Vísir - 02.04.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 02.04.1949, Blaðsíða 2
2 V I S I R Laugardaginn 2. apríl 1949 Laugardagur, 2. apríl, — y2. dagur ársins. i Sjávarföll. Ardegisflóö kl. 7.25. Si'ödeg- istlóö kl. 1945- Næturvarzla. Næturlæknir er i Læknavarö- stofunni, sími 5030. Næturvörö- ur er í Lyfjabúöinni Iöunni, sími 7911. Næturakstur annast E. S.R., sími 1720. « I Helgidagslæknir €r Þórarinn Guönason, Sjafn- argotu 11, sími 4009. i Frjáls verzlun, ”1.—2. hefti 1949 er komiö út. F. fni *ritsins er þetta: Er hægt aö afnema innflutningshöftin? eftir Gísla Jónsson. Viöskipta- Jiróun og viðskiptahorfur, eftir Eirgi Kjaran. Fróöleg ferð til Finnlands, eftir Hannes Þor- steinsson. Revnslan er ólýgn- nst, eftir Aron Guöbrandsson. Spænská heimsyeldiö, eftir Baldur Bjarnason. Vörusýning- in i Prag, eftir Miroslav R. jMikulcak. Þá er ennfrémur í ritinu grein um heildverzlunina Heklu 15 ára, smásaga eftir jMark Twain er heitir: Þrír menn og einn rakki, og' fleira. Margar myndir eru i hlaðinu og er þaö hið veglegasta. Nýtt sjálfstæðisblað í ólafsfirði. Sjálfstæöisfélögin í Ólafs- firði hafa nýlega hafiö lilaða- ritgáfu og nefnist blaö þeirra Ólafsfirðingur. Ritstjórar blaös- ins eru Baldvin Trvggvason og Þorvaldur Þorsteinsson. Þeir ménn hér í Reykjavík, sem óska eftir aö gerast kaupendur íið blaðinu geta snúið sér til Heimis B. Jóhannssonar, Laugavegi 101, sími 7667, en hann hefir afgreiöslu lilaösins meö höndum hér i Ræykjavik. Messur á morgun: Fríkirkjan: Messð á morgun kl. 5 e h. Síra Árni Sigurðsson. K.F.U.M.F: Fundur i kirkj- unni kl. 11 árd. Sfra Árni Sig- urðsson. Dómkirkjan: Messað kl. 11 f. h. Sira Bjárni Jónsson. Ferm- ing. Messað kl. 5 e. h.. Sira Jón Auðuns. Barnasamkoma í Tjarnarbíó kl. 11 f. h. á morgun. Síra Jón Auðuns. Nesprestakall: Messað i kap- ellu Háskólans kl. 2 e. h. á morgun. Sira Jón Thorarensen. Kapellan í Fossvogi: Messað kl. 2.30 e. h. Síra Garðar Svav- arsson. Laugarneskirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 10 f. h. Síra Garðar Svavarsson. f Utanríkisráðherra Noregs • í Keflavík. Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Noregs kom til Kefla- víkur í íyrrakvöld á leið til Bandarikjanna, en þar undir- ritar hann Atlantshafssáttmál- ann fyrir hönd Norðmanna. Norski sendiherrann í Reykja- vík og frú hans tóku á móti utanríkisráðlierranum á Kefia- víkurflugvelli. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem tóku myndir af óeiröunum ívrir framan Al- þingishúsið, að gefa sér kost á að sjá þær. . Samtíðin. Vísi hefir borizt aprilhefii „Samtíðarinnar‘‘ (3. hefti 16. árgangs). Eíni: Er ellin sjálf- skaparviti ? (ritstjórnargrein). Mánagyðjan(kvæði) eftir Flall- dór SigurÖsson. Myndasiðan. Álit mitt á eignakönnuninni, eftir Aron Guðbrandsson. Ilún kom aftur (framhaldssagan). Merkilegt rannsókn'arefni eftir Björn Þorsteinsson. Úrslita- ósigur frú Jónsson, eftir Loft Guömtmdsson. Viö vik og fjörð (bókarfregn). Skopsögur, Þeir vitru sögöu. Gaman og al- vara. Nýjar bækur o. m. fl. Aðalfundur Hvatar, Sjálfstæöiskvennafélagsins verður haldinn í Sjálfstæöis- húsinu n. k. mánudagskvöld. Fundurinn hefst kl. 8.30. Ennfremur veröur dregiS í bazarháppdrættinu. Upplestur í háskólanum. Frú Elisabeth Göhldorí les upp úr Faust eftir Goetlie í háskólanum föstudaginn S. apríl n. k. kl. 8,30 í I. kennslu- stoíu. Öllum er heimill aðgang- ur. Prentarar! Munið eftir árshátíðinni i Tjarnarcafé