Vísir - 01.11.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 01.11.1946, Blaðsíða 4
4 VlSIR Föstudaginn t. nóvémber 1946 DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Öfugstreymi. CJíðásta aldarfjórðunginn hefur mjög að því kveðið, að ** menn hyltust til kaupstaðanna í algjörri óvissu um örlög sin, og liorfið væri frá góðum hag i sveitum. Fyrir slikri viðleitni var greitt á ýinsan veg af §>pinberri hálfu, •enda var engu líkara, en svo væri litið á, sem setja þyrfti helming þjóðarinnar í opinher emhætti til þess evns að stjórna hinum helminginum, sem enn sveiltist í erfiðinu. Þótt haft væri á orði að hér væri um öfugstreymi að ræða, ■var ekkert gert til að beina því á aðrar hrautir, en stöðugt hefur ásóknin farið vaxandi og aldrei verið meiri en síð- ustu árin i vímu auðtekins stríðsgróða. Við landauðn liggur í ýmsum héruðum landsins, og þá einkum útkjálk- unum, en þar er svo komið að menn fást ckki til að gegna vitavarðarstörfum, hvað þá að dunda við búhokur á kostarýru landi. Segja má að ekki sé það óeðlileg þróun, þótt menn i'lytjist milli héraða, eftir því hvar lifvæníegast er, enda skapist jafnvægi af sjálfu sér, er markaður í kaupstöðum <>g eðlileg framleiðsla í sveitum haldist í liendur. Látum ] að liggja á milli hluta, en ljóst er að þessari þjóð, sem Jöðrum ér hætta búin, er menn hvcrfa frá framleiðslunni í óarðbæra og misjafnlega þarfa skrifstofumennsku á mölinni. Þessarar viðleitni mun þó gæta, meðan að þeir hera minna úr hýtum, sem að lramleiðslunni starfa, en hinir, sem lifa á henni án þess að leggja verulega að sér, nema i þeirri viðleitni að komast frá framleiðslu- störfunum. Laun þeirra manna, sem að framleiðslustörfunum vinna beinlínis, eru mjög í ósamræmi við crfiði og áhættu, sem störfunum fylgja. Þannig er ljóst að nú hera sjómenn mun lægri hlut frá borði, en landverkamenn, eða jafn- vel hændur, þar sem hezt lætur. Af því leiðir aftur, að sjómenn hverfa af skipunum og þá fyrst þeim, sem minnstan gefa afraksturinn, til landvinnunnar, sem næga ■er að hafa um land allt, þótt hún sé misjafnlega þörf og skapi överuleg gæði þjóðinni til handa. Slíkt ósamræmi í kjörum manna lilýtur að leiða til árclcstra og beinnar slöðvunar atvinnugreina fyrr enn varir, en cf sú verður raunin, að menn hverfa frá í'ramleiðslunni verður l>ung- ur róðnrinn fyrir þjóðarhúið í heild næsta kastið. Hag sjómanna má bæta með því að fá þeim betri tæki í hendur, og með því ennfremur að nytja framleiðsluna hetur en gert hefur verið, þannig að hún reynizt verð- mætari, flutt úr landi héðan i frá, cn lúngað til. Við- leitnin beinist nú að því, að reistar verði verksmíðjur í íandinu í þessu augnafniði, byggðar verði skipaviðgerðar- stöðvar og hætt önnur skilyrði, sem útveginum eru nauð- syn og frumskilyrði til viðunandi afkomu. Stofnlána- sjóði er ætlað að styrkja slíkar framkvæmdir, cn því að- cins reynist það í'ært, að þjóðin öll láti honum i té það fjármagn, sem til þess þarf að nota. • Þólt ekki hafi byrlega hlásið fyrir útveginum í heild síðustu árin, og aflabrestur hafi hitnað mjög þungt á mönnum, tjóar éklci að leggja árar í bát, en hefjast handa um að rétta við hfjil Jiessarar atvinnugreinar, sem skapað hefur þau verðmæti aðallega, sem þjóðin hel'ur nú handa á milli. Það verður ekki gert með því ■einu, að bæta skilyrðin við framleiðsluna, lieldur verður ■einnig að kippa því í lag; sein aflaga hefur farið á ófrið- arái'unum og allir viðurkenna, að ckki geti þróast leng- ur, ncma þjóðinni til stórfellds tjóns. Grundvöllurinn und- ir öllu