Alþýðublaðið - 18.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoii koaangnr. Iftir Upton Sinelair. Önnur bók: Prœlar liola konungs. (Frh.). , Hann mun segja, að þeir hafi gert það sem þeir gátu“, sagði Davíð. ,Og ef til vill heldur hann að þeir hafi gert það. Én þú munt komast að raun um — að eitthvað skeður, svo þeir geta dregið á langinn, dag frá degi, að koma loftdælunni í lag, þang- að til þeirh hentar það bezt“. „En, þetta eru morð, glæpurl" hrópaði Hallur. „Þetta er fyrirtæki", sagði hinn. Hallur horfði af einum á ann- an. Allir þessir verkamenn áttu vini, sem voru bundnir í þessari dauðans gildru; fyrir eyrum allra þeirra hljómuðu kveinstafir kvenna og barna. Og nú voru þeir hér saman kómnir, bundnir á höndum og fótum, og störðu ráðþrota hver á annan. Þeir höfðu séð rangindi framin og limlestingar og höfðu vanist því, að líta á það, sem hluta úr lffi sfnu. „Og þetta verðið þið að sætta ykkur við!“ sagði hann að hálfu Ieyti við sjálfan sig. „Hvað getum við gertf“ sagði Davíð. „Sérðu ekki vörðinn við uppgönguna? Sérðu ekki, að skammbyssurnar standa upp úr vösum þeirra ? “ „Á morgun koma fleiri“, skaut Minetti inn í. „Rósa hefir séð þá“. „Já, auðvitað, þeir vita hvað þeir syngja“, sagði Mary Burke. „Og þeir óttast að við uppgötv- um þaðl Þeir sögðu við konu Zambonis, að ef hún héldi sér ekki í burtu, yrði hún send burtu úr héraðinu. Og aldurhnignu kon- una hans Jonoch — hún á þó bæði bónda sinn og þrjá syni grafna þarna níðri I “ „Já, þeir verða ruddalegri og ruddalegri", sagði frú Davíðs. „Sjá t. d. fitukeppinn, sem þeir kalla Pete — það er svfvirðilegt hvernig hann fer með konurnar!“ „Eg þekki hann“, sagði Olson, „þeir höfðu hann í Stæridan, þegar verkamannafélögin opnuðu fyrst höfuðstöðvar sínar. Hann barði einn af skipulagsmönnum okkar á munninn svo að fjórar Góðir fiskimenn geta fengið pláss á mótorkútterum í vor og sumar. H. P. Duus. tennur hrukku úr honum. Þeir segja, að hann hafi náð hámarki í betrunarhúsrefsingum". Þetta voru þá einstaklingsástæð- urnar, sem Hallur hafði lært að lofsyngja í skólanum! Þetta var árangurinn. Þetta var gröndvöllur- inn undir framförum og auðlegð þeirri, sem Ámeríka hafði hlotið! Þetta glefsandi ágjarna rándýr, sem hafði snjóhvítar tennurnar og bognar klærnar, rennvotar af mannablóði. Þetta var eignarréttur einstaklingsins á kolanámunum! Hann var lokaðir uppgangar og vantandi björgunarstigar! Hann var loftdælur, sem ekki voru not- aðar, hann var „sprautur", sem aldrei kom dropi úr! Hann var prik og skammbyssur; var þorp- arar og glæpamenn, sem notaðir voru til þess að reka björgunar- mennina burtu og loka örvita konur og börn inni í húsunuml Alt í einu nam Hallur staðar. Það bærðist eitthvað f brjósti hans, sem hann hafði ekki orðið var við áður. Annar svipblær var kominn á andlit hans, og rödd hans var orðin dýpri og karl- mannlegri. „Eg skal fá þá til þess, að opna þessa námul“ sagði hann. Alþbl. er blað allrar alþýðu! Verzlunin „Hlíf* á Hverfisgötu 56 A selur: Hveiti, Haframjöl, Sagogrjón, Bygggrjón, Kartöflu- mjöl, Hænsnabygg, Mais heiian og Baunir. Kæfu, Tólg, Steikar- feiti og ísl. Margarine. Rúsínur, Sveskjur, Gráffkjur og Kúrenur. Sæta saft, innlenda og útlenda, Soyju, Matarlit, Fisksósu og Edik. Niðursoðna ávexti, Kjöt, Fiska- bollur, Lax og Síld. Kaffi Export og Sykur. Suðuspíritus og steinolíu o. m. fl. Spyrjið nm verðið! Beynið vörngæðin! Fæði fæst á Fjallkonunni. Þakkarávarp. Á afmælisdögunum II. og 12. maí voru seld hér í Reykjavfk 5000 afmælismerki og ágóðinn af sölunni var kr. 3518,35, Auk þess voru oss sendar ýmsar gjafir, kr. 300 alls. t Hafnarfirði voru seld 1500 merki, en frá öðrum bæjum út um landið höfum vér ekki frétt af sölunni. Þessi ágæti árangur at merkja- sölunni, gjafirnar sem oss voru sendar, hin mörgu símskeyti, heillaóskir og kveðjur, sem oss bárust þessa daga, hafa verið oss ný sönnun á þeirri velvild sem starf vort á að fagna hér, og þetta hefir verið oss til meiri gleði og uppörfunar en vér getum lýst. Alla þá, sem þessa daga hafa auðsýnt oss hjálp á einn eða annan hátt, biðjum vér hérmeð að meðtaka vora innilegastu við- urkenningu og þakklæti, með ósk um Guðs þeztu blessun, Vér viljum kappkosta, meir en nokkru sinni fyr, að helga oss starfi voru, svo að hið næsta 25 ára starf geti orðið til enn meira gagns og blessunar en áður. Reykjavfk, 15 maí 1920. Fyrir hönd Hjálpræðishersins með virðingu .S. Grauslund. Fermingarkort, Afmæliskort, Nýjar teikningar. Heillaöskabréf við öll tækifæri. Laugaveg 43 B. Friðfinnur L. Guðjónsson. Alþbf. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður : Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.