Alþýðublaðið - 17.09.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1928, Blaðsíða 2
B A L Þ Ý Ð U B L A Ð I b i,—- ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Algreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrffstofa á sama stað opin kl. 9Vt—10Vi árd. og kl. 8-9 síðd. Simar: ð88 (afgreiðslan) og 2394 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmið]an (í sama húsi, simi 1294). Hngsjónir íhaldsins. Það ætti að vera sæmilega tryggur mælikvarði á hugsjónir óg áhugamál pólitískra flokka, jhvað blöð þeirra hafa fram að bera. „Morgunblaðið" er stærsta blað ihaldsflokksins, og ætti að mega gera sér sæmilega grein fyr- ir áhugaméluim íhaldsins mieð því að athuga forystugreinarnar í „Morgunblaðinu". Að þeim athuguðuim getur eng- iinn orðið á annari skoðun en þeirri, að íhaldsflokkurinn hafi alls engin mál f ram að, bera,' er horfi til aukinna hagsbóta al- menningi, miði að bættri aðstöðu fólksins, auknu réttlæti og auk- inni sannri mannúð. Þá er Alþýðublaðið flytur greiniír um fra'mfarir, seim gera skuli á sviði atwinnuhátta, eða um aukin mannréttindi og réttlæti í löggjöf og þjóoskipulagi, lætur „Moggi" vjð það sitja að mæla argasta afturhaldinu bót, þræl- menskubrögðum embættismanna gegn vamarlausum konuni og munaðarleysingjum og vömmium hkmar bitlingaörustu stjórnar, sem setið hefir að völdum í landinu. Annars eru forystugreimarnar daglega persónulegt og pólitískt níð uffl forvígismenn alþýðuhreyf- ingarinnar og núverandi ráðherra. Engin mál borin fram, er horfi til umöóta og heilia. Engin ráð bent á, er bæta megi úr því vand- ræða skípulagsleysi, sem nú rík- ir á öllum svjðum. Að eins dilláð andlegri leti og líkamlegri hóglíf- isfíkn nokkurra . auðsöfnunar- manna og braskara — og kitlað- ar mannskemdaíýsnir illgjarnra og menninigarsnauðra vesalinga. Aumir eru þeir flokksforingj- ar, sem hafa þá trú á íslenzkrs alpýðu við sjó og til sveita, að hún gangist upp við slík. skrif, sem forystugreinarmar í „Morgun- blaðinu. T?eir eru sjálfir andlega dauðir — og yfir í andlegan dauða vilja þeir draga allan fjöld- ann. Þeir hræðast ljós nýja tímans. í>eir skjálfa fyrir' heilnæmum and- blæ göfugra og djarfra hugsjóna. Með íslandinu síðast fór blind stúlka, Sigur- björg Sveinsdóttir frá Hafnarfirði, á blindraskola í Danmörku. tj*t i»!*; i*:'m ^m .-M 'ém M% ál* i« Land^þiiigskosiiiiieariiar í Danmðrku. Jafnaðarmenn baeta víð sig sextía púsnnd atkvæðnœ. íhaldsflokkarnir tapa. Við Landsþings'kosningarnar, er fram fóru í Danmðrku á föstu- daginn var, fengu: jafnaðarmenn 166,231 atkvæði, vinstrimenn, stjórnarflo'kkuriinn, íhaldssi'n'naðir stórbændur, 168,804 atkvæði, aft- urhaldsf.lokkurinn (stuðningsflotok- ur stjórnarinnar, íhaldað í bæjun- um) 71,614 atkvæði og „radikaii" flokkur.'nn 53,941 atkvæði. Jafnað- aTmenn hala unnið mest á, bætt við sig mörg þúsund atkvæðuim. Mest hafa þeiir unnið á, þar sem vinstrimenn voru áður fjölmenn- astir, og eins og menn sjá, er að eins om 2,500 atkv. imunur á ]"afnaðarm>önnium og viinstrJimönn- um. „Radikalir" unnu nokkur hiundruð atkvsæði. Vinstrimenn hafa tapað því, sem svarar til þess, er. jafnaðarmenn unniu, en afturhaidsflo'kkurinn (bæ'jaJíhald- ið) hefir- tapað því, sem svarar til þess, er „radi'kalir" unmu. Að- staðan í Landsþinginu er ekki breytt. íhaldiið hefir enn þá yfir- tökin. Vans,trimenn hafa par 28 þingsæti, afturhaldsfiokkurinn 12, pfnaðarmenn 27 og „radikaldr" 8. — Pó hefir atkvæðamagnáð breyzt. Vinstrimenn hafa tapað 3 þingsætum, jafnaðarmenn uninið 2, en þriðji vinstrimaðuíinn, sem félj, .var Effersey í Færeyjum, og í hans stað var kosinn Jóannes Patursson, sem talið er að sé á- kveðinn stjómarandstæðangur og munii helzt'fyjgja "„radik'öium" að málum. Er þá fiokkaskipun þann- ig, að stjórnarliðið hefir, 40 at- kvæði, en stjórnarandstæðingar ,36. — Eins og menn sjá, vantar jafnaðarmenn að eins 2 atkvæði: til að vera stærsti flokkur lands- þingsins. Kosningarréttur til Landsþings- 'ins er bundinn við 35 ára aldur, og