Vísir - 08.12.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 08.12.1949, Blaðsíða 4
V ts I R Finuntxtdaginn 8. cjesember 1949 ÐAGBLAÐ # Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H/F, RJUtjórsx: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálason. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12, Símar 1660 (fimm linur), Lausasala 50 aurar, FélagspreDtsmiðjan h.f. Píanótónleikar Jórunnar Viðar. Hín iramrétta hönd, Fimmtuiigur þjóðarinnar réttir fram höndina og býður Framsókn og Alþýðuflokknum samvinnu um stjórn-j armyndun“, segir Þjóðviljinn í gær. Blaðið segir svo eitl- livað á þá leið, að „þessum legátum" haldist ekki uppi, að synja tilboðinu, með því að telja það herbragð eitt gert' á hættustundu. Þeir verði að taka tilboðinu og sýna þjóð-j inni í samstarfi hverjir standi sig liezt i átökunum við afturhaldið í landinu. „Er það þettá próf, sem þeir óttast, sem hamast gegn samfylkingu um róttæka vinstri stjórn og vinstri stefnu?“ spyr blaðið að lokum, en eggjar því, næst flokkana lögeggjan um að þeir standi við yfirlýs- ingar 'sínar um alþýðustefnu og baráttu við afturhaldið. öðru vísi mér áður brá, stendur þar. Fyrir fáum árum, — nei, fáum mánuðum eða fáum vikum, — var Framsóknarflokkurinn afturhaldið í landinu, sem barðist gegn nýsköpun og margskyns þessa heims framförum og gæðum, sem kommúnistar vildu færa þjóðinni. Sjálfstæðis- i'Iokkurinn var þá kallaður mörgum virðulegum nöfnum, en í versta falli hét „versti hluti flokksins“ aðeins „íhald“, en „afturhaldið“ var flokksheiti kommúnista á Framsókn. Nú hjóða þeir hinsvegar Framsóknarflokknum að berjast gegn „afturhaldinu“ og fylkja liði með sér og Alþýðu- flokknum í þeirri sameiginlegu baráttu. En Alþýðuflokkur- inn þekkir hina samningsfúsu og hjólliðugu samningamenn lcommúnistaflokksins og trúa þeim vart. Sporin hræða, — og blóð sosialdemokrata Austur- og Mið-Evrópu hrópa enn aðvörunarorðum út yfir allan lieim, varðandi slíkt sam- starf og samningamakk, sem kommúnistar eru ávallt reiðu- búnir til, en virða í framkvæmd að vettugi. Þróunin um allan hinn vestræna heim, miðar að sam- vinnuslitum við kommúnista. 1 alþjóðasamtökum hafa kommúnistar víða rutt sér til rúms, meðan þeim enn var ti’úað, allt hefur borið að einum brunni í samstarfinu. Kommúnistar liafa cinvörðungu barizt fyrir hagsmunum stefnunnar og Ráðstjórnarríkjanna, en aldrei hirt um hag íöðurlandsins síns eða lýðfrjálsra landa innan samtakanna. Þeir hafa misnotað allan trúnað, tem þeim hefur verið sýndur og misbeitt öllu valdi, sem þeim hefur verið falið, hvar í flokki, sem þeir hafa starfað. Því er ekki að furða. l>ótt samtölc verkalýðsins, listamanna, vísindamanna, blaða- manna og allra annarra þjóðfélagsstétta, hafi klofnað eða sundrast. Tíðast eru þar tvær andstæðar stefnur að verki, en alltaf eru það kommúnistar, scm árekstrunum valda. Hér á landi eru kommúnistar svo aumir, að þeir hafa fengið sérstaka undanþágu, er að því miðar, að þeir geti afneitað stefnu sinni og þátttöku í alþjóðasamstarfi kom- múnista. Giftudrýgra þykir, — vegna illrar reynslu á Norðurlöndum, —- að leynt sé nafni og númeri, enda er Island talið hafa það mikla „hernaðarlega þýðingu“, að nokkuð sé til þess vinnandi að tryggja sér þar öruggan sess. Einn áfangi á þeirri leið og hreint ekki sá tilgangs- lausasti, væri samvinna við lýðræðisflokkana, — þá sem ekki hafa öðlazt þá lífsreynslu að sjá og skiljá, að slík samvinna er agn fyrir skammsýnan metnað, en banabiti livers, er það gleypir. En nú hefur fimmtungur þjóðarinnar rétt fram höndina til samvinnu, og eggjað lýðræðisflokkana lögeggjan að taka í þá útréttu hönd og hefja samvinnu gcgn