Vísir - 25.09.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 25.09.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 25. september 1946 v isih JcJe/íh HepyeAkewef i Villt gulaldín 23 þrálegri á svip en áður. Sjá mátti, að ekki mundi auðið að toga neitt frekara upp úr honum um þetta, og Woolfolk breytti um umræðuefni. „Halvard", sagði hann. „Allt er fallvalt hér í lieimi. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Og kannske á eg ef tir að reyna það í kvöld. Það, sem eg á við, er þetta: Ef eitthvað kemur fyrir mig, ef eg bíð bana, svo eg tali hreint út, verður þú eigandi snekkj- unnar Gar, og fjárhæðar nokkurrar. Hún er vandlega geymd í þessu hylki, sem þér eigið að afhenda í Boston samkvæmt heimilisfangi minu. Eg hefi gert aðra ráðstöfun, sem eg aðeins minnist á, ef þér þyrf tuð að staðfesta það síðar. Mestur hluti annara eigna — ef það gerist, sem við vorum að tala um áðan — á að ganga til ungfrú Stope, dóttur Lichfield Stope, sem ætt- aður er frá Virginia." Woolfolk stóð upp. Hann rétti honum hönd sina. „Halvard," sagði hann og viðurkenndi i fyrsta skipti með orðum álit sitt á honum, „þér eruð góður maður og staðfastur, staðfastari en nokkur maður annar, sem eg hefikynstogáreið- anlegri. Eg hefi greitt yður laun, en störf yðar og trúfesti er ekki unt að greiða með peningum nema að lítlu leyti. Þetta ber mér að viðurkenna og geri það hér með." Halvard vissi ekki hvað segja skyldi eða gera. Honum fanst, að hann hefði aldrei komist í hann eins krappan. Hann beið, — auðsjáanlega i von uni; að fá þá og þegar tækifæri til þess að draga sig í hlé, en Woolfolk hafði ekki lokið máli sinu, þótt hann skipti nú um umræðuefni. „Eg vil, að þér gangið frá segldúksmilligerð- inni í káetunni, og hafið þar til leguútbúnað fyrir þrjá. Hafið svo snekkjuna tilbúna til þess að sigla henni á haf út fyrirvaralaust." Aðeins eitt var nú ógert: John Woolfolk stakk hönd sinni niður á botn i hylkinu og tók upp pakka, sem í voru nokkur umslög, og var ritað utan á þau til bans, og var utanáskriftin orðin mjög máð. Þetta var það eina, sem eftir var, einu minjarnar frá æsku hans og unglings- árum. Þessi bréf höf ðu verið í eigu manns, sem dó fýrir tólf árum, eða réttara sagt, manns, sem örlagadísirnar rændu öllu, sem honum var kært. Og maðurinn, sem sat þarna í káetunni, hafði ekki þrek til þess að opna þau og lesa, hann tók þau hvert af öðru og brenndi þau til ösku. Klukkan var að verða sjö. Hann stóð upp, reiðubúinn til athafna, til alls búinn. . Hann tók skammbyssu, sem vafin var í olíu- borið silki, og hann hlóð hana, er hann Iiafði tekið hana úr umbúðunum. Þar næst fór hann i svartan ullarjakka og stakk skammbyssunni í vasann. — Hann hneppti að sér jakkanum vand- lega, og svo fór Woolfolk, margreyndur i svað- ilförum og hertur í margri ravm, á þilfar. Halvard, klæddur gulum olíustakki, sem var blautur af sædrifi, kom til hans og sagði: „Snekkjan er tilbúin, herra." Andartak var Woolfolk þögull. Hann stóð þarna og horfði áhyggjufullur á svip út í myrkrið, sem umvafði Millie Stope. En það var annað myrkur, enn geigvænlegra, sem hvolfdist yfir hana, yfir sál hennar. Það var eins og augu Johns Woolfolk kipr- uðust saman, þegar hann svaraði Halvard: „Gott og vel!" Farið í róður fra Höfn í Hornafirði. Síðar um kvöldið frétti eg það, að 26 skippund voru vegin upp úr Auðbjörgu. Annar bátur hafði svipaðan afla, en hinir allir minna, eða 18—20 skip- pund. Svo fór um sjóferð þá. Hornafirði, 4. marz 1946. Th. Á. i i %m* XI. John Wolfolk horfði til lands. „Settu mig á land fyrir handan þennan tanga," s'agði hann, „við hálfsokkna skipabryggju." Halvard stökk út í kænuna og hélt henni stöðugri, meðan Jolm Woolfolk fór niður í hana. Þeir ýttu knálega frá snekkjunni og Hal- vard reri rösklega til lands, en Woolfolk slýrði til tangans, en þar fram undan hafði hann fyrst séð Millie, er hún var þar á sundi, og minntist