Alþýðublaðið - 20.09.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1928, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ jT'-k jm «1 j ALS»ÝBUMLABSm j < kemur út á hverjum virkum degi. I } ASgyelðsia í Alpýðuhúsinu við | < Hveríisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. [ J til kl. 7 síðd.' J j Sksiisíofa á saraa stað opin kl. j } 9-U — 10V, árd. og kl. 8 — 9 síðd. I j Stmajr: 988 (afgreiðslan) og 2394 > J (skrifstofan). ' < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á j } mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 > * hver mm. eindálka. } Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan { < (í sama húsi, simi 1294). j {_____ ______ ______ l Yinnutiminn í sveitinni. Margir virðast vera áhyggjufull- ir út af hag sveitanna. Bændur og búalið kvarta sáran yfir pví, hver erfitt ,sé að fá verkafólk og halda jnú. Þeir segja, að því nær ómögulegt sé að hafa árshjú og altaf sé erfiðara að fá kaupafólk eða daglaunamenn, enda sé þaðj svo dýrt, að búin rísi varla undir þeim kostnaði. Auk þess sé þetta lausafólk öftast óánægt yfir við- urgjörning, kaupi, vinnutíma o. fl. Það er alveg rétt, að nú eru kxeppu-áx og sveitabúskapur ber sig illa fjárhagslega. Sveitirnar hafa dregist aftur úr í samkeppn- inni við sjávarútvegiinn. Ber margt til þess og það ekki sízt, að sveitahændumir sjálfir hafa ekki fylgst með tímanum. Flestir þeirra halda dauðahaldi í afgamlar venj- ur fyrirrennara sinna og finst ó- þarfi að breyta til, þótt augljóst sé, að mörgu rnætti breyta til batnaðar. Verkfæri, vinnulag og heimilisb'ættÍT eru víða þannig, að fólk, sem öðru hefir kynst, getur iila sætt sig við það. Fóik vill því ekki vera í sveitunum, jafn- vei þótt sveitavinna, úti 1 sveita- ioftinu hreina, sé af ftestum álitin holl og skemtileg', ef x hóf er stíit um vinnutíma, en um það atriðii er nú íhaldsandinn mjög ráðandi. Er unnið miklu lengur en hóflegt getur talist. ; ; Eínkaniégá er það urn sláttinn, að unnið er of lengi. Þá er, eins og kunnugt er, tekið verkafólk til viðbótaT heimilisfólkinu — kaupa- fóik. Þetta fólk er all flest úr kaupstöðum og bæjum og stund- ar ýmislega atvinnu hinn tímanin', daglaunavinnu, sjómensku o. s. frv. Venjulegast er kaupafólkiö ráö- ið upp á vikukaup og fæði. Stundum er ákveðin einhver hlut- taka í ferðakostnaði, fólkið látið hafa skó og önnur smávegis h'lunnindi. Launakjör og þess kon- ar er nú viðunandi og alt af eftir samkoxnuiagi, hversu há launin skuli vera, og er ekki neitt um það að segja í þessu sambandi. Fæði og önnur „aðhlynning" er ákaflega misjöfn, sums staðar góð og víðast sæmileg. Sama er að segja um viðmót og framkómu húsbænda og annara heimamanua. En vinnutíminn, hann er alment tekið óhæfilega langur, 12, 13 og 14 stundií á dag, og stundum Jengri, þegar þarf að keppast við að koma einhveTju af. Ættu allir að geta sóð, að ómögulegt er að ætlast til, að menn geti unnið af- fullu fjörx svo. langan tíma, dag eftir dag. 1 Svona ■ langur vinnutími dag hvern verður til þess, að mönn.um leiðist vinnan, áhuginn hverfur og sljóleiki þreytunnar þjakar iíkama og sál. Ekki er einu sixxni svo, að thni vinnist til nauðsynlegrar líkamshirðingar, hvað þá að nokk- ur tök séu til að næra andann, sem ekki er þó síður nauðsyn, ef lífið á að vera annað en and- .laust strit. Auk þess er það viður- kendur sannleiki, að rnaður af- kastar ekki, meira verki, að öllu • samanlögðú, þegar vinnutíminn er svona langur, heldur en á hæfi- legum vinnutíma. 10—11 stundir á dag er álitinn hæfilegur timi við holla útivinnu. Áreiðanlega má harrn sízt vera lengri, ef skaðlaust .á að vera. Maðurinn er og á að vera mað- ur, en ekki að eins vél, sem nota má nótt og dag. Maðurimi þarf ekki að eins fæði. og svefn, sem er lífsnauðsyn. Hann þarf einnig hvíld og ofurlitlar tómstundir til þess að halda sérstöðu sinni sem sálu gædd vera. Þettá þarf mönn- um alment að skiljast, og ef ekki duga viturlegar rökræður, þá verða allir verkamenn og aliar verkakonur að Btanda einhuga bak við þá réttlætiskröfu, að vinnutím- inn verði styttur. . Rétt er og nauðsynlegt, að iög- gjafarvaldið —, alþingi — lögleiöa aimennan vinnutíma við land- vinnu, sem öllum vinniuveitendurrt sé skylt að haida, nema eftir sér- stöku samkom.ulagi við verka- menn, þegar nauðsyn krefur. Oft ber nauðsyn til í sveitum að vinna franx yfir settan vinnutíma, og um það taiar enginn inaður, þótt það sé gert, en sanngjamt er, að slík yfirvinna sé borguð auka- lega. Ég veit það, að starfsemin vekur þann dug, sem verkleysan deyfir og svæfir. En hvíldctrlciust strit, það er ill- gresi eitt, sem ávexti mannblómisins kæfi,r.