Vísir - 17.12.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1946, Blaðsíða 3
'VlSIR 3 Þriðjudaginn 17. desember 1946 Bækur á jólamarkaðinum Thorvaðdsens- félagið 70 ára. Á vegum ísafoldarprent- smiðju er nýlega komið úl Minningarrit Thorvaldsens- félagsins, sem Knútur Arn- grímsson, skólastjóri, liafði samið í tilefni af 70 ára af- mæli þess. Til útgáfu þessarar er vandað alveg séi’staklega. Bókin prentuð á gulan myndapappír og rnjög mynd- um skreytt, bæði af einstakl- ingum, stjórnum félagsins og af hópum við ýms tæikfæri. í riti þessu er rakin saga Thorvaldsensfélagsins f rá uppliafi, skýrt frá stofnun og stofnendum, fyi'stu stai’fsár- unum, Handavinnuskólan- um, Thorvaldsenbazarnum, Barnauppeldissjóðnum, styrktarsjóðnimi o. fl. Þá éru lög félagsins og félags- kvennatal, sem nær vfir allar þær félagskonur, ,er fyrir- finnast í bókum félagsins fyi’r og síðar. Er þar að finna fæðingardag þeirra og ái’, ennfremur getið foreldra og eiginmanna og íielztu opin- berra starfa. Hér er því um mikinn fróðleik að ræða og gagnmerka lieimild um allt, er lýtur að sögu Thorvald- sensfélagsins. ---- ♦ ---- Alaska. Kona Vilhjálms Stefáns- sonai’, landkönnuðar, liefir skrifað bók um Alaska, þjóð- ina og landið, sem valcið hel'- ir mikla eftirtekt í Ameríku, enda seldist bókin þar upp á skömmum tíma. Nú er bók þessi komin út í prýðilegri islenzkri þýðingu, sem Jón Eyþói’sson, veður- fi’æðingur liefir gert, en Ifá- kon Bjarnason,. skógræktar- sljóri og Vilhjálmur Stefáns- son, eiginmaður liöfundarins, rita að henni formála. Bókin er prentuð á íxxjög góðan pappír.og piýdd fjölda gull- fallegra mynda. Prentsmiðj- an Oddi h.f. gaf liana út. Bók þessi er lalin rneðal allra beztu alþýðlegra bólca, sem um Alaska hefir verið srkifuð. Höfundurnn leggur sérstaka rækt við að lýsa Eskimóum, lifnaðarliáttum þeiri-a, skapferli og siðum, en frúin lýsir einnig hinum livita kynþætti, sem þar lif- ii’, atvinnu lians, svo og land- inu, sem sliku. Alaska er land leyndar- tlóma fyrir okkur Islend- inga. Við vitum áhka lítið lun landið og þjóðina, en einmitt af þeim sökum á bókin meira ei-indi til okkar >en ella, þvi á öllum hlutiim vill islenzka alþýðan kunná skil. Þó eru meginkostir þessar- ar bókar ótaldir enn, og það er hversu skemmtilega hún er ski’ifuð. Bókin er í lieild skrifuð í fjöi’legum (lifræn- um stíl og mjöglangt frá því, að þar sc um leiðinlegar upp- talningaí’ eða þurran fróð- leik að í-æða. Ef prentsmiðjan Oddi vandar jafn vel til útgáfu annarra bóka sinna fram- vegis, bæði að efni og frá- gangi, má nxikils af lienni vænta í framtiðinni. ---- > ---- Svanlivit *og Svave. ísafoldarprenlsmiðja h.f. hefir i fvrra og í ár gefið út ljóðasöfn, sem öll eru fyrir löngu uppseld, en náðu á sín- um tíma óvenjumiklum vin- sældum. Þessi rit eru Snót í tveimur bindum, sem kom út í fyrra, og Svanhvít og Svava, sem nýlega eru