Alþýðublaðið - 19.09.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.09.1928, Blaðsíða 2
e ALÞÝÐUBLAÐIÐ | ALÞÝÐUBLAÐIÐ \ < kemur út á hverjum virkum degi. í * ====== ===== | J Afgreiðsla i Alþýöuhúsinu viö E j Hverfi8götu 8 opin frá k). 9 árd. [ J til kl. 7 siðd. t í Skrifstofa á sama stað opin kl. [ J 95/, —ÍOV', árd. og kl. 8-9 siðd. [ < Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 ► J (skrifstofan). f ; Verðlag: Áskrittarverð kr. 1,50 á ► j mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 f ; hver mm. eindálka. ► J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan [ < (i sama húsi, simi 1294). '[ Sœnskn kosninprnar. Engin íhaldsatkvæði fóru til ónýtis. Jafnaðarmenn • auka við sig eitt hundrað tuttugu og fimm púsund atkvæðum, en missa 14 þingsæti. Stéttabaráttun harðnar (Einkáskeyti til AlÞýðublaðsins.’ Svohljóðandi einkaskeyti barst Alþýðublaðinu í gær kl. 21/2 frá Socialdemokraten, aða'lblaði sænskra jafnaðarmanna í Stokk- hólmi: — Orslit kosninganna eru þessi: Jafnaðarmenn hafa fengið 82 þingsæti, hægri-íhaldið 67, vinstrí- íbaldið 27, bændaflokkurinn 27, frjálslyndir 3, kommúnistar 6. Hægri-íhaldið hefir unnið 8, bændaflokkurinn 4, kommunistar 2, jafnaðjarmenn hafa tapað 14 og vi'nstri-ihakliö tapað 2. Tap jafnaðarmarma er eðlileg afleiðing af sameiningu auðvaldsflokkanna. Jafnaðarmenn hafa, þrátt fyrir fækkun þingfulltrúa, aukið at- kvæðamaign sitt um 125 000 at- kvæði, og hægri íhaldið hefir unnið mikið á kostnað vinstri íhaldsins. — Kosning fer fram í Stokkhólnri á föstudag." Þessi kosningaúrslit koma mörgum á óvart, en þau sýna þó eitt, sem alþýðu allra landaer nauðsynlegt að taka til íhugunar: Þau sýna, að samtökin eru það afl, er getur jafnvel gert hið ótrú- legasta. íhald Svíþjóðar táldi nú víst, að dagar þess væru að verða taldir. Það þóttist sjá fram á, að jafnaðarmenn myndu nú komast í hreinan meirihluta, og þegar svo væri komið, var það augljóst, að allir auðmenn landsins myndu verða að þola sömu búsifjar af jafnaðarm önnu n um. Auð menn imir sáu, að hér varð eitthvað að gera, ef veldi þeirra átti ekki að verða lokið. Þeir sáu, að nú yrðu þeir allir að sameinast, og það ótrú- lega varð, að Heródes og Pílatus urðu vinir rétt fyrir kosningarnar. Auðvaldsflokkarnir sameinuðust Og börðust upp á líf ogv daiuða fyrir stétt sina, með öilu sínu ógurlega fjármagni, blaðavaldi og keyptum mannafla. Nú átti al- þýðan að sækja gegn sameinuðuni og vel útbúnum óvinum, sjálf var hún sundruð og deildi innbyrðis. — Jafnaðarmenn voru þó svo bjartsýnir, að þeir trúðu því ekki, að þeir myndu missa þingsæti. Kommúnistar töldu sér vissa 4 til 5 þingsæta viðbót við þaö, sem þeir áður höfðu. — En auð- valdið barðist með áfergju þess, sem sér sér glötun búna. Vonir jafnaðarmanna hafa ekki brugðist að miiklu leyti. Þeir vissu, að fylgi 1-ieirra hafði aukist með þjóðinni, og kosnmgamar sýna það líka. Fylgi þeirra hefir aukist um 125000 atkvæði hjá sænskri alþýðu, og það er meira virði en 14 þingsæti, því að þá’er slíkri atkvæðafjölgun jafnaðarmanna heldur áfram hjá tiltölu- lega fámennri þjóð, er þess ekki langt að bíða, að jafnaöar- menn séu í algerðuim meirihliuta í landinu. Áður hafa þeir unnið við það, að íhaldsmenn hafa geng- ið sundraðir til kosninga og fjöldi af atkvæðum þeirra farið til ó- nýtis. Nú bauð hægri íhaldið ekki iram neitt þingmannsefni þar sem vinstri íhaldið var sterkara, og vinstri íhaldið hafði engan í kjöri, þar sem hægri