Vísir - 05.11.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 05.11.1946, Blaðsíða 2
V1SIR Þriðjudaginn 5. nóvember 1946 '^ mhm Skrifið kvennasíðunni um áhugainál yðar. I €1111^ Napóloonssúpa. Kjötsoð, ef til er, má hafa í þessa súpu en béinasoð sem soðið hefir veriö daginn áður er líka goti\ 50 gr. smjör eða smjörlíki. 150 gr. laukur (helzt rauð- laukur). Gulrætur 2 eSa 3. 1 matskeiS hveiti. 13.-2 líter soð. Kjötbollur, sherry. Gulrætur og laukur eru skor- in í sneiðar og soðin í smjörinu, Jþar til gulræturnar eru svo meyrar aS þaS má merja þær meS sleif. Þá er hveitinu hrært út í snijöriS og þar næst er kjótsoðinu bætt í. LátiS sjóSa stundarfjórðung. SíaS og hellt í pottinn aftur. Suðan látin koma upp og ögn af sherry lát- iS í súpuna. Litlar kjötbollur eru látnar í hvern disk. Þurfi ekki nema hálfan lauk í matinn geymist hinn helmingurinn betur ef smjöri er smurt í sárið. iðursu Mwéf til Kr>ennnsiönnm€&i* oa svar við þvi- Kæra kvennasíða Vísis! Tilefni bréfs þessa er að fá upplýsingar um niðursuðu kjötmetis. Eg er ein af þeim húsmæðrum, sem enga befi hlotið tilsögn í matreiðslu, en hefi eingöngu orðið að bjarga mór eftir bókum og upp- skriflum. En nú er sá ljóður á, að niðursuða kjöts virðist hafa gleymst eða gerð mjög ófullnægjandi skil í þeim bókum sem eg hefi séð. Lang- ar mig nú að biðja yður að ráða bót á þessu og birta góð- ar ráðíeggingar þessu við- víkjandi. Það sem mér liggur helzt á hjarta er að fá að vita hve lengi á að sjóða brúnað lambakjöt, ærkjöt, nauta- kjöt o. s. frv. einnig ítarlega um svið, og hvort betra sé að sjóða þau í bakarofni eða i potti (i vatni) og hve lengi þau eru soðin (og hvort þau eru bæði soðin áður en þau eru látin í glösin og einnig eftir) sama vantar mig einn- ig að vita um kæfu. 1 trausti þess að þér verðið við bón minni, mér og eflaust mörgum fleiri búsmæðrum, sern líkt er ástatt fyrir, til mikils hagræðis og gagns kveð eg yður vinsamlegast. Ólærð húsmóðir. Kvennasiðan . þakkar bréf húsmóðurinnar og lætur hér fylgja nokkurar upplýsingar sem vonandi koma að til- ætluðum notum. Skal fyrstjninnst á sviðin. Svið eru soðin fyrst, eins og venjulega, tekin af bein- um og lögð niður í glösin. Ögn af soði má láta með í hvert niðursuðuglas, svo sem hálfan bolla eða þar um bil. En þess verður vandlega að gæía að engin kæsingarlykt sé af sviðunum. Þá getur allt skemmst. í sláturhúsinu hér er svo mörgu slátrað á dag og hausarnir volgir Hggja i hrúgum. Hafa margar hús- mæður kvartað um það, að of t væri slæm lykt af sviðun- um, þó að þau ættu að heita ný. Það er þvi bezt að lykta vandlega af kjötinu þegar það er tekið af beinunum og láta heldur i sýru það sem ekki er með nýrri lykt. Svið- in eru soðin hálfa klukku- stund frá því að suðan kemur upp. Sama gildir um kæfu, y% klukkustund nægir fyrir hana. Lambakjöt brúnað má sjóða 3/4 úr klukkustund. Dilka- kjötið er svo veigalítið að það þolir ekki meira. Það dilkakjöt sem fæst keypt nið- ursoðið er oftast ofsoðið. Ærkjöt má sjóða IV2 lil 2 klukkutíma. En það er ekki sama hvert ærkjötið er. Margir þeir sem eiga fé sjálf- ir og sjóða niður árlega, telja kjöt af geldum ám, þetta 2 til 3 vetra langbezt til niður- suðu. Og er þá lx/2 kjst. nægi- legur suðutimi en 2 kl.stundir fyrir það kjöt sem er af eldri rollum. Nautakjöt þarf 2 klukku- tíma suðu en nautakjöt af gömlu verður alltaf seigt. Þessi suðutími gildir hvorí sem soðið er í ofni eða potti. Þegar soðið er i potti er bezt að hafa grind til þess að láta glösin standa á. Sé hún ekki til þarf að láta margfaldan pappír i