Vísir - 14.10.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 14.10.1946, Blaðsíða 7
Mánndaginn 14. október 1946 V I S 1 R 7 Apotekin— Framh. af 8. síðu. lcunnugt um að mikið af ]>essum leyfum hefir farið til annarra manna en apótekar- auna, og hafa verið misnotuð til innflutnings, sem ekkert kemur lyfjaþörf landsmanna við. Til þess að fyrirbyggja slikt er nauðsynlegt að leyfi til innflutnings lyfja sé ekki veitt öðrum en þeim, sem að lögum ber að flytja lyfin inn. Apótekarafélagið hefir ár- angurslaust reynt að ná sam- vinnu við Yiðskiptaráðið um þessi mál, en ráðið hefir ekki haft svo mikið við að svara siðasla bréfi félagsins. Skortur á lyfjum. Ennþá er mikill skortur á nauðsynlegustu lyfjunum á lieimsmarkaðinum. Hin1 liarðasta samkeppni rikir milli þjóðanna um að festa kaup á þessum lyfjum. Ef við þessa örðugleika er bætt töfum á leyfisveitingum þeg- ar hægt er að fá þau, eða nið- urskurði og neitunum af liálfu alvaldrar nefndar manna, sem enga samvinnu vill eiga við stéttina, eins og verið hefir, getum.vér ekki séð, hvernig apótekarar mega verða við skyldum sinum gagnvart landslögum og gagnvart ahnenningi. Yér sjáum oss þvi til neydda að gera þá kröfu sem að framan greinir. Apólekarar vænta þess að rikisstjórnin verði við beiðni þeirra þar sem i henni felst ekki beiðni um aukið fjár- magn til leyfisveitinga i þess- um flokki, heldur aðeins trygging fyrir þvi að apótek- unum sé kleift að tryggja sér þau lyf, sem þau þarfnast á hverjum tima, og þannig uppfylla þær skyldur, sem þeim eru lagðar á lierðar. Apótekarar hafa samið skrá yfir nauðsynlegustu lyf og lijúkrunargögn, er þeir telja óhjákvæmilegt að setja á fri- lista. Antik sfofusett til sölu atrsérstökum ástæðum. — Til sýnis á Bollagötu 4, uppi frá kl. 6—9 í kvöld. Frostlögur fyrirhggjandi. Bilabúðin Vesturgötu 21. Sími 6765. Belgisku keramikborölamparnir teknir upp í dag. Rafvirkinn Skólavörðustíg 22. — Sími 5387. Verzlunarstörf Ungur maður óskast strax. Verzi. Valdemar Ponlsen Klaopastíg 29. UNGLIIVIGA vantar til að bera blaðið til kaupenda um BERGÞðRUGÖTU LINDARGÖTU LAUGAVEG EFRI Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. DAGBLAÐIÐ VÍSMH • ' ' . V;.: ; . • * " f f**/ Um næstu áramót héfjast greiðslur bóta, samkyæmt hinum nýju lögutn' um al- ír.ánnatryggingar. ' Allir þeir, sem telja sig eiga rétt lil bóta, geta sótt um þær á ]>ar til gerð eyðu- blöð. Eyðublöðin verða afhent í skrifstoum umboðsmanna Tryggingastofnunar rík- isins. Bætur þær, sem úrskurðaðar verða nú í haust, cru: ELLILlFEYRIR, ÖRORKULlFEYRIR, ÖRORKUSTYRKUR, BARNALlFEYRIR OG FJÖLSKYLDUBÆTUR. Um réttinn til þessara bóta gilda í höfuðdráttum eftirfarandi reglur: ELLI- OG ÖRORKULIFEYRIR. Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára og eldri. Rétt til örorkulífeyris eiga öryrkjar á aldrinum 16—rö7 ára og sem hafa misst 75% starfsgetu sinnar eða meira. Lífeyrir greiðist þó ekki, ef umsækjandi nýtur lífeyris eða eftirlauna af opinberu íe eða úr opinberum sjóðum, er sé að minnsta kosti jafn hár lífeyri samkvæmt lögunum. Lífeyririun lækkar, ef umsækjandi hefir aðrar tekjur, sem eru hærri en lífeyririnn og fellur niður, ef þær eru jafn háar þreföldum lífeyri. Heimilt er að hækka lífeyrinn um allt að 40%, ef umsækjandi þarfnast sérstakrar umönnunar sökum sjúkleika eða ellilasleika. Um slika hækkun skal sækja sérstak- lega. Heimilt ei' einnig að veita bætur eiginkonu elli- eða örorkulífeyrisþega, sam- kvæmt umsókn, þótt hún sé ekki fullra 67 ára eða öryrki. Bætur þessar eru lægri en elli- og örorkulífeyrir, og má því aðeins veita að j>ess sé talin þörf að undan- genginni rannsókn ó fjórhag