Alþýðublaðið - 12.09.1928, Side 2

Alþýðublaðið - 12.09.1928, Side 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ LJ r Ofagur eltingaleikur Framkvæmd fátækralaganna. Frásögn konunnar sjálfrar. Konan, sem lögreglan vax látin elta til Hafnarf jarðar, Jóníara Guð- ný Jónsdóttir, kom að máli við ritstjóra Alþýöublaðsins á föstu- daginn. Ég er yður mjög þakklát fyrir það, sem þér hafið skrifað í Al- býðublaðið um eltingadeikinn við mig, ekki mín vegna sérstaklega, heldur vegna allra þeirra mörgu, sem líkt stendur á fyrir og mér og svipaðri meðferð hafa orðið að sæta, sagði .hún að afloknum venjulegum kveðjum. Við eruim að vona, að ef fólki áð eins er bent á þettsf, þá fáist lögunum breytt, fólk getur ekki ætlast til þess, að svona sé farið með okk- ur. Ég held annars, að það sé réttast, að ég segi yð|jtr dálítið af viðskiftum mínum og borgar- stjórans hérna, svo að fólk fái að vita, víð hvað við eigum að búa, sem erurn svo ólánssöm, að þurfa að leita á náðir sveitarinin- ar. Ég fluttist hingað suður fyrir 10 árum, þegar drengurinn minn varð að fara á Hælið. Fyrstu 6 á-rin var ég í Hafnarfirði, en 4 síðustu árin hefi ég dvaliö hér í Reykjavík. Árið 1927 varð ég að leita fátækrastyrks tímann frá 3. febrúar til 22. marz, ef ég man rétt. I fyrsta skiftið fékk ég 14 krónur, en í húsaleigu þurfti ég að borga 15 krónur á mánuði. Árið áður þurfti ég lika aö fá dálítinn styrk yfir háveturvnn, hvað mikið eða lengi man ég ekki nákvæmlega. Ég vonaði nú, að ég myndi kornast af, en svo fékk ég tvær mjög slæmar byltur með fárra mánaða millibili, í annað skiftið datt ég niður 23 þrepa háan stiga í myrkri i húsinu, sem ég bjó i. Ég varð að leita lækn- is og ganga í nudd, kostaði það 70 krónur, sem bærinn borgaði, en sjálf borgaði ég öll meðul og þáði þá engan styrk. Svo þurfti ég aftur að fá hjálp frá því í janúar í vetur og þangað til 2. apríl. Þá bað ég um 40 krónur, en fátækrafulltrúinn lét mig háia 20, sagði, að ég yrði flutt austur með „Esju“ 18. apríl, Af þessum 20 krónum þurfti ég að boFiga il5 í húsaleiguna, svo að 5 krón- ur, sem þá voru eftir, áttu, að nægja mér fyrir fæði í 16 daga. Ég margsagði fátækrafuiltrúunr um, að ég vildi ekki fara austur og að ég vonaði, að ég þyrfti ekki aftur að leita til þeirra. En það stoðaði ekkert. Fór ég svo skömmu sfðar til Hafnarfjarðar og var þar h. u. b. 6 vikur. 6. júní fékk ég svo vinnu hjá góðri konu hér í bænum, en þann 23. komu fátækrafulltrúarnir aftur og sögðu, að nú yrði ég að fara þann 28. Ég sagði þeim, að ég hefði ekkert til þeirra leitað, en þeir sögðust vera að hugsa um næsta vetur. Leið svo fram í júli. 20. júlí komu fátækrafulltrúarnir enn og sögðu, að nú væri ekk- ert undanfæri, ef ég ekki færi góðviljuglega, tæki Ibgreglan mig og sendi með Esju næst; borgarstjóri. hefði heimtað, að ég yrði flutt burtu. Konan, sem ég var hjá, var þá dauðveik. Ég hefi sjálf' altaf verið slæm til heilsunnar, biluð fyrir hjartanu, síðan drengurinn minn dó, og svo er ég