Vísir - 12.12.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 12.12.1946, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudaginn 12. desember 1946 DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, llersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsia: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Abyrgðaileysið í hámarld. T íklega hefur aldrei í liinni löngu sögn Alþingis verið ^ lögð þar fram tillaga, sem lýsir jafnmiklu ábyrgðar- leysi og tillaga sú, sem atvinnumálaráðherra landsins hef- ur nú lagt fram um rílcisábyrgð á rekstri sjávarútvegs- ins næsta ár. Tillaga þessi fjallar um það, að ríkið eigi að ábyrgjast lágmarksverð á þvi nær allri fiskframleiðsl- unni. Ef fiskurinn selst ekki fyrir hið ákveðna verð, á ríkissjóður að greiða mismuninn. Eins og nú standa sak- ir, er útlit fyrir að þessi áhyrgð geti kostað ríkissjóð um 50 milljónir króna. I frumvarpi ráðherrans er enginn stafkrókur um það, hvernig ríkissjóður eigi að afla fjár til að síanda undir tapinu, sem fyrirsjáanlegt er að verður stórkostlegt. Heyrzt hefur, að ráðherrann telji mestu varða, að flotinn kom- ist á veiðar, el' hægt er að telja mönnum trú um að rík- issjóður standi undir taprekstrinum, en sagt er að hann hafi litlar áhyggjur af því, hvort ríkissjóður geti nokk- urntíma borgað brúsann. Gæti því farið svo, að útgerð- armenn yrðu sjálfir að greiða hallann. Þá er komið að því, sem kommúnistar hafa stefnt að undanfarin tvö ár, er þei.r hafa setið í stjórn landsins, að báðir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar séu reknir með gifur- lega miklum styrk frá ríkinu. Ef þeir fá jæssu l'ramgengt, þá stendur fyrir dyrum algert hrun þessara atvinnuvega í einkarekstri, því að ríkissjóður gæti ekki oft'ar en einu sinni tekið á sig slíka byrði. Mundi þá hvorttveggja hera að í senn, að ríkissjóður mundi verða gjaldJ)rota og algert öngþveiti ríkjandi í allri starfrækslu jijóðarinnar. Ekkert sýnir betur en þetta, hver.su gersamlega komm- únistar eru nú ráðþrota orðnir. Þeir hafa nú tekið að sér hlutverk karlsins, sem barði fótastokkinn á horbykkjunni og hrópaði: „Ekki ber klárinn j)að, sem eg ber“. 1 heimsku sinni ætla nú kommúnistarnir að ía þjóðina til að trúa því, að atvinnuvegirnir beri ekki j>að, sem ríkissjóður ber. Þessari tillögu atvinnuniálaráðh. svipar mjög til ann- arra ráðstafana, sem hann hefur gert í sinni stjórnartíð og mun kosta ríkissjóð tugi milljóna króna. Margt af því á enn eftir að koma fram í dagsljósið, cins og til.dæmis milljónatapið á bátasmíðinni hér innanlands, stórtapið á bátaeikinni, sem key])t var fyrir milljónir króna og eng- inn vill eiga, en liggur undir skemmdum. Og að óglevmdri ráðsmennsku hans með Landssmiðjuna, sem er gott sýn- ishorn af opinberum rekstri. Margt á eftir að koma fram í dagsljósið síðar, þjóðinni til lærdóms og hrellingar. Áðurneíixl tillaga atvinnumálaráðherrans minnir á sögu af Vellýgna-Bjarna. Hann sagðisl hafa lent í fúamýri og farið í kaf (eins og allt sýnist vera að fara nú í höndum kommúnista). En hann kvaðst hafa bjargað sér úr fen- inu með því, að draga sjálfan sig upp úr J>ví á hárinu. Ráðherrann virðist ætla að nota sama snjallræðið. Bamaheimili eða fangabúðir. ¥*að mun varla ofsagt, að frásögn Vísis um aðbúð barna “ að Sælingsdalslaug síðastliðið sumar, hafi vakið al- menna athygli. Aðbúðin á j)es,su barnaheimili h.el’ur |)ó verið á margra vitorði um skcið. Kona ein, scm sá barna- bópinn i Stykkishólmi á leið suður í sumar, segir að börn- in hafi litið föl og veikluleg út og verið eins og fanga- hópur. Enda er slíkt eklci að furða, ef þær sögur eru sannar, sem