Vísir - 11.10.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 11.10.1947, Blaðsíða 7
Laugardaginn 11. október 1947 ■f—TT'iTTir' V I S I R 7 B. SHELLABARGER: KASTILIU Fangarnir voru látnir skipa sér í liálfhring uniliverfis eldinn, en lýðurinn rak upp öskur. Pedro skildi nóg í tungu landsmanna til að vita, að menn hrósuðu happi yfir því, að hann — eldguðinn — skyldi eiga að liorfa á kvalir fclaga sinna. Þannig átti hann siðan að láta lífið! Allt í einu tók liann eftir manni einum meðal þeirra, sem nú álli að fórna. Maðurinn var boginn í baki og með úfið skegg. Gat þetta verið. ------ Um leið sagði Garcia uppháti, agndofa af skelfingu: „Ignacio de Lora!“ Ilvilíkur munur að sjá bann nú, nakinn og skjannalivit- an, eða í munkakufli sinum. Dc Lora reyndi að stilla sig, en riðaði samt á fótunum og svitinn rann í lækjum niður eftir líkama lians. Iiann litaðist um, en augun voru ósjá- andi, hann bærði varirnar og vætti þær við og við með tungunni. „De Lora!“ sagði Garcia. „Nú er Guð----------“ „Veitið mér blessun yðar, faðir,“ stundi einn Narvaez- manna. „Eg játa syndir mínar........“ De Lora hej-rði ekki bæn hans. Hann liafði allt i einu hvesst sjónirnar og slarði nú á Pedro og Garcia. Andlits- svipurinn sýndi, að hann sá allt í einu fortíð og nútíð í liryllilegri nekt sannleikans, en svo leil hann undan. Fimm menn voru dregnir upp á pallinn. Þeir voru bundnir á höndum og fótum, svo að þeir gálu livorki hrært legg né lið. Er svona var komið, var það venja Azteka að kasta liandfylli af y a u 11 i eða liaxnpi yfir ásjónu fórnardýra sinna, lil að draga úr kvölum þeirra, en þeir höfðu ekki fyrir ])ví, þar sem hinir livítu fjand- menn þeirra áttu í hlut. Fimm prestar tóku mennina á balc sér og hófu þunglainalegan dans umhverfis bálið. Síðan varpaði hver af öðrum byrði sinni á bálið, þar sem fangarnir engdust sundur og saman af kvölum, unz lík- unuru var kippt rjúkandi út úr eldinum, svo að hægt væri að ná úr þeim hjartanu og hluta þau síðan sundur. Þótt Pedro fylltist hryllingi, gat hann samt ekki liaft augun af þessu. Kuldahrollur fór um hann, þrátt fyrir liitann af bálinu. En er næstu fimm fangar voru dregnir upp á pallinn, leit hann undan, enda þólt Aztekarnir hæddu hann fyrir, því að þeir veittu honum nána athygli. Ilann lók að velta því fyrir sér, hvernig García væri innan brjósts, en hann stóð niðurlútur og tautaði í sífellu fyrir munni sér. Nú var de Lora gripinn og dreginn upp á pallinn. Ilann var svo aumur, að hann gat ekki staðið óstudduv. „Guðs móðir,“ stundi Garcia. „Hann er maður gamall og lasburða. Eg bað Guð um liefnd. Eg krafðist ekki------ þessa. Eg er syndugur maður, en þó óskaði eg ekki þessa! Láttu liann ekki þjást.....“ En de Lora dó ekki þegar, því að hann var enn með lifsmarki, er likama hans var kippt út úr logunum. Hann skildi ekki við, fyrr en hnífur Aztekaprestsins gelck á hol i brjóst honum. Guðirnir höfðu nú verið sefaðir og þeir, sem eftir lifðú af föngunum, voru reknir aftur til búranna. „Ertu hræddur, Juan?“ Pedro. „Ekki við þá,“ svaraði hann, „ekki við þá. Eg er samt þreyttur. Þú manst að eg sagði, að ekkert réttlæti væri til i þessum heimi. Nú óttast eg réltlæti Guðs.“ Rödd lians titraði. „En Guð er frelsari okkar,“ mælti Pedro. „Arið hvað áttu ?“ „Eg bað Guð um að hefna fyrii- mig. Maður á ekki að biðja Guð uni það. Eg sagði sira Olmedo frá þessari bæn minni, cn hann vitnaði i ritninguna, þar'sem Frelsarinn segir, að Guðs sé hefndin.