enn ekki búinn að ná mér eftir byltuna. Sagði ég þeim þetta. Síðar var mér ráðlagt að fá læknisvottorð, því að þá mætti ekki flytja mig. Fór ég því til Jóns Hjaltalíns og skrifaði hann vottorð, eftir að hafa skoðað mig vandlega, og lofaði að koma þvi til Samúels. Ég var sanit svo hrædd, að ég gat ekki sofið, ótt- aðist að vörður yrði settur um húsið, og nóttina áður en Esj- an fór, fékk ég að gista í öðru húsi úti í bæ. En þá var vott- orðið komið til Samúels, svo að lögreglan var þá ekki send eftir mér.. Héit ég nú að þessu væri lokið í hili. En 4 dögum áður en Esjan átti að fara austur í ágúst, koma fátækrafulltrúarnir enn og segja, að sveitin Fellnahreppur vilji ekki taka læknisvottorðið gilt og horgarstjód heimti, að ég verði nú send með Esju næst, hvað sem tautar; lögreglan yrði látin taka ínig, ef ég ekki færi með góðu. Nú voru góð ráð dýr. Konan, sem ég hafði verið hjá, var nú dáin, ég hafði fengið að gista hjá annari konu og hafði von um atvinnu hér innan skamms. Þorði ég ekki að bíða hér, heldur fór í laumi til Hafnar- fjarðar, eins og þér vitið. Auð- vitað varð ég af atvinnunni. Ég er svo slæm til heilsunnar, að ég get ekki unnið erfiða vinnu nema á sumrin, en með þess- um eltingaleik hefir verið hálf eyðilögð fyrir mér sumarvinnan, samt hefi ég ekkert leitað til þei-rra siðan 2. april, eins og ég sagði yður, og mér verða erfið sporin, ef ég skyldi þurfa að leita til þeirra aftur. Góðír menn og konur hafa litið til mín og tekið þátt í raunum mínuim á ýmsan hátt, meðal annars skrifað fyrir mig 2 bréf austur og sagt frá á- stæðum mínum og reynt að fá hreppinn til að falla frá kröfunni um, að ég yrði flutt. Já, það hafa margir verið mér góðir. En um borgarstjórann og fátækrafull- trúana get ég ekki sagt annað en það, sem ég hefi sagt. Það er alt satt. Svona er sagan. Svona er fá- tækraflutningur í framkvæmd. | Góðar og ráðvandar manneskjur eru hundeltar, flæmdar hús úr húsi, hæ úr bæ. Þær mega ekki um frjálst höfuð strjúka. Lög- reglan er á hælum þeirra. Ekk- ert hafa þær til saka unnið, ótt- inn og hótanirnar svifta þær allri ró; þær hafa ekki. einu sinni frið til að ná sér í eða rækja atvininu sér til bjargar. Ekkert hafa þær til saka unnið, að eins þurft að fá lítilfjörlegan styrk af aimanna- fé, yfir 300 krónur; fyrir það eru þær látnar sæta svipaðri meðferð og óargadýr og glæpamenn. En tugir rnanna, sem stolið hafa fé úr sjálfs hendi og týnt hundruð- um þúsunda af- þjóðarauðnum, sofa sætt og rótt á mjúkum beði hverja nótt, fara frjálsir allra sinna ferða og virðast æ hafa fullar hendur fjár. Erásögn konunnar sýnir ‘ og an-nað; hún sýnir, að þeim manni, sem stofnað hefir til þessa ófagra eltingarleiks, borgarstjóra, var kunnugt um lækinisvottorðið, og að hann, þrátt fyrix það, hefir gefið skipun um, að konarn yrði flutt. Jafnvel fátækralögin, svo ill sem .