Vísir - 12.12.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 12.12.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 12. desember 1946 VISIR 9 Þrfár frábærar barna og ungEingabækur ÐÝRHEiMAR — NÝIR DÝRHEIMAR Nýir dýrheimar, cn eru 1)6 að frásögn. Otgáfan er my vönduð, en verði þó mjög t Skógarsögur Kiplings hafa löngum verið taldar meðal beztu barna- og unglinga- bóka, sem til eru, enda mun það ekki ofmælt, því að Kipling var mikill rithöfundur, þekkti glögg skil á frumskógalífinu og kunni allra manna bezt að segja börnum sögur. Þessar sögur eru því flcstum bók- um betur fallnar til þess að glæða fegurð- arskvn og málsmekk barna, en eru um leið fræðandi og bráð- skemmtilegar, enda má segja, að þær hafi fai’ið sigurför um all- an heim. Nú eru þess- ar bækur komnar út í afburðasnjallri þýð- ingu Gísla Guðmunds- sonar, fyrrv. alþingis- manns. Þær eru i tveim bindum og nefn- ast Dýrheimar og hvor 'um sig sjálfstæðar ndskreytt og forkunnar- úillt í hóf. SÓL 0 G REGN Skátahöfðinginn Bad- en Powell var, auk þess að vera merkileg- ur æskulýðsleiðtogi, frábær rithöfundur fyrir börn. Ritaði hann allmargar dýra- sögur svo frábærlega skemmtilegar og« við- burðaiÉíkar, að hvert barn hefir yndi af, og teiknaði sjálfur í þær margar ágætar mvndir. Ein helzta þessara bóka er nú komin lit í íslenzkri þýðingu cftir Jón Helgason blaða- mann, og nefnist hún Sól og regn — sögur frá Kenya. Þetta er frábærlega skemmtileg og fróðleg bók, eink- um fyrir yngri börn. Betra gull en esEhverja — eða allar — þessara fjriggia úrvalsbóka geta foreldbrar tæplega lagt í Iófa barns síns. __ Snælandsútgáfan. TILKYIMiMIIMG um útflutning á vörum og farangri farbega og annarra til útlanda. Vegna auglýsingar viðskiptamálaráðuneytisins frá í gær, um útflutning, eru með tilvísun til 58. gr. reglugerðar nr. 123, 1938, um tollheimtu ‘ og tolleftirlit, hér með settar eftirfarandi reglur um útflutning vara og farangur farþega og annarra til útlanda. 1. Farmflutningur með skipum til úilanda. Eftirleiðis skal afhenda til skoðunar í tollskoðunina í Hafnarhúsinu á horn- inu á Tryggvagötu og Grófinni allar vöi’ur, sem fara eiga íil útlanda á farmskír- teini eða fylgibréfi, þó ekki íslenzkar afurðir, sem skulu afhentar í hlutaðeigandi skipaafgreiðslu eða annan stað, sem sérstaklega verður ákveðinn hverju sinni í samráði við lilutaðeigandi skipaafgreiðslu. Aðrar vörur en íslenzkar afurð r skulu vera komnar í tollgæzlustöðina í síðasta lagi 6 — sex — tímum fyrir brottför skipa. 2. Farangur farfsega með skipum til útlanda. Án sérstaks útflutningsleyfis er farþegum óheimilt að taka með sér um borð •annað en eigin fátnað og aðrar nauðsynjar, sem tolleftirlitsmenn telja til eigin nota á ferðalaginu. Allur farangur skal fyrst um sinn og þar til öðru visi verður ákveðið vera kominn um borð í síðasta lagi 4 — fjórum tímum fyrir brottför skips og verð- ur hann skoðaður af tolleftirlitsmönnum um lcið eða eftir að hann er kominn um borð. 3. Farangur skipverja á skipum til útlanda. An sérstaks útflutningsleyfis er skipverjum á skipum, sem eru í utanlands- ferðum, óheimilt að taka með sér annað en fatnað og aðrar nauðsynjar, sem toll- eftirlitsmenn t'elja til eigin nota skipverjanna sjálfra á skipinu. Nú kaupa skipverjar í landi vörut, sem þeir ætla að hafa með sér um borð, og skulu þeir þá, hvort sem þarf útflutningsleyfi fyrir vörunum eða ekki, gefa í tvíriti nákvæma skýrslu í tollgæzlustöðinni um magn og tegund varanna áð- ur en þær eru fluttar um borð. Annað eintakið af skýrslunni fá þeir svo aftur með áritun frá tollgæzluslöðinni og skulu þeir framvísa því við tolleftirlitsmenn, sem eru við tolleftirlit i eða við skipið. 4. Vörur til skipa, sem eru í utanlandsíerðum. An sérstaks útflutningsleyfis er óheimilt að kaupa til sldpa, sem eru í ut- anlandsferðum, annað en vistir og aðrar nauðsynjar, sem tolleftirlitsmenn telja hæfilégar til þeirrar ferðar, sem skipið er að fara í, og með hliðsjón af þeim birgðum, sem fyrir eru í skipinu. Án sérstaks leyfis má þó ekki kaupa til skip- anna vörur þær, sem taldar eru í auglýsingu víðskiptamálaráðuneytisins frá í gær, en meðal þeirra vara var smjörlíki, feiti og feitar olíur, sápa, sápulíki, þvotta- duft, ræstiduft, fægiefni, gljááburður, kerti og spunavörur. Áður en vistir og aðrar. nauðsynjar eru fluttar um borð í skip, sem eru í utanlandsferðum, skal afhenda í tvíriti nákvæma skýrslu i tollgæzlustöðina um magn og tegund varanna. Annað eintakið af skýrslunni verður svo afhent aftur með áritun 'tollgæzlustöðvarinnar og skal framvisa því við tolleftirlitsmenn, scm eru við tolleftiiTit í eða við skipið. 5. Vörur og farangur með flugvélum. Gefa skal skýrslu um allar vöriir og farangur með flugvélum, og verður allt slíkt, að undanteknum póstflutningi, sem cr skoðaður í póstafgreiðslunum, skoð- að á flugvöllunum fyrir brottför flugvélar. 6. Útflutningsleyfi. Leyfi til útflutnings á íslenzkum afurðum vcitir samninganefnd utanríkis- viðskipta, en leyfi til útflutnings á öðruín vörum viðskiptamálaráðuneytið. Umsóknir um útflutningsleyfi, bæði umsóknir til samninganefndarinnar og viðskiptamálaráðuneytisins, skal senda i Austurstræti 7, III. hæð, og skulu um- sóknirnar sendar í tvíriti á þar til gerð eyðublöð, og skal í umsókninni nákvæm- lega greind tegund, magn og verð hvers hlutar og hverrar vörutegundar í send- ingunni. Umsóknareyðublöð fást í Austurstræti 7, III. hæð. Atliygli er að lokum vakin á því, að rétt er að fólk tryggi sér leyfi áður en það gengur frá sendingunum, og skal leyfinu framvísað við afhendingu send- ingarinnar, ásamt drengskaparyfirlýsingu um það, að í sendingunni sé ckki ann- að en það, er í leyfinu greinir, og reynist yfirlýsing um innihald sendingar röng, verður sendingin kyn-sett og lilutaðeigendur kærðir til refsingar. Tollstjórinn í Reykjavík, 1 1. desember 1946.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.