Vísir - 14.11.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1946, Blaðsíða 2
2 VlSIR Fimmtudaginn 14. nóvembei' 1946 „Viöur forna sigursöngva sofna Póilands börn Viðtal viS ungfrú Tove Wenzelsen, sem stjórnaði pólsku flóttamannabúSunum í Skodsborg norSan viS K.höfn. Ungfrú Wenzelsen er dug- og tápmikil stúlka, enda var ekki heiglum hent að stjórna flóttamannabúðum með 900 langþjáðum Pólverjum. — Hvernig stóð á veru Pólvei'janna í Danmörku? segir tíðindamaðurinn. — Þegar stríðinu lauk með uppgjöf Þjóðverja voru eins — Ekki vei’ður því neitað, það var eins og nærri má geta misjafn jsauður í mörgu fé. Munurinn á Austur- og Veátux’-Pólverjum er líka mikill. I hverju er sá nninur fólginn? — Vestur-Pólverjar standa á miklu hærra menningar- og kunnugt er hér um bil | stigi. Eftir næst síðustu 250.000 þýzkir flóttamenn í I heimsstyrjöld hófust miklar Danmörku. Meðal þessa efralegar og andlegar fram- flóttafólks, sem Þjóðverjar fluttu til landsins síðustu sti'íðsvikurnar, voru nokkur þúsund Pólverja, Litháa, Lettlendinga, Eistlendinga, Tékka, Ungverja og Itala. Rauði krossinn og fleiri stofnanir, tóku að sér að vinza þetta fólk úr og var því til bráðabirgða komið fyrir í þýzka skólanum í Emdrup í Kaupmannahöfn. Síðan var komið upp flóttamannabúðum fyrir Pól- vei'jana og fólkið úr Eystra- saltslöndunum, hitt er flest allt farið heim. — Eru allir Pólverjarnir enn í Danmörku? — Nei, langt frá því, flest- ir eru farnir heim til Pól- lands, en þeim er i sjálfsvald sett, hvort þeir vilja fara eða ekki. Alþjóðlega flóttamanna- löggjöfin mælir svo fyrir, að fyi’stu 5 árin eftir stríðslok megi ekki neyða neira til að fara úr landi, sem þeir voru í þegar stríðinu lauk. Á svarta lista hjá Rússum. — Eru einnig Eystiasalls- landabúar enn í Darimöi’ku? — Já, þó nokkrir. — Hversvegna fer þetta fólk ckki heim? — Það cr á svörtum list- um hjá Rússum og fer senni- lega aldrei heim aftur. Þeir sem töldu sig eiga aftur- kvæmt heim, eru þegar farn- ir. — Eru þá líkur til, að allii sem enn eru í flóttamanna- búðum í Danmörku setjist þar að? — Nei, einhverjir munu fara til Ástralíu eða Suður- Ameríku, þessar álfur cru opnar flóttafólkinu. Ai’gen- tína hefur meira að segja hvatt það til að koma, eink- um fólk úr bændastétt. — Voru byggðar sérstakar búðir handa Pólverjunum eins og þýzku flóttamönnun- um? — Nei, Pólverjunum var flestum komið fyrir í bað- staðagistihúsum, þannig var t. d. í Skodsborg og Vedbæk. Misjafn sanður í mÖrgu fé. — Var ekki erfitt að hafa urnsjón með þessu fólki? fai’ir í Vestur-Póllandi, en fólkið í austur-hlutanum stóð að mestu í stað. Hvar eru skipti Iands- lilutanna talin? Austan við borgii'nar Varsjá, Lublin og Lemberg. Það er skálíná frá suð-austri til norð-vesturs. I búðinni, sem eg stjón’.nði, voru flestir fi’á Vestur- Póllandi. Hvaða stéttir voru fjöl- mennastar í búðunum? Bændur og handiðnað- arrnenn. Það var duglegt fólk og mjög iðið. —■: Hvernig var unga fölk- ið? ‘ — Alhnikill munur var á þi'oska ungra nxanna og kvenna. Ungu stúlkurnar höfðu Þjóðverjar tekið úr skólanum 13 ái’a gamlar og setl þær í þýzkar verksmiðj- ur eða á hændaheimili. Stúlka, sem var mér til að- stoðar í eldhúsinu, var tekin úr skólanum 13 ára og lát- in vinna í sveit. Hún varð að fara á fætur