Vísir - 04.08.1948, Blaðsíða 7

Vísir - 04.08.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 4. ágúst 19tö*i. V t;S I » IOOOOOOQOOQOOOCXmOOQOOOCX)QOC»OOOQOOQOODQOOQQCXX>> SAMLIÉL SHELLABARBER . 30 öru haf ði borið tilætlaðan árangur — hann hafði gert það, sem Borgia hafði falið honum og unnið hylli Alfonsós. En þólt hlið framtíðárinnar stæðu upp á gátt, var hann samt svo mikill raunsæismaður, að hann vissi: að hann lyef.ði aðeins stigið inri fýrir þröskuldinn. Framundan var Fjalla- borg og siðan enn hærri tindar drauma hans og framgirni. Annar hlutl VÍTERBO. Tuttugasti og fyrsti kafli. í Nepikastala sat Lúkrezía Borgia og skrifaði ráðsmanni sínum, Vincenzó Giordanó, i Róm. Hún lauk bréfinu með þvi, að hún væri ákaflega einmana og óhamingjusöm. Angela Borgia frænka hennar, sem nýkomin var i heim- sókn, sá þó ekki betur en að Lúkrezia væri jafn-töfrandi og fögur sem fyrr. Það var samt sannleikur, áð Lúkreziu var farin að leiðast þriggja mánaða einvera. Hún hafði unnað manni sinum, hinum glæsilega þrins af Napóli, en hún elskaði líka Sesar bróður sinn, sem látið hafði kyrkja hann i Vatikaninu, þrátt fyrir bænir hennar. Hún elskaði líka páfann, föður sinn, sem hafði síðar lagt blessun sína yfir morðið, þótt hann hefði verið þvi andvigur i fyrstu. Gallinn var sá, að hún unni öllum, sem hún umgekkst og skildi það ekki, að beita þyrfti allskonar brögðum eða jafnvel vega menn. Stjómmálaþörfin brau.t pll lög, en því voru takmörk sett, hvað koná þoldi mikið, án þess að tár- ast. o ; Hana var farið að langa til Rómaborgar. Hún gat syrgt eiginmann sinn af heihun hug i einn eða tvo mánuði en .--- alls ekki þrjá. Ncpikastali var heldur ekki búinn éins mörgiun þægindum og; höU hennar við Vátíkanið. Þar að axiki var umhverfi Nepíkastala svo drungalégt og leiðin- legt, að þar var eiginlegá alls ekki hægt að háfast við til lengdár. Hefði Arigela ekki komið og sagt henni allar lielztu slúðursögurpar frá Róm, þá hefði hún gripið til örþrifaráða, til þess að lösna úr prísundinni. „Þú þarft ekki að tárfella, þegar eg ein sé til,“ mælti Angela, þegar Lúkrezía læddi tári niður vanga sinn um leið og hún lauk bréfínu.i „Mér þætti gaman áð sjá, livernig þú bærir þig i mínum sporum,“ svaraði Lúkrezía. „Þú getur snúið aftur til Rómaborgar hvenær sem er, ert ekki bannfærð og gleymd eins og eg, meðan allir aðrir skerinnta sér. .... Það er rétt eins og eg hafi drýgt eitthvert ódæði i stað bróður mins. Eg stend alltaf við það, að það var heimska að drepa prinsinn. Og óréttmætt!“ Angela litaðist um, til að ganga úr skugga um, að þær væru einar. „Uss, góða min, eg er þér sammála, en hafðu ekki svona hátt. Já, það var rangt, en .... “ Stúlkurnar voru á líku reki og mikill svipur með þeim. Ilárið var glóbjart eins og á öðrum konum i ætt þeirra, og Lúkrezía var bláeyg, sem fegurst þótt um þessar mundir, én frænka hennar dökkeyg, eins og Márablóð leyndist ein- livers staðar í æðum hennar. Þær voru mjög líkar i fram- komu og háttum. ; JllÍiðÉKÉÍB „En hvað?'* i i . Arigela laút yfir saiuna sína. „Eg skil sjónarmið bróður þins, þótt þú gerir það ekki. Ættin hafði ekki hagnazt neitt á ráðahagnum og hentugt þótti að hætta öllu daðri við Napólí-menn, svo að þú gætir gifzt, til dæmis, ein- hverjum í Ferröru. Þar sem þú hafðir alið honum barn, var (Aki hægt að krefjast skilnaðar eins og frá fyrra manni þinum. Sesar gat ekki leyst málið hyggilegar en með þvi að láta mann þinn deyja. Andlát hans kemur sér- vcl fjTÍr fjölskyldu okkar og Sesar veit;, hvað hann ætlar scr, Hann er maður mér að skapi!