Vísir - 12.11.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 12.11.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudáginn 12. növember 1946 VISIR 7 Útvegsmenn krefjast að- gerða ríkisvaldsins til að bæta hag útgerðarinnar. W'ilga iesta kaupgjjald ae/ wísitöíw O. ÍL Almennur fundur útvegs- manna var haldinn í Tjarnar- café 5. nóv. 1946, þar sem mættur var fjöldi útvegs- manna úr Reykjavík, Hafn- firði, af Suðurnesjum og V estmannaey jum. A fundinum voru rædd afurðasölumálin og þeir erf- iðleikar, sem sjávarútvegur- inn á við að siríða. Það kom greinilega fram á fundinum og rökstutt með skýrslum, sem fyrir lágu, a‘ð áframhald- andi rekstur vélbátaflotans gæti ekki átt sér stað, nema með mjög bættum fjárhags- möguleikum bæði til útgerð- arinnar sjálfrar og fólksins, sem við liara vinnur og tek- ur laun sín með hlut úr afla. Á fundinum voru sam- þykktar eftirfarandi tillögur, allar með samhljóða atkvæð- um fundarmanna: „Almennur útvegsmanna- fundur í Reykjavík, hoðaður af Dtvegsmannafélagi Rvík- ur hinn 5. nóv. 1946, skorar á fulltrúafund L.I.D., sem hefst hinn 11. nóv. að beita sér fyrir framgangi eftirfar- andi mála: I. Að grunnkaupshækk- anir allstaðar á landinu verði nú þegar stöðvaðar og að dýrtíðarvísitalan verði stöðv- uð við 300 stig. II. Að nú þegar sé ákveð- ið innanlandsverð á fiski svo liátt, að hlutasjómenn liafi sambærilegt kaup á við landverkamenn er hafa stöðuga vinnu. III. Að viðskiptamál þjóð- arinnar verði nú þegar tek- in til gagngerðar endurskoð- unar á þeim grundvölli að samræma, sem mest inn- og útflutningsverzlun lands- manna. Jafnfx-amt sé það tryggt að gjaldeyri þjóðar- innar sé í’áðstafað með hag framleiðslunnar fyrir augum. Stofnun sú, er færi með út- flutning og innflutning, verði skipuð að meirihluta, af liálfu framleiðenda útflutn ingsframleiðslunnar. IV. Að skorað sé á stjórn málaflokkana að þeir nú þegar komi sér saman um stjói'nai’myndun, sem taki vandamál þjóðarinnar föst um tökum til úrlausnar og bægji frá þjóðinni því böli, sem af núvcrandi ástandi í þjóðmálum getur leitt.“ „Fundurinn lýsir því yfir, að hann álítur það hags- munamál útvegsmanna al- mehnt, að sölu á sjávaraf- urðum á erlendum mörkuð- um vei’ði liagað þannig, að þær vörutegundir, sem mest eru eftii-sóttar, svo sem síld- arlýsi, saltsíld og þorskalýsi, verði notaður til að greiða fyrir sölu á þeim tegundum, sem minni eftirspuni er eftii’, þannig að t.d. sala á lýsi verði bundin því skilyrði að kaupandi þess kaupi jafn- framt ákveðið magn af lirað- frystum fiski, ísvörðum og söltuðum fiski, söltuðum hi’ognum og öðrurn fram- leiðsluvörum s j ávarú tvegs- ins á viðunandi verði.“ „Fundurinn telur, að fá- ist ekki nægilega liátt vcrð fyrir útflutningsvörur þjóð- arinnar á erlendum mörkuð- um til að framleiðslan boi’gi sig með gildandi framleiðslu- kostnaði, þá beri meðal ann- ars að bæta þann halla með ágóða af innflutningsverzlun- inni, einkum af þeim vör- um, sem ekki tcljast til lífs- nauðsynja. I því sambandi bendir fundui’inn á, að það er framleiðsla landsmanna, sem er grundvöllur undir efnahagslegri afkomu þjóð- arinnar allar, og því ber fyrst og fremst að trýggja það, að framleiðslan beri sig. Mætti stuðla að því meðal annars mcð því að gefa framleiðendum hluta af gjaldeyri þeim, sem fæst fyr- ir afurðir þeirra, frjálsan til cigin i’áðstöfunai’.“ „Fundurinn mótmælir frumvarpi, því sem komið er fram á Alþingi um orlofsfé og skorar á Alþingi að fella niður allt orloísfé í sambandi við alla sjávarútvegssamn- inga.“ 8EZT AÐ AUGLYSA1VISI Afhugasemd fráViðskiptaráði Framh. af 4. síðu. I þessu eru ekki taldar leyf- isveitingar til Lyfjaverzlunar ríkisins eða annarra aðila, sem flutt hafa inn lyf í ára- tugi. A þessu sést bezt rcttmæti þeirrar ásökunar, að Við- skiptaráðið liafi tafið lyfja- innflutningi með þvi að draga úr leyfisveitingum. 