Vísir - 20.12.1946, Blaðsíða 6

Vísir - 20.12.1946, Blaðsíða 6
6 Ný útgáfa íslendinasagna. I—YI. Guðni Jónsson bjó til prentunar. — XXXII+439, X+475, X+483, X+445, IX+ 486. — íslendingaútgáf- an, Hrappseyjarprent, Reykjavík 1946. íslendingasögur virðast nú vera komnar í hágengi, og er það að maklegleikum, þó ekki séu ♦ þær allar jafn- skemmtilegar eða merkileg- ar. Lengi vel var það svo, að engin útgáfa af þeim var til, svo kom útgáfa Sigurðar Kristjánssonar, og var hún um rúmt 40 ára skeið eina útgáfan. Þá hófst fornrita- útgáfan, sem miðar ákaflega Iiægt áfram og er prýðis- falleg og góð það sem hún enn nær, sem þó er ærið skammt. Hún var hugsuð sem alþýðuútgáfa og var og er ódýr eftir frágangi, en mér hefir alltaf fundizt slcýr- ingar við liana ekki vera rétt við alþýðu liæfi; mér þykja þær bera of mikinn keim af málfræðingum, en skýringar á því sviði munu koma almenningi að litlu lialdi. Hins vegar þykja mér sögulegar og þó aðallega menningarsögulegar skýring- ar alltof fáar og fáskrúðugar, því almenningur mun lesa efni sagnanna, en ekki sér- staklega orðin, og eru slílcar skýringar hráðnauðsynlegar til skilnings á því. Þá var af Menningarsjóði rutt í al- menning útgáfum á nokkr- um sögum og sýnist eiga að verða framliald á því. Þær útgáfur eru þó svo leiðinleg- ar u(an um sig, að þær ná engri hylli, enda óskilianlegt í livaða skynsömum tilgangi var stofnað til þeirrar út- gáfu. Nú kemur loks þessi útgáfa —' fyrri helmingur hennar — og rennur út, að því að mér er sagt, og má því vel orða það, að lengi taki sjórinn við. Það er ekki að orðlengja það, að útgáfa 'þessi nær prýðilega þeim tilgangi sín- um að vera ódýr alþýðuút- gáfa, en forðast jafnprýði- lega þau skcr, sem slíkum út- gáfum hættir við að rekast á. Það á nefnilega nokkuð erfitt með að fara saman hjá útgáfu að vera ódýr cn þó falleg að frágangi liið ytra og innra. Hinum mögru kúm dýrleikans hættir þá við að gleypa liinar feitu kýr góða frágangsins og jafnvel töluvert meira, þar sem er smekkur almennings á ytra útiliti og snyrtilegan búning. Hér hefir tekizt að sameina þetta, því útgáfan er í senn bæði verðlág og virðuleg. Pappír er ágætur, prent fall- egt og gott, letur skýrt ög greinilegt, og’ skemmtilegur uþpliafsstafur í upphafi hverrar sögu, en bandið er bæði vandað og áferðarfall- egt og virðist skinnið í því vera mjög traust. Er þetta allt svo úr garði gert, að eng- inn sem liandléki útgáfuna, án þess að þekkja verðið, myndi láta sér detta i hug, að hér væri útgáfa, er hefði það að markmiði að vera sérlega ódýr. Um þann kost verður henni þó eklci neitað. Nú er að vísu allt vel um það, að bækur séu snotrar og að- laðandi á ytra borðið, en það er um þær eins og mannfólk- ið, að allt véltur samt á liin- um innri kostum. Eg liefi auðvitað ekki getað gengið úr skugga unf það, hvernig útgáfunni her saman við við- urkennd handrit eða útgáfur, en nafn útgefandans, Guðna magisters Jónssonar er þar nægileg' trygging, svo vel er hann kunnur af fyrri útgáf- um fornrita og að lærdómi í fornum fræðum. Þetta er textaútgáfa og fýlgja henni í hpild sinni ekki aðrar slcýr- ingar en vísnaskýringar. Það nægir auðvitað fullkomlega til alls hversdagslegs lesturs, enda ])ótt ekki liefði s])illt efnislegar skýringar sem hins vegar Iiefðu hlotið að gera útgáfuna miklu dýrari. F ræðimönnum þeim, er kanna þurfa og nota efni sagnanna, kemur útgáfan og að fullu gagni. Niðurskipun sagnanna er eðlileg — aðallega eftir lands- hlutum — og liefir útgSfandi skotið inn kapítulafyrirsögn- um, því þær eru óvíða í sög- unum; vera má að þetla verði einhverjum til liagræðis, en hvorki. þykir mér þetta lýla né prýða útgáfuna. Greina- skilin, scm útg. hefir sclt í kapítulana eru hinsvegar tvimælalaust til hóta. Þykir mér vera sá höfuðkostur á útgáfunni, að telja verður að lnin skari um nothæfi fram úr öðrum heildarútgáfum sagnanna, að henni á að fylgja staða- og