klukkan 4 á hverjum morgni og ham- ast eins og karlmaður úti á akri allan daginn. Ilún fékk aldrei mat xneð hinu fólkinu, heldur þunna súpu og gróft brauð að afloldnni máltíð liúsbændanna. Vinnutíma lauk kl. 11 á kvöldin. Föt- in hénnar voru tekin af henni og henni fengin garmár í staðin. Við og við kom Gesta- po til að líta eftir, að hús- bændurnir færu ekki of vel með hana. Piltarnir voru nokkru eldri þegar Þjóðvei’jar tóku þá, og voru þeir oft látnir fara í herinn og berjast gegn Rúss- um. — Voru þeir allir mjög ófúsir til þess? — Nei, sumir Pólverjar hata Rússa nokkurnveginn eins innilega og Þjóðverja. Auðvitað var fjölskyldum algerlega sundrað á þennan hátt. Hvernig voru svo Pól- verjarnir í búðunum? — Það varð að fara vel, að þeim, en þeir voru fúsir til að vinna. Framúi’skarandi hreinlegir voru þeir ekki, og það var ekki trútt um, að sumir væru óvissir á munin- um á mínu og þínu, einkum stúlkurnar. Sumt fólkið var ágætt og hafa J)ó nokkrir verið teknir í „fóstur“ af dönskum fjölskyldum. Þeir sem eru orðnir fósturbörn fara sennilega aldrei fi’á Dan- mörku. Þótt Pólverjarnir hafi þol- að miklar þjáningar á sti’íðs- árunum, eru þeir í furðu góðu skapi, enda lifa þeir meira fyrir líðandi stund, en Norðurlandabúar. — Þeir brenna af ættjarðarást og þeii’, sem áttu aftui'kvæmt til Póllands töluðu mikið um endurreisn landsins. Pól- verjar eru stoltir af landinu sínu^ Pólska örninn höfðu þeir bróderaðan í litla fára eða útskorinn í tré. Pólskir skólai’, sem voru í búðunum höfðu á einhvern óskiljanlegan hátt haft með sér silkifána með erninum í. Pólska þjóðin hefir löng- um átt við miklaí érfiðleika að etja. Núlifandi kynslóð hefir ekki farið yárhluM af örðugleikunum. Gítarsnillinguriii Mils Larsori. A undanfíiruum árum hef- ir áhugi manna á gílai'leik farið vaxandi hér í borginni og er j)að vel farið, þyí að gítarinn er handhægt og hentugt hljóðfæri, bæði í heimahúsum og ferðalögum um sveitir landsins og um fjöll og firnindi, því að hægt er fyrirhafnarlítið að hafa hljóðfærið með sér, hvert scm maður fer. Hljóðfærið cr skemmtilegt og mest notað til undirleiks með söng, þótt það einnig sé af níörgum notað til einleiks. Um alda- mótin síðustu og öllu fyrr var gítarinn algengt hljócý-j færi hér á landi, en svo liðii áratugir að j)ví var lítið sinnt, þar til að fær kunm áttumaður, Sigurður Briem, hóf kennslu á þetta hljóð- færi, og er nú sá hópur orð- inn stór, sem kann að leika á gítar og sérstakur félags- skapur stofnaður með gítar- og mandólínleik fyrir aug- um, en það er Mandólín- bljómsveit Reykjavíkur.Þessi félagsskapur hefir fengið þennan sænska snilling liing- að til landsins og á vegum hans eru hljómleikar hans Iialdnir. Eyrstu hljómleikaniir voru haldnir í Tjarnarbíó í fyrra- dag fyrir fullu húsi áheyr- enda. Á skránni voru tón- smíðar eftir Mozart, Baeh og spfmshi tónskáldið Albeniz og svo eftir aðra höfunda, sem minna eru þekktir. Lista- maðurinn náði áheyrendum strax á vald sitt með fyrstu lögunum og mest óx hrifn- ingin, er hann lék gamla kunningja okkar — Bell- manslög — en gítarinn var einmitt það hljóðfæri, sem Bellman notaði sjálfur og Bellmanslögin voru fyrst spiluð á, og þá vitanlega jafnframt sungin. Nils Lar- son er snillingur á hljóð- fæi’ið. Hjá honum haldast í