atvinnulífi þjóðarinnar er fúamýri og sökkvandi len, meðan verðjicnslu er veitt svð ylir landið, sem hingað til hefur verið gert, en löggjafinn stendur í ráð- þrota aðgerðaleysi gcgn öllum hræringum þess iðukasts. Þólt :iú sé þannig einskonar svefnmók á þjóðinni, er jað aðeins logn á undan þeim stormi, sein hlýtur að -skclla á. öfugstreymið leitar útrásar á sínum tima og sínum stað, Jkitt þunginii' af vatnsmagninu mótist af um- hverfinu. Fidlutónleikar Björn§ Olafssonar. Björn Ólafsson hélt fiðlu* tónleika á vegum Tónlistar- félagsins í Gamla-bió i gær og endurtekur þá á morgun (föstudag). Er nú orðið langt síðan að liann liefir haldið sjálfstæða tónleika fyrir bæjarbúa, en sú var tíðin, að hann og Árni Kristjánsson héldu reglulega, vfir vetrar- mánuðina, liina svonefndu háskólatönleika, sem því mið- ur hafa lagzt niður. En það var auðfundið á tónleikum hans i gær, að liann hefir með fiðluleik siilum náð miklum ítökum hjá áheyrendum, því að viðtökurnar voru sérlega góðar og hjartanlegar. Að vanda yoru viðfangs- efnin ekki valin af lakari end- anum, en þau voru klassisk tónverk eftir götnlu ítölsku meistarana Vitali og Tarlini og 19. aldar tónskáldin, Saint-Saáns og Mendelssohn, allt tónverk, sem eru og hafa verið keppikefli allra góðra fiðluleikara, svo sem Cha- conne í g-moll, Djöflatrillu- sónatan, Introduction et Ron- do Capriccio og fiðlukonsert- inn í e-moll, og eru þá verkin talin í sömu röð og höfundar þeirra hér að framan. Enn- fremur lék Björn nýtt ís- lenzkt fiðlulag eftir Ilelga Pálsson, scni vikið verður að hér á eflir. Þegar maður hlustar á fiðluleikara cða ánnan túlk- anda tónlistarinnar, þá verð- ur maður að gera sér ljóst, livers tónverkin krefjast af túlkanda sínum, svo að þeim séu gerð full skil. Þetta verða og túlkendurnir sjálfir eðli- lega að gera sér ljóst, svo að þeir reisi sér ekki hurðarás um öxl. Þegar litið er á þau viðfangsefni, sem Björn liafði valið sér i þetta sinn, þá er ekki hægt að segja ann- að en að liann liafi ekki ráð- ist á garðinn, þar sem liann er lægstur, þvi að tónverkin voru vandleikin frá tæknis- legu sjónarmiði og jafhframt kröfðust þau andríkis og skilning þess manns, sem vanur er-að anda að sér því andrúmslofti, sem blæs á hinum klassisku hæðum. Mér fannst Birni takast þetla mjög vel, þvi að hann túlk- aði þessi ólíku lög stilhreint og á þann hátt, að áheyrand- inn fann að þar sveif andinn yfir vötnúnum. Eg ælla ekki að fara að gera neinn saman- lnirð á Birni og liinum miklu fiðlumeisturum, sem frægir eru um allan lieim. Sá sam- anburður er með öllu óþarf- ur og á ekki við. Það nægir, að hann spilar Idassiskar tón- smiðar þannig, að hinir vandlátu geta verið ánægðir og notið þeirra að fullu. A þessum tónleikum var, sem fyrr segir, leikið nýtt ís- lenzkt fiðluverk eftir Helga Pálsson: Sex þjóðlög fyrir fiðlu og Píanó. Þetta verk stakk í stúf yið tónsmíðar hinna klassisku meistara, sem betur fer, því ckkert hefði verið unnið við það, ef tónsmiðin hefði bergmálað það, sem önnur tónskáld eru margoft búin að segja á um- liðnum öldum. íslenzku þjóð- lögin okkar eru til orðin á þeim öldum er strangur kontrapunktur var allsráð- andj^ í tónlist í • lieiminum. Þau eru því mörg sérlega vel fallin til þess að farið sé um þau höndum eftir þeim regl- um, en það hefir og tónskáld- ið gert við þessi lög. Það er erfitt að kveða upp dóm um frumlegar tónsmiðar við fyrstu heyrn, en mér fundust þessi lög vera frísk og vel samin og verkuðu þau á mig eins og hressanai gola og liygg eg, að að þeim sé ávinn- ingur fyrir