Vísir - 20.12.1946, Blaðsíða 6

Vísir - 20.12.1946, Blaðsíða 6
VlSIR Föstudaginn 20. desember 1946 Ný útgáfa íslendinasagna. I—VI. Guðni Jónsson bjó til prentunar. — > . XXXII+439, X+475, • ; X+483, X+445, IX+ 486. — íslendingaútgáf- án, Hrappseyjarprent, Reykjavík 1946. Islendingasögur virðast nú vera komnar í hágengi, og er það að maklegleikum, þó ekki séu • þær allar jafn- skemmtilegar eða merkileg- ar. Lengi vel var það svo, að engin útgáfa af þeim var til, svo kom útgáfa Sigurðar Kristjánssonar, og var hún um rúmt 40 ára skeið eina útgáfan. Þá hófst fornrita- útgáfan, sem miðar ákaflega hægt áfram og er pi-ýðis- falleg og góð það sem hún enn nær, sem þó er ærið skammt. Hún var hugsuð sem alþýðuútgáfa og var og er ódýr eftir frágangi, en mér hefir alltaf fundizt skýr- ingar við hana ekki vera rétt við alþýðu hæfi; mér þykja þær bera of mikinn keim af málfræðingum, en skýringar á því sviði munu koma almenningi að litlu haldi. Hins vegar þykja mér sögulegar og þó aðallega menningarsögulegar skýring- ar alltof fáar og fáskrúðugar, þvi almenningur mun lesa efni sagnanna, en ekki sér- staklega orðin, og eru slíkar skýringar bráðnauðsynlegar til skilnings á því. Þá var af Menningarsjóði rult í al- menning útgáfum á nokkr- um sögum og sýnist eiga að verða framhald á því. Þær útgáfur eru þó svo leiðinleg- ar utan um sig, að þær ná engri hylli, enda óskiljanlegt í hvaða skynsömum tilgangi var stofnað til þeirrar út- gáfu. Nú kemur loks þessi útgáfa —¦ fyrri helmingur hennar — og rennur út, að því að niér er sagt, og má því vel orða það, að lengi taki sjórinn við. Það er ekki að orðlengja það, að útgáfa 'þessi nær prýðilega þeim tilgangi sín- um að vera ódýr alþýðuút- gáfa, en forðast jafnprýði- lega þau sker, sem slíkum út- gáfum hættir við að rekast á. Það á nefnilega nokkuð erfitt með að fara saman hjá útgáfu að vera ódýr en þó falleg að frágangi hið ytra og innra. Hinum mögru kúm dýrleikans hættir þá við að gleypa hinar feitu kýr góða frágangsins og jafnvel töluvert meira, þar sem er smekkur almennings á ytra útiliti og snyrtilegan búning. Hér hefir tekizt að sameina jþetta, þvi útgáfan er í senn bæði verðlág og virðuleg. Pappir er ágætur, prent fall- egt og gott, letur skýrt óg greinilegt, og' skemmtilegur Kþphafsstafur í upphafi hverrar sögu, en bandið er bæði Vandað qg áferðarfall- egt og virðist skinnið í þvi vera mjög traust. Er þetta allt svo úr garði gert, að cng- inn sem handléki útgáfuna, án þess að þekkja verðið, myndi láta sér detta í hug, að hér væri útgáfa, er hefði það að markmiði að vera sérlega ódýr. Um þann kost verður henni þó ekki neitað. Nú er að vísu allt vel um það, að bækur séu snotrar og að- laðandi á ytra borðið, en það er um þær eins og mannfólk- ið, að allt véltur sam't á hin- um innri kostum. Eg hefi auðvitað ekki getað gengið úr skugga um* það, hvernig útgáfunni ber saman við við- urkennd handrit eða útgáfur, en nafn útgefandans, Guðna magisters Jónssonar er þar nægileg trygging, svo vel er hann kunnur af fyrri útgáf- u'm fornrita og að lærdómi í fornum fræðum. Þetta er textaútgáfa og fylgja henni i heild sinni ekki aðrar skýr- ingar en visnaskýringar. Það nægir auðvitað fullkomlega til alls hversdagslegs lesturs, enda þótt ekki hefði spillt efnislegar skýringar sem hins vegar hefðu hlotið að gera útgáfuna miklu dýrari. Fræðimönnum- þeim, er kanna þurfa og nota efni sagnanna, kemur útgáfan og að fullu gagni. Niðurskipun sagnanna er eðlileg — aðallega ef tir lands- hlutum — og hefir útgeTandi skotið inn kapítulafyiirsögn- um, því þær eru óvíða í sög- unum; vera má að þetla verði einhverjum til hagræðis, en hvorki, þykir mér þetta lýta né prýða útgáfuna. Greina- skilin, sem útg. hefir sett i kapítulana eru hirisvegar tvímælalaust til bóta. Þykir mér vera sá höfuðkoslur á útgáfunni, að telja verður að hún skari