í té. Forsætis- og utan- ríkisráðherm hefur borizt erindi frá sendi- herra Bandaríkjanna, sem þegar mun hafa f\crið lagt lyrir Alþingi, en ])ar liggur fyrir wamningsuppkast, sem afnemur lierverndar- samninginn endanlega, nái það staðfestu. í uppkastinu felst skilyrðislaus yfirlýsing um, að Keflavíkurflugvöllurinn, ásamt óhreyfan- lcgum mannvirkjum, skuli vera skýlaus eign Jslendinga, samkvæmt þeim skuldbindingum, . er Bandaríkin hafa áður tekizt á hendur þar að lútandi, enda hafi ríkisstjórn Islands úr- siitavald hvað umráð og rekstur flugvallarins sncrtir. Þjálfaðir skulu íslenzkir starfsmenn í lækni flugvallarrekstrar, svo að Island geti í vaxandi mæli tekið að sér starfrækslu vall- ai’ins að fullu og öllu. Er hér um mjög veiga- miklar yfirlýsingar að ræða, sem fullnægja yfirráðarétti íslenzku þjóðarinnar ,og skerðir sjálfstæði hcnhar i engu. Bandaríkin fara fram á nokkur fríðindi fyrst um sinn, en lofa og skuldhinda sig til nð hafa flutt herlið sitt allt á hurtu inrran (> mánaða. Þessi fríðindi heinast að því einu, að „gera Bandaríkjunum fært að standa við skuld- hindingar sínar vegna meginlands Evrópu, en skulu auk ])ess veitt til skamms tíma, þannig að hvor stjórnin sem er getur krafizt endur- ækoðunar á honum að fimm árum liðnum frá gildistöku Iians, en hali cndanlegir samning- 4ir ekki tekizt innan (5 mánaða frá þvi er lyrsl kom fram heiðni um cndurskoðun, sé hvorri stjórninni um sig heimilt að segja endanlega upp samningum og fellur hann þá úr gildi 12 mánuðum eftir dagsetningu slíkrar uppsagn- 'ar. Samningurinn í heild byggist á vinsam- degu samstarfi og jafnrétti beggja þjóðanna, «em að honum standa. Til hans virðist hafa verið vandað, enda má scgja að hann sé afleið- ing af því ástandi, scm ríkjandi er i heiminum. Samninguriim er gerður til skamms tíma vcgna þess ástands og honum má segja upp með eðlilegum fyrirvaia og einhliða viljayfir- Jýsingu, að þeim tíma loknum. Húseign við miðbæinn til sölu. Eignarlóð. Minnst tVær þriggja herbergja íbúðir lausar til íbúðar þann 1. oldóher n.k. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Málflutningsskriístoía Kristjáns Guðlaugssonar hrl. og Jóns N. Sigurðssonar hdl., Austurstræti 1. Reykjavík. Herrahattar 'Uerzl. Jntjihjar^ar Jjohnson 2 móturvélamenn ó s k a s t. \Je (a uerlótœ c)i JjJicj. JJ)ueínIjörfióíona/ Sími 5753. Ibúð 12 herhergi og eldhús óskast nú þegar éða 1. olct. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. — Tilboð, merkt: „J.O.- 500“, sendist afgreiðslu Vísis lyrir mánudags- kvöld 2.‘1. þ. m. Unglingspiltur eða stúlka getur fengið fasta vel launaSa atvinnu við léttar sendiferÖir og mnheimtustörf strax eða 1. október. (Engar upplýsingar í sírna). Jjttgólfoapctek Hótel Valhöll á Þingvelli, verður algerlega lokað frá þnðju- deginum 24. september. ■IX Vaihöll Hvítt silldtylL Glasgowhúðin Eryjugötu 2<>. Stúlka óskast til þcss að gæta drengs á 2. ári. Uppl. á Bárugötu 10, miðhæð. Beztn úrin frá BARTELS, Veltusundi. BEZT AÐ AUGLÝSA1 VlSI Fatnaðnr á 14 ára dreng, stóran, fermingarföt og skólaföt, óskast strax. Upplýsingar í síma 0132. Mál, sem mikið er rætt. „S. B.