Vísir - 16.11.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 16.11.1946, Blaðsíða 2
VlSIR 8 mmmm ■$mé m Litið til baka Ævisagnagerð og þjóð- háttalvsingar eru vinsæ’.ir bókmeimtir hér á landi og eiga sér stóran hóp lesenda. liver ævisaga, sem sögð er af hreinskilni og án þess að draga blæju yfir eigin eða annarra kosti og liresti er merkileg heimild fyrir sál- fræðinga. En auk þess er i flestum ævisögum mikill sögulegur fróðleikur um menn og málefni á því tíma- bili sem saga hlutaðeigandi manns gerist. Nýlega er komið út upp- haf að æviminningum Matthíasar Þórðarsonar frá Móum, sem hann hefir sjálf- ur skráð, og er þetta 1. bindi af þremur, sem ráðgerð eru. Mattías er bróðir dr. Björns Þórðarsonar fyrrv. forsætis- ráðherra og þeirra systkina, en þau eru systui'börn Matt- Iiiasar slcálds Jochumssonar. Matthías var athafnamað- um mikill og kann frá mörgu að segja, en einkum því er að sjómennsku laut, þvi segja má að Ægir hafi átt hug hans allan. I þessu bindi ævisögunnar skýrir höfundurinn frá æsku sinni í föðurhúsum og á með- an hann stundaði fiskveiðar. Tekur hann þarin.a. til með- ferðar Móaheimilið og fólk sem liann man frá upp- vaxtarárum sínum, þar á meðal Matthías Jochumsson móðurbróður sinn, Símon Dalaskáld og margar fleiri sögulegar persónur. Mestur hluti bókarinnar er þó lielg- aður lífinu á, sjónum og mönnum og atburðum, er á einn eða annan hátt stóðu í S£gmba:þli við sjómennsku. I næsta bindi mun bókar- höfundur skýra frá veru sinni um borð í dönskum .strandvarn.n- og mælinga- skipum við Island og öðrum atvikum og atburðum, sem höfundurinn tclur máli skipta frá þessu tímahili. I síðasta bindinu segir liann frá atburðum síðustu ára- tuga í sambandi við dvöl hans ertendis. Mikill fjöldi mynda af mönnum, skipum og lands- lagi eru í bókinni til skvring- ar og skrauts. Eftir þessari fyrstu bók að dæiúa verður þetta rit i alla staði hið læsilegasta og eigulegasta. Það er auk Jæssa vandað að öllum ytra frá- gangi og prentað á prýðileg- an pappír. Bókin er prentuð og bundin í Khöfíi., en aðal- Orauir rauði. Eftir Frans G. Bengtsson. Fr. A. Brekkan þýddi. — Bók- fellsútgáfan — 1946. í augum flestra nútíma- manna er vikingaöldin óra ifjarlægt tímabil, þar sem iinenn og atbur'ðir greinast ó- jglöggt í dulmögnuðu liálf- jrökkri fornesk junnar. Við sjáum víkingaskipin, sköruð jskjöldum, sigla úfinn sæ rneð skeggjaða og hörkulega menn innanborðs. á'ið sjá- um skipin leggja að landi að þokugrúfðum slröndum Bretlamls og sólbjörtum ströndum Frakldands, og særoknir víkingarnir stökkva á land með alvæpni og í vigamóði, rænandi og brenn- andi þorp og býli, en íbúarnir fl yja eða eru sigraðir í bar- daga og beiðast griða. N’ík- ingarnir láta greipar sópa um allt fémætt, kvikíenaður er rekinn saman til slátrun- ar, en konur og dætur hinna sigruðu, þær er til næst, taka vikingarnir með valdi, sér til þjónustu og unaðssemda eft- ir sjóvolkið og bardagana. Bál eru kveikt, gripum slátr- að, kjöt steikt, og sterkur mjöður freyðir i stríðum straumum. Og er nóttin fær- ist vfir og ölvíman tekur að siga á þreyttar brár víkings- ins, spennir hann hina dökk- hærðu og limamjúku dótlur suðursins sterkum örinum sinum og leggst til hvildar. Hann er lietjan, miskunnar- laus, en þó drenglundaður, harður og æðrulaus. en þó leiksoppur liamslausra