íslenzka tónlist. Dr. Victor von Urbantsch- itsch annaðist undirleikinn og er hlutverk undirleikarans i slikum tónsmiðum mikið og oft alveg hliðstætt fiðlu- leikarans. Voru þeir Björn og dr. von Urbantscliitsch samhentir og átlu báðir jafn- an hlut í að ná þeim góða ár- angri, sem raun varð á. Viðtökurnar voru sérlega góðar og fékk fiðluleikarinn marga blómvendi frá vinum sinum. Forseti íslands var við- staddur þessa hljómleika, en forsetinn er föðrurbróðir Björns, sem kunnugt er. B. A. BERGMÁL Breyting. Allt er breytingum undir- orpiö í þessum heimi, blöðin jafnt og annaS. Þau taka breyt- ingum frá degi til dags, ef til vill elcki svo miklum, aö menn veiti því óöara athygli, en þeg- ar frá líöur má oftast sjá, að einhver breyting hefir á oröiö. Nú verður hér breyting á, sem menn verða þegar varir — bergmál tekur stakkaskiptum í búningi og vonandi liatnar innihaldið jafnframt. ' Svo sem fyrr. En þaö veröur engin breyt- ing að því leyti, að Bergmál stendur opiö hverjum þeim, sem hefir „upp á eitthvað að klaga“ og er þó ekki einungis ætlað að vera „nöldurskjóða“. Máltækið segir, að þess skuli getið sem gert er og má eklci síður senda pistla, sem lofa það, sem lofsvert er. Það er í raun- inni ekki síður áríðandi, að menn fái viðurkenningu fyrir það, sem þeir gera vel, en á- drepu fyrir það, sem miður fer. Nöldur, en ekki ástæðulaust. Það vill þó.svo til, að fyrsta bréfið, sem nú veröur birt, .er klögumál, en mörgum finnast ástæða til að birta það. Það er fri „J. M.“ ..og .hljóðar. svo : „Mjólkin var heldttr seinna á ferðinni í morgun (gærmorg- un) í mjólkurbúðinni sem eg verzla við — i Verkamannabú- stöðunum — en vandi er. Fjöldi hafði safnazt saman fyrir fram- an dyrnar eins og alltaf upp á síðkastið, þótt rosi væri í veðr- inti og engin sæla að bíða. Ekki opnað. Þegar klukkan varð átta bjuggust víst allir við því, aö opng.ð múndi verða þótt mjólk- in væri ekki komin, svo að fólk- ið þyrfti þó ekki að standa úti í kuldanum og kæmist i skjólið í búðinni. Eii því var ekki að heilsa, því að kl. mun hafa ver- iö oröin um io mínútur yfir, þegar viðskiptavinirnir fengu loksins aö koma inn fyrir. Eg hafði ekki úr á mér, svo að nokkurum mínútum getúr skeikað til eða írá. Óþöri stirfni. Mér■ skilst, að ætlunin ‘sé að opna mjólkurbúðirnar klúkkan átta að morgni og skil ekki i þyi, hvort það geri svo milcið til, þótt fólkið fái aö standa inni í búðinni frá þeim tíma, þótt mjólkin sé ekki kómin. Voru margir óánægöir yfir þessári stirfni og töluðu um aö þola þetta ekki umkvörtunar- laust. Eg kýs að biðja Bergmál fyrir kvörtun mína.“ Á Víðimel. En það má ekki skiljast svo við þetta mál„ að ekki sé getið mjólkurbúðarinnar á Víðimel, þar sem fólk skipar sér ævin- lega í raðir og öll afgreiðsla gengur fyrir bragöiö svo vel, að til fyrirmyndar er. Þangað flykkjast líka margir sem ættu í rauninni ,,sókn“ í aðrar búðir, jafnvel þeir sem búa aðeins steinsnar frá þeim búðum en langan spöl frá þessari fyrir- myndarbúð. 70 manns kl. 8.30. Maður, sem þarna verzlar að staðaldri, hcfir skýrt Bergmáli frá því, að þegar hann hafi komið þarna kl. 8,30 s. 1. súnnu- .dag, hafi verið 70 manns á und- an lionum. Hann var búinn að fá afgrciðslu 40 minútum eftir að opnað var. Börn, sem send voru þangað, fengu að skjótast inn i röðina næst dyrunum, til þess að þau þyrftu ekki aö biða. Þannig ætti þctta aö vera alls staðar og þaÖ getur veriö svona, ef viljinn er fyrir henid. Það á að leggja niður herqpið: Með frekjunni hcfst það!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.