Vísir - 11.11.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 11.11.1946, Blaðsíða 2
VlSIR Mánudagimi 11. nóvember 1946 atur Kolaflök, með grænum baunum. 8 kolaflök. 125 gr. hveiti. y2 tesk. salt. 1 egg. % dl. vatn. Yi, dl. mjólk. 1 matsk. öl. Steikiiigarfeiti. Deig er hrært úr hveiti, salti, eggi, vatni, mjólk og öli. Kola- flökin eru látin.liggja stundar- korn, strá'ð með salti. Tekin upp og þerruð. Á meðan hefir plöntufeiti verið hitað í potti. Flökunum er velt upp úr deig- inu og síðan eru þau steikt i sjóðandi feitinni (eins og kleinur). Tekin uj>]) og Kigö á gráan pappír svo að feitin renni af. Flökin ertt lögð á fat en andspænis þeim á hálfu fatinu ertt frambornar grænar baunir. Remoulade-sósa borin með. Remoulade i Mayonnaise með söxuðu pickles útí. Ódýrt kex með kaffinú. y2 kg. liveiti. líter mjólk. 1 egg. 65 gr. smjörliki. 65 gr. sykur. Þessu er blandað saman og ltnoðað vel. Flatt út mjóg þunnt og stitngið út kringióttar kökur eða ferkantaðar eftir vild. Ivökurnar eru pikkaöar nteð gaffli og bakaðar ljós- brúnar. Hagsýrti. Hagsýni er það og-sparn- aður, að hita ekki meira vatn en nauðsynlegt er, þegar kaff'i eða te er búið til. Hita ekki fullan ketil þegar ekki þarf nerr.a hálfan. Það tekur líka lengri tíma að ltita ó- þarflega mikið vatn. Munið líka að minnka alltaf hitann þegar maturinn fer að sjóð.u. Skrúi'a niður gashanann og minnka rafmagnsstrauminn. Það mun segja til sín á reikn- ingunum. Munið líka, :tð það má rjúfa rafmagnsstrauminn áður en maturinn er tilbúinn. Það sýður lengi á rafmagns- plötunni eftir að húið er að loka fyrir strauminn. Bezt er líka að nota raf- magnsbökunarofninn til fullnustu þegar hann er hit- aður á annað horð. Sagt um karlmenn. Prúðnrenni er maður, sem aldrei særir uðra óviljandi. Maðurinn er ungur, ef kona getur gert hann sælan eða vansreláh. H.unn er mið- I/Jijiij geröar heima. Nú liður að þeim tíma að við þurfum að hafa eitthvað til, til þess að gefa vinum og vandamönnum á jólunum. Hannyrða-konurnar eru þeg- ar seztar við. En vinr.a þeirra er líka vandasöm og fallegir hlutir útsaumaðir þurfa sinn tíma. Það ei- miklu skemmti- legra að gefa vinum sinum einhvern lilut sem maður hef- ir sjálfur húið til, en að kaupa hlut í búð, auk þess er miklu ódýrara a'ð búa eitlhvað til r. _ Mörgum hörnum þvkir á- kaflega gaman að búa til smá- liluti til þess að gefa pabba, mömnm, systkinum eða vin- um. Og það cr mikilsvirði að geta látið þetta eftir þeim. Þau læra á þvi að beita liand- lægni sinni og hugkvæmni og eru innilega ánægð vfir þvi sem þau afreka. Og það geta lika komi'ð í Ijós hjá þeim hæfileikar, sem geía orðið þeim að miklu gagni síðar meir i lifinu. Leyfið því hörnunum að reyna sig við að búa til jólagjafir, það get- ur orðið þeim og uðru lieimilisfólki hæði gagnlegt og skemmtilegt. Auk ]>css sitja þau þá róleg inni og geta þá fengið smekk fvrir þvi að vera inui, við eitbvert skemmtilegt slárf, fremur en að vera alltaf úti við, i solli göliuinar og hættu.n. Það er margt smávegis sem hörn geta búið til. T. d. geta ba^ði piltar og stúlkur klippt út myndir úr afgöngum sem nota má til þess að líma á lampahlífar eða sauma á hakkaserviettur eða dúka. Þessar myndir geta verið margskonar, t. d. lamb, livolpur eða folald eða lauf af trjám — og fer stærðin dá- litið eftir því hvort skreyta á smáan eða stóran lilut með þessu. Taka má úr hlöðum eða myndabókum smámynd- ir ýmisskonar, teikna eftir þeim, og klippa út. — Það er heldur ekki úr vegi að bæði smásveinar og meyjar saumi hluti með kross-spori, t .d. nálabækur eða nálapúða. ís- lenzkir piltar liafa oft bæði lært aö prjóna og sáiima - þess eru dæmin að íslenzkir karlmenn liafi haft hér á hannyrða-sýningum fegurstu muni útsaumaða. Sveinarnir litlu þurfa þvi ekkert a'ð þykj- ast yfir ])a'ð hafnir að sauina einhvern lítinn Idut, iianda mömmu eða pabha. Bókamerki eru lika góð til gjafa, viðast er litið í bók ennþá. Þau geta verið hæði útsaumuð eða með öðrum hætti. Fljótlegt er að búa til bóka-merki úr silkiböndum. Má þá hafa við háða enda bandsins rvkkta „rósettu“ og einhverja mynd saumaða innan í. „RóSettan" þ.arf að vera tvöföld og þrædd fínt saman við vtri rönd. Er svo silki- bandinu sem liggur milli blaða bókárinnai: stungið inn i rósettuna áður en búið er að sauma allt um lcring, og gengið syo frá að þræða þar vandlega fvrir. Á sitkibandið sjálf-t má svo sauma nafn eigandans eða ósk um „Gléði- leg jól“. Þær jólagjafir sem börnin húa til eru þeim sjálfum til mikillar ánægju. Og enginn vafi er á þvi að margt fullorð- ið fólk geymir lil æviloka smámuni, sem börn þeirra eða aðrir ungir vinir þeirra hafa gert, og fært þeim að gjöf. Látið börnin húa lil jóla- gjafir. Gólfábreiður, sem allir geta búið til. aldra, ef kona getur gert hann sælan, en ekki vansæl- aii. Hann er gumuli og far- inn, ef kona getur hvorki gert hann sælari né vánsælán. Flestir kannast við gólf- ábreiður og renninga sem ofnir eru úr allskonar af- göngum eða gömlum fatnaði. Þessháttar gólfábreiður sjást viða og er ágætt að geta not- að sér gömul föt af.