á- stríðna, hann drepur óvin- ina, rænir og brennir Iiyggð- ir þeirra, en óvinakonu faðm- ar liann beitar, en nokkura konu heima .... Þannig er víkingaöldin til- sýndar, mögnuð og seiðandi, jafnvel í nöktum lnikaleik iúnum. Þrátt fyrir grimmd lieiðninnar, vigafcrlin og hinn taumlausa ástríðuofsa, skín hið eilífa mannlega á- vallt í gegn og breiðir sinn milda bkt* jafnvel yfir þessa blóðugu vargöld. Skáldsagan „Ormur rauði“ eftir sænska rithöfundinn Frans G. Bengtsson er saga manns, er var hertekinn af vikingum, og lifði síðan með þeim hinu ævintýralegasta lífi, sem þessir ævintý’ratim- ar höfðu yfirleitt upp á að bjóða. Hér er lýst öllum til- brigðum \í kingalifsins: strandhöggum og ransferð- útsölu hér á landi hefir Leift- ur h.f. um, orustum og umsátum. galeiðuþrælkun, hirðvist með konungum og svo auð- vitað — ástum fagurra lcvenna. Ormur gerizt liarð- snúinn og slunginn vikingur, eklcert mótlæti fær bugað liann, jafnvel ekki róðurinn á galeiðum Alannansurs, þar sem liann er i ánauð. Hann er refjóttur tækifærissinni i trúmálum, dýrkar nörnenu goðin og Allha eftir hentug- leikum, og siðast snýst liann til kristinnar trúar, til þess að geta náð saman við ást- mey sina. Því að þar sem ást- in er, mætir jaf’n'vel víking- urinn sigursæli þeim and- stæðingi, sem hann verður að lúta. Þegar hún hefir náð tök- um á honum, veita aðrar konur lionum ekki lengur hina fornu fró - aðeins ein. í bókinni eru margar fróð- legar lýsingar á lil’i og hátt- um fólks á þessum tímum, baráttu kristninnar við heiðn- ina og áhrifamiklar mvndir af hernaði og vígaferlum. En frásögnin er fvrst og fremst rituð í léttum tón og víða bráðskemmtileg. Bróðir \’il- balder er t. d. aíar bi-osleg persóna og svo er um fleiri. Lesandinn fylgist með rás sögunar, því að atburðaþró- unin er ör og hrífur athyglina en alltaf er grunnt á kímnina og viða er erfitt að verjast lnosi við lesturinn. Þó að ekki sé auðvelt að gera upp á milli kal’la bókarinnar, þykii- þeim er þessar línur ritar kaflinn: „Hvernig þeir drukku út jólin Iijá Haraldi blátönn“, vera einn hiiin Saklaus léttúð „Saldaus léttúð“ er lieiti á bók eftir frönsku skákikon- una Collette. Skúli Bjark.an j íslenzkaði bókina, en Uglu- útgájfan gaf út. í bók þessari er samband milli karls og konu höfuð- viðfangsefnið og er það tek- ið á hispurslausan og lirein- skilinn hátt að sið franskra höfuiwVi. Þykja sögur Madame Collette s\erja sig mjög í ætt við ril Maupassant og Balzac’s að þ\í er feinmis- mál siierta og liispursleysi í frásögn. Bækur hennar eru líka inikið les’nar og hafa náð iiiiklum \insældum bæði í heimakmdi hennar og utan þess. Hafa bækur hemi- ar verið þýddar á mörg túngumál og allajafna gefnar út i miklum eintakafjölda. Laugardaginn 16. nóvember 1946 allra skemmtilegasti. Yfir- leitt ér frásagnarhátturinri svo skemmtilegur og kíminn, að það er liægt að láta sér detta í hug, að það hafi verið hann, ekki siður en efnið, sem aflað Jaéfir bókinni slikra vinsælda í Sviþjóð, sem raun er á, en þar i landi mun hún hafa koniið út í 14 útgáfum á tveim árum. í stuttu máli: Hér er skemmtileg bók á ferðinni, sem á áreiðanlega eftir að eignast marga vini hér á landi bæði úr hópi yngri og eldri. Þýðingin er gerð af Friðrik A. Brekkan, og virðist vera vel af hendi ieyst. Ó. Bergsson. Tuttugu smásögur Tveir eru þeir