afturhaldinu. Gctur nokkur maður skilið, að slíku tilboði verði hafnað? Kommúnistar eru slegnir ótta. Þeir vita að kyrrstaða er snma og hrörnun. Síðustu kosningar leiddu í ljós að fylgi í'okksins hafði hrakað. Hann hafði ekkert unnið í atkvæða- magni, þrátt fyrir heildarfjölgun kjóscnda í landinu. Á næsta leiti bíður svo fylgishrunið. Hér mun fara eins og á Norðurlöndum, að menn skilja að það er ekki lengur saklaust „sport“ að þykjast vera kommúnisti. Það er Jandráðaleikur í fullkominni alvöru, sem heiðarlegir menn verða að varast og snúa baki við, hafi þeir í gáleysi jgengið of langt í „skemmtaninni4.. Hinir árlegu píanótónleik- ar Jórunnar Viðar sýnast ætla að verða að föstum lið í tónlistarlífi bæjarins. Þessu ber mjög að fagna. Hér er á ferðinni sönn listakona, sem settur sér hátt markmið og vinnur að þvi með þraut- seigj u? smekk og- skilningi á þeim trausta grundvelli, sem góðir kennarar virðast hafa lagt. Þótt stundum mætti deila um einstök atriði túlk- unar hennar verður jafn- framt að viðurkenna, að að- finnslur eiga naumast rétt á sér þegar hún sezt við hljóð- færið með þeirri alvöru, sem henni er eiginleg. Metnaður frúarinnar kemur ekki hvað sízt fram í því, að hún drep- ur ekki liendi við að bera á borð efni, sem hún áður hafði leikið og hlotið lof fvr- ir hættuleg freisling fvrir sérhvern listamann! — Þvert á móti spreýtir hún sig stöð- ugt á nýjum viðfangsefnum þótt þau geri meiri kröfur til flyljandans — og einnig til þeirra, sem hlusta. Það er rúmur mánuður liðirin síðan frú Jórunn lék á Chopin-hátíðinni i ’ríáskól- anum allt kvöldið — og nú kom hún aftur með alveg nýja og sjálfstæða leikskrá á sunnudaginn var í Gamla- bíó. Fyrsti liður á þessum hljómleikum var Sonata, op. 22 í B-dúr eftir Beethoven, sem sennilega hefir aldrei heyrzt hér áður, en er þó hugmyndaríkt æskuverk höf. — og ekki sizt áhrifamikið i svo einbeittri tiilkun. 1 miðri leikskrá voru verk nútíma liöfunda, sem enginn íslenzk- ur píanóleikari hafði spreytt sig á hingaff til: Svíta eftir Bela Barlok (áður leikin hér af hinum danska snillingi Niels Viggo Bentson á vegum Tónlistarfélagsins) mikið verk og mjög einkenriandi fyrir höfundinn í sinni lieil- andi einþykkni, en ekki að- gengilegt; „Það rignir i bnrg- inni“, eftir annað ungverskt tónskáld, Zoltan Ivodaly, þrungið yndi og glettni, smá- lag, sem nrinnir á Debussy; að lokum rússneskur dans, eftir Stravinsky, leikinn af hinni mestu snilli. Lófatakj áheyrendanna þakkaði lisla- konan meg geðfelldu smálagi eftir Cyril Srott. En enn var. liöfuðraunin eftir, því að síð- ast á lelkskránni var Etudes symphoniques eftir Seliu- niann, eitt mesta titbrigða- verk píanótónverkanna. Það var sérstaklega þakkarvert að flytja þetla stórbrolna verk liér r— og flytja það svo myndarlega. Schumann eiga íslendingar enn eflir að kynnast, en píanóleikarar hérlendir —- að Rögnvaldi undanteknum — hafa liingað lil að meira eða minn leyti gengið á snið við tónsmíðar hans, sem þó féla i sér nærri ótæmandi túlkunarþrautir fyrir snjalla og greinda leik- ara. Illjómleikarnir vor-u dável sóttir. En þeim tónlistarvin- Lim, sem heima sátu [>enna sunnudag, ber að iðrast ]iess. Dr. Victor Urbantschitsch. Fossvogs- kirkja. Fyrir stuttu siðan, sá ég í Vísi fyrirspurn um hið rétta heiti Ivirkjuhússins í Foss- vogi. Virtist fyrirspyrjandi vera í vafa um að um kirkju væri að ræða eða að kirkju- Iieitið gæti staðisl. Blaðið svaraði þessu svo að „Kap- ellu“-nafnið myndi vera það rétta, en svo er ekki, þetta kirkuliús heitir Fossvogs- kirkja, var það nafn sam- þykkt einróma á fundi kirkjugarðsstjórnar.. Kirkjuhús þetta var vígt af prófasti séra Bjarna Jóns- syni vígslubiskup. Síðan vrgsla fór fram haí'a .