í kvöld kl. 8. Útvarpið í kvöld: Kl. 20.30 Bændakvöld. a) Björn Sigfússon háskólabóka- vöröur flytur erindi: Vatna- virkjun og skijiulag Tennessee- dals. li) Kórsöngur: Hreppa- kórinn syngur, undir stjórn Sig- urðar Ágústssonar bónda i Birtingaholti. c) Ólafur Jóns- son tilraunastjóri flytur erindi: Knútsbylur eða -janúarbylur. d) Ættjarðarlög (plötur). e) Gisli Kristjánsson ritstjóri flyt- ur erindi: Jarörækt sg mann- rækt, eftir Þorbjörn Björnsson bónda á Geitaskaröi. f) Kór- söngur: Hreppakórinn syngur. g) I vökulok: Niöurlagsorð. (Gísli Kristjánsso.n). — 22.15 Danslög (plötur). * Til gayns og gamans • — (jettu m — Hver er höfundurinn? 7- Mörgum fatast valið vina. Vonzkan hvatar sút. Rifnar gat á geðprýðina gusast hratið út. Ráöning á gátu nr. 37: Kvarði. tfr VUl fatir ZS átu\n. Fyrir 25 árúm fjallaði þing- ið utn afnám tóbakseinkasöl- ’tmnar. Birtist J)á svohljóðandi íréttaklausá í Vísi: Frumvarp 11 ni afnám tóbakseinkasölunn- ar var felt í neðri deild í gær meö 13 atkv. gegn 12. Ráöherr- arnir Jón Þorláksson og Magn- ús Guðmundsson töluðu báðir á móti afnámi einkasölunnar, en Jón Þorláksson greiddi þó atkvæði með frv. til annarrar umræöu. Björn Líndal taldi beldur ekki kominn tima til að afnema hana. Við atkvæða- greiðsluna voru fjarverandi Aug. Flvgenring og Jón Sig- ttrðsson. — £mœlki — Páll litli gekk á sunnudaga- skóla. Fyrir jólin spuröi móöir hans hann hvernig honum liefði iikað þann da'ginn. Iíann svar- aöi: „Ekki leizt mér á liEftn þennan Jósep. Hann fór í íerða- lag með Mariu, en ekki liaföi hann hugsun á því að sjá henni fyrir gistingú." „Mamma", sagði lítil stúlka, 10 ára gömul, „hvernig gat hún Elisabet prinsessa vitað^að hún ætlaöi aö íara að eignast barn?“ Áöur en móðirin gæti svarað greip litla systir fram i og sagöi af mestu fyrirlitningu: „Nú, hún, getur þó líklega lesiö. það stóð í öllum blöðunum!“ ‘ Vísindi út af fyrir sig. Dr. Hugh Cott, umsjónar- maður við dýrafræðasafnið í Cambridge, sagöi frá þvi að þrír sérfræðingar sem éru { þjónustu hans lief'ði smakkað á 81 teg- und af fugla-eggjum og komist aö þeirri niðurstöðu að stór egg væri bragðbetri en smá. Enginn getur þekkt skynsemina, nema hann sé skynsamur sjálfur. Enginn getur þekkt guð, nema guð sjálfur. tírcAAcfáta 7ZS Lárétt: 1 Ókeypis, 5 dögg, 7 tvíhljóði, 8 gat, 9 tveir eins, II veldi, 13 hljóma, 15 herbergi, 16 fjöri, 18 frumefni, 19 söngur. Lóðrétt: 1 Tvilit, 2 skemmd, 3 innýfli, 4 frumefni, 6 leikiö, 8 þvertré, 10 litill, 12 frosinn, 14 skógardýr, 17 á fæti. Lausn á krossgátu nr. 724: I.árétt: 1 Hrörna, 5 Rán, 7 N.P., 8 H.M., 9 R.S.; 11 asna, 13 ins, 15 súr, 16 næía, 18 T.T., 19 gróöi. * Lóörétt: 1 Hræring, 2 örn, 3 rápa, 4 N.N., 6 smarta, 8 hnút, 10 snær, 12 S.S., 14 sló, 17 að. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss kom til Revkjavikur í gær. Dettifoss fór frá (irinisby i'gær til La Rochelle. Fjallfoss fór frá Gautaborg 29. marz til Rvíkur. Goðafoss fór frá Nevv York 26. marz til Reykjavíkur. Lagar- foss er í Frederikshavn. Reykjat'oss fór frá Antwerpen 30. marz til Reykjavíkur. Sel- foss fór frá ísafiröi í gær til Siglufjarðar. Tröllafoss fór frá Reykjavík í fyrradag til New York. Yatnajökull fór frá Reykjavík 27. marz til Ham- borgar. Katla kom til Iialifax 27. marz frá Reykjavík. Anne Louise er í Frederikshavn. Hertha fór frá Menstati í gær 31. marz til Revkjavíkur. Linda Dan er í Kaupmannahöfn fer þaöan til Gautaborgar og