öndvegis- liöfundar i smásagnagerð, sem hæst gnæfa í heimsbók- merintunum, er annar Guy de Maupassant en hinn Ant- on Tschekhow. Þó vrkisefni þessara höf- unda séu næsta ólík, eiga þeir þó sammerkt í því, að hafa skapað form fyrir smásögur, sem yfirleitt hefir skapað skóla í heimsbókmenntunum frá því er bækur þeirra komu út og til þessa dags. En sögur þessara tveggja öndvegishöfunda er airnað og meira en fonnið eitt, eða ytri búningur. Báðir lvsa þessir höfundar fólki með lífi og blóði, venjulegu fólki, sem við þekkjum úr daglegu lífi og atburðarásin er rnjög bversdagsleg. En snilldin er fólgin í því hve persónurnar standa ljóslifandi fyrir manni og atburðarásin verður eðli- leg, en kemur manni þó oft á óvart. Nú hefir Leiftur h.f. gef- ið út úrval smásagna Maup- assants í snoturri bók og eru sögurnar 20 talsins, en dr. Eiríkur Albertsson frá Hesti íslenzkaði þær. Þýðandinn segir að skipt- ar kunni að verða skoðanir um val á þessum söguni, enda erfitt að velja og hafna úr 25 binda ritsafni þessa höfuðsnillings, þar sem smá- sögurnar skipta tugum eða jafnvel hundruðum og nær allar óumdeilanleg lista- verk. Þýðandinn segir enn- fremur að einhverjum tepru- sálum kunni að þykja sög- urnar fjalla úr hófi um feimnismál og að höfundur- inn séu furðu oft útiágljánni. En sem kunnugt er, þótti Maupassant nokkuð berorð- ur í þessum málum, án þess að vera nokkurs staðar klúr eða grófyrtur. Það verður vandfundið safnrit smásagna, sem tekur frain þessum Tuttugu smá- sögum Maupassants og þær inunu tvímælalaust eiga mikluin vinsældum að fagna meðal íslenzkra lesenda. Tvær ungmeyjabækur Léiftur h.f. hefir nýlega gefið út tvær bækur, sem báðar eru ætlaðar telpum éða ungum stúlkum. Þetta eru hvorttveggja sögubækur, heitir önnur „IJanna“, eftir Anka Borch í þýðingu Víglundar Möllers, en hin „Fjórar ungav stúlk- ur í sumarleyfi“, eftir Karin Thordeman og hefir Jón Sigurðsson skólastjóri ís- lenzkað hana. Leiftur hefir frá öndverðu gert sér mikið far um að gefa út góðar barrn- og unglingabækur og vandað til útgáfu þeirra. Svo er enn um þessar bækur. Þær eru skemmtilegar aflestrar, fjalla um efni sem telpum er yfir- leitt mjög bugþekkt og mál- ið á þéirn er gott. En allt þetta skiptir höfuðmáli i útgáfu unglingabóka, því að þær marka öðru frem- ur spor í hugsanagangi og tilfinningabfi unglinganna. Foreldrar eða aðstandendur barna og unglinga ættu því ávallt að vanda sérstaklega val á lestrarefni handa börn- um sínum, og helzt eklci að fá þeim bók í hendur fyrr en þeir hafa fulla tryggingu fyrir að bókin sé góð. En með tveimur framangreindum bókum má óhikað mæla i þeim efnum, enda eru nöfn þýðendanna ærin trygging fyrir góðu vali og vandaðri málsmeðferð. Bak við skiiggaim Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka er ungt skáld, sem ný- lega hefir sent frá sér fyrstu bók sína, en það er ljóðabók, sem hann nefnir „Bak við skuggann“. Ingólfur er bróðir Guðrún- ar skáldkonu Jónsdóttur og er kornungur að aldri. Þessi fyrsta Ijóðabók hans er ekki stór að vöxtum og kvæðin ekki mörg, en þau eru ljóð- ræn og falleg og mótuð af ást til náttúrunnar. Bókaútgáfan Norðri h.f. gaf bókina út og hefir vand- að til ytri frágangs hennar. Citránnr Klapparstig 30, simi 1884. Beztn úrin frá BARTELS, VeUuíimdi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.