“ „Já, en muna þeir ékki að Guð er til ?“ spurði Lúkrezia. Angela starðl á frænku sína, er bún bar upp þessa- barnalegu spurningu, ,,Eg er ekki guðfræðingur, en veit þó eliki betur en að Ilans Heilagleiki sé Varakóngur Guðs liér-á jörð. Ætli hann hafi ékki haft vald til að gefa Sesari syndarkvittun ?“ . . , .............. „Jú, en þú muridlr ekki vera svona kaldrifjuð, ef þú hefðirséð mannjminn dragast með veikum burðum inn til páfa eftir fyrra tilræðið. ,Hann var blóði drifinn og eg hélt, að liann, væri -i andarslitrunúrm Og-svöpurinn r augum haris. V4ð unnulri;.hvort,öðrit t. j, r.- Ilatín ;rétti heldur við og við gerðum okláy wnir'.itm-að-.Uann 'mmuii verða al- hé^l.'-ViðÆahsiá^ýWurit hjá lionum öllúiri ’stundum, mat- reiddunl.méira að segja sjáhar ofan í hamv .... Já, þú ert róleg! Þú varst þar ekki, þegar bróðir minn gekk að beðinum, Íeií á prinsinn og sagði: „Þvi skal lokið, sem hafið ér“. Ástkær eiginmaðui mihri léit upp og vissi, að nú var dauðástuúdin komin. Eg viídí öska, að eg gæti gléymt þessu!“ „Hryllilegt!“ mælti Angela i lágum hljóðum. „Þá kom Michelottó liöfuðsmaður inn og rak okkur Sansíu út. Við hlupum niður og ætluðum að biðja Hans fleilagleika liðveizlu. Þegar við komum upp aftur, var Michelottó farinn og eiginmaður minn látinn. Hann var fagur og eg kyssti likið á munninn .... Þetta var illa gert, ranglátt og grimmilegt!“ „Hafðu ekki hátt um þá skoðun þína,“ sagði Angela, „ef þig langar til að sleppa frá Nepí á næstunni. Gallinn er sá, að þú ert of opinská. Hans Heilagleiki viíl ekki að þú sért sifellt að barma þér i Páfagarði. Þú vaktir líka reiði bróður þins með þvi að rausa of mikið og vilji hans er lög. Þú vcrður því að syrgja, þar sem enginn lieyrir liarma- tölur þínar.“ Lúkreziu féll allur ketill i eld. „Hversu lengi?“ „Eg býst við því, að það velti á þvi, hversu varlega þú talar og liversu skjótt þeir þarfnast þín fyrir næsta leik i laflinu. Það er minnzt á hertogann af Gravinu.“ „En Alfonsó d’Este?“ „Frá Andi ea Orsiní hafði ekkert frétzt, þegar eg fór frá Róm.“ Augu Angelu urðu blíð. „Hann er liinn eini sem gelur fangað örninn þinn. Eg sakna hans sárlega. Hvilikur maður!“ Hún þagnaði, varð liugsi og bosti við og við að hugrenningum sinum, en Lúkrezia gekk að aminum og ornaði sér. Það var komið fram i október og liaustnepjan gerði greinilega vart við sig.i Skyndilega var hurðinni lpkið upp, skutilsveinn gekk inn og mæiti hátiðlega: „Hanjs ágæti hertoginn af Bísellí!“ Lúkrezía snérist á hæh og; breiddi út faðminn á móti konu, sem kom inn i lierbergið með ungbarn á handleggn- um. Barnið brosti, þegar það kom auga á Lúkreziu, þvi jið hún var móðir þess. Þe’tta var sveinbam, sem hét Ródrigó. Lúkrezia lék scr um luáð við sveininn, hjalaði við hann og kemidi lionum til að stiga fyrstu sporin. Skyndilega nam hún staðar og lagði við hlustir. Varðmaðurinn við vindubrú kastalans kallaði skipunarorð og siðan heýrðist jódynur, sem liljóðnaði skyndilega. Lúkrezia hljóp út að glugganum. „Angelal Það er sendiboði.“ Rödd hennav varð daufleg. „Hann er í einkennisbúningi bröður míns. Guð lijálpi mér!“ Angela hljóp til hennar og leit út. „Já, þetta er einn af mönnum hertogans. Mér þætti gaman að vita-------------“ Þær gengu aftur að arninum og Lúkrezia hélt syni sín- um i fanginu. Þær litu til dyra, en handan þeirra heyrðu þær fótalak, sem varð æ greinilegra, unz Iiurðinni var lokið upp og sveinninn, sem boðað hafði komu hertogans af Bisellí, gekk inn og tilkynnti hárri röddu: „Medranó höfuðsmaður — i erindum hans háu náðar, hertogans af Valentinó.