Reykjavíkur. Rikisskip: Esja er á Aust- fjörðum á suðurleið. Hekla fór frá Reykjavík um hádegi í gær austur um land í hringferð. Herðubreið vrar á Vopnafirði í gærmorgun á noröurleið. Skjaldbreiö var væntanleg til Rvk. í morgun. Þyrill var viö Vestra-Horn í gærmorgun á suðurleiö. Súö'n var á Siglu- firði i gær. Hermóður átti að fara frá Reykjavík kl. 21 i gær- kvöldi til Arnarstapa, Sands, Ólafsvikur og' Grundarfjarðar. Skip Einarssonar & Zoéga: Foldin fór frá Rvk. kl. 7 á föstudagsmorgun til Vest- mannaeyja; fer þaöan í nótt áleiöis til Frakklands. Sparne- stroom er væntanlegur til \'est- mannaeyja um helgina. Reykja- nes er í Vestmannaeyjum. Athugasemd. Vegna viðtals, sem meðlimir stjórnar Krabbameinsfélagsin? áttu viö blaðamenn, er birt var i blööum og útvarpi, þykir rétt aö taka þetta fram: Þar sem talað er um eitt röntgentæki, er aö sjálfsögöu átt viö röntgen- lækningatæki. Þetta tæki, sem er i •Röntgendeild Landspítal- ans er af sænslcri gerð og reyn- ist prýðilega. Engu aö si'öur er full þörf fyrir fleiri lækn- ingatæki, og þarf aö stefna aö því að koma upp röntgen- og radíumlækningadeild á Rönt- gendeikl Landspítalans, sem hafi sjúkrarúm til umráða, enda er það eitt aöal stefnumál fé- lagsins. Aðsókn að radíum- og röntgenlækningu eykst með ári hverju, svo aö ekki verður á það bætt meöan aðeins eitt tæki er til aínota i þessu skyni. Auk þess vantar sjúkrarúm fyrir mikiö veika og rúmliggjandi sjúklinga, sem þarfnast geisa- lækninga. Þessi skýring er birt eftir ósk yfirlæknis Röntgendeildar- innar. Krabbameinsféfag Reykjavíkur. Beztu auglýsing- arnar. Smáauglýsingar Vísis eru tvímælalaust beztu og ódýrustu auglýsingarnar, sem Reykja. vikurþlöðin liafa - upp á aö bjóöa. Hringið í síma 1660 og þá verður auglýsingin skrifuö niöur yður aö fyrirhafnarlausu. Skrifstofa Vísis, Austurstræti 7, er opin daglega frá kl. 8 ár- degis til kl. 6 siðdegis. Erfitt að fá Eánsfé. Þunglegct horfir nm láns- fé til Laxárvirkjunarinnar, að því er nýkomin Akurr. eyrarblöð. herma. Er bæjarstjórinn á Akur- ej'ri, Steinn Steinsen, ný- kominn lieim úr ferðalagi til Danmerkur, en þar liafði liann. atlmgað möguleikana á að fá lán til ’framkvæmd- anna. Hefir hann skýrl svo frá, að hann hcfði getað fengið 10 millj. kr. lán í Danmörku, en með svo óað- gengilegum kjörmn, að lil- hoðinu hefir enn ekki verið tekið, en málið hins vegar at- liugað. Voru kjörin á þá leið, að allt efni til rafveitunnar yrði keypt í Danmörku og danskt firma tæki að sér all- ar framkvæmdir. í. R. SKÍÐA- FERÐIR AÐ Kolviöarhóli i dag kl. 2 og kl, 6 og kl. 9 i fyrramálið. Farmiðar við bilana. Farið frá Varðarlisúinu. Skíðad. VALUR. SKÍÐA- FERÐIR í DAG / kl. 2 og 7. Á morgun kl. 9. Ath. Þeir félagsmenn, sem óska að dvelja í skíðaskála félagsins yfir páskahelgina, sæki um dvalarleyfi í síma 1134 þriðjudaginn 5. apr. kl. 8—10 e. h. — Skiðan. Fariö SKÍÐADEILD K.R. Skíöaferðir veröa í dag kl. 2 og 6. — Á morgun kl. 9 og kl. 1. frá Ferðaskrifstof- unni. FÓTAAÐGERÐASTOFA mín, Bankastræti 11, hefir síma 2924. Emma Cortes. I fjarveru mmni um 3 mánuði gegnir hr. Gunnar J. Cortes sjúkra- samlagsstörfum fýrir mig. Viðtaístimi lians er í Hafnarstræti 8 kl. 4—5, sími 2030 (heimasími 5995). Friðrik Einarsson, læknir. Jarðarför konunnar minnar, Þónmnar Eiríksdéfitur, fer fram frá Dómkirkiur.ni mánudaginn 4. apríl og hefst með bæn að Þverveg 6 kl. 1 e.h. Bjarni Sigurðsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.