Vísir - 01.11.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 01.11.1946, Blaðsíða 4
VlSIR Föstudaginn 1. nóvember 1946 171S DAGBLAÐ tftgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Öfugstreymi. CJíðásta aldarfjórðunginn hefur mjög að því kveðið, að ** menn hyltust til kaupstaðanna í algjörri óvissu um örlög sin, og horfið væri frá góðum hag í sveitum. Fyrir slíkri viðleitni var greitt á ýmsan veg af ^opinberri hálfu, •enda var engu líkara, en svo væri litið á, sem setja þyrfti helming þjóðarinnar í opinber embætti til þess evns að tstjórna hinum helminginum, sem enn sveittist í erfiðinu. Þótt haft væri á orði að hér væri um öfugstreymi að ræða, var ekkert gert til að beina því á aðrar brautir, en stöðugt hefur ásóknin farið vaxandi og aldrei verið meiri en síð- uslu árin í vímu auðtekins stríðsgróða. Við Iandauðn liggur í ýmsum héruðum landsins, og þá einkum útkjálk- ;unum, en þar er svo komið að menn fást ckki til að gegna vitavarðarstörfum, hvað þá að dunda við búhokur é kostarýru landi. Segja má að ekki sé það óeðlileg þróun, þótt menn i'lytjist 'milli héraða, eftir því hvar lífvæníegast er, enda skapist jafnvægi af sjáli'u sér, er markaður í kaupstöðum <ög eðlileg framleiðsla í sveitum haldist í hendur. Látum ]að liggja á milli hluta, en Ijóst er að þessari þjóð, sem *jðrum ér hætta búin, er menn hvcrfa frá framleiðslunni i óarðbæra og misjafnlega þarfa skrifstofumennsku á mölinni. Þessarar viðleitni mun þó gæta, meðan að þeir bera minna úr býtum, sem að framleiðslumii starfa, cn hinir, sem lifa á henni án þess að leggja verulegavað sér, nema í þeirri viðleilni að komast í'rá framleiðslu- störfunum. Laun þeirra manna, sem að framlciðsluslörfunum vinna beinlínis, eru mjög í ósamræmi við crfiði og áhættu, sem störfunum fylgja. Þannig er ljóst að nú bera sjómenn mun lægri hlut frá borði, en landverkamenn, eða jafn- vel bændur, þar sem bezt lætur. Aí' því leiðir aftur, að ^jómenn hverfa af skipunum og þá fyrst ])eim, sem minnstan gefa afraksturinn, til landvinnunnar, sem næga •er að hafa um land allt, þótt hún sé misjafnlega þörf og «kapi óveruleg gæði þjóðinni til handa. Slíkt ósamræmi i kjörum manna hlýtur að lciða til árckstia og beinnar íilöðvunar atyinnugreina fyrr enn varir, cn ef sú verður launin, að mcnn hverfa frá framlciðslunni verður þung- iir róðnrinn fyrir þjóðarl)úið í heild næsta kastið. Hag sjómanna má bæta með því að fá þeim betri tæki í hendur, og með Jjví cnnfremur að nytja í'ramleiðsluna Betúr en gert hefur verið, þannig að hún rcynizt verð- mætari, flutt úr landi héðan i frá, cn hingað til. Við- lcitnin beinist nú að þvi, að rcistar vcrði verksmíðjur í landinu í þcssu augnamiði, byggðar verði skipaviðgerðar- slöðvar og bætt önnur skilyrði, sem útveginum eru nauð- eyö og í'rumskilyrði til viðunandi afkonni. Stof'nlána- sjóði er ætlað að styrkja slíkar framkvæmdir, en því að- eins reynist það fært, að þjóðin öll láti honum í té það l'jármagn, scm til þess þarf að nota. • Þólt ekki hafi byrlega blásið fyrir útveginum í heild síðustu árin, og aflabrestur haí'i bitnað mjög þungt á mönnum, tjóar ekki að leggja árar í bát, en hcfjast handa um að rétta við hlnt ])cssarar atvinnugreiuar, ¦sem skapað hcfur þau verðmæti aðallega, sem þjóðin hel'ur nú handa á milli. Það verður ekki gert með því einu, að bæta skilyrðin við framleiðsluna, heldur vcrður ¦ehmig að kippa ])ví í lag; sem aflaga hefur farið á ófrið- arórunum og allir viðurkenna, að ekki geti þróast leng- nr, nema ])jóðinni til slórfellds tjóns. Grundvöllurinn und- ir öllu