um meðferð barnanna ganga, eins og það, að einu þeirra hafi verið hegnt mcð því, að setja j)að í poka, sem bundið var fyrir, og barnið látið gráta þar mikinn hluta dags. Ef jietta er rétt, þá er þetta glæpsam- leg mcðferð, sem verðskuldar maklega hegningu. Þeir, sem áttu börn á „heimili“ Jiessu, hafa margir valið þann kostinn, að breiða yfir málið með þögninni. Slíkt er að vissu leyti ábyrgðarhluti, að svona máli sé lialdið niðri á jiann liátt. Almenningur á heimtingu á að opinber rann- sókn leiði liið sanna í Ijós. Náttúrugripa- safnið afhent ríkinu. Náttúrugripasafnið hefir frá öndverðu verið í umsjá Hins íslenzka náttúrufræði- félags. Atli dr. Bjarni Sæ- mundsson drýgstan jiátt i þvi með eljusemi og hag- sýni að auka safnið og afla því vinsælda og umhyggju almennings. Jafnan hefir safnið notið nokkurs stvrks úr ríkissjóði og i vaxandi mæli hin síðari ár. Er gafn- ið nú svo stórt, að ókleift má lcalla, að gæzla jiess fari fram sem aukayinna þeirra, er föstum störfum gegna. Hefur því orðið að ráði milli Hins íslenzka náttúrufræði- félags og menn tamálaráðu- neytisins, að safnið skuli nú afhent ríkinu, svo sem ávallt hefir verið fyrirhugað. Af- hendingin fer j)ó að sjálf- sögðu eigi fram fvrr en aðtil- fundur Hins íslenzka nátt'- úrufræðifélags hefir fjallað um málið. En ráðuneytið hefir þegar ráðið við safnið tvo starfs- menn, j)á dr. Sigurð Þórar- insson og dr. Finn Guð- niundsson, sem haft hefir umsjón með sal'ninu síðan Bjarni Sæmundsson leið. Samtímis láta þeir af störf- um hjá Atvinnudeild Idá- skólans og Bannsóknarráði ríkisins. Skipulagsbreyting þessi færir safninu aukna starfs- krafi'a, en er einnig fjárhags- lega hagkvæm fyrir rikis- sjóð. Hinir nýju starfsmenn safnsins eru ráðnir fyrir sömu laun og j)eir nú taka úr ríkissjóði. Báðir skulu þeir annast kennslu í nátt- lirufræði við háskólann, ef lekin verður upp lcennsla í J)eirri grein. Sigurði Þórar- inssyni er m. a. ætlað að koma skipan á samskij)ti ís- lenzkra og erlendra fræði- manna á sviði náttúruvísinda og veila jarðfræðilega aðstöð og leiðbeiningar um opinber- ar framkvæmdir, j)tir sem slíks er jiörf. (Frá Mennta- málaráðuneyti). Ileimsóknartími sjúkrahúsanna: Landspítalinn kl. 3-—4 síðd. Hvítabandið kl. 3—4 og 6,30—7. Landakotsspítali kl. 3—5 síðd. Sólheiniar kl. 3—4,30 og 7—8. Aluminiumvönir fyrir rafmagnseldavélar: Pottar Skaftpottar Pönnur Katlar á BIVMJAVÍK Rakvélar Rakvélablöð Raksápa Rakkrem Tannkrem Hárolía Rakspritt Tannburstar unœewí BtYHJAVÍH STÚLKA óskast strax. Malbarinn SíLd & Fiskur. Eggjaskera Kartöflupressur Þeytarar allsk. Trésleifar Kjötliamrar Bollabakkar KökukeOi Tertuform Stálull Ivolaausur Víi"svampar RiYKJAVÍH mmmmm Eldlast gler í miklu úrvali fyrirliggjandi. lárnvömdeiid Jes Zimsen Belgisku kaifidúkarnir (Bridge-settin) komnir affur. STÚLKA óskast til húsvei'ka bálfan daginn eða hlula úr degi. Sérherbergi. Áslaug Kristinsdóttir, Hárgreiðslustol'an Perla, Vífilsgötu 1. Þvottavindur, Þvottabretti, Þvottapotfiar, Vatnsfötur. RIYIIJAVÍI! Útgerðarmenn! Maður vanui’ saltfiskvinnu pg línuuppsetningu óslcai' eftir slílcri vinnu innan- búss. Tilboðum sé slcilað á afgr. blaðsins fyrir kl. 6 13. desember, merkt: — i,Góður verkmaður—271 “. C0BY kaffikönnur. A RIYKJAVfll Bæ ja rskrif stof u r Reykjavíkur óska eftir manni til að annast bókhald um verklegar framkvæmdir. Kunnátta er nauðsynleg í bókhaldi, flat- armálsfræði og rúmfræði. Umsóknum sé slcilað í síðasta lagi 18. þ. m. til end- urskoðanda bæjarins, og veitir hann allar upplýsingar um starfið. ’ jfc :~! Beykjavík, 10. des. 196. Bæjarverkfræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.