Vísir - 03.10.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 03.10.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 3. október 1946 v I s i h Landsbókasafn- ið fæe* máSveB*k að gjöf. Dr. Helgi P. Briem, ræðis- maður, Islendinga í New York, liefir nýlega áfhent Landsbókasafninu málverk af dr. Halldóri Hermanns- syni, prófessor við Cornell UmVerisity í Itliaca, sem gjöf til safnsins frá nokkurum ís- lenzkum vinurn' bans. I bréfi, sem dr. Helgi P. Briem skrifar fyrir hönd gef- endanna, segir svo: „Mál- verkið hefir gert Halldór Pétursson, listmálari, og von- um við, að það verði þeim, er safnið nota, nokkur ánægja að hafa fyrir augum mynd af þeim manni, sem hefir unhið íslenzkri bók- fræði meira verk og full- komnara en nokkur annar maður. Bókfræðistarf dr. Halldórs er öllum kunnugt, sem bókum unna óg þeim f róðleik, sem sóttur er i bæk- ur. Þeim er einnig kunnugt, hve mikið verk og gott ligg- ur eftir hann í sagnfræði, og hefir hann einnig þar reist sé.r traiistan minnisvara. — Þó almenningur hafi aðgang að bókum lians og geti ef til vill fcngið þannig nokkurt yfirlit yfir hans mikla lífs- starf, er lritt ekki minna um vert, sem enginn getur metið til fulls. I fjörutíu ár hefir hann starfað sem kennari i Bandaríkjunum. Á þvi tíma- bili munu allirfræðimenn um íslenzk efni þar í landi hafa sótt lil hans fræðslu, holl ráð og góðar leiðbeiningar. Hafa þeir ekki síður en við Is- lendingarriir lært að meta hann því meira sem þeir hafa kynnzt honum betur. Mun það og allra mál, að hann muni einhver bezti sonur is- lenzku þjóðarinnar og glæsi- legur fulltrúi menningar hennar. Hann er drengur góður, hirðmannlegur í framkomu, h]álpsamur og vinfastur, skemmtilegur í tali og fróður á öllum sviðum. Slikan niann er rétt að virða og gott að muna." . Landsbókavörður biður blaðfð að flytja gefendum beztu þakkir fyrir þessa kær- komnu gjöf. BEZTAÐAUGLYSAIVÍSI Háskóli N-Bak@ta eingasl íslenzka merkisbók. Nýlega sendi Gísli Sveins- son alþingismaður og fyri*v. forseti Alþingis ríkisháskól- anum í Norður-Dakota (Uni- versity of North Dakota) að gjöf skrautlegt eintak af merkisritinu „Lýðveldishá- tíðin 1944", um hendur dr. Richards Beck, prófessors háskólans í Norðurlanda- málum og bókmenntum og vararæðismanns íslands í Norður-Dakota. I sambaifdi við hátíðlega uppsögn sumarskóla háskól- ans, er fram fór hinn 8 .ágúst síðastliðinn, afhenti dr. Beck forseta skólans, dr. John C. West, gjöf þessa formlega, að viðstöddum bókavcrði há- skólans, frk. Della Malhys, og herra Merle Kidder skóJa- stjóra, fulltrúa menntamála- ráðs æðri skóla ríkisins. I afhendingarræðu sinni lýsti dr. Beck sögulegu gildi bókarinnar og merkurii og margþættum stjórnmálaferli gefandans, og gat þess sér- staklega, að hann hefði ver- ið forseti Alþingis, þá er lýð- veldið var endurreist og stjórnað hinum söguríka þingfundi að Lögbei'gi, er lýst var lýðveldistökumri. Um gjöfma fórust dr. Beck að öðru leyti þannig orð: „Með þessari verðmætu gjöf vill herra Gísli Sveins- son alþingismaður votta rík- isháskólanum i Norður-Da- kota virðingu sína, minnug- ur þess, hversu margir stúd- entar af íslenzkum stofni hafa útskrifazt þaðan, og annarra menningartengsla skólans við Island, svo sem þess, að einn af kennurum bans bar gæfu til að vera fulltrúi Vestur-Islendinga á lýðveldishátiðinni. Gjöfin lýsir einnig góðhug gefanda til Bandaríkjaþjóðarinnar, en ríkisstjói'n hennar varð .fyrst til þess að viðurkcnna formlega hið endurreista íslenzka lýðvéldi," • Dr. West háskólaforseti þakkaði hina ágætu gjöf, og vinarhug þann, sem lægi að baki henni, fögrum orðum, lýsti aðdáun sinni á menn- ingu hinnar íslenzku þjóðar og árnaði henni og hinu ís- lenzka lýðveldi allrar blcss- uriar. Minningarorð Framh. af 4. síðu. ur kaupmaður, vel viti bor- inn og félagslyndur og lét mörg mál til sín taka, stjórn- mál, bindindismál, kirkju- mál o. fl. og var kirkjuræk- inn. Hann gekk að hverju máli mcð eldheitum áhuga, hcill og óskiptur og sannfær- ingu hans varð eigi breytt. Hann hugsaði hvert mál vel og hafði skýr rök fyrir þeim, sótti eða varði hvert mál meS í'ullri einurð og lét sig litlu skipta stétt eða stöðu þess, er hann talaði við eða lenti i deilum við. Áhuginn var óbreyttur til æviloka, hvort heldur voru hugsjónir hans eða við dag- leg störf, taldi og hverjum nauðsyn að vinna þanhig, a& geta notið-vinnugleðinnar. ¦ Hann var jafnan glaður i bragði og tók öllu and- streymi Iífsins með karl- mennsku. Jóhann verður mörgum minnisstæður, er'sakna hins glaðlynda manns, sem átti alltaf mörg áhugamál, sem hann vildi starfa fyrir. Þ. J. naarefni Framleiðsla Vibronolsieinanna er haíin. \ Gerð: Stærð: Verð: (lxbxh) ; Kr. ^6 raSir af holrúmum (L—6) 30x20x16]/2 cm. 2.00 t 4 raSir af holrúmum (L—4) 30x14x16]/2 cm. 1.75 Ödýrt og hentugt byggingarefni í minni íbúðar- hús, verksrmSjubyggingar, bílskúra o. fl. Bycycjið úr WihrmsteinwMim SöluumboS: H. Benedikfsson & to* ^WiPSSI Sími 1228. Sími 7989. £ @. BuwmqIuí TARZAN Pedro var nú orðinn uppgefinn og skaut tryllingslega í áttina til Tarzans. Þetta var Pedro, greyinu, alger ofraun, svo að hann féll í ómegin, áður en konungur frumskúganna kom til hans. Á nœsta augnabliki komu Tarzan og stríðsmenn hans að Pedro þar sem hann lá í yfirliði. Tarzan fór nú að reyna að koma Pedro til sjálfs sín aftur, með þvi að gefa honúm svala- drykk. Tarzan gaf Pedro ávaxtasafa að drekka, og þá fór aumingja Pedro að ranka við sér. Þegar Pedro var kom- inn til meðvitundar aftur, sagði kon- ungur frumskóganna: „Við verðum aS fara með hann til þorpsins ykkar." En þá æpti Pedro^ „Nei, nei. Bófarnir eru farnir þangaS- til að drepa þig, Tarzan." Á meðan. þetta gerðist, voru morðvargarnir á. leið inn i þorp Mutavos.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.