hann nú þessa óvænta atviks. Hann varð hörku- lcgri á svip, er hann minntist þess, sem Millie hafði sagt honum um tildrögin, að hún hafði lagzt lil sunds af því að Nicholas hafði snert hana. — Hann mundi nú allt í einu eftir þvi, sem var í jakkavasa hans. Hann gerði sér vel ljóst að ekkert mvmdi aftra honum frá, að drepa Nicholas undir eins og færi gæfist, og alveg hiklaust. Þeir voru komnir fyrir tangann og hann heyrði greinilegar en áður gnauðið í öldunum, er þær hentust yfir rifin úti fyrir. Heldur hafði birt í lofti, skýin brunuðu áfram, mikifengleg og ógnandi, og milli þeirra sá í grænleitan him- in. Til vinstri var landið, lágt, dularfullt, þar sem margt illt bjó, og þessi sjón hafði sín áhrif á Woolfolk, sem hugsaði á þá leið, að þarna mætti búast við illu einu. Þí'ð var sem trén veinuðu í vindinum og það minnti hann á hið ámátlega væl Isachs Nicholas. — Woolfolk EFTIR H. L. MEETLLAT, KAPTEIN. nemma í júní 1945 var um 200 manna japanskt setulið króað inni á eyju nokkurri nálægt Okin- awa. Lið þetta var styrkt af nokkrum tugum af heimavarnarliðsmönnum (Boeitni). Mikill hluti liðs- ins hafði verið brytjaður niður í orustu, cn þeir, sem eftir lifðu,¦ hörfuðu undan upp til hálendisins. Japanarnir voru einangraðir innan víggirðinga sinna, ásamt nokkrum hundruðum eyjar^keggja og Koreu- búum, og höfðu enga von um hxfetyrk-eða birgða- sendingar. Þeir lifðu þó ágætu lífi og voru öruggir um sig hátt uppi í kóralklettunum. Aineríkumenn máttu búast við miklu mannt.jóni, et' þeir'reyndu að reka Japanina burtu. Bandaríkjamenn ákváðu að reyna að tala vim fyrir Japönunum, til þess að fá þá, og fólkið, sem var í vörslu þeirra, út úr varnarstöðvvinum með góðu. G. J. Clark ofursti og sjóliðsforingi, sem starf- aði með Loviis B. Ely í aðalbækistöðvum tivmda hersins, gerðu áætlun um, hvernig nálgast skyldi Japanina. Tveir sjóliðsforingjar og liðþjálfi v'ir hcmura höfðu á hendi meiri háttar verkefni í samhandi við áætlun þessa. Þessir þrír menn voru valdir vegna þess, að þeir tölviðu japönsku. D. L. Osborn, liðs- foringi var frá Dardanelle, Arkansas og var úr Southwestern háskólanum. Ekki er hægt að geta hins rétta nafns annars liðsforingjans, sem nefndur ' er „Tueker", eða heimihsfangs hans af öryggisástæð- um. Báðir þessir foringjar voru valdir til starfsins vegna meðfædds hugrekkis sins, en kunnáttvi sína í japanskri tungu höfðu þeir tileinkað sér af bókvim. B. M. Oda, liðþjálfi, frá Kauai, Hawaii var svo lán- samur að fá bæði hugrekkið og kunnáttu sína í japönsku í vöggugjöf. Hreysti hans virðist vera með- fædd, og enginn vafi er á því, að móðir hans og faðir tilheyrðu japanska kynflokknvim. Oda lið- þjálfr er Nisei — Amerikumaður af japönsku ætt- erni. Þarna voru margir aðrir hugdjarfir menn, en án þessara þriggja — eða jafningja þeirra að persónulegum eiginleikum og á tæknilegu sviði — hefði ekki verið hægt að takast á hendur þessa háskalegu fyriræthm. Nokkrir japanskir yfirmenn og óbreyttir hermenn úr innikróaða setuliðinvi, sem hraktir höfðu verið frá aðalliðinu japapska, ákváðu að ganga okkvir á hönd, í stað þess að fyrirfara sjálfvim sér, vegna þess að hjá þeim vaknaði von um, að betra yrði £& BuwcuqkAi TAWZAIM - m Það var mikill uppörvun fyrir Nkima litía að finna, að hann gat stokkið um i trjánum, á'n þess að hann fynndi til nokkurra verulcgra óþæginda i sárinu. Hann lagði nu af stað til þess að finna Tarzan. En Jane hljóp á eftir honum, og kallaði, að hann ætti að snúa við, þvi að hún var áhyggjufull um, að hann kæmist i hættu. Á meðan þessu fór fram, var flokk- ur illmennanna á leið til dals Mugambi- manna. Þeir héldu þrákelknislega eft- ir stígnum, sem lá í gegnum skóginn að þorpinu. Er þeir áttu skammt ófarið af leið- inni til þorpsins, kom fyrir þá atvik, sem þeir áttu siðtír en svo von á. Fram- undan sáu þeir móta fyrir risavöxn- um manni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.