hendur fullkomin tækni —- tremoli, samhljómar, hljóm- brigði, erfið grip og hraður leikur og ’ músíkgáfan. Tónninn er mjúkur og l)ægi- legur og tæknin 'er hárviss. Hann seiðir úr gítarnum liin fegurstu og mýkstu og einn- ig hörðustu blæbrigði. Það er ávallt nautri að heyi'a full- kominn listflutning, hverju nafni sem nefnist, hvort heldur jiað er söngur, kór, fiðla eða píanó eða gítar. Nils Lai'son hefir svo þrosk- aðan listsmekk, að gott er á hami að hlýða. Eg hefi minnzt á það ein- hverntíman áður, að frægir meistarar sönglistarinnar hafa lagt rækt við þetta hljóðfæri, eins og Paganini og Berloz o. fl. Áhéyrendur tóku lista- manninum mjög vel og létu óspart í Ijós hrifningu sína. B. A. Lyfjainnflutningur og Viðskiptaráð Viðskiptaráð telur sér ekki fært að svara greinargerð minni um leyfisveitingar til .apótekara með öðru en því að segja að eg fari með liár- toganir, en gerir j)ó enga til- raun til jiess að hnekkja jieim staðreyndum, sem eg hefi skýrt frá. Þvert á móli staðfestir ráði eftirfarandi: 1. Að apótekai’ar hafi að- eins fengið í dollaragjaldeyri 4 hlut (eða kr. 795.313.00) af Jieim kr. 2.193.107.00 sem veittar hafa verið á jxessu ári til Iyfjainnflutnings. 2. Að jiað hafi ruglað ormalyfi Rannsóknarstofu Háskólans (Teti’aklórkol- efni) saman við sulfalyfið Phenothiazin. (Sjá vottorð jiar að lútandi áður birt.). Af Phenothiazini flutti eg inn fyrir $3.300.00 (en ekki kr. 40.000.00). Er jxetta sulfa- lyf pantað 8. apríl og flutt inn á lyfjaleyfi. Eí- j-að not- að jöfnun höndum handa mönnum og skepnum. Sem dæmi má nefna, eitt af mörg- um, að aðeins í dag hafa ver- ið afgreiddir 40 skammtar eftir lyfseðli handa einum sjúklingi. Ormalyfið (Tetra- klórkolefni) er sótt var um 'eyfi fyrir 16. apríl en synjað, hefir ekki verið flutt inn. Viðskiplaráð segir, að stríðsárin hafi jiað flutt beinlínis inn allt það peni- cillin, sem fékkst til lands- ins. Það er ekki rétt. — Tveir apótekarar fluttu J)að inn. Um sama leyti voru gerðar ráðstafanir til áð fyrirbyggja þennan innflutning. Var leit- að aðstoðar stjórnarráðsins, með tilmælum um að sér- stökum aðila yrði einum vcitt aðstaða til þess að flytja inn penicillin og þar með hindraður innflutningur apó- tekaranna. — Þessari mála- leitun var synjað. Viðskipta- ráð hefir stutt þessa viðleitni, með neitun um penicillin leyfi, eins og áðiW- ör'geíið. Fyrrriefndur aðili krafðist afhendingar á öllu þvi peni- cillini, sérri 'ánhar' ápoiéfeár-' inn flutti inn og til þess að komast hjá óvild, nefnds aðila var honum afhent j)að. Eg liefi aldrei minnzt á það að leyfisveiting til Lyfja- verzlunar ríkisins væri of stór, heldur bent á hitt, að leyfisveitingar til apótekara væru of litlar. Getur nú hver sem er dæmt um heilindi Viðskipta- ráðsins i þessu máli. Það hefir ráðizt á mig persónu- lega með röngum sakargift- um, til þess að draga athygli frá mistökum Jiess sjálfs. Stefán Thorarensen. I dag verða seld skinn (lítil) hentug framan ár kápuermar og krakka- kápur. Bazarinn Vesturgötu 21 A. STÚLKA óskast til eldhússtarfa. Hátt kaup. CAFÉ CENTRAL Hafnarstr. 18. Sími 2200. Í.O.G.T. Bazarinn verður á morgun (föstu- dag) kl. 3 e.h. í Good- templarahúsinu. Gagnlegir munir við góðu verði. Nefndin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.