öl! kosningaaðferðin svo úr, garði gerð, að hún er ekki í anda lýjðræðiisinis., Landsþingið á sjálft að kjósa 19 þingmenn; hjnir skulu feosnir í stórum kjördæmum af kjöfrmönnum, sem þjóðin kýs. ÞaS er því augljóst, að mjög erfitt er að vinna þessa skjaldborg aftur- haldsins. Jafnaðiarmenn hafa það ákvæði á stefnuskrá sinni:, að af- nema skuli Ladsþinnigið. Segir stjérnin af sér? Eínkaskeyti til Alpýðnblaðsins. Khöfn, 16. sept. K'OS'ningamar til Landsþing'Sins hafa aldrei lerið eins vel sóttar og á föstudaginn. Alian daginn var, stöðugur straumur að kjör- borðinu, einkum söttu verkamenn kosningarnar vel. Gamla fólfcið vildi hegna ráðuneytinu fyrir að lækka elMstyrkinn, og sótti pað betur en nokkru sinni áður. Bæmd- ur sóttu kosningarnar einnig vel. Alls staðar unnu jafnaðarmenn á í atkvæðafjölda. Þrétt fyrir mik- inn framgang á Bornhoim tókst þó íhaldsfliokkunum að fá 3 kjör- menn umfraim jafnaðarmenni. Á Jótlandi, Mnni sterku borg vinstri- manna, unnu jafnaðarmenn mjög á. í Árósum einum fengu þeir 20 kjörmenn uinfram vinstrimenn. Jafnaðarmenn uku. atkvæðamagn sitt frá síðustu Landsþingskosn- ingum um 60,000 atkvæði. Nú fengu peir 613 kjörmenn, bættu ,•202 kjörmönnum við sig frá sið- ustu kosningium. Þá vantaðil að- eins 16 kjörmenn til að fá 3 þimg- sæti. Stauning hefir driégið'þá á- lyktun af kosningunum, að ráðu- neytinu beri að segja af sér, þar sem sýnilegt sé, að það sé í imaWni hluta hjá þjóðinni, en Madsen- Mygdal forsætisráðherra hefir svarað því þannig, að það væri ekki í anda lýðr,æðasins. Þorfimur. Jafnaðarmenn hafa við hverjar kosnángar unnið ný, þingsæti. Þeir sækja smátt og smátt í áttina, en von er að sumir séu óþolnmióðir að bíða eftir því, að fullnaðar- sigur fáist. Skip sfr^nclar. Menn ls|aF^ast. Norska eimskipið „Varíld" frá Haugasundi strandaði á Siiglunesi við Eyjafj'örð aðfaranótt laugar- dagsins. Skipið var fullfermt af kolum og tömum lýsistunnum, er dr. Paul ^ Siglufirði átti. Talið er, að engar líkur séu til þess að skipið náist út. Vaíðskipið Þór gerði tilraun á laugardagi'nn tij að koma skipinu af grunni, en það reyndist alveg árangursiaust. Menn björguðust allir. Skípið var á leið Mngað írá útiöndum. Rétt- arhöld út af strandinu verða víst haldin næstu daga. Maður bíður bana. Aðfaranótt sunnudagsins skyldi maður, að nafni Jón Marteinn Sig- urðsson, halda vörð á sMpi, er „Svanur" heitir og liggur hér á höfninni. Samhiiða „Svan" iigguit vélskipið „Víkingur". Kl. 7 é, sunnudagsmorgun koun niaður ú.% á skipin og skyldi leysa Jön Mar- tein af verði. Vax þá opin lestiœ' á „Víking" og, lá Jón þar ör- endur. 1 „Víking" svaf maður, eæ átti að gæta skipsins, og hasfiði Jóh heitinn farið með kol í fötu yfir fdl. hans, en á ieiðinni tfl! baka dottið ofan í lestima, er van- rækt hfaði verið að loka, en á pilfariniu voru hin mestu óþrif og mfög sleipt. Var iík Jóns'mjög skaddað. Jón var um fertugt, ókvænituœ maður. Átti hann heima á Báru- götu 4 hér í bænum. Hann varj duglegur sjómaður og ákafflega samvizkusamur uim verk sín. Um mörg ár vann hann fyrir móður sinni og systkiinum og reyndist f hvívetna hinn bezti drengur. ¦ Erlend símskeyti* Frá Hassel. Khöfn, FB., 15. sept. Hobbs hefir sent skeyti frá Ivig- tut til Politiken, að Ha'ssel ogt Cramef fari í þessum mánuði meU! vöruskipihu Fulton till Kaup-» mannahafnar. Setuliðið i Rínarlðndunum: Frá Genf er simað: FulltrúE Frakklands á Genfarfundinum,, Banoour, hefir lagt það til, aiði setulið Bandamanná í Rínarlönd- um verði heimkaHað, gegn því, að Þjóðverjar faliist á, að skipuði verði inefnd tiil eftiriits með héruð^ unum beggja iríegin landaimæraí Þýzkalands og Frakkiands. Full- trúar Þjóðverja og Baridamaninaj eigi sæti í nefnd þessari. Stjómhr í Frakklandi er talin vera sanR þykk tillögunni. Þióðverjar hafai. Glnoða- tlaldaefni, (gardinntan) ljómandi faileg eru, níkorain. Þau eru bæði hvit og mislit, aiiavega. Tilsniðin og í metrataii. Komið og skoðið, meðan iír nógu er að velja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.