komn- ar á mai’kaðinn. Hér er urn samstæðar út- gáfur að i’æða, enda þótt söfn þessi eigi ekki sammerkt i öði’u en því að vera söfn ljóða, sem miklum vinsæld- um hafa náð meðal almenn- ings. Snót er úrval íslenzkra ljóða um og eftir’miðja síð- ustu öld, Svava er ljóð þriggja íslenzki-a skálda, senx hösluðu sér völl um það leyti seixi Snót kom út, en Svaú- livít er þýðing«tveggjá öixd- vegisskála okkar á ýmsum erlendum úi’valskvæðum. Að Svövu standa skáldiix Benedikt Gröndal, Gísli Brynj-úlfsson og Steingrímur Thorsteinsson. Kom fyr,ri út- gáfa bókarinnar út 1860 og varð þegar í stað íxijög vin- sæl. Mun bókin hafa verið lesin því nær til agixa því hún telzt meðal dýrgripa í eigu hvers bókasafnara, sem náð hefir í liana. Snæbjörn Jóns- son hefir séð um þessa seinni útgáfu og fylgir henni úr hlaði nxeð ítarlegum og at- hygliverðum fornxála. Auk þess er tekin upp formálinn að fj’rri útgáfunni, en hann skrifaði Gisli Brynjúlfsson. Kvæðin í bókinni eru 70 að tölu, en i bókarlok eru skýr- ingar við sum kvæðanna og athugasemdir. Sérprentaðar myndir fylgja af öllum þrenxur liöfundum bókarinn- ar. Svanhvít er þýðingar er- lendra úrvalsljóða á íslenzku, senx þeir Mattliias Joehums- son og Steingrímur Thor- steinsson gerðu af nxikilli snilld. Kunhi alnxenningur vel að meta þessi ljóð, því að tvær fyrri útgáfur Svanhvít- ar eru löngu'uppseldar. Það er eins um Svanlivít og Svövu, að Snæbjörn Jóns- son hefir annazt útgáfuna og skrifað formála, en einnig að fo'rmálar að fyrri útgáfun- um eru teknir upp í þessa, svo og skýringár við kvæðin. Ctgáfur ísáfoldarpient- smiðju á þessum þremur vinsælu ljóðabókum munu tvímælalaust njóta sörnu vinsælda og hinar fvrri út- gáfur, enda er vandað til þeirra, frágangurinn sxxxekk- legur og verðinu stillt i hóf. ---- ♦ ----- Svelnn Eiverssosi Selma LagerJöf: Sveinn Elversson.” Axel Guð- mundsson % þýddi. — H.f. Leiftur gaf lit. — Stærð 200 bls. 16x24 cm. Vei’ð kr. 20.00 ób., kr. 50,00 í skinnbandi. Sá lesandi, sem Iiefir ekki áhuga fyrir öðru í bókmxx en því, sem kann að fullnægjn hneigðum hans eigin hugar, gerir þá kröfu til höfund- anna, að þeir verði við þess- um smekk sínum. Og allur þorri manna skiptist í ýnxis kónar hópa, seixi gerir hinar og þessar kröfur til höfund- anna: Veittu mér unað. Skenmxtu xxxér. Koxxi mér til að dreyma. Láttu nxig hlæja. Settu í mig hroll. Kom mér til að gráta. Kom íxxér til að hugsa. Og svo ér vitanlega stór hóp- ur, sexxi segir sem svo: Veittu mér eitthvað, sem er ágætt og efnisríkt á þann hátt, senx þér lætur bezt, og samkvæmt gcðblæ þínunx og listasmekk. Og það er sanxkvæmt þcss-- ari kröfu, sem rithöfundin- um tekst eða mistekst. Selnxa Lagerlöf er einn þeirra höfutida, senx tekizt hefir vel að fullnægjá þess- ari síðast töldu kröfu. Þegar Jiún var ung.og haíði kennslu á hendi, skrifaði hún Gösta Berlings sag’a, eins koixar drápu í óbundnu