Vísir


Vísir - 23.10.1946, Qupperneq 4

Vísir - 23.10.1946, Qupperneq 4
4 VlSIR Þriðjudaginn 22. október lt)4(3 VXSXR D A G B L A Ð STARFSTÚLKUR Otgefandi: óskast á BLAÐAtíTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, MÓttfi Þw'öst Hersteinn Pálsson. • Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. . Hafnarfirði. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Herbergi. Símar 1660 (fimm línur). Upplýsmgar ó staðnum cða Lausasala 50 aurar. í síma ^102. Félagsprentsmiðjan h.f. Neíkvæð baiátta. Tlramsóknarflokkurinn hefur liaft algjöra * sérstöðu í stjórnmálabaráttu sinni á tveimur síðustu árum. Segja má að hann hafi risið gegn hverju máli, sem stjórnai- flokkarnir hafa borið fram, alveg án tillits lil hvort málin voru þjóðinni nytsamleg eða ekki. Svo klaufalega hefur verið haldið á þcss- um málflutningi, að engu er Iíkara cn að flokkurinn sé öndverður öllum framfaramál- um, allri nýsköpun og öllum öryggisráðstöf- unum vegna framtíðarinnar. Vafalaust er gengið liér feti of langt í andróðrinum, meo því að tæpast er hugsanlegt að nokkur flokk- ur hugsi sér að lafa og lafa til langframa á baráttu fyrir kyrrstöðu og hrörnun, enda á enginn flokkur rétt á sér hér á landi, sem slíka afstöðu tekur í þjóðmálunum. Barálta Framsóknarflokksins gegn nýsköp- uninni hefur verið háð meir af kappi en for- sjá. Þegar á málefna gagnrýnina hefur skort, er seilst til þeirra manna, sem valizt liafa í Mýbyggingarráð og þeir alaðir auri og hund- eltir eins og þjóðféndur og skemmdavargar. Ekki hefur þetta bitnað sízt á formanni ráðs- infe, sem mikið starf 'og ábvrgð hefur hvílt á, en sem vafalausl hefur leyst störf sín af höndum með prýði vegna alhliða þelckingar á atvinnumálum þjóðarinnar og Iangri reynzlu í viðskiptalífinu, innan lands og utan. Má fullyrða að hefði þessa manns ekki notið við, hefði mistökin orðið fleiri og meiri, en raun hefur sannað. Starf Nýbyggingarráðs xerður ekki rætt í einstökum atriðum, enda liggja enn ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um það. Almennl má segja 'að öll nýsköpun sé þjóðinni nauð- syn og ekki sé horfandi í þann crlcnda gjald- eyri, sem lil henriar er varið, ef líkur eru til að framleiðslutækin geti trvggt endurgreiðslu slíks gjaldevris, en jafnframt slnðlað að aukinni og öruggri atvinnu í landinu. Fvrir ný'sköpunina svoköljuðu ber engan að saka, nema því aðeins að mistök hafi átt sér stað i verulegum mæli. Hitl er svo allt annað mál, að ríkisvaldið eða réttara sagt löggjöfinn verður að tryggja atvinnureksturinn til fram- búðar, þannig að hin nýju framleiðslutæki komi að tilætluðum notum, og þar getur Framsóknarflokkurinn engu síður en aðrir iagt lóð sín á metaskálar. Er jtað bein skylda hans, jafnvel þótt flokkurinn liafi barist gegn slíkum framkvæmdum, með' því að héðan af verður ekki aftur snúið, en því ber að bjarga, sem bjargað verður. Ella yrðu jafnt einstaklingar og þjóðin öll fvrir svo alvar- legum skakkaföllum, að algjörlega er óvíst að undir því yrði risið og gæti slíkt leitt til örþrifaráða og ófarnaðar síðar. Framsóknarflokknum cr ekki stætt á því hála svelli, sem leggjahlaupin hafa verið háð á í sljórnarandstöðunni. Flokkurinn verður að horfast í augu við staðreyndir, verður að leggja lið sitt að mörkum og getur ekki skot- ið sér undan skyldum í því efni. Flokknum helst ekki uppi að beila andstæðinga sína eitruðum vopnum að hætti kommúnista, nema því aðeins að hann vilji eiga á hættu að vopnin snúist í hendi hans og veldur þá liver á heldur. Bezt að auglýsa í Vísi. Aðaliundur Skógræktarfélags Islands verður haldmn í Félagsheimih verzlunarmanna, Vonarstræti, Reykjavík, kl. 2 e. h. íimmtudaginn 24. október. ÐAGSKRÁ: Breytingar á lögum íélagsins vegna væntan- legrar breytingar á skipulagi þess. Rætt um framtíðarstarfsemi héraðsskógrækt- arfélaga. Stjórn Skógræktarfélags íslands. Valtýr Steíánsson, Guðmundur Marteinsson, H. J. Hólmjárn, Guðbrandur Magnússon, Ingvar Gunnarsson. Stofnfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn í Félagsheimih verzlunarmanna, Vonarstræti 4, ki. 9 e. h. fimmtud. 