mannanafna- registur yfir þær allar í einu bindi. Iiver hægðarauki vei’ð- ur að því, getur sá einn skil- ið, sem oft liefír þurft að pæla í gegnum sögurnar nxargar, eða jafnvel allar, til þess að tína saman það, sem þær liafa að geynxa um sama mamx eða stað. í þessu sam- handi mifetti spyrja, hvort enginn hefði kjark í s<u’ til að semja og gefa út efnisregist- ur yfir sögm-nar líkt og efn- isx-egistur Hugos kardínála — hina svo kölluðu coixcordant- iu — yfir biblíuna, því eftir það yrði vandalaust að nola sögumar, Útgefandinn hefir látið fljóta með nokkrar sög- ur frá seinni ölduixx — jafn- vel frá 19. öld —, er segja frá atburðum á söguöldinni. Er þar fai-ið allgreinilega út fyx’- ir þau nxörk, sem íslendinga- sögum venjulega liingað til hafa vex-ið sett, að telja til þeirra þær cinar sögur, er Föstudaginn 20. desember 1946 V I S I R samdar eru til forna. Útgef- andi segir ])að alveg satt, að kveikirnir i þessunx ungu „íslendingasögum“ eru sízt veikari en i hinum fornu, en ef hinar viðurkenndu skorð- ur eru ekki látnar sta-nda, gæti orðið siðfengin vissa fyrir því, að húið væri að gefa þær út allar, því alltaf væri það yfirvofandi, að ein- hver fyndi upp á þvi að skiáfa nýja „Islendingasögu“. Ekki þurfa kaupendur út- gáfúnnar þó að telja sig svikna á þessu, því þeirra er sá gróði að fá meira fyrir fé sitt. En eg hefði kunnað het- ur við, að þessar sögur liefðu að minnsta kosti verið hafðar sér í dilk, eixda þótt þær hefðu verið látnar fylgja safninu. Að sölc getur þetta þó alls ekki komið, því liverju bindi fvlgir stuttur en laggóðurfor- nxáli, er gerir nægilega grein fyrir liverri sögu, og þá þess- um sögunx líka. 1 þessunx dilk hefði þá eiixnig íxiátt hafa ævinlýrasögurnar eins og Vígliuxdarsögu og Ivetilríðar, Bárðar sögu Snæfellsáss, Kjalnesingasögu og aðrar slikar. Fyrsta bindinu fylgir stult en glöggt og gott yfirlit yfir eðli ög gildi sagnanna, enda þótl eg sé ekki sammála öllu, sem þar er sagt. Eglveit, að því er almennt trúað, að Ari fróði hafi ritað tvær ís- lendingabækur, en eins og eg áður hefi sagt i ritdómi — einmitt liér í Vísi — þykir mér sennilegast, að aldrei Iiafi verið nema ein; þá held eg að meiri brögð séu að því, cn útg. lieldur fram, að liöf- undar lýsi menningarliáttum sinnar sanxtíðar pn tíðarinn- ivr, séixi þeir ælla að lýsa. Um slikt íxxá þó alltaf deila. Þessi útgáfa fsléndinga- sagna er merkileg að þvi, að það fylgir hcnni loforð um að liún verði annað og meira eix þetta, að liún verði að verulegu leyti útgáfa á forn- bóknxenntum vorum í óhundnu nxáli. Viðtækara liefði loforðið þó að skað- lausu mátt véra og einnig nxátt ná til útgáfu af Grágás, Járnsíðu og Jónsbók, Post- ulasögum, Ilcilagra manna sögum, Maríu sögu og ýnxsu smálegu fleiru. En slíkt safíi yrði alveg ómetanlég’ur gim- steinix og útgáfan stór fjár- sjóður öllunx íslendiixgum. Nú eru tvær útgáfur ís- lendinga sagna á ferli, þessi útgáfa og útgáfa Sigurðar Krisljánssonar, og geta þær vel háldizl samsíða hagalaust, því verlcsvið þeirra er ærið ólíkt. Útgáfa Sigurðar átti frá upphafi að vera lieildarút- g'áfa, cins og líka vcl má kalla Iiana, en luín átti einiiig að bæta úr þörfu manixa fyrir einstakar íslendingasögur, og var henni þvi liáttað svo, að hver saga um sig var sjálf- slæð heild með titilhlaði og registri, og voru þær seldar einslíikar, ef vildi. Auðvitað seldust sögurnar nxisvel, svo að sumar þurfti að endui’- prenta, nxeðan nóg var af öði’um, og hefir það eðlilega sett mjög greinilegan svip á útgáfuna, sem fýrir bragðið er orðin allhöttótt, hæði unx pappír og prent. Útgáfa Sig- urðar Ivristjánssonar mun enn lxalda sinu gildi fyrir þá, senx kaupa vilja einslakar sögur eða liafa ekki efni á að kaupa heildarútgáfuna, nema í smásnxökkum. Ilin nýja út- gáfa er aftjur á íxxóti órjúf- andi lieild, og verða einstak- ar sögur ekki seklar úr henni, lieldur er lxún ætluð þeim, er allt vilja