umsækjenda. ÖRORKUSTYRKUR. öryrkjar, sem misst hafa 50—75% starfsgetu sinnar, geta sótt um örorkustyrk, er Tryggingastofnuninni heimilt að veita allt að 400.000.00 kr. auk verðlagsupp- bótar árlega til styrktar slíkum mönnum, samkvæmt reglugerð, sem um þetta verður sett. Umsóknir um örorkustyrk verða að berast fyrir 1. des. n.k., ef þær eiga að verða teknar til greina. BARNALlFEYRIR. Rétt til barnalífeyris eiga: a. ellilifeyrisþegar, örorkulífeyrisþegar og ekkjur, sem hafa á framfæri börn sín innan 16 ára, þar með talin stjúpbörn og kjörbörn. Ekkja telst í þessu sam- bandi einnig lcona, þótt ógift hafi verið, hafi hún búið með hinum látna í 2 ár samfleytt og átt börn með honum, enda hafi bæði verið ógift og maðurínn séð um framfærslu konunnar og barnanna. Ef maki umsækjanda cr vinnufær og hefur verulegar tckjur, er barnalífeyrir þó ekki greiddur, nema sérstaldega standi ó. Lífeyrir með kjörbörnum er að jafnaði ekki greiddur nema þau hafi verið á framfæri hlutaðeigandi í minnsta kosti 5 ár. Loks gctnr barnálífeyrir lækkað vegna tekna umsækjanda og sjálfstæðra tekna barna. b. Munaðarlaus börn, þ.e. börn innan 16 óra sem misst liafa báða foreldra sína og ekki hafa aðra fyrirvinnu. Lífeyrir slíkra barna má hækka um 50%, ef sér- staklega stendur á. c. Kona, sem eiginmaður hcfir yfirgefið, án j>ess að tryggja henni og börnum þeirra nægilegan framfærslueyri, enda sé ókunnugt um að 6 mánuðum liðnum frá því maðurinn fór að heiman hvort hann er á lífi. d. Mæður óskilgetinna barna og fráskildar konur, sem fá úrskurð yfirvalds með börnum sínum, geta snúið sér til umboðsmanna Tryggingastofnunarinnar og fengið lífeyririnn greiddan þar. , Heimilt er að greiða barnalífeyri: a. ekkli, ef fyrirsjáanlegt er að tekjur hans hrökkva ekki til að sjá heimilinu far- borða. Ekkill fær þó aldrei meira cn hálfan barnalífeyri. ]>. Giftri konu, ef maður hennar hefir verið dæmdur til fangelsisvistar eða úr- skurðaður á drykkjumannahæli eðá aðra hliðstæða stofnun. FJÖLSKYLDUBÆTUR. Rétt til l'jölskyldubóta eiga foreldrar, sem hafa á framfæri sínu 4 hörn sín eða fleiri innan 16 ára aldurs. Þar með talin stjúpbörn og kjörbörn og eru bæturaar greiddar með hverju barni, sem eru umfram 3 í fjölskyldu. Heimilt er að greiða fjölskyldubætur vegna fósturbarna, ef sannað er, að þau séu raunverulega á framfæri fósturforeldra. Þeir, sem njóta vilja framangreindra bóta og telja sig eiga rétt til þeirra frá og með 1. janúar n.k., skulu skila umsóknum til umboðsmanns Ti'yggingastofnun- arinnar L'ð allra fyrsta og eigi síðar en 1. des. n.k. Þeir, sem síðar öðlast rétt til hót- anna, skulu senda umsóknir sínar, þegar þeir uppfylla skilyrðin, lil þess að geta notið þeirra. 1 kaupstöðum hafa sjúkrasamlögin umboðsstörf fyrir Tryggingastofnunina (á Seyðisfirði og lsafirði þó bæjarfógeti), en í kauptúnum og sveitum sýslumenn eða umboðsmenn þeirra, í hinum einstöku sveitafélögum. Þessir aðilar láta í té eyðu- hlöð fyrir umsóknir og veita umsóknum viðtöku. Siðar verður auglýst eftir umsóknum um aðrar tegundir bóta. Fæðingarvoltorð og örorkuvottorð verða að fylgja unisóknunum, liafi þau ekki verið lögð fram áður í sambandi við umsókn um bætur, samkvæmt lögum um Alþýðutryggingar. Eyðublöð undir umsóknir um bætur hafa nú verið send til al]ra umboðsmanna vorra. 1 Reykjavík er liægt að fá eyðublöð í skrifstofu Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá og með mánudeginum 14. okt. og úti um land eftir því, sem þau berast um- boðsmönnum næstu daga, og verður það auglýst í blöðiun úti um land. Reykjavík, 14. okt. 1946 TRYGGINGASTOFNUN RlKISINS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.