Vísir - 07.10.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 07.10.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Mánudaginn 7. október 1948 lyjíjjij Skrifið kvennasíðuiml um áhugamál yðar. ÍJ m tíshu. Eflir Rannveigu Schmidt. atiit' Blómkálshríslur til skrauts. Blómkálinu er skipt í sem jafnastar hrislur og þær soSn- ar í saltvatni. BlómkáliS er svo tekið upp og lagt á síu, svo að vætan renni af því. Hveiti og smjörlíki er bakað í potti, blómkálssoöið látiö i og búin til þykk sósa sem er krydduð með dálitlu af salti og sítrónusafa. Sí'Sast eru i—2 eggjarauöur hræröar út í sósuna. Blómkáls- hríslunum er velt upp úr sós- unni og sósan látin þekja þær alveg. Teknar upp meS mat- kvísl og lagSar gætilega á fat og sé bil á rnilli þeirra. Þegar sósan er oröin stirSnuS á hrisl- unum eru þær teknar upp og þeim velt upp úr brauömylsnu, síöan velt upp úr eggjahvítu og aftur upp úr brauSmylsnu og er mylsnunni þrýst vel aS hrísl- unum. Þar næst eru þær soSnar i feiti og lagSar á gráan pappír þegar þær eru teknar upp. Blómkál, sem svona er soðiS, má hafa til skrauts (og matar) meS steik. En þaö má líka nota þaö sem sjálfstæðan rétt og er þá gott að hafa fína tómatsósu meS. Ribshlaup. Lauf eru tínd af ribsberjun- um. Ekki þarf aS tína berin af stönglunum, en þau eru skoluS í köldu vatni og látin í pottinn, og sett á vægan eld. Litið eitt af vatni er sett í pottinn svo aö berin brenni ekki viS. Berin mega ekki sjóða, en þegar saf- inn fer aS renna úr þeim má hjálpa til með því aS merja þau meS trésleif. Þau eru lögS á sí- una, sem áður hefir verið und- in upp úr sjóðandi vatni. Saf- inn rennur úr sjálfkrafa. Móli einum bolla af safa þarf 2 bolla af sykri. Safinn er látinn í pott hitaður vel svo aS sykrið bráðni, en safinn á ekki að sjóða. Helt í glös og þau eru látin í niöursuðupottinn um stund. LokaS með parafíni og geymd á dimmum staS um stund. Á hratiö sem af gengur er hellt vatni og þetta er svo látiö á síuna aftur eSa kreist upp. A safann sem úr þessu kemur má láta 200 gr. af sykri, móti einum líter af saft. Saítin er látin á flöskur og tappi úr dauð- hreinsaöri bómull látinn í flösk- una. Celluloid-hetta látin yfir. Frakkar hafa lengi verið einvaldir kónungar í ríki tizkunnar í heiminum — — eins og þeir skipuðu fyrir um klæðaburð kvenna, þann- ig klæddu konurnar sig. Am- eríkumönnum leiddist þetta einveldi Frakka og gerðu allt sem þeir gátu til þess að til- einka sér það, en þeir kom- ust aldrei lengra en að verða forystumenn í sportsklæðn- aði. Rétt fyrir stríðið voru Ameríkumenn húnir að safna að sér ágætisfólki með það fyrir augum, að ná yfirráð- um i tizkunni. Þeir höfðu marga listamenn frá Norður- Til minnis. Munið að láta aldrei brauð fara forgörðum. Hveitibrauð, sem orðið hefir afgangs, má nota bæði í brauðbúðing og brauðmylsnu til steikingar. Teikning eftir Hedvig Collin. álfunni og ameríska menn og konur, sem sköruðu fram úr á tízkusvðinu. Svo fengu þeir öll trompin upp í hend- urnar þegar Frakkar urðu hjálparlausir meðan á stríð- inu stóð. Margir vestra voru svo bjartsýnir að lialda, að Ameríka myndi geta haldið forystunni og það var spenn- ingur í tízkuheiminum þegar farið var að bera saman frönsku tízkuna og þá amer- isku að stríðinu loknu. En Frakkar sigruðu og kemur það til af því, að þeir hafa slíkt framúrskarandi liug- myndaflug og þeir hafa „ele- gancen“. En að þvi er sports- fötum viðvíkur höfðu Amer- íkumenn betur. í janúar þelta ár sendu i frönsku tízkuhúsin sýningu ^út af örkinni, þar sem sjá mátti allt mögulegt tizkunni j viðvíkjandi. Fór sýningin land úr landi. Kjólar voru sýndir af frönskum sýning- arstúlkum (mannequins) og á brúðum, en sýningin kom meðal annars til Stokkhólms og Kaupmannahafnar og vakti mikla aðdáun og eftir- tekt. Siðar