þau eru, ætlast ekki til þessa. Flestar sveitastjórnir' reyna að mýkja lögin í meðferðinni. Borgarstjóri ekki. Hann hefir gerst til þess að ganga sýnu lengra í ómenskunni en þau heimila. Skólamálin. Um þessar rnundir stendur gleðilegur styrr um skólamái vor í Reykjavíkurblöðunum. Gleðilegur fyrir það, að vel mætti svo fara, að af honum leiddi umbætur í þeiim efnuim. Því að þögniin og sinuuleyisáð veit sízt til framfam á þeim svið- um ,frem:ur en öðrum. Orðahríðin um Ungmennaskóla Reykjavíkpr ætti að leiða til gagngerðra bóta á Mentaskólan- um. Fyrir löngu hefði þurft að flytja gagnfræöadeildina úr húsi Menta- skóLans og í svo rúmgóð húsa- kynnd, að hún gæti bæðii fullnægt Reykjavík og þeirn Landshlutum öðrum, sem þangað vilija sækja gagnfræðamentun. — Þá verður ekki aninað sagt, en að Kennaraskó'lann vanti allmikáð ti'l þess, að geta fullnægt þeim kröfum, sem nú á tímum verð- ur að gera til barna- og ungl- inga-kennara. Má ekki lengur svo til ganga, að 2—3 vetra nám- skeið veiti mönnum forréttiindi til jafn vandasamra og ábyrgðarmik- iHa embætta. Inntökuskilyrði í Kennaraskól- ann ætti að vera gagnfræðapróf. Kennaraskólinn ætti að verða sérdeild í Mentaskólanum (lær- dómsdeildinnd). 1 þeirri deild mætti vel sleppa latinu og því, Ungur málari*. Erfið eru kjör ísLenzkra lista- manna. Þjöðin er f ámenn, og það,', sem verra er: Alfur fjöldi efn- aðia manna og sinauðra er svo að segja gersneyddur sannri ldist- menningu. Léleg danzlög eru tek- in fram yfir dásamileg snildar- verk og gljámyndir herfilegar fram yfir verk góðra listamanna. En hjá þjóðinni era ríkir lista- hæfiileákar, og á hún nú ýmsa gó'ða Lis'tamenn — og ávalt skýt- ur upp nýjum og nýjum efndis- mön'num á sviðd listarfnnar. Hér‘ í bænlrm er maður, sem heitir Jón Engilherts. Ha'nn er nú. að eiins tvítugur. Frá því að bann var harn, hefir hann teiknað og málað. 1 fyrria haust fór hann til Kaupmannahafnar til þess að leita sér hinnar fyrstu tilsagnar feem í kenslúskrá skólans er kall- að sagnfræði (Munck, Fornaldar- sagan o. fl.), en leggja í þess stað áherzlu á nýju málin, upp- eldisfræði, sálarfræði, mienningar- sögu o. s. frv. Síðar þarf að sjálfsögðu að' siofna sérstaka kennaradedld vfffi háskólann, en fyrst um ston ættl ailgóð bót að verða að þeirrj' breytingu á Kennaiaskólanium, sem hér er að vikið, ef vel tæk- ist tili um framkvæmdirnar. — Nú orðið hlýjtur þjóðin að geraj hærri kröfur til kennara sinna en á fyrstu áratugunum eftir að barnafræðsla var lögskipuð í landinu. Og kennararnir verða sjáifir að setja sér hærra mark en hing- að til, ef þeir vilja komast tti! sama vegs og stéttarbræður þeirra meðal fremstu menningarþjóð- anna. En til þess nægir ekki að einblína á frægð forfeðranna, heldur verða þeir að keppa að því, að komast í tölu mentuðustu og víðsýnustu stéttamna í land- inu. I áttina til þess ætti framanrit- uð uppástunga að miða. Væri vel, ef deilan um Ung- mennaskólann Leiddi til slíkra framfaxa. Þetta taka vonandi þeir, sem bera íræðslumál vor fyrir brjósli,, til xækilegrar athugunar. Amfinnur Jónston.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.