kaupa í senn. Hafa úlgáfurnar því hvor um sig xiokkuð til síns ágætis í þessu efni, en eg hýsl þó við, að þeir, senx allar sögurnar ,-girnast, muixi frekar lxallast að nýju útgáfunni. Sjálfur hýst eg nú við að halda tryggð við gömlu útgáfuna og ekki sízt fyrir það, að eg liefi með ærna fyrirhöfn reiknað út ársetningu flestra viðburða í sögununx og merkt liana á réttum slað á spássíu gömlu útgáfuixnar, og þó nýja útgáfan liefði verið til þá, lield eg, að eg liefði samt naumast tímt að spilla svo fallegum grip með krabh- inu úr ixxér. Guðbr. Jónsson. ----+— fónlisfarinnar. Saga Á íslenzku er fyrir skemnxstu komið út stutt exx glöggt og greinargolt yfirlit uixx sögu evrópskrar tónlislar, og er þetta fyrsta tónlistarsöguágrip senx hirt- ist á íslenzku. Höfundur hókarinnar er Sigrid Rasmussen, en Ilall- grímur Ilelgason, tónskáld, islenzkaði. Útgefandi er út- gáfufyrirtækið Gigjan. Á ís- lenzku heitir hókin „Saga tónlistarinnar í frunxdrált- unx“. Bókinni er skipt í 14 meg- inkafla, sem liér segir: Söng- ur fornkirkjunnar, Alþýðu- söngur á miðöldum, Þróun fjölraddaðs söngs, Söngur m ó I mælenda, Endurreisnar- tímahil tónlistarinnar, Úpera baroktímans, Önnur söng- fornx baroktínxans, Hljóð- færalistin fram til 1750, Bacþ. og Handeí, Heiðslefnan í tónlistinni, þíítjánda öldin, Dönsk tónlist, S’traumar nýja tínians, Viðhætir, og að lok- um er stuttur eftirmáli eflir Hallgrim Helgason. I þessunx eflirnxála kemst Hallgrinxur m. a. svo að orði: „Enda þótt ekki liafi stærra verk orðið fyrir vali til þýðingax’, þá nxun þó mega telja þessa stuttu bók geyma gott yfirlit yfir þróun þeirr- ar bax-áttu, sem maðurinn hel’ir liáð í Norðurálfu til þess að stilla æ betur saman hina mai’gvíslegu tóna mannsraddaV og hljóðfæris. Að endingu vil eg óska þess, að þetta yfirlit megi stuðla að auknuni skilningi á tónlistinni og hlutvei’ki hennar með tínxanunx. Upp- eldi til söngs og hljóðfæi-a- leiks verður að teljast óhjá- kvæmilegur þáttur í mennt- un livers einasta þjóðfélags- þegns, svo nxjög sem list tón- anna setur nxark sitt á dag- lega unxgengni og alla liátt- vísi mannsins.“ Það var upphaflega ætlazt til að þessu ágripi fylgdi einn- ig hliðstætt ágrip af íslenzkri tónlistarsögu, en horfið frá þvi ráði aftur nxeð þvh að „íslenzkri tónlist yrði liasl- aður sérstakur og sjálfstæð- ur völliir i íslenzkri sagn- ritun.“ Áhugi fyi’ir tónlist hefir farið ört vaxandi liér á landi siðustu árin og hlýtur þetta litla en handhæga bólcarkv^r þvi að verða vel þegið af al- mcnningi. ----♦----- Víkingurinn eftir Mairyat. Hér á landi kannast allir við skáldsaghahöfundinn Marryat. Bæluir hans ei*u spennandi og vinsælar. Þó nxun Víkingurinn vera sú saga lians, seni mestri liylli hefir náð á Islandi. Fyrir nxörgum árum, þegar sagan var að hirtast í „Nýjunx kvöldvökunx“, voru dagai’ilir taldir me"ð eftirvæntingu, þegar von var á nýju hefti. Kvöldvökurnar frá þeinx ái*- unx voru lesnar upp til agna. Nú er Víkingui’inn komimx á ný í fallegri útgáfu. Þau kvöldin vei’ða ekki lengi að líða, sem lesendur liafa Vík- inginn milli handanna. Bók- in er 225 bls. og kostar að- eins 17 krónur. Ævintýri handa bömum. Félagsútgáfan á Akureyi’i hefir gefið út fjögur falleg ævintýrahefti, préntuð á nxyndapappír og . skreytF fjölda mynda. Ævintýrin eru lir flokki hinna sígildu ævin- týra, sem alltaf eru ný og ávallt eftirlæti allra barna. Þetta eru ævintýrin af Stíg- vélaða kisa, Tuma þurnal, Sagan af Ríkai’ði enska, og kettinum hans/ og svo hið undur fagra ævintýri Kolskör. Þessi ævintýri eru ætluð yngstu lesendunum. Þau hafa staðizt próf áranna. Þau eru jafn fögur i dag eins og þeg- ar þau voru fyrst skx’áð, og höniin geta lesið þau dag eftir dag, þar til þau kunna ævintýrin utanbókar. Heftin eru öll svo ódýr, áð það má leggja þau í hvern jólapakka, og þau nxunu auka ánægju á hverju heim- ili. Adv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.