“ hefir skrifað Bergmáli nokkrar línnr um mál, sem oft hefir verið rætt í blöðunum, en ekki borið neinn árangur ennþá. Bréfritar- inn segir: „Eg er einn hinna mörgu, sem farið hafa til Norðurlanda á sumri þvíK sem nú er að líða. Eg vil þó ekki telja mig meðal þeirra, sem einvörðungu hafa farið utan til þess að skeinmta sér — en það kemur ekki þessu máli við. Það, sem mig langar til að minnast á, er málefni, sem mjög er rætt um hér í bænuift. Tappar á mjólkurflöskur. Eins og einnig hefir oft verið minnzt á í smáletursdálkum blaðanna, hefir ekki verið hægt að fá keypta miólk á flöskum um nekkurt ára- • \ bil (eða að minnsta kosti hefir allur almenn- ingur ekki átt kost á því, þótt sumir virðist jafnan geta fengið mjólk í slíkum ílátum). Ymsu er borið við, skorti á efni í lokin og þar fram eftir götunum. Maður skyldi nú ætla, að þessi skortur næði ekki til íslands eins, en það fannst mér einna lielzt, á þessari ferð minni um Norð- uriönd. Enginn tappaskortur. Eg var lengstum í Danmörku og bjó í íbúð vinar rníns, sem bjó á móti í íbúð minni hér heima. Allan þann tíma, sem eg dvaldi þarna, fékk eg ævinlega mjólk senda heim á flöskum og ekki fékk eg betur séð en að hið sama gilti um alla í grenndinni, svo að þarna virtist ekki vera neinn hörgull á efni í táppana. Eg var meira að segja farinn að gera mér vonir um, a£ allur efnisskortur af þessu tagi mundi verða úr sögunni hér heima, er eg kæmi aftur — og | hlakkaði til, því að hreinlætið er ólíkt meira, þegar ekki þarf að vera að sulla í stórum mjólk- urkerufn tímunum saman. Vonbrigði. En eg varð fyrir vonbrigðum, þegar eg kom heim — hefði kannske ekki átt að gfera mér allt of miklar vonir um framtakssemina hér heima — því að enn er sullað í kerjum og enn standa þau opin allan daginn. Enginn tappi eða lok á flöskunum, ncma Itanda hinum fáu út- völdu, eins og áður. Og ofan á allt þetta kem- ur svo, að mjólkin er ekki meiri en svo, að það er hálfgert kappphlaup um hana —, en það kemur kannske ekki þessu máli við, sem eg hefi verið að tala um. Því fáum við ekki efni? En mér er spyrn og vafalaust fleirum, sem orðið hafa hins sama varir og eg: Hvers vegna er ekki hægt að fá hingað efni í lok á flösk- urr.ar? Já, hvers vegna getum við ekki aflað þessa lítilræðis, sem við noturn í sam^nburði við aðrar |)jóðir, eins og t. d. Danir? Mér skilst á öllu, að þeir standi enn verr að vígi í gjald- eyrismálunum en við, en þrátt fyrir þau vand- ræði hefir þeim samt tekizt að fá þetta loka- efni, sem enginn mannlegur máttur virðist geta útvegað okkur. * Mjólkurbrósarnir. Það getur svo sem vel verið hægt að fá ágæta mjólk afgreidda í mjólkurbrúsana, en þó varla eins og nú er um hnútana búið, og það er hægt að forðast mikinn óþrifnað með því að selja mjólkina eingöngu á flöskum. En því er þá ekki reynt að fá það, sem til þarf? Eg trúi því ekki, að Islendingár geti ekki alveg eins fengið efnið í lokin eins og aðrar þjóðir. Samsalan ætti að segja nýjustu fréttir í þessu máli.“ Bergmáli er ekki kunnugt um, hvað gerzt hef- ir í þessu máli síðustu mánuðina, svo að skýr- ingar vhrða að koma annars staðar frá. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.