“ (G. Fr.). Vinnan er heilbrigðum manni nautn, sem styrkir líkama og gleð- < ur sái, en hvíldariaust strit hefir lamandi, deyfandi og eyðandi á- hrif og niðurbeygir mannoeruna, sem þó er sköpuð til að horfa og hugsa ofar önnum dagsins. E. S. Ath. Þess skal getið, að sums staðar í sveitum, t. d. á Austur- landi, er orðið alment, að bændur láti fólk sitt að eins vinna 10 til 11 tíma á dag. Þykir bændum þetta borga sig, engu minna vinn- ast en á 13—16 tímum áður. Ritsfj. SfSINO Ouðmundar Einarssouar í litla salnum hjá Rosenberg Opin daglega frá.kl. 11 f. h.—10 e. h. úr Grímsnesi, Langardal og Bisknpstungnm. I heildsölu og smásöin. Tekiö á móti pöntunum á kjöti til niðursöltunar. Kaupfélag Grímsnesinga, Laugavsgi 76. Simi 2220. og Urðarstíg 9 (við Bragagotu) Sími 1902. Erlend simskeyti. Frá Þjóðbandalagimi. Khöfn, FB.,- 19. sept. Frá Genf er símað: Á fundi Þjóðiabandalagsins í gær hólt Hol- 'lendinigurinn Loudein ræðu, en hann er formaður afvopnunar- nefndaritnnar. Kvað hann óráðlegt að kalla saman alþjóða-afvopn- uinarfund fyrr en ágreiningur stór- veldanna viðvíkjaindi flotamálun- um er útkljáður. Taildi hann ráð- legra að boða fyrst tiíl stórvelda- fundar til þess að reyna að jafna ágreiningiinn. Cushendun, fuUtrúi Breta, svar- aði Louden. Kvað hann ólíklegt, að stórveldiin myndu þiggja Boð- ið. Átaldi hann Louden fyrir að hafa hreyft við málinu, án þess að spyrja stórveldin fyrst. Cushiendun hefir skýrt blað(a- mönnuím feá afstöðu Breta i skaðabótamóliiniU Kvað hanin Bret- laind ekki getia látið sér xiægja að fá miinnia af skuldunautum sin- xxim en Bretland greiði Bandaríkj- unum af skuldum sfnum við þau. Cushendun er andvígur því, að biðja Bandaríkin að lækka sikulld- irnar. Flug. Frá London er síirnað: Spán- verjiinn Cierva hefir flogið yfiir Erimarsund í svo kallaðri „heli- copt“-flugvél. Auk venjulegrar flugV'élarskrúfu hefir flugvélin fjóra íárétta vængi yfir yélstjóra- sætinu. Við snúning þeirra lyft- ist vélin frá jörðunni og þanniig hægt að hefjia flugvéliina niæstuim því lóðrétt tiíl flugs og eínnig lenda lóðrétt. Reynzluflug í „Zeppelin greifa" Frá Berlín er símað: Loftskipið Zeppeiiin greifi fór í gær í fyrsta reynsluflug sitt. Var flogiö yfir Bodenvatn, og gekk reynslufiugeð-' ágætiega. FélagsmálatnndnrinB í Helsingsfors. ---- Frh. Aðalþáttur félagsmálafundarins voru fyrirlestrar þeir, er haldn- ir voru daglega. Fyrsti fyrirtest- urinn var uxn ellitrygginlgu í Dan- mörku. Hann var haldinn af N. P. Nielsen, skrifstofustjóra í þriðju deild borgarráðsins í Kaupmannahöfn. Upphaflega var ætlast til að Viggo Christensen, borgarstjóri i Kaupmannahöfn, sem um mörg undanfarin ár hef- ir veitt forstöðu fátækra- og framfærslu-imálum Kaupmanna- hafnar, héldi fyrirlestur um þetta efni. Viggo Christensen, sem eri þektur jafnaðarmaður, hafði liic beztu skilyrði til þess að geta talað af þekkingu og reynslu um þetta merkiiega málefni, en gat því miður ekki sótt fundinn vegna veikdnda, en fól skrifstofu- stjóxa sínum að flytja þetta er~ indi í sinn stað. Fyrirlestur Nielsens um elli- tryggingarnar var fróðlegur og fjörlega fluttur. Ræðnmaður skýrði frá því, að tim 1,860 hefðí x Danmörku verið hafinn undir- búningur að ellitryggingarlöggjöf. Tvær böfuðstefnur eða skoðanisi komu þá þegar fram. Suniir héidu fram skyldutryggiingu, aðrir að- hyitust styrkveitingar. Síðar- nefnda skoðunin sigraði, og iög voru samþykt um þetta efni 1890. Eftir þessum lögum fékk gamalt fólk, sem orðið var 60 ána, og hafði engar sérstakar tekjur eða eigndr til þess að lifa af, árlegari styrk af opinberu fé, án þess að missa nokkur mannréttindi. Styrk- ur þessi nam 1000 kr. á rnann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.