Vísir - 02.11.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 02.11.1946, Blaðsíða 4
VISJR Laugai'daginn 2. nóvember. 1946 ¥ÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLABACTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. , Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala' 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Bót í bö!L TMokkur huggun getur það verið okkur, að vísitalan í " í Kína mun nema um 300 þúsund stigum, en hér crui stigin þó ekki nema rösklega 300. Við eigum þá enn nokkuð eftir til að setja heimsmet, og ekki eru eggin hér eins dýr og þar og ei heldur smjörbitinn. Eggin kosta þó- hér mun meira hvert og eitt en appelsínur eða epli, þeg.ar þau fást, en flesta mánuði ársins eru þetta fo.r- boðnir ávextir. Smjörið, sem fæst á svarta markaðinum, mún vera heldur ódýrara en i Kína, og mun hafa liækk- að í réttu hlutfalli við húsaleiguna, þegar öll kurl koira til grafar. Þegar alls þessa er gætt, þurfum við ekki að kvarta, eðá flýja land af ólta við ástandið. Hver veit, nema að við getum keppt við Kína á Asíumarkaðinum'? Ekki mundi kommúnistum finnast það frágangssök. Þeir vilja, hvort eð er innlima okkur i rússneska hagkerfið, eins og einn ræðumaður orðaði það við fyrstu umræðu fjárlaganna. Nökkrir menn á flugvellinum í Keflavík cru að dómi kommúnistanna Þrándur í Götu þessarar innlimunar, svo að það er ekki að undra, þó.tt kommúnistarnir berðust íyrir sjálfstæðinu, — „innan hins rússneska hagkerfis". Það er að sjálfsögðu aðeins smekksatriði, hvort rússneska hagkerfið hehtar okkur eða ekki, og hví skyldu eitt hundr- að þúsund hræður ekki fagna innlimuninni, þegar öll Eystrasaltsríkin gera það? Hversvegna hefur ríkisstjórnin ekki sent vcrzlunar- crindreka til Kina'? Þar getum við keppt, jaí'nvel á innan- landsmarkaðinum. Hver vcit nema að ráðherrar komm- únista hafi. beitt þar neitunarvaldi sínu, cins og þeir vildu beita á þingi sameinuðu þjóðanna, en neituðu svo að senda þanað fulltrúa fyrir flokk sinn, cr til kastanna kom. Bót er þó í böli, að þá búum við að kommúnistunum öll- um hér heima fyrir. Cr þeim hópi má cnginn maður missa sig í baráttunni gegn verðþcnshinni. Myndnii rílrisstjórnar. Forseti hefur óskað eftir, að tólf manna nefnd þing- flbkkanna skilaði af sér störfum fyrir föstudaginn 8. þ. m., cn þá mun nefndin hafa setið á rökstólum í mánuð eða nm það bil. Þingið er að vonum aðgerðalítið á meðan, — helzt eru bornar fram viðaukatillögur við vega- og brúa- lög og að öðru leyti brosað sitt á hvað i baráttunni við stjórnannyndun. Fullyrða má, að ennþá munu flokkarnir engu nær um wtjórnarmyndun en þeir voru í upphafi málsins, og senni- legt er talið, að sumir flokkanna geti'enga afstöðu tekið, íyrr en flokksþingum er lokið, sem halda á i þessum mánuði. Flokksþingin ráða yfir þingflokkunum, — skipa ]>eim bcinlínis í'yrir verkum, — en hvar er þá komið á- kvæðum stjórnarskrárinnar um að þingmenn skuli ekki öð'ru háðir en eigin sannf æringu ? Starí'semi flokkanna virðist vera orðin of þung í vöf- um, cn um leið of dýr þjóðinni. Setið er vikum saman i aðgerðaleysi yfir engu innan þingsalanna, með því að - ílokkana skortir fyrirmæli flokksþinganna. Herkænskan og óttinn valda því, að ekkert er gert, — en samanlagt mun þetta kallast stjórnspeki í innsta hríngnum, — þótt óvcnjuleg sé. Einn flokkurinn er horlugur og neitar þátt- löku í stjórn, annar neitar þátttöku, nema að hinn sé með, og sá þriðji neitar allri