atvinnulífi ])jóðarinnar er fúamýri og sökkvandi í'cu, meðan verðþenshi er veilt svö yí'ir landið, sem hingað til heí'ur verið gert, en löggjaí'inn stendur í ráð- þrota aðgerðaleysi gcgn öllum hræringum þess iðukasts. f>ótt nú sé þannig einskonar svcí'nmók á þjóðinni, cr |vsð aðcins logn á undan ])eim stormi, sem blýtur að skella á. öi'ugstrcymið leitar útrasar á sínum tíma og sínum stað, þott þunginn' af vatnsmagninu mótist af um- hvcrfinu. Fiðlutóiileik.ar Bjjöni* Olafssoiiar. Björn Ólafsson hélt fiðlu* tónleika á vegum Tónlistar- félagsins í Gamla-bíó í gær og endurtekur þá á morgun (föstudag). Er nú orðið langt síðan að hánn hefir lialdið sjálfstæða tónleika fyrir bæjarbúa, en sú var tíðin, að hann og Árni Kristjánsson héldu reglulega, yfir vetrar- mánuðina, hina svonefndu háskólatónleika, sein því mið- Ur hafa lagzt niður. En það var auðfundið á tónleikum hans í gær, að hann hefir með fiðluleik sínum náð miklum itökum bjá ábeyrendum, því að viðtökurnar voru sérlega góðar og hjartanlegar. Að vanda voru viðfangs- ef nin ekki valin af lakari end- anum, en þau voru klassisk tónverk eftir göinlu itölsku meistarana Vitali og Tarlini og 19. aldar tónskáldin, Saint-Saáns og Mendelssohn, allt tónverk, sem eru og hafa verið keppikefli allra góðra fiðluleikara, svo sem Cha- conne i g-moll, Djöflatrillu- sónatan, Introduction et Ron- do Capriccio og fiðlukonsert- inn í e-moll, og eru þá verkin talin í sömu röð og höfundar þeirra hér að framan. Enn- fremur lék Björn nýtt ís- lenzkt fiðlulag eftir Helga Pálsson, sem vikið verður að hér á eftir. Þegar maður hlustar á fiðluleikara eða ánnan túlk- anda tónlistarinnar, þá verð- vir maður að gera sér ljósl, hvers tónverkin krefjast af túlkanda sinum, svo að þeim séu gerð f ull skil. Þetta verða og túlkendurnir sjálfir eðli- lega að gera sér Ijóst, svo að þeir reisi sér ekki hurðarás um öxl. Þegar litið er á þau viðfangsefni, sem Björn bafði valið sér í þelta sinn, þá er ekki hægt að segja ann- að en að hann bafi ekki ráð- ist á garðinn, þar sem hann er lægstur, því að tónverkin voru vandleikin frá tæknis- legu sjónarmiði og jafnframt kröfðust þau andríkis og skilning' þess manns, sem vanur er"að anda að sér því andrúmslofti, sem blæs á binum klassisku hæðum. Mér fannst Birni takast þetla mjög vel, þvi að hann túlk- aði þessi ólíku lög stilbreint og á þann hátt, að ábeyrand- inn fann að þar sveif andinn yfir vötnunum. Eg ætla ekki að fara að gera neinn saman- burð á Birni og hinuni miklu fiðlumeisturum, sem frægir eru um allan heim. Sá sam- anburður er með öllu óþarf- ur og á ekki við. Það nægir, að bann spilar klassiskar tón- smiðar þannig, að hinir vandlátu geta verið ánægðir og notið þeirra að fullu. A þessum tónleikum var, sem fyrr segir, leikið nýtt ís- Ienzkt fiðhiverk eftir Helga Pálsson: Sex þjóðlög fyrir fiðlu og Píanó. Þetta verk stakk í stúf við tónsmíðar binna klassisku meistara, sem betur fer, því ekkert befði verið unnið við það, ef tónsmiðin hefði bergmálað það, sem önnur tónskáld eru margoft búin að segja á um- liðnum öldum. Islenzku þj'óð- lögin okkar eru til orðin á þeim öldum er strangur kontrapunklur var allsráð- andj^ í tónlist í ¦ heimiuum. Þau eru því mörg sérlega vel fallin til þess að farið sé um þau höndum eftir þeim regl- um, en það hefir og tónskáld- ið gert við þessi lög. Það er erfitt að kveða upp dóm um frumlegar tónsmíðar við fy-rstu heyrn, en mér fundust þessi lög vera frísk og vel samin og verkuðu þau á mig eins og hressandi gola og hygg eg, að að þeim sé ávinn- ingur fyrir íslenzka tónlist. Dr. Victor