þar framfarið greftranir, minn- ingarathafnir og bálfarir allt á sama hátt og tíðkást í kirkjum hér. Auk þessa hafa Langanes og Nessókn fengið leyfi til að nota kirkjuna til guðsþjónustuhalds fyrir sóknarbörn sin en sóknir þessar liggja umhverfis þessa kirkju, og hafa báðir prestar þessara sókna flutt þar messur og munu gera það framvegis. Frá kirkj- unni er gengið eins og veriju- legum kirkjum með tilheyr- andi og þeim er séð hafa og notað finnst liún í fremstu röð kirkja. Allt þclta taldi kirkjugarðsstjórn gera kirkjunafnið sjálfsagt. Auk þess er það venjulegra og auðskilddara. Meðan hiisið var í smíðum og fýrst eftir að því var lokið voru hæði nöfnin kapella og kirkja notuð jöfnum liöndum jiað varð að tcljast óheppilegt, olli ruglingi í auglýsingum og öðrum misskilningi. Þvi var nafnið Fossvogskirkja ákveðið og' skal það vonað að hún beri „nafn með reritu“. Með þökk fyrir birtinguna. Felix Guðmundsson. Húsmóðir hringdi til mín í fyrradag og bað mig urn að skora á rétt yfirvöld að veita nú aukaskammt af smjörlíki fyrir jólin, svo að unnt verði að baka eitthvað til hátíðar- innar. Sagðist hún vera orð- in svo að segja smjörlíkis- laus og kvað hið sama vera um margar húsmæður aðrar. Eg átti síðan tal viö kaup- mann, sem eg þekki og spuröi hann um ástandið i þessum málum. Hann kvaöst vita með vissu, að heimili væri yfirleitt aö veröa uppiskroppa með smjörlíki og stafaöi það meöal annars af þvi, að smjör hefir verið ófáanlegt lengi, meira að segja óskammtaS á háa verð- inu, svo að húsmæður heföu orðið að notast við smjörliki í allt, sem nauðsyn bæri til að hafa feiti í. Sagði hann, að hus- mæður kærnu oft til sín og spyrðu, hvort hann gæti nokk- uð hjálpað þeim, en vitanlega geta ekki aðrir en skömmtunar- yfirvöldin hlaupið undir bagga í þessum efnum. En þessi kaupmaður benti mér einnig á það, að fæstar húsmæður mundu geta bak- að neitt verulega fyrir jólin — jafnvel þótt þær fengju eitthvað af smjörlíki — nema þær fengju eitthvað af sykri einnig. Það væri tilgangslítið að veita aukaskammt af smjörlíki nema sykur fylgdi með. Nú er ný ’stjórn sctzt ao viiid- um og er síður en svo glæsilegt umhorfs, þegar hún tekur viö. Vandræðin blasa viö, hvert sem litið er og víst er, að margir munu verða til að ófrægja hana.j þótt hún eigi enga sök á því, sem á kann að bjáta á næstunni,. það sé einungis i beinu áfram-. haldi af undanfarinni atburöa-j rás í þjóöfélagsmálum. En varla1 mundi allt fara á hausinn, þótt. hún byrjaði á því að gera heim- ilunum kleift að hafa heldur meiri jólafagnað en ella með því að veita aukaskammta þá, sem getið er hér að framan —• af smjörlíki og sykri. Þaö væri kærkomin jólagjöf. Og svo hefir nýtt útvarps- ráð verið skipað. Það mun ráð verið kosið. Það mun fyrst og fremst, en síðan dag- skrá næstu fjögurra ára, ef ekki verður kosið til Alhing- is á ný áður, því að þá mun eiga að kjósa nýtt útvarps- ráð — ef mér skjátlast ekki. Útvarpshlustendur numu bíða eftir því með eftirvænlingu, hvað hið nýja útyarpsráð gerir til þess að hressa upp á dag'- skrána, því að hún 'hefir verið harla misjöfn á imdanförnum árum. Stundum hefir tekizt vel. en yfirleit mun mönnum þykja dagskráin léleg og ef það að vonunt. Það er mikið verk aö semja útvarpsdagskrá svo aö öllum Hki og þeir, sem að því starfa, eru ekki nema mannleg- ir, en útvarpsráðið mun ekki koma saman til funda nema é’iriu sinni í viku og þá aðeins í eina eöa tvær stundir. Er því ekki von á góöu. Þaö afrekast ckki mikið, ef engin vinua er í þetta íögð. Þess ætti.nú hið nýja útvarpsráö að minna.st.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.