2. Misnotkun leyfa. Stefán Thorarensen scgist hafa flutt inn ormalvf fyrir 57 dollara. Votta það með honum 2 dýralæknar sam- kvæmt reikningum, sem „þeir hafa yfirfarið“. Við- skiptaráðið liefir í höndum fraktúru tolláritaða, er sýnir að þann 18. ágúst fékk þó Stefán Thorarensen 44 tunn- ur eða um 3 smálestir af ormalyfinu Phenoíhaizine frá Ameríku. Lyf þetta er eingöngu ætlað skepnum og kaupir Rannsóknarstofa Há- skólans það frá Bretlandi og dreifir því til bænda. Stefán Thorarensen sótti um leyfi fyrir ormalyf frá D. S. A. þ. 16. apr. s. 1. Þeirri beiðni var synjað á þeirn grundvelli, að það fengist frá Brellandi. En þann 8. apríl s. 1. pantaði hann fyrrgreint lyf frá D. S. A.. Segir liann þó orðrétt i fyrrnefndri grein: „Þegar þess er gætt að apó- tekarar mega ekki gera lyfja- pántanir fyrr en þeir hafa leyfin i höndunum,“ sézt af þessu hið fornkveðna, að liægara er að kenna heilræð- in en halda þau. 3. Lyfjaverzlun ríkisins. Stefán Thorarensen reynir áallan liátt að gera tortryggi- lega Lyfjaverzlun rikisins og forstpðumann hennar, lir. Kristinn Stefánsson, lækni. Það er Viðskiptaráðinu óvið- komandi. Lyfjaverzlunin er hinsvegar slór innflytjandi lyfja. Sú aukning sem orð- ið liefir á starfi hennar varð mest, þegar lyfjaleyfi voru veitt mjög ríflega þeim aðil- um, sem um þau sóttu. Eins og Viðskiptaráðið liefir áður skýrt frá, byggjast dollara-leyfisveitingar í ár á innflutningi 2ja undanfar- inna ára. Ef Stefáni Thorar- ensen þykir þvi skammtur Lyfjaverzlunarinnar of stór, stafar það af þvi einu, að Lyfjaverzlunin hefir á und- anförnum árum haft meiri þörf fyrir leyfi lieldur en Stefán Tliorarensen. Viðskiptaráð sér ekki á- stæðu til þess að svara frek- ar grein Stefáns Thorarensen og er liér með úlrætt um mál þctta af þess liálfu, nema sér- stakt tilefni gefisl til. Reykjavik, 1. nóv. 1946. Viðskiptaráðið. Kjamorkumaðurínn 93 (f^ftir Jferry Siecjfíf oy Joe Sliuóter IR THE DIAPER SERVICE ,,, HAS BEEN DISRUPTED AM By THE SUDDEN RUSH \Vd\\ OF BUSINESS BROUGHT AýV OM BY MV WEDDINQ , THEM IT"S OPTO ME. TELL THOSE MOTHERS OUT THERE TO BE PATIENT. Kjarnorkumaðurinn: „Ef bleyju-þjónustan hefir stöðvazt vegna þessara snöggu ef.tir- spurnar, sem hin væntanlega gifting mín hefir orsakað, þá verð ég að reyna að ráða fram úr þessu öngþveiti. Segðu mæðr- unuin þarna úti að vera þolin- móðar.“ Maðurinn: „Eg lield nú ekki. Eg fer ekki fet þarna út aftur.“ Kjarnorkumaðurinn: „Þcssi litla tjörn með fersku vatni er alveg fyrirtaks þvottasaður i svona tilgangi. Ja, þvílíkt. Eg, kjarnorkumaðurinn er orðinn opinber bleyju-þvottamaður fyrir króana liér i bænpm. Og eg, sein er talinn vera mikilt kappi. Hér þarf ekki annað en dálitinn kjarnorkuhraða, til þess að framleiða hita, og þá hefir maður nóg af heitu vatni til blcyjuþvottanna." D. g. Surreuqki, «— T ARZ AN — m Kungu.yaknaði af syefni yið hristing- inn og ólætin og varð í raun og veru svo illilega bylt við, að í hann hljóp gremja mikil. Hanpjkflm hrát.t auga á brotnu rimlana. Hann færði sig að rimlunum óg tólc í þá, og þó að hann væri frekar mátt- lítill, vegna þess að hann hafði fastað svo lengi, heygði hann rimlana til lilið- ar, eins og þeir væru úr yír. Núrvar sannarlega ekki gott í efni. Ef En flugmaðurinn, Don Curtis, var svo- apinn slyppi laus úr búri sínu, þá var heppinn að heyra eitthvert hljóð fyrir ekki öruggt, að fólkið í flugvélinni væri aftan sig. Hann snéri við i sama bili óhult fyrii’ honum, þó aðhann væri r og apinn tók að troða sér út úr búrinu. sæmilega taminn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.