þátttöku fyrr en þjóðin hefur. við- urkennt, að hann og hann einn hafi haft rétt fyrir sér. Svo er látið líklega á alla cnda og kanta, þrátt fyrir þetta, í öryggis skyni, ef svo skyldi vilja til, að þjóðinni gæfist færi á að kveða upp sinn dóm.um frammistöðuna. Meðan þessu fcr fram eykst verðþenslan, — skipin hggja bundin í höfn og atvinnulíf allt er drepið í dróma. Iðnfyrirtækin berjast gegn verðlagsákvæðunum og hóta framlciðslustöðvun, almenningur kvartar og kveinar yfir aukinni dýrtíð, — allir vilja í rauninni eitt og hið sama, £n á forystuna brestur vegna óttans innan þingsalanna. Oamla Bio f jörntíu ára í dag. í dag er elzta kvikmynda- hús Islands, .Gamla Bíó 40 ára. Annan dag nóvembei'- mánaðar 1906 tók það til starfa og hefir síðan haldið við kvikmyndasýiiingum i smærri og stærri stíl. Kvikmyndirnar voru nær oþekkt fyrirbrigði 1906. Að- eins ellefu árum áður voru þær sýndar i fyrsta sinn, en það var árið 1895, i Paris og Berlín. Eu árið 1906 voru að- 'eins þrjú kvikmyndahús rek- in í Kaupmannahöfn, og þá var Reykjavik smábær á móti því, sem bún er nú. Sá er stofnsetti Gamla Bíó var danskur stórkaupmaður, Warburg að nafni, og fékk hann húsnæði undir sýning- arnar í húsinu nr. 8 við Að- alstræti, „Fjalakettinum". Þar.voru svo sýningar hafð- ar um langan tíma og ekki við góð skilyrði, bæði var sýningarklefinn mjög ófull- kominn og eins voru sætin fyrir gestina fyrst aðeins lausir bekkir. Salurinn rúm- aði úm 300 manns, og var f arið út og inn um sömu dyr, svo að geta má nærri, hvort ekki hcfir stundum verið þröngt i dyrunum þar. For- stjóri kvikmyndahússins var í byrjun danskur mað- ur, Albert Lind að nafni, og réði hann sér til aðstoðar P. Petersen, sem siðar varð eig- andi kvikmyndahússins og átti þa'ð um langan tíma. Þá voru aðeins sýndar þöglu myridirnar, og voru þær á flesta lund ófullkomnar, á móti þeim myndum, sem nú eru sýndar. Þó höfðu þess- ar fyrstu myndir engu minni áhrif en þær, sem nú eru sýndar. Árið.191 lézt Warburg, eig- andi kvikinyndahússins, og keypti þá Petersen af dánar- búinu sýningarvélarnar, en bann hafði þá veitt fyrirtæk- inu forstöðu um langa hríð. 'Átti hann svo Ganila Bíó til ársins 1940, er hann seldi það hlutafélagi einu hér i bænum. Árið 1927 var byggingu húss þess, sem Gamla Bíó hefir nú bækistöðvar sínar í, lokið, og hafði ekkert verið til sparað, að gera það sem fullkomnast að öllu leyti. Síðan hefir þetta hús ekki einvörðungu verið við- unnanlegasta kvikmyndahús bæjai'ins,, heldur og líka hef- ir flestöll tónlistarstarfsemi farið þar fram. Erlendir og innlendir söngvarar og tón- lislarmenn hafa látið þar til sín heyra og mörg önnur starfsemi hefir farið þar fram. var London: Churchill hefir stefnt Louis höfundi bókai'- innar „Dinner in White House" fyrir meiðandi um- mæli á sjö stöðum. Sá fátíði atburður skeði á alþingi í fyrradag er taka skyldi til umræðu tillögu Jónasar Jónssonar um bú- s.lað fyrir rektor Menntaskól- ans í Rej'kjavik, að fluttn- ingsmaðurinn fannst ekki til að fylgja tillögu sinni úr hlaði. Var um stundarkorn beðið me'ð slit fundarins og á meðan leit gerð að Jónasi, en hann fannst hvergi. Marg- ar getur voru leiddar um fjarveru hans og hugðu ínargir hann vera austur i Reykjakoti að rannsaka húsa- kynni rektors þar. forfiiin 12 mansia- arinnar Forseti Islands kvaddi for- mann Sjálfstæðisflokksins, Ólaf Thors forsætisráðhcrra,. til fundar \dð sig föstudag- inn 1 nóv. árdegis, til við- ræðna um störf tólf manna nefndarínnar. Að Ioknum viðræðunum fól forseti forsætisráðherra, að flytja tólf manna nefnd- inni bau boð, að hann teldi æskilegt a'ð ncfndin reyndi að ljúka stövfum fyrir i'östu- dag 8. nóv. (Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta.) Stofnlánasjóðurinn. ..Bæjarbúi" hefir sent eftir- farandi pistil: ..