“ Scndimaðurinn, þykkur undir hönd og dökkur á hrún og brá, alrykugur og með glamrandi spora, gekk fram fyrir Lúkrezíu, féll á kné og beygði höfuð sitt. „Auðmjúkur þjónn frúarinnar.“ Medranó var eimi hinna spænsku ævintýramanna í her Sesars Borgia og Lúkrezia minntist þess nú, að hann var mikill vinur Michelottós di Coriglía, morðingja eiginmanns hennar. Hún fölnaði, tók fastar utan um son sinn og mælti óstyrkri röddu: „Standið upp. Þér munuð færa mér fréttir af bróður minum. Eg vænti þcss, að honum liði vel,“ f,IIárin er striðsguðinn holdi klæddur, vinnur hvern sig- tírinri af öðrum, hefir þegar tekið Pesaró og Rimini og undirbýr umsátur um Faenzu. Eg skildi við hann í bezta skapi i Pesaró. Bréf þetta mun segja yður allt, sem yður fýsir að vita. Eg verð að íialda áfram til Rómaborgar án tafar, þri að leiðin er löng og eg hefi meðferðis bréf til Hans- Heilagleika.“. Lúkrezía bauð lionunf* hrcssingri, en hann kvaðst ckki mega tefjö, þvi að bréfíri til páfa væru mjög áriðandi og menn sínir biðu. v; Þegar Medi-anó vgr farinn, tók fóstrá Ródrígós við hon- um, en nióðir lians hraut ijansigli bréfsins og las af kappi. þri að við öllu máttí búast i hréfi frá Sesari Borgía til systur hans. Svipur Lúkreziu var i fyrstu fullu ótta og eftirvæntingar, en svó færðist i-óði i kinnarnar og loks réð. hún ekki við fögnuð sinn og rak upp gleðióp. „Hvað segir hánn?“ spurði Angela forvitin. „Eg get ckki beðið!“ .. i%0,- hvilik gaifa! -, t.. Hatxn segir að Andre^ .Qfsíni hafi komið til fundar við hann og hafi lokið.iferindi sínu í Arnbjörn kom eimj sinni að; Hlíðarendakoti á haustdegi;- frost vár og svell kómin nokk- ur, en karlinn reiS flatjárnaö og-. lét sér duga broddnagla, sem> alsiöa var, aö minnsta kosti þá.'. Nú hofíSu bilað brodðnáglár einn eöá tveir, ög þáð þurftl karlinn að fá bættV-Eg þa ná^ lægt io ára og hittr ÁrnbjÓrá mig úti. Bað háriri riiig aö skilæ í bæinn hvort hann gæ'ti fengití : broddnaglana. Eg gferði þáö| eri þar stóö svo á, aö smiðurin« sá cini, sem hjálpaö gat kárlL var aö raka gaeru ög var langt kominn. Hann rakaði á bertt hné sér og vildi ógjarnan hlaupá. út frá hálfbúnu, en lét mig skila. að hann kæmi bráðum. Það drógst þó góða stund og sendir Arnbjörn mig inn a,ftur, en vildi með engu móti íara inn.- sjálfur. Eg var látinn bjóða' honum kaffi, en hann kvað sig langa meira í broddnaglana og þáði það ekki en barði sér * gríð. Loks kom smiðurinn og fór að finna naglana, og geklc seint og í tilbót heykir hann- ! naglann og varð að leita uppt ! annann. Loks eru pó naglarnir ! komnir í klárinn, og segir þa. : Arnbjörn og tekru innilega Ihönd mannsins: „Guð latlrii þér nú, Símoit jminn, fyrir alal þessa fyrirhöfr ÍSvona gengur. það alltaf, bæði. fljótt og vel gert, sem gert e r jmeð góðu.“ KteAtyáta hk 6Z4\ Lárétt: 1 Austurlenzk, & snemma, 7 hljóm, 8 bera á milli, 10 tónn, 11 efni, 12 hljómmikið, 14 tónn, 15 hvíla, 17 ræfli. Lóðrétt: 1 Spótt, 2 nútíð, 5 höfuðborg, 4 höfðingi, 5 á aktýgjum, 8 drjúpa, 9 ræða» 10 leyfist, 12 upphrópun, 13 ferðalag, 16 tveir eins. Lausn á krossgátu nr. 623: Lárétt: 1 Haugbúa, 2 ók, 7 au, 8 elrið, 10 L.L., 11 Unu, 12 láni, 14 N.G., 15 aða, 17 bratt. Lóðrétt: 1 Hóf, 2 ak, 3 gal, 4 buru, 5 auðuga, 8 elnar, 9 inn, 10 lá, 12 ló, 13 iða» 16 at. Eggert Claesseo h Gústal A. Sveinsson L hæstaréttarlögmenn !. Oddfellowhúsið. Sími 117T , Allskonar lögfræífistörf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.