fór hún til Banda- ríkjanna og var ferðazt með hana úr einni stórhorginni i aðra. Eins og kunnugt er eru i París margir tízkukonungar, svokallaðir; t. d. Ghanel, Chiaparelli, Poiret, Lucien Lelong, svo við nefnum fá- eina. Ýmsir nýir hafa sprott- ið upp, þar á meðal Balmain, sem ameríska skáldkonan Gertrude Stein, vinkona Pi- casso, sem átt liefir heima í Frakklandi i mörg ár, hefir komið á framfæri. Balmain hýr til óvanalega kvöldkjóla, en aðaleinkenni þeirra er, að þeir eru mjög „afhjúpandi" — eða eigum við að segja „berir“. Balmain hefir inn- fært tízkuna, að liafa lang- sjöl úr silki við kjóla sina — og kannske ekki vanþörf. Fyrir tveim árum síðan leiddu Ameríkumenn í tizku að hafa stutta kvöldkjóla; þeir voru fullt eins íhurðar- miklir og langir kvöldkjólar, en náðu hara niður á miðjan legg. Þetta var að fara úr tízku aftur þegar Frakkar fengu yfirráðin í tizkuheim- inum á nýjan leik — og nú er hvorttveggja jafnmikið notað, langir og stuttir kvöld- kjólar, en amerískar konur fylgja nú frönsku tizkunni sem fyrr. Fyrir nokkru var eg stödd á tízkusýningu lijá Madamc Jeanne Lanvin í Paris, en Madame Lanvin var drotln- ing allra tizku i Frakklandi i mörg ár. Smekkur hennar brást aldrei og sjálf var hún framúrskarandi dugleg og í hávegum höfð af löndum sínum. Salur hennar í Rue Faubourg St. Honoré var miðdepill allrár tízku í París. Madame Lanvin dó nýlega, en salurinn hennar heldur á- fram og tveir aðalkjólarnir sem voru á sýningu þeirra er eg sá, voru „kompóneraðir“ af henni sjáfri — síðustu kjólarnir liennar. Nú skal eg segja ykkur livernig þeir voru. . . „ Annar kjólinn var síður, hvitur „stíl“kjóll úr þunnu silkiefni, hlúndukendu. Hann var útsaumaður með glit- perlum, pilsið ákaflega vítt, ermar stuttar og víðar, en um mittið var rósrautt band, sem líka var útsaumað með glitperlum. Hinn kjólinn var draumakjóll Iiverrar konu, svartur kjóll úr „crepe“silki, algerlega glanslausu; kjóllinn valðist um líkamann og var „draperaður“ óvenjulega fallega um mjaðmirnar (það er mikið um mjaðma-drap- eringar á Parísarkjólunum púna); ermarnar voru lang- ar og þröngar, en á ermarn- ar og í liálsmálið, sem var hátt, voru saumaðir glitrandi skartgripir, ekta steinar af öllum tegundum, en mest bar á rúbínum. — Sagði eg „draumakjóll“? Já, en það þurfti fallegan vöxt til að bera þann kjól. 1 París ganga allar konur á kíluliælum og þykir sum- um það fallegt, en öðrum ekki. Yissara er þó að liafa sterka ökla ef maður fer út í að kaupa sér þesskonar skó. Kvenkápur i Frakklandi hafa hálfgert tunnulag, en skinn mikið notað til skrauts. Hattar eru ýmist álcaflega stórir eða mjög litlir og blóm mikið notuð, jafnvel á vetr- arliatta. Á haðströndinni þótti fall- egast, að vera í tvískiptum baðfötum. Þau voru oft marglit með rikkingum hæði á huxum og brjóstahlifum. Léreftstreyjur voru mikið notaðar við baðfötin á strönd- inni; einnig hálskeðjur, arm- bönd og eyrnalokkar, allt úr strái eða skeljum. í tízku- blaðinu „Femina“, sem gefið er út i Frakklandi, er sýnd mynd af heimsins minnstu sundfötum og eru þau kölluð „Atome“. — En hvers vegna að vera að skrifa um tízkuna á útlendum baðströndum fyrir íslenzkt kvenfólk? Ætli yjð verðum ekki hara gular og grænar af öfund af að lesa um það? Bók fyrir konur. Visi hefir nýlega borizt bókin „77 krosssaums- og prjónamunstur Svo sem skynja má af heiti bókarinnar, er þarna um að ræða tilvalda hók fyr- ir konur, sem hafa skemmt- un af að fást við sauma i frístundum sinum eða jafn- vel liafa það að atvinnu sinni. Prentun bókarinnar er með ágætum, svo og frá- gangur allur og þar sem ís- lenzkar konur eru þekktar fyrir áhuga sinn á llskonar saumaskap, ætti þessi að vera mjög velkomin hjá. þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.