“ Hinn risavaxni maður beit á jaxlinn og mælti síðan. „Félagi, það liefði verið betra fyrir de Lora, cf eg hefði drepið liann i herbúðunum forðum. En Guð var því mót- fallinn. Það taldi hann ekki réttlæti. Nei. Iía’nn hafði þetla í huga. Getur þú lmgsað þér nokkra aðra hégningu en hans. Megi Frelsarinn vernda oklcur alla fyrir refsing- unni.“ '■ ■ • LXII. Þegar þeir komu inn í búrið, sáu þeir sé lil mikillar undrunar, að Katana hafði verið lögð á ábreiðu og bóm- ullarbrekán breitt yfir hana. Búrið hafði líka verið þrifið. En þeim kom ekki til hugar að halda, að manngæzka fangavarðanna hefði ráðið þessu. Þeir ætluðu sér auðvitað aðeins að halda liftórunni í Katönu, til þess að liægt væri að fórna henni næsta dag. Katana leit upp, þegar þeir gengu inn í húsið og höfðu verið leyslir. „Guði sé lof!“ sagði hún veikri röddu. „Eg bjóst ekki við að sjá ykkur framar. Ilvað kom fyrir? Eg heyrði af- skapleg kvalaóp.“ „Indíánadjöflarnir voru að skemmta sér,“ sagði Pedro og ypptí öxlum. Hann settist við lilið lienni. „Ilvernig líður þér, ástin mín?“ „Mér liður vel. Hugsaðu ekki.um mig. En segðu mér: Eigum við að deyja á mörgun?“ „Það er vist ætlunin,“ svaraði hann kæruleysislega. „En láttu þér það í léttu rúmi liggja. Guð ællasl kannske citt- lívað annað fyrir.“ „Jæja, en við verðum samt að fcla okkur Guði á vald og vera við öllu búin,“ sagði Iíatana. Síðan baðst hún fyr- ir og þeir tóku undir. Við svo búið lögðust þáu til svefns. Pedrö var ákaflega þreyttur, en ætlaði samt að hafa á sér andvara og vakna eftir fáeinar klulckuslundir. Ilann þurfti að vinna verk, sem málti eliki dragast. Hann vaknaði við það, að lrann var gripinn og keyrður i bönd. Um leið heyrði hann að Garcia blótaði og formælli. Þeirri hugsun skaut upp i liuga Pcdros, að hann hefði beð- ið of leugi og nú gæli hann ekki framar forðað Katönu frá kvalafullum dauða. Dagur var enn ekki á lofti og þau liöfðu ekki sofið yfir sig — cnn var kolsvört nótt — en varðmennirnir liöfðu ráðizt á þau í svefni, til þess að eiga síður á hættu, að karlmennirnir veittu mótspyrnu. Eftir andartak voru þau leidd út úr búrinu, yfir musterisgarðinn og torgið fyrir utan liann, að bátalæginu handan þess. Þegar komið var að bátalæginu, var liert á böndunum, en síðan voru þau lögð i stóran bát, sem rúmaði, auk þeirra, fjóra ræðara og nokkura hermenn. Hermennirnir settust ofan á þau, til þess að þau gætu sig ekki hreyft. Síðan var ýtt frá landi og róið út á vatnið. Pedro varð fljóllega Ijóst, livert halda skyldi, því að bátsverjar töluðu i sífellu um Ivoyoakan. Ilann hafði komið þangað einu sinni fyrír sjö mánuðum og taldi víst, að borgarbúar hefðu krafizt þess að fá einhverja fang- anna til fórna, þar sem þeir liöfðu lagt fram lið, til að berjast við Spánverja. Svo bjart var orðið, þegar báturinn kom að landi, að Pedro gat greint Koyoakan i lítilli fjarlægð. En liann sá borgina aðeins í svip, því að hópur ægilegra, grmuklæddra striðsmanna liafði beðið komú bátsins og umkringdu þeir fangana eins og úlfahópur. Jafnskjótt og fangarnir höfðu verið reknir á land, var gengið af slað i áttina til muster- isins i borginni og farið greitt. En ekki var numið staðar hjá musterinu, lieldur haldið áfram suður i gegnum- borg- ina, sem enn var í fasta svefni. Indíánarnir liöfðu hátl, sungu og