24. október. Stoínfundur þessi er í framhaldi af skipulags- hreytingu Skógræktarfélags íslands, og verður þá væntaníegt Skógræktarfélag Reykjavíkur deild úr Skógræktarfélagi íslands. Þess er vænzt, að áhugasamir félagar sæki fundinn. Stjórn Skógræktarfélags Islands. 2 — 3 frésmiðir eða gerfimenn óskast. Einnlg 3—4 verkamenn. Löng vinna. Upplýsingar á Leifsgötu 8, III. hæð frá kl. 8—9 í kvcld. Vanur bifreiðarstjóri óskast til að keyra nýja vörubifreið við verzlun vora. -— Upplýsingar á skrifstofunni kl. 10—12 á morgun, ekki í síina. j^oridLáion & YjoÁ mann Bankastræti „S. E.“ skrifar bréf um óánægju sína út af hjólaskautum þeim, sem farið er að selja hér í btenum og krakkar mikið farnir að renna sér á. S. E. segist ekki skilja nytsemi þessara hjól- skauta og ekki sjá með þeim annað en aukna slvsahættu og umferðarhættu í bænum, auk þess sem hjólatíkur þessar framleiða skrölt og hávaða sem lætur illa í eyrum vegfarenda. S. E. spyr hvort ekki sé hægt að verja gjaldeyri okkar til einhvers nytsamara, en kaupa á þess- um götuskautum og bendir ennfremur á það að margar búðir séu fullar af meira cða minna óþörfum og smekklausum glysvarningi, sem mannskemmandi sé að hafa í húsakynnum sín- um. Hjóískautaferðir ætti að banna, En — segir S. E. ennfremur — ef nægur gjald- eyrir þykir vera fyrir hendi til innkaupa á hjólaskautum í stórum stíl, er þá ekki ástæða fyrir lögregluna í Reykiavík að taka í taum- ana og banna hjólskautaferðir um götur bæj- arins. I>að leikur enginn vafi á því að þær eru vafasamar, ef ekki stór hættulegar og er þá ekki betra að afstýra voðanum strax heldur ep að bíða eftir einum eða tveimur stórslysum áður en tekið er í taumana. Mörg barnanna sem eru með þessa skauta að Ieikfangi virðast ráða lítið við þá og eiga erfitt með að ráða stefnu sinni og gætu hæglega runnið fyrir bifreiðar og af því hlotist slys. Það ætti að banna notkun skautanna annarsstaðar en í portum og görðum. Beinin kans Jónasar. ,,-‘vkureyri«gur“ hefir skrifað Vísi eftirfar- andi pistil um bein Jónasar Hallgrímssonar. Segir bar: „Mjög hefir mönnum hér nyðra orð- ið tíðrætt um raeðferð á beinum „listaskáldsins gúða“, og er almælt, að bezt liefði á því farið, að þau hcfðu fengið að hvíla í Bakkakirkju- garði, þar sem nánustu ættingjum Jónasar var á sinni tíð búinn hinzti hvílustaður. Og óánægja er hér mjög ríkjandi yfir beirri leynd, sem hvíidi yfir minningarathöfninni. Ætimgjar varu ekki viístaddir. Fengu fáir einir um hana að vita, svo ýmsir ættingjar skáldsins gátu ekki verið bar viðstadd- ir. Mælt er að um 50 manns hafi þó slæðzt þangað. I>ó kunna menn að segja með nokkr- urn rétti, að vel færi á að búa skáldinu hvílu- rúm sem næst þeirn stað, er „Öxará rennur ofan í Almannagjá",«og- þar sem Hta má Skjald- breið, „fjallið allra hseða val“ skauta sínunt fannafaldi. Hið ástsæla skáld mun að sjálf- sögðu hafa kunnað vel við sig á beim slóðum, er það skoðaði eldfjallanáttúruna forðum og orti þar morg sín ógleymanlegustu ljóð. Öxna- dalurinn yar bó fy.rst og fremst átthagar Jón- asar, með „ástarstjörnunni yfir Hraundranga“. Ósœekkleg skriL Eitt dagblaðanna var nýlega að ræða um, aS mál þetta væri orðið hneyklismál, þar sent Iblöðin hef.ðu skrifað um það í æsingafregnastíl. Eg held að heimflutningur beina skáldsins eins og honum var háttað, og pukrið við minningar- athöfnina, sé hneyksli og hefði aldrei átt annað heiti skilið, hvort sent blöðin leiddu það hjá sér eða ekki. Hitt er svo annað ntál, hvort rétt er að þegja við öllunt hneykslismálum.“ Það ör rétt að mál þetta hefir verið flestum til leiðinda, sem við það voru riðnir og var öll meðferð þess framúrskarandi klaufaleg hvernig sem á því hefir staðið. Hinu verður þó tæplega neitað að vel hefði mátt ræða þetta mál á annan Iiátt í blöðunum og var það sízt viðeigandi að jarð- neskar leifar Jónasar Hallgrímssonar skyldu notaðar í illdeilur manna á rnilli.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.