Vísir - 25.04.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 25.04.1950, Blaðsíða 4
4 B Þriðjudaginn 25. apríl 1950 D A G B L A Ð Dtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSJB Wf, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsspn, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan h.f. Auknar riymmiitk lljörgunarskúta Vestfjarða er nýkqmin hingað til lands ** og hefur verið afhent til landhelgis og björgunarstarfa. Sldpið er talið vandaðasta að allri gerð og er smíðað í Danmörktt, en þar hafa skipasmíðar gefist okkur íslend- i.ngum einna bezt að öllu saman lögðu. Sldpið ncfnist María Júlía, en þar bcr til að kona ein með því nafni, búsett á Isafirði, ánafnaði björgunarskútusjóð Vestfjarða allar eigur sínar eftir •sinn dag, en síðar hefur sjóðurinn verið efldur verulega og bar að sínum hlut kostnað af smíði skipsins, en umsjón með smíðinni hafði forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins. Með afhendingu þessa skips er orðið við kröfum Vestfirðinga um landhelgisgæzlu og björgunar- starfsemi, eii á hvorttveggja hefur skort um langt árabil, þótt björgunarsvcitir í landi hafi þráfaldlega unnið þar merkileg afrek, serp vakið hafa athygli víða um heim. Um sama leyti sem björgunarskúta Vestfjarða kom tii landsins, átti kvennadeild Slysavarnafélagsins hér í Reykjavík' tuttugu ára starfsafmæli. Formaður félagsins, frú Guðrún Jónasson, gaf blöðum nokkurt yfirlit varðandi starfsemina. Verkefni félagsins hafa verið þau helzt, að það hefur látið reisa scx skipbrotsmannaskýli, aðaHega á sönd- unum hér sunnanlands, en einnig á Snæfellsncsi og Vest- fjörðum, þar sem þörfin fyrir skýlin var einna brýnpst. 011 þessi skýli hafá verið búin nauðsynjum, og þar við- hafður annar búnaður, sem skipbrotsmönnum getur orðið til bjargar. Þá hcfur þessi félagsdeild lagt fram um eitt Iittndrað þúsund krónur til björgunarskipsins Sæbjargar Og svo loks nokkra f járupphæð til sjúkrabifreiðar. Þótt hér sé stildað á stóru, sannar það að konur lands- ins leggja björgunarstarfseminni slíkt lið að ekki verður of metið. Víst er að Vestfirðingar hefðu enn um skeið orðið að bíða björgunarskútunnar, ef kona hefði ekki lagt faönd á plóginn og gefið allar eignir sínar til byggingar sldpsins. Víst er einnig að skemmra væru skipbrotsmanna- skýlin á veg komin, ef ekki hefði notið öruggs stuðnings slysavarnadeilda kvennanna, víða um land, með því að kvennadeild Slysavaroafélags Reykjavíkur, hefur hér enga sérstöðu, bótt fjárframlög hennar og framkvæmdir séu mestar. Slysavarnadeildir kvenna hafa í rauninni forystu í björgunarmálunum á hverjum stað, að því er fjársöfnun varðar, eiga sinn þátt i undirbúningi framkvæmda og vinna af kappi og áhuga að framgangi þeirra, eftir að hafjzt hefur verið handa. Þótt mannskaðar.á sjó hafi reynst tilfinnanlegir það sem af er vertíð, hefur björgunarstarfið þó borið góðan árangur. Er þess skemmst að minnast að bjargað var þorra skipshafnar af olíuskipinu „Clam" er rak á- land við Reykjanes, og allri skipshöfninni af brezka togaranum, sem strandaði á Eldeyjarboðunum. Björgunarsveitir víða um land hafa sýnt lofsverðan áhuga í starfi og hvorki sparað fé né fyrirhöfn, til þess að verða skipbrotsmönnum að liði, er þörf hefur gerst. Þótt fáar björgunarsveitir hafi unnið önnur eins afrek og þær, sem kunnastar eru frá Vest- f jörðum og Snæfellsnesi. Fulltrúar slysavarnanna vinna ekki að því einu að tryggjá björgunarstarfsemi við sjávarsiðuna, heldur rcyna þeir einnig að koma fram ýmsum öryggisbúnaði öðrum í landi. Nýlega gaf einn erindreki Slysavarnafélagsins yfir- lit um stórbruna, sem orðið hafa hér á landi síðustu árin, cn. sem kostað hafa þjóðina milljónatttga tap, auk þess sem Mð óbeina tap er ómetið, sem af brunttnum hefur leitt, þar sem tíðast er um að ræða fyrirtæki, sem stofnuð hafa verið í þágu sjávarútvegs, landbúnaðar eða stóriðnaðar, en við slíkum áfölluni má þjóðin ekki. Athyglisvert cr í þesstt sambandi, að í flestum tilfellum cr talið að um íkveikju út frá rafleiðslukerfi húsanna sé að ræða, og sýnist þá skorta mjög á attkið eftirlit og auknar kröfur um allan frágang slíkra raflagna. Slysiriu verður ckki af- stýrt, eftir að það hefur að höndum borið, en mikið má gera til þess að koma í veg fyrir óhöpp, ef menn eru vak- andi og taka ráð sín í tíma. Þing S.V.F.