dönsuðu eins og við 'átti, þgr sem þcir voru á leið til fórnarhátíðar. Þegar Iíatana v$r svo a'ð fram kpjn- in, að liún hrasaði og var nærri dotlin, tók einn varðanna hana á bak sér og bar liana. Svo var hópurinn allt í einu kominn út fyrir borgina og þá tók svart eyðiland við. Þella var Pedegral, liraunflaumur,' sem runnið liafði endur fyrir löngu úr eihiún cldgíganna umhvérfis dálinn. Hfaunið var eins og ljótt ör í grænu umhverfinu. Það luddi nærri fjörutiu fcrkilómelra lands og var í rauninni hið mesta völundarhús, því að þar úði og grúði af skútum og smástígum, sem aðeins hinir þaulkunnugu hættu sér eftir. Þella var hinn rétti saniastaður eldguðsins. Þarna mundi vera vel við cigándi, að færa lionum fórnir. Þótt Pedro værj hugrakkur í bezta lagi, l'ann hann þó til geigs, er hópurinn hélt æ dýpra inn i þetta kuldalega, hrikalega- völundarhús. Nú mælti enginn orð af vörum. Stigurinn hlylckjaðist milli hrjúfra hraunveggja. Þarna sást enginn litur annar en litur dauðans. Það var eins og liraunbreiðan væri á landamærum vítis. „Yið erum þegar komnir til hclvítis, félagi,“ sagði Gar- cia í lágum hljóðum. „Ilvenær skyldum við liafa hrokkið upp af?“ Pcdro rcyndi að látast vera hress og hann gretti 'sig. „Eftir verkjunum i fótunum á mér að dæma, er eg enn á lífi. En eg vildi, að cg væri dauður.“ Þeim var íégileg kvöl að ganga berfættir á hraungrjól- inu, sem skar þá eins og hnífseggjar. Er varðmennirnir tóku eftir þvi, live Pedro og Juan báru sig illa, fóru tveir þeirra fu; ilskóm sinum og léðu þeim. Indiánarnir voru vanir að>ganga berfættir á svona grjóti. Pedro hugsaði sem svo, að guðirnir mundu verða að fá fórnadýrin eins óskemmd og hægt væri. Smælki — Kennarinn var nýbúinn aö segja frá því, er Hollendingar höföu numiö Manhattan endur fyrir löngu. „Jæja, og hvaö finnst ykkur svo markveröast viö þennan at- burð?“ spuröi hún bekkinn. Salomon Greenberg litli rétti upp höndina. Kennarinn spuröi hvaö liann legði til málanna. „Þeir keyptu New York af Indíánum fyrir 24 dollara,“ sagöi Salomon litli. íri nokkur, er þótti drykk- feldur úr hófi fram fékk ávítur hjá sóknarprestinum, er spurði hann: „Vinur minn. Hvernig býzt þú við aö geta komizt til himna- ríkis?“ írinn svaraði: „Það er ein- falt. Þegar eg kem að dyrunum opna eg þær og loka, opna þær aftur og loka og held áíram þar til Sankti Pétur gerist óþolin- móöur og s.egir: í guöanna bæn- um, Mike, annað hvort kemur þú inn fyrir eða verður fyrir utan.“ Kona O’Learys vaknaði seint um nótt viö að maður hennar var að læðast um eldhúsiö, eins og liann væri aö leita aö ein- hvérju. „Aö hverju ert þú aö leita, elskan mín?“ spurði hún bónda sinn. „Ö, blessuð, ekki að neinu,“ sagði O’Leary. „Jæja,“ sagði kona hans. „Þú finnúr það þá í flöskunni, sem whiskyið var í áður.“ HpcAAqáta hp. 488 Skýring: Lárélt: 1 I hálsi, 4 þungi, 6 likamshlutum, 7 kalla, 8 fé- lag, !) fangamark, 10 á himni, 11 kvcnmannsnafn, 12 tví- hljóði, 13 fjármunir, 15 ung, 16 miskunn. Lóðiétl: 1 Aðdræltir, 2 fá- skiptinn, 3 lorsetning, 4 gras- blettur, 5 tæpur, 7 volg, !) ó- hreinindi, 10 eyða, 12 tóm, 14 hljóta. Lausn á krossgátu nr. 487: Láréli: 1 Tölf, 4 M.M., 6 ell, 7 hey, 8 Ni, !) lcá, 10 Þór, 11 skór, 12 án, 13 fasta, 15 ið, 16 Nóa. Lcðrétt: 1 Tengsli, 2 Óli, 3 L.L., 1 Mej'Silmylsúa,'7 hár; !) kóran, 10 þóf, 12 áta, 14 S. ö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.