öllu tagi og gert úr þeim góða áhreiðu. E11 til þess að gela liagnýtt sér ])etta, þarf vefnaðarkunn- áttu og vefstól. En það er líka hægt a'ð gera sér góða, fall- ega og sterka gólfábreiðu úr gömlum fatnaði, þó að engin vefriaðarkunnátta sé fyrir liendi, og skal hér lýst aðferð- um við að búa til slíkar á- hreiður. Þessar áhreiður geta verið mjög smekklegar og vel í samræmi við annan húsbún- að ef dálítil fyrirliyggja er liöfð. Það þarf að sjá um að litir sé í samræmi og raða þeim vel. Og ódýrar eru þær, þar sein elclci þarf annað efni i þær en allskonar fatnað, sem enginn getur notað leng- ur. Undirstöðuefnið er strigi, og má nota algenga striga- ])oka í þessar ábreiður. Það er ól)ætt að segja, að ekki sé hægt að fá ódýrari áhreiður, því að allar hrein- ar tuskur má nota i þær. Bómullarefni, gerfisiiki, karl- mannsfataefni, gamla sokka, pevsnr og nærföt, hæði af konum og körlum. Myndin sýnir ábvrjaða á- breiðu. Undirstöðuefnið er skepnufóðurspoki og er teiknað á liann með mislitri teiknikrit. Hveggja þomlunga breið rönd er vzt á ábreið- unni og er hún úr þvi sem nothæft var af btárri peysu. í horninu uppi, til hægri, ev byrjað að draga í laxbleikt tricotine-efni báðum megin við dökka rönd. í miðju á teppinu er hringuv útfylltur með rósrauðu efni úr göml- um saumapoka. Það þarf elcki dýr og inikil tæki til ])ess að húa svona ábreiðu til. Það þarf tréfleyg, lítinn, sem gera má lieima. Hann þarf að vera 4 þuml. á lengd og á að gizka þumlung- ur á þykkt að ofan, en á að vera oddmjór í annan end- ann. Tuskur þær, sem nola á eru klipptar smátt, ekki breiðari en einn þumlungur og þrjá þumlunga á lcngd. Gat er stungið í strigann ineð fleygnum og dregnir þar i gegn annar þjóttuendinn. Annað gat er stungið við hlið- ina á því fyrra og er hinn endinn af þjóttunni dreginn þar í gegn. Standa þá upp tveir endar samhliða á réttu ábreiðunnar. Svona er haldið áfram, jafnt og þétt dregið í línur, og fyllt iit það, sem dregið hafði verið á strigann. Með æfingunni verða menn sinátt og smátt fljótir að gera þetta. Þegar lokið er við ábreiðuna má klippa ofan af endunum sé þeir ójafnir. — Þessar ábreiður eru ótrúlega sterkar og endast heila mannsæfi. Þær þola líka þvott. Til er lika önnur aðferð við að búa til ábreiður úr tusk- um. Eru tuslcurnar þá klippt- ar í renninga sem sé ekki breiðari en einn. þiunlmigur (sé efnlð mjög þykkt, þarf það að vera mjórra). Göl eru stungin á strigann (því að liér er strigi lika undirstöðu- efnið) og dregnar í gegnum liann stuttar lykkjur af tuskurenniiígunum. Stór og gróf lieklunál er notuð til þess að draga taulykkjuna í gegn. Er fyrst dregið i allar línur og siðan fyllt út með þeim litum sem hafa á. En alltaf er fallegt að draga ljósa liti upp utan um dökkar munsturlinur. Ivoma þær þá skýrar í ljós. Bezt er að liafa létta tré- grind til þess að strengja undirstöðuefnið á, má þá láta efri hluta lieimar styðjast við borðrönd meðan verið er að vinna. En liaganlegast er þó að liafa liallandi grind með 4 löppum undir. Hvilir þá allt verkefnið á grindinni, og ev bezt að festa það með smá- nöglum eða teiknibólum. Fleiri en einn geta unnið i einu að slíkvi ábreiðu og vevðuv liún þá fljótt búin ef allt lieimilisfólkið lijálpast að. Þegav tau-renningar eru notaðir og dregnir upp með lieklunál, má alveg eins klippa upp úr teppinu ef vill á eftir. En þess liáttar teppi eru, þegar þau eru óklippt, ])ví nær eins báðum megin. Og heita má að þau sé óslít- anleg. Þegar við búum íil hluti af þessu tagi getum við ráðið gerðinni sjálfar og er nóg tækifæri til að sýna hug- kvæmni og smékkvisi. Það er líka mikils virði að geta gert sér góðan hlut úr efni, , sem annars liefði verið fleygt í eldinn. - jjri^jun^ur jijá&arinnar - leia clafllega f>a& iem aucj(ýit er l VISI &liH<{ur et klailauA tnaíut UJaupú Usi / ABKRIFTARSIMI ER 1660

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.