íhaldiö var styrkast. Fóru þannig engin í- haldsatkvæði til ^nýtis. Jafnaðax- menn hafa einmitt við þessar kosningar fengið gleggra yfirlit yfir stjórnmálaafstöðuna í Sví- þjóð en nokkru sinni áður. And- stæðurnar verða skýrari og al- þýðan sér, að nú er ekki timi sundrungar, heldur samsíarfs, ef sigur skal vinnast. Auðvald ann- ars vegar, alþýða hins vegar. Stéttabaráttan harðnar. Auðvald- ið beitir mútum, harðneskjulegium kúgunarráðstöfumum og viður- styggilegum blaðablekkingum. Og alþýðan þjappast fastar sam- an, treystir bróðurböndin og geys- ist fram í ósigrandi fylkingu. Mikill hluti Lundúua- borgar í hættu. Nærri lá, að helmingur borgar- innar springi i loft upp. Aðfaranótt sunnudagsins 9. þ. m. var einhver hin ægiiegasta, sem yfir Lundúnaborg hefir ko,m- ið. Hræðslan, sem greip borgar- búa, var meiri og ofsafengnari en stundum á stríðsárunum, er flug_ vélar óvinanna gerðu árás á borg- ina. Undir Lundúnaborg er fjöldi ganga og gatna. Víða eru stórá'r hvelfingar, og eftir þeim iiggja gaspípur, rafmagnsþræðir, síima- þræðir, vatnspípur, sorpræsi o. s. frv. Um kl. 12 á sunnudagsnóttina brauzt út ógurlegur eldur i einni af þessum hvelfinguim, og hann breiddist út með ótrúlegum hraða. Næturvörður nokkur, er gekik á Themsárbökkum, varð alt í einu ,þess var, að mikinn reyk lagði upp úr jörðinni milli steina, er hlaðið hafði veriö í árbakkann. Þannig varð kuninugt um elds- voðann. En áður en nreturverðin- í Skeiðaréttir fara bílar frá Sæberg, fimtudaginn 20. sept. kl. 1. e. h. bæði Buick; og kassar. Lág fargjöld, sími 784. Nýkomnar vetrarkápur, kvenna, unglinga og bama. Nýjasta tízka. Verzi. Amanda Arnasonar. um tókst að kalia á brunaliðið, slokknuðu öll rafmagnsljós í boifginni. Varð nú uppi fótur og fit. Fólkið þaut upp úr rúmunum og út á götuna. Það æddi um göturnar, og lögreglunni reyndist ifært að lialda uppi reglu; var því kallað á vopnað lið til að- stoðar. Göturnar vom nú lýstar með stóirum ljóskösturum. Bruna- liðið kom á vettvang, stórskip iagði að hafnarbakkanum með slökkvidælum, og geysilegur f jöldi luanna frá rafmagnsfélögum og gasstöðvum var kvaddur tii að- stoðar starfsliði bæjaring. Var nú barist í marga kl.tíma við eld- inn, sem enginn vissi fyrst í stað hvar var magnaðastur. Elduriran Læsti sig fljótt meðíraim rafmagns- þráðunum og gaspípunuim. Hitinn var svo mikill, að sauð og vall í öllum sorpræsum og vatnsieiðsl- um. — Brunaliðið óttaðist, að eldurinn myndi ná til geysiistors gasgeymis, er var neðanjarðar. Barðist það því látlaust og af því meiri hreysti, er lengra leið. Menn bjuggust við; að þá og þegar myndi sá hluti borgarinnar, sem eldurinin var í, springa í loft upp. Menn voru nú sendir niöur í Jivelfingarnar og göngin. Höfðu þeir gasgrímur fyrir andliti og slökkvfelöngur í höndum. Brutust þeir nú fram gegn eldi og reyk, Regn- op rykkápnr kvenna, karla og barna, fyrirliggjandl í f jölbreyttu úrval. Jón Bjðrsson & Co. og reyndu sem þeir máttu að ráða niöurlögum eidsins. Uln 4000 lítrum af vatni var dælt í undir- göngin á mínútu. Meðan eldur- inn herjaði, lagði gasreyk upp um opin á götunum og upp með vatnsleiðslunum í húsin. Allax sjúkrabifreiðar borgarmnar höfðu nóg að gera. Eftir 7 klst. baráttu við eldinn tókst að kæfa hann. Létti þá mestu hræðslunni af fólki. Má það teljast kraftaverk, að tökst að slökkva. Hefði eldur- inn náð aðal gasleiðslunum,. þá hefði stór hluti borgarinnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.