von Urbantsch- itsch annaðist undirleikinn og er hlulverk undirleikarans i slíkum tónsmiðum mikið og oft alveg hliðstætt fiðlu- leikarans. Voru þeir Björn og dr. von Urbantschitsch samhentir og áttu báðir jafn- an hlut í að ná þeim góða ár- angri, sem raun varð á. Viðtökurnar voru sérlega góðar og fékk fiðluleikarinn marga blómvendi frá vinum sínum. Forseti Islands var við- staddur þessa hljómleika, en forsetinn er föðrurbróðir Björns, sem kunnugt er. B. A. BEKGIV Breyting. Allt er breyting-um utidir- orpið í þessum heimi, hlööin jafnt og annaS. Þau taka hreyt- ingum frá degi til dags, ef til vill ekki svo miklum, aö menn veiti því ó'Sara athygli, en þeg- ar frá líður má oftast sjá, aö einhver breyting heíir á orftið. Nú veröur hér breyting á, sem mcnn verða þegar varir — hergmál tekur stakkaskiptum í búningi og vohariði hatnar innihaldið jafnframt. ' Svo sem fyrr. En þa'ö veröur engin hreyt- ing að því leyti, aö Bergmál stendur opiö hverjum þeim, sem hefir „upp á eitthvaS a'S klaga" og er þó ekki einungis ætlað a'ð vera „riöldurskjóSa". Máltsekiö segir, að þess skuli getið sem gert er og má ekki siSur senda pistla, sem lofa þa'ð, sem lofsvert er. Það er í raun- inni ekki síöur áríðandi, að mcnn fái viSurkenningu fyrir þa?5, sem þeir gera ve). cn á- drepu fyrir þa'ð, sem miSur fer. Nöldur, en ekki ástæðulaust. Það vill þó svo til, að fyrsta hréfið, sem nú verður hirt, .er kkjgumál, en mörgum íinnast ástæða til að hirta þaS. I'að er fr,á ,,]. Aí." og' hljóSar. svo: „Mjólkin var heldttr scinna á ferðinni í morgun (gærmorg- un) í mjólkurhúSinni sem eg verzla viS —! í Verkamannabú- stöSunum — en vandi er. Fjöldi haf'Si safnazt saman fyrir fram- an dyrnar eins og alltaf upp á síSkastiS, þótt rosi væri í veðr- inu og engin sæla a'S híSa. Ekki opnað. Þegar klukkan varð átta hjuggust víst allir viS því, aS opnað mundi verða þótt mjólk- in væri ekki komin, svo aS fólk- iS þyríti þó ckki aS standa úti í kuldanum og kæmist í skjóli'ö í húSinni. En því var ekki a'S heilsa, því a'S kl. mun hafa ver- ið orSin um io mínútur yfir, þegar viSskiptavinirnir fengu loksins aS koma inn fyrir. Eg hafði ekki úr á mér, svo aö nokkurum mínútum getiir skeikaS til eSa frá. óþöri stirfni. Alér skilst, aS ætlunin 'sé aS opna mjólkurljúSirnar klukkan átta aÖ morgni og skil ekki í þyí, hvort þa'ð geri svo niikið til, þótt fólkiS fái aS standa inni í bú'Sinni írá þeim tíma, þótt mjólkin sé ekki koniin. Voru margir óánægSir yfir þéisari stirfni ög tíiluSu um a'S þola þetta ekki umkvörtunar- laust. Eg kýs aö biöja Bergmál fyrir kvörtun mína." Á Víöimel. En það má ekki skiljast svo viS þetta mál„ aS ekki sé geti'S mjólkurbúSarinnar á VíSimel, þar sem fólk skipar sér ævin- lega í raðir og öll afgrei'Sski gengur fyrir hrag'öiS svo vel, að til fyrirmyndar er. ÞangaS flykkjast líka margir sem ættu í rauninnt ,,sókn" í a'Srar btitSir, jafnvel þeir sem búa aðeins steittsnar frá þeim búöttm en langan spöl írá þessari fyrir- myndarbúö. 70 manns kl. 8.30. Maður, sem þarna verzlar að staðaldri, hefir skýrt Bergmáli frá því, aS þegar hann hafi. komiS þarna kl. 8,30 s. 1. sunnu- .dag. hafi veriS 70 manns á ttnd- an honum. Hann vár buinn að fa afgrciðslu 40 tnínútum eftir aS opnaS var. Börn, sem send vortt þanga'ð, fengu að skjótast inn í röSina næst dyrunum, til þess a'S þau þyrftu ekki aö bíöa. l'annig ætti þctta aS vera alls staðar og þaö getur veriö svona, ef viljinu er fyrir henid. Það á aS leggja niSttr herópiS : Aíeð frekjunni hefst það ! '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.