um nolhæfi fram úr öðrum lieildarúlgáfum sagnanna, að henni á að fylgja staða- og mannanafna- registur yfir þær allar í einu bindi. Hver hægðarauki vcrð- ur að því, getur sá einn ski.I- ið, sem oft hefir þurft að pæla í gegnum sögurnar margar, eða jafnvel allar, til þess að tína saman það, sem þær hafa að geyma um sama mann eða stað. í þessu sam- bandi mætti spyrja, hvort enginn hefði kjark í s^r til að semja og gefa út efnisregist- ur yfir sögurnar líkt og efn- isregistur Hugos kardínála — hina svo kölluðu concordant- iu — yfir biblíuna, því eflir það yrði vandalaust að nota sögurnar. Ufgefandinn hefir látið fljóta með nokkrar sög- ur frá seinni öldum — jafn- vel frá 19. öld —, er segja frá atburðum á söguöldinni. Er þar farið allgreinilega.út fyr- ir þau mörk, sem Islendinga- sögum venjulega hingað til hafa verið sett, að telja til þeirra þær einar sögur, er samdar eru til forna. Utgef- andi segir það alveg satt, að kveikirnir í þessum ungu „íslendingasögum" eru sízt veikari en i hinum fornu, en ef hinar viðurkenndu skorð- ur eru ekki lálnar sta-nda, gæti orðið síðfengin vissa fyrir því, að búið væri að gefa þær út allar, því alltaf væri það yfirvofandi, að ein- hver fyndi upp á því að skrifa nýja „íslendingasögu". Ekki þurfa kaupendur út- gáfúnnar þó að telja sig svikna á þessu, því þeirra er sá gróði að fá meira fyrir fé sitt. En eg hefði kunnað bet- ur við, að þessar sögur hefðu að minnsta kosti verið hafðar sér í dilk, enda þótt þær hefðu verið látnar fylgja safninu. Að sök getur þetta þó alls eklci komið, þvi hverju biudi fylgir stuttur en laggóðurfor- hiáli, er gerir nægilega grein fyrir hverri sögu, og þá þess- um sögum Iíka. 1 þessuin dilk hdfði þá einnig mátt hafa ævinlýrasögurnar eiris og Viglundarsögu og Ketilríðar, Bárðar sögu Snæfellsáss, Kjalnesingasögu og aðrar slikar. Fyrsta bindinu fylgir slult en glöggt og gott yfirlit yfir eðli ög gildi sagnarma, enda þólt eg sé ekki sammála öllu, sem þar er sagt. Eglveit, að því er almennt trúað, að Ari fróði hafi ritað tvær Is- lendingabækur, en éiris og eg áður hefi sagt í ritdómi — einmitt hér i Vísi — þykir inér sennilegast, að aldrei hafi verið nema ein; þá held eg að meiri brögð séu að því, en útg. heldur fram, að höf- undar lýsi menningarháttum sinnar samtiðar en tiðarinn- ar, sem þeir ælla að lýsa. Um slík'l má þó alltaf deila. Þessi útgáfa Islendinga- sagna er merkileg að því, að það fylgir henni loforð um að hún verði annað og meira en þetta, að hún verði að verulegu leyti útgáfa á forn- bókmenntum vorum í óbundnu máh'. Víðtækara hefði loforðið þó að skað- lausu mátt vöra og einnig mátt ná til útgáfu af Grágás, Járnsíðu og Jónsbók,- Post- ulasögum, Hcilagra manna sögum, Maríu sögu og ýmsu smálegu fleiru. En slíkt safn yrði alveg ómelanlegur gim- sleinn og útgáfan stór fjár- sjóður öllum íslendirigum. Nú eru tvær útgáfur Is- lendinga sagna á ferli, þessi útgáfa og úlgáfa Sigurðar Kristjánssonar, og gela þær vel haldizl samsíða bagalausl, þyí verksvið þeirra er ærið ólikt. Utgáfa Sigurðar átti frá upphafi að vera heildarút- gáfa, eins pg líka vel má kalla hana, en hún átti eirinig að bæta úr þörfu manna fyrir einstakar Islendingasögur, og var henni því háttað svo, að hver saga um sig var sjálf- stæð heild með titilblaði og registri, og voru þær seldar einstakár, ef vildi. Auðvitað seldust sögurnar misvel, svo að sumar þurfti að endur- prenta, meðan nóg var af öðrum, og hefir það eðlilega sett mjög greinilegan svip á útgáfuna, sem fýrir bragðið er orðin allhöttótt, bæði um pappír og prent. Utgáfa Sig- úrðar Kristjánssonar mun enn halda sínu gildi fyrir þá, sem kaupa vilja einslakar sögur eða hafa ekki efni á að kaupa heildarútgáfuna, nenia í smásmökkum. Hin nýja út- gáfa er aftjur á móti órjúf- andi heild, og verða einstak- ar sögur ekki seldar úr henni, heldur er hún ætluð