botninn. Eins á ið vefja pappír utan um glösin svo að þau snerti ekki hvert annað. Þegar soðið er i ofni á valn að vera i skúffunni. Ekki er nauðsynlegt að láta pappír i botninn á henni, en sakar þó ekki. Pappír er látinn utan urn glösin, en ekki mikið, þ\i að það seinkar dálítið fyrir, Þcgar soðið er í ofhi má enginn yfirhiti vera aðeins nota undirhita. Við þvi er varað, þegar soðið er í ofni að opna hann strax þegar búið er. Er betra að láta glösin kólna að nokk- uru i ofninum. Glösin geta sprungið af snöggum hita- breytingum. Þess verður líka að gæta að setja ekki héit glös á mjög kaldan flöt. Bezt er að breiða margfalt stykki á eldhúsborðið, eða trébakka, og selja glösin þar á meðan þau eru að kólna. Þó að soðið sé niður og aí öllu farið réttilega getur þessí góði matur skemmst, ef bann er í of heitri geymslu. Þvi miður háttar svo til hér viða, þar sém miðstöð hefir verið sett i hús, að þess hefir ekki nægilega verið gætt að ein- hver skonsa væri þó skilin eftir, þar sem ekki væri heitt. Á það við um sum af hinum eldri húsum. Vonandi hefir fyrirhyggjan verið meiri við öll hin nýju hús. En ýmsar húsmæður hafa séð það um seinan, að ótækt er að karl- mennirnir sé einir í ráðum um tilhögun á þessháttar. Og vonandi er að þér, kæra húsmóðir, séuð svo lánsöm að hafa kalda geymslu í húsi yðar, svo að fyrirhöfnin og kostnaðurinn við niðursuð- una fari ekki i súginn. Hín nýja útgáfa Islendinga-sagna er nú að.koma út í heildarútgáfu Guðna Jónssonar magisters. Eru f yrstu 6 bindin væntanleg eftir nokkra daga, en hin 7 snemma á næsta ári. Það mun eiga eftir að koma í ljós, að þetta er ein fallegasta og um leið ódýrasta útgáfa, sem hér hefir þekkst um langan aldur. Þetta er í fyrsta sinn, sem Islendingum gefst kostur á að eignast allar Islendinga sögur í vandaðri, samstæðriútgáfu, því að þarna birtast fjölda margar sögur og þættir, sem almenningur héfir ;aldrei 'komizt í kynni við, enda margt af þeim aldrei verið prentað áður. Ali g allan frá- Jlur frágangur bókanna er sem-bezt verður--á kosið. Verður útgáfaxi eigi.aðeims vönduð um texta, jpappír , prentun, band og alk ang, eins og Íofað var i upphafi, heldur hefur hún verið prýdd til muna fram yfir það, sem lofað vár í fyrstu. Titilsíða hvers Bindis erjprentuð í þrem litum, en upphafsstafir með tveim litum, kjölur gerður eftir sérstakri teikningu. Skraut þetta, titilsiðú, 'lippháfsstafi og kjöl hcfir Halldór Pétursson, hinn smekkvísi listmálai'i, gert fyrir útgáfuna, henni til mikllar prýði. Verð allra bindanna er kr. 300,00 óbundin, en kr. 423,50 í skinnbandi. Bindin eru að meðaltali um 30 arkir, svo að verkið allt verður á sjöunda þúsund blaðsíður. Er því hér um bókakaup að ræða, sem jafngilda að öllu leyti erlendu bókaverði. Munið, að nafnaskráin við allar sögurnar, sem gerir útgáfu þessa ómissandi hverjum, sem þarf að nota þær, jafnt lærð- um sem leikum, er kaupbætir, sem fylgir útgáfunni. Hið lága verð gildir aðeins fyrir áskrifendur. Gefið böfuum yðar og vinum hina nýju útgáfu.af Islendinga sögum. TakmarkiA er: Hin nýja útgáfa íslendingasagna inn á hvert heimili. ólendinaaóaanau tqáfan Pósthólf 73 — Reykjavúk. Ég undirrit...... gerist hér með áskrifandi að Islendinga sögum Islendingasagnaútgáfunnar og óska að fá hana bundna óbundna (yfir það, sem ekki óskast, sé yfirstrikað). Naf n........................................ Heimili.................................... Póststöð ____............................... o 8 I Islendingasagnaútgáfan, pósthólf 73 eða 523, Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.