rnáli, eða óstuðlað söguljóð. Þá reit hún allmai’gar skáldsögur franx undir aklanxótin 1900. En 1901 sanxdi hún Jerúsal- em, senx fjallar unx trúar- hreyfingu íxxeðal Dalakarla. Seinna í’itaði hún Nils Hol- gersons underbaia íesa ge- nonx Sverige (1907), og upp frá því unx tvo áratugi ýnxs- ar skáldsögur. Þrátt fyrir ó- hemju lxugarflug og ímynd- unai’afl eru sögur hennar raunhæfar og semxilegar. Hún leikur á nxarga strengi í lisli sinni. Hin siðspaka bjartsýni hennar er sanxofin miskunnsemi og samúð. Skáfdsagan Sveinn Elvers- son flytur göfuga lífsspeki. Hxin er goll dænxi unx efnis- val og list höfundarins. Hinn síðastnefndi lxópur lesenda, senx. eg gat unx hér að fram- an, mun því kaíipa hana og lesa. Hinir ætlu að víkka svið listasmekks síns og' kaupa hana líka — og lesa hana. Þýðing Axels Guðnxunds- sonar virðist vera vel gerð, snxckkvís og stílhrein. SfefjamáB. Endurheimt skáld. Þegar Lárus Sigurjónsson var í Lærða skólanum um aldamótin síðustu, var mönn- um ljóst, að hér var á fei’ð eilt vorra uppreixnandi ljóð- skálda. — Meðal þeirra er létu þctta í ljós var Einar Tleiiediktsson. — „Ef þú gef- ur út ljóðabók“ — sagði hann við Lárus' — ,;skal eg vekja á lienni athygli.“ En öi’lögin höguðu þvi svo, að eftir að Lárus var út- skrifaður af Prestaskólan- unx 1908 fór hann af landi burt — fyrst til Ðanmerkur og dvaldi þar vetrarlangt, en svo þaðan til Iíanada. En þangað ligfði allt lians nán- asta ættfólk flutt sig. En það var frá ‘Borgarfirði eystra. Leið svo „tíminn, að lítið heyrðist frá Lárusi. Enda þótt liann væri að upplagi fjörmaður og vel metinn af félögunx ’sínunx, var liann amiars dulur og lítið fyrir að liafa sig framnii. Lengst af þeim tíma, er hann dvaldi vestra, var "hainx í Chicagö og ekkert á slóðunx íslend- inga. — En liugur lians var þó alltaf lieinxa á íslandi og sótli þangað flesl yrkisefnin. Fór því fjarri ,að íslenzkan 3rrði lionum ótamari i hinni löngu fjarveru. Hann lagði einnxitt svo mikla rækt við hana og einkanlega þó foi-n- málið, að nú nxun engimx sá Islendingur uppi — og fræði- nxenn ekki undanskildir —. er liafi á reiðunx höndum annan eins regin forða forix- yrða, senx Lárus. Verður af kveðskap hans ekki annað séð, en hann kunni allt hið forna skáldanxál utanbókar. — Vei’ður þessa þó einkum vart i hinum stærri ljóða- flokkum, sem fáir liafa feng- ið rúm i Stefjamálum. Enda þótt margir telji þessa flokka liið veigamesta í ljóðagei’ð Lárusar, munu út- gefendur lians liafa talið x-éttax-a, að gefa fyrst út nokkurt safn liinna styttri kvæða og léttai’i úr safni hans. — Enda þótt Stef jamál Eiríkur Albertsson. Skáldsaga handa ungum mönnum. | | gj ' HELÞYTUR Indíána- og Iandnemaskáldsagan ógleymanlega eftir ZANE GREY. Engin bók er þeim kærkomnarí. Kostar ób. kr. 20,00 og kr. 30,00 í vönduðu bandi. <2W upniá ú tcj a an

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.