í heiSruðu blaöi yöar „Vísi" birtiö þér nýlega áskorun til almenning's um aö kaupa vaxtal^réf stofnlánadeild- ar sjávarútvegsins. Mæliö þér með þessu meö ýmsum oröum og rökum, sem, út af fyrir sig. má til sanns vegar færa, svo sem nauösynina á uppbyggingu atvinnulííisns í landinu o. fl. Þér takið það réttilega fram, aö hinn nýi skipafloti sé a'Seins annaS sporiö af tveim, sem til þurfi, aS markmiS náist. Hitt sporiö, sem stíga þarf næst, út- skýriS þér vel og greinilega, í hverju sé fólgiiö, ^lunu fáir veroa tii ao neita því, aö allt þao, sem bé? takiö þar fram, væri æskilegt, að kæmist í kring. Og þér bendið á ráö til þess: almenn framlög þjóöar- innar, og skal fúslega jálaö, afi þaö muni vera eini vegurinn, þótt sá ætti og aö vera til, aS taka erlent kin? Þér takið fram ýmsa kosti þessarra vaxtabréfa, eins og þau verði úr garSi gerS, þar á meSal að þau séu tryggS meS ríkis- ábyrgS. En þess er látiS ógetiö, hvernig sú rikisábyrgö er vax- in. Og af því aS eg er aðal- kjarna málsins — uppbyggingu atvinnuveganna — mjög hlynntur, þá vil eg benda á, hvaS mér virSist hér vera áfátt, eSa vanta skýringu á. Og þaö er þetta : Ætlar ríkiS aS ábyrgj- ast auratólu eSa auragildi ? Hér mun verða flísin, seni viS rís. Og þaö er hér, sem sporin munu hræSa. RíkiS hefjr fyrr leitaS til þegna sinna um lán, siSast 1941 (bréfin dags. í júlí), og þeir sýnt þegnskap í bezta lagi og orSiö vel viS, þar á meSal höf. lina þessarra, eftir ýtrustu getu. En síSan hefir sama ríki látiS stjórnarflokk- um og stéttafélögum haldast uppi eins konar teningskast um gjaldmiSil landsins. Afleiöing- in: aS nú þegar ríkiS er aS endurgreiSa þessar skuldir sín- ar, ía bréfaeigendur aS vísu sóniu krónutölu. en aSeins 1/10 til 3/10 af verSgildi hinna lán- uSu peninga, eftir mismunaudi skoounum á raunverulegu verS- falli gjaldmiSilsins, eSa kaup- mætti. Má vera, aS ríkiö greiöi vísiti")lu-u])pbót á bréf þessi og vexti af þeim? eins og t. d. launafóiki sínu. En vísitalan er minnst um helming of lág, miS- aS viS vcrSfalliS. Hættan, sem eg vildi vara viS, er í þess- ari fyrri reynslu falin. Og þa& því fremur, sem orSrómur geng- ur um þaS, aS stjórnmálaflokk- arnir ætli nú enn aS gripa til nýrrar verSfellingar gjaldmiS- ilsins. Er því hætt viS, aö þeir, sem áSur hafa brennt sig, verSi ófúsir á að leggja fram nýjar upphæSir, sem fyrirsjáanlegt sé, aS gerSar verði aö engu, eða sama spn. eins og hinar fyrrL Og er þá illa farið, ef viöreisn sjávarútvegsins strandar á því. Eina. ráöið viS þessu virðist það, aS ríkið ábyrgist eigi aðeins auratöluna, heldur líka. verð- eða notagildi auranna, svo að kaupendur Ijréfanna geti treyst því, aS þeir fái aftur aura sína órýrða að notagildi. En meS því aS búast má viS, aS menn trcysti ekki vel íslenzkum gjaldmiSli, fyrir undanfarna rcynslu, væri þá ekki reynandi aS bjóða bvcfiu út í erlendum gj'aldeyri, t. d. amerískum dollurum eða ensk- um pundum? Þessu síSasta er hér slegi^ fram, scm beiidingu, eins og raunar öllum framanrituSum at- hugasemdum, og er gert aðeins af áhuga fyrir málefninu."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.