þeim, er allt vilja kaupa i senn. Hafa úlgáfurnar þvf hvor um sig nokkuð til síns ágætis i þessu efni, en eg býst þó við, að þeir, sem allar sögurnar •girnast, muni frekar hallast að nýju útgáfunni. Sjálfur býst eg nú við að halda tryggð Við gömlu útgáfuna og ekki sízt fyrir það, að eg hefi með ærna fyrirhöfn reiknað út ársetningu fleslra viðburða i sögunum og merkt hana á réttum stað á spássiu gömlu útgáfunnar, og þó nýja útgáfan hefði verið lil þá, held eg, að eg hefði samt naumast tímt að spilla svo fallegum grip með krabb- inu úr mér. Guðbr. Jónsson. tónlistarinnar. Saga Á íslenzku er fyrir skemmstu komið út slutt en glöggt og greinargott yfiiiit um sögu evrópskrar tónlislar, og er þetta fyrsta tónlistarsöguágrip sem birt- ist á íslenzku. Höfundur bókarinnar er Sigrid Rasmussen, en Hall- grimur Helgason, tónskáld, islcnzkaði. Utgefandi er út- gáfufyrirtækið Gígjan. Á ís- lenzku heitir bókin „Saga tónlistarinnar í frumdrátt- uin". Bókinni er skipt í 14 meg- inkafla, sem hér segir: Söng- ur fornkirkjunnar, Alþýðu- söngur á miðöldum, Þróun fjölraddaðs söngs, Söngur mótmælenda, Endurreisnar- tímabil tónlistarinnar, Öpera baroktímans, Önnur söng- fornr baroktímans, Hljóð- f.æralistin frani til 1750, Bacþ-, og Hiindel, Heiðstefnan í tónlistinni, Nítjánda öldin, Dönsk lónlist, Straumar nýja límans, Viðbætir, og að lok- um er stutlur eftirmáli eftir Hallgrím Helgason. I ])essum ef lirmála kemst Ilallgrimur m. a. svo að orði: „Enda þótt ekki hafi stærra verk orðið fyrir vali til þýðingar, þá mun þó mega telja þessa stuttu bók geyma gott yfirlit yfir þróun þeirr- ar baráttu, sem maðurinn hefir háð i Norðurálfu til þess að stilla æ betur Saman hina margvíslegu tóna mannsraddaV og hljóðfæris. Að endingu vil eg óska þess, að þetta yfirlit megi stuðla að auknum skilningi á tónlistinni og hlutverki hennar með timanum. Upp- eldi til söngs og hljóðfæra- leiks verður að teljast óhjá- kvæmilegur þáttur í mennt- un hvers einasta þjóðfélags- þegns, svo mjög sem list tón- anna setur mark sitt á dag- lega umgengni og alla hátt- visi mannsins." Það var upphaflega ætlazt til að þessu ágripi fylgdi einn- ig hliðstætt ágrip af íslenzkri tónlistarsögu, en horfið frá því ráði aftur með þv^ að „íslenzkri tónlist 5rrði hasl- aður sérstakur og sjálfstæð- ur völlijr í íslenzkri sagn- ritun." Áhugi fyrir tónlist hefir farið ört vaxandi hér á landi siðustu árin og hlýtur þetta litla en handhæga bókarkv^r því að verða vel þegið af al- menningi. Víkingurinn eftir Marryat. Hér á landi kannast allir við skáldsagnahöfundinn Marryat. Bækur hans eru spennandi og vinsælar. Þó mun Víkingurinn vera sú saga hans, seni mestri- hylli hefir náð á Islandi. FjTÍr mörgum árum, þegar sagan var að birtast í „Nj'jum kvöldvökum", voru dagarnir taldir me"ð eftirvæntingu, þegar von var á nýju hefti. Kvöldvökurnar frá þeim ár- um voru lesnar upp til agna. Nú er Víkingurinn kominn á ný í fallegri útgáfu. Þau kvöldin verða ekki lengi að líða, sem lesendur hafa Vík- inginn milli handanna. Bók- in er 225 bls. og kostar að- eins 17 krónur. Ævintýn J&anda börnum. Félagsútgáfan á Akureyri hefir gefið út fjögur falleg ævintýrahefti, préntuð á myndapappír og - skreyfT f jölda mynda. Ævintýrin eru úr flokki hinna sígildu ævin-. týra, sem alltaf eru ný og á,vallt eftirlæti allra barna. Þetta eru ævintjrrin af Stíg- vélaða kisa, Tuma þumal, Sagan af Ríkarði enska, og kettinum hans' og svo hið undur fagra ævintýri Kolskör. Þessi ævintýri eru ætluð yngstu Iesendunum. Þau hafa staðizt próf áranna. Þau eru jafn fögur í dag eins og þeg- ar þau voru fyrst skráð, og börnin geta lesið þau dag eft'ir dag, þar til þau kunna ævintýriri utanbókar. Hef tin eru öll svo ódýr, áð það má leggja þau í hvern jólapakka, og þau munu auka ánægju á hverju lieim- ili. Adv,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.