Vísir - 23.09.1946, Blaðsíða 1

Vísir - 23.09.1946, Blaðsíða 1
WISIR Jrecfhwti Mánudaginn 23. september 1946 ✓ Lagaleysi, óeirðir, hermdarverk og öng]bveiti eiga að ríkja í landinu í stað laga og réttar. Þegar rökin bregðast og skynsemin, eiga hneíar „árásarliðsins^ að ráða úrslitum í örlagarikustu málum. Skilur þjóðin nú hverskonar manntegund kommúnistar eru, og hvers má af jíeim vænta? Hyggst hún enn að styðja þá til valdanna, eða snúast gegn þeim með viðeigandi aðgerðum, sem hæfa slíkum mönnum. Eiga þeir að sitja lengur óáreittir í ríkisstjórninni og misnota ríkisstofn- anir til þess að espa almenning til Iöglausra verkfalla og enn frekari óeirða? I gær boðuðu kommúnistar til útifundar í porti Miðbæjarskólans, en þar átti að ræða samningana um Keflavíkurflugvöllinn. Jafnframt hafði mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins boðað til flokksfundar í Sjálfstæðisliúsinu við Austurvöll. Báðir fundirnir hófust á tilsettum tíma. Forsætisráðherra, Ólafur Thors, flutti ítarlega ræðu um flugvallarsamninginn við góðar undirtekt- ir áheyrenda. Næstur honum Talaði Gunnar Thor- oddsen prófessor, en var ekki langt kominn máli sínu, er fjölmennur hópur manna réðist með ærsl- um og hávaða inn í fundarsalinn. Fjölmenni var fyrir í fundarsalnum, og skeytti það engu ærsl- um þessum, en engin tök voru á að halda fund- inum áfram um langa hrið. Einstaka menn gáfu sig á tal við suina af að- komumönnum, og upplýstist þá að þeir menn, sem stóðu að fundinum i Barnaskólaportinu höfðu stefnt liðinu að Sjálfstæðishúsinu i þvi augnamiði að stofna þar til óeirða. Yar lið þetta að mestu samsafn unglinga, karla og kvenna, einkennilegt i útliti og æðisgengið i augum. Æpti þetta fólk ókvæðisorðum að forsætisráðherra og öðrum for- ystumönnum Sjálfstæðisflokksins, en sungu flokks- söngva kommúnista þess á milli. Fór þessu lengi fram, en loks kom að þvi, að einn úr hópnum stakk upp á því, að liðið brygði sér í kröfugöngu og tíndist það þá út úr húsinu að mestu. Forsætisráðherra tók þá aftur til máls, og ræddi þetta framferði sérstaklega. Taldi hann slíkt fram- ferði sem þetta siðuðum mönnum ósamboðið og þjóðhættulegt. Er forsætisráðherra hafði lokið máli sínu hylltu fundarmenn hann innilega, þökkuðu honum stefnu hans og aðgerðir í utanrikismálunum og hrópuðu fyrir honum ferfalt húrrahróp. Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson borgar- stjóri, og fleiri forystumenn flokksins hugðust nú að ganga tii starfa í þingnefndum, og ákveðinn hafði verið fundur í utanríkismálanefnd, er fjalla átti um samningsuppkast það, sem fyrir Alþingi liggur, varðandi Keflavíkurflugvöllinn. Fyrir utan húsið liöfðust óeirðarseggirnir enn þá við, og gerðu nú aðsúg að forsætisráðherra og Gunnari prófessor Thoroddsen, sem lögreglan verndaði eftir getu og hörfuðu þeir inn í Landsímahúsið. Næstir á eftir þeim komu þeir bræður, Bjarni Benediktsson borgar- stjóri og Sveinn Benediktsson. Béðist lýður þessi á þá og reyndu að berja, en lögreglunni tókst að forða þeim inn í Sjálfstæðishúsið aftur og hlutu þeir engin eða óveruleg meiðsl. Forsætisráðherra fór frá Landsímahúsinu í bif- reið. Nokkrir ungir menn og stúlkur höfðu komist inn í húsið og fylgdust með förum hans. Er ráð- herrann steig inn í bifreiðina ærðust þessi hjú, æptu upp að hann skyldi ráðinn af dögum, rotaður og þar fram eftir götunum, en er bifreiðin ók af stað grýttu þau hana, með því að þau urðu og sein til að stöðva hana. Óaldarlýðurinn meinaði mönnum útgöngu úr Sjálfstæðishúsinu, þar til liðið var langt fram á 8. stundu, en þá var tilkynnt að Alþýðusamband ís- lands hefði ákveðið sólarhrings allsherjarverkfall frá kl. 1 nú í dag að telja og til jafnlengdar á morg- un. Virtist svo, sem mönnum þættu þetta mikil tíðindi og góð og hurfu óaldarseggirnir úr strætinu, samkvæmt tilmælum og að fenginni áskorun frá kommúnistum um að þeir notuðu afl sitt til að gera allsherjarverkfallið sem örlagaríkast og áhrifa- mest.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.