Í. Pramh. af 1. idS^u 5. landsþing Slysavarna- félags íslands skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að hef ja framkvasmdir strax á sumri komandi á byggingu vita á Faxaskeri, en siy^avarnar- deildin Eykyndill ætlar að beita sér fyrir því að koma upp skipbrotsmannaskýli í vitanum. Þá voru ítrekaðar ýmsar tillögur, sem samþykktar voru á fjórða landsþinginu, sem haldið var fyrir 2 árum. Tillaga um björgunarskip. 1) Teljum brýna.þprf á staöbundnu björgunarskipi fyrir Norðurlandi og lýsir á- nægju sinni yfir því, aö stjórn S.V.F.Í., skuli hafa tekið þetta sérstaka áhuga- mál norölenzkra slysavarna- deilda upp á stefnuskrá sína. Væntir fundurinn þes.s eindregið, að unnið verði að heppilegri lausn þessa nauð- synjamáls í næstu framtíð. 2) Áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar að taka upp á f járlög yfirkomandi árs f jár- upphæö til að standast kpstnað af rekstri björgunar skips við Norðurlaná yfir haust og vetrarmárxuðina. 5. L^udsþing Siysavarria- félags íslands beinir þeirri áskorun til Flugráðs aö gerð ur verði öruggur náuðlend- ingaflugvöUur í nálægð Reykjanesfjallgarðs að aust- an tii öryggis þeim flugyél- um á leið til Reykjavíkur, sem ekki komast yfir fjall- garöinn vegna veöurs. Telur þingið uauðsynlegt að slíkur vöhur verði vel mei'ktur pg Útbúinn Ijpsum til nætur- lendinga. 5. Landsþing Slysayarna- félags íslands felur stjórn fé- lagsins að láta athuga hvað hagkvæmt er að gera til slysavarna á Mýrum og hefja framkvæmdir ef hægt er þegar sú athugun hefir farið fram. Frá Slysavarnamefnd. 1) 5. þing S.V-F.Í,, skprar á Skipaútgerð ríkisins vegna hinna miklu mannflutninga og slysahættu að hafa stór og örugg skip í förum milli Reykjayíkur og Vestmanna- eyja vetrarmánuðina minnst einu sinni í viku, svo fólk þurfi ekki að ferðast með smábátum þessa leið. 2) Áskprun til Fjárhags- ráðs Pg gjaldeyrisyfirvald- anna aö ieyf a Slysávarnar- félaginu að flytja óhindrað inn það, s§m féíagsstjórnin Itelur nauðsynlegt af björg- jUnartækjum og til yiöhalds þeirra 3) Þingið felur stjórn S- V. ;F. í., að beita sér fyrir því, í í samráði við - skipaeftirlit jiíkisins, aj5 fluttir verði inn heppilegir björgunarflekar | fyrir báta, er ekki er skylt að hafa björgunarbáta um borð eða ekki geta það rúms ins yegna, pg yerði þessum bátum gert að skyldu aö hafa þá um borð. 5. Landsþing skorar á Skipaeftirlit ríkisins að skylda togara og önnur stærri skip að hafa um borð sérstakar hreyfanlegar aust- ursdælur til vara, sem hægt er að færa um skipið eftir þörf. SUm&húííM 19/%K' Garfiasteetí 2 — Stml 729g x&wm Þjóðleikhúsið. — „Opnunar"-huglei6ing. |>á er hiö reistilega, fagfa Þjóöleikhús tekiö til starfa, og bærinn okkar oröinn ati'S- ugri en hann áSur var. Öll blööin i bænum hafa fariö lofsamlegum orðum tim hygg- inguna, og þeir, sem gist hafa þar innan veggja, virSas.t á einu máli um þaS, aö leiklist- inni séu nú bún hin glæsileg- usttt skilyröi. Þótt margir hafi komiS yiö sögu byggingarinnar, og lagt gjörva hönd á smíöi hennar, ber aS sjálfsögðu hæzt naín próf. Guöjóns Samúelssonar liúsameistara, en " hontun l>er fyrst og fremst aö þakka ár- angurinn. * jPg geri ráö fyrir þyí, aö þaö taki nokkurn tíma a'ö á.tta sig á því hversu verömætt þa-5 er þjóSinni og höfttðborg hemr ar aö hafa eígnast þetta hús, sem engan veginn stendur aí) baki fullkomnustu leikhúsum annarra þjóíia, og uni sumt íramar. Vonandi læra menn aö umgangast húsiö meö þeirri viröingu, sem því ber, og þeirri menningu, sem krefjast veröur aí einstaklingum. Þetta er sagt vegna þess, aö því miöur hefir of oft boriö á mikhi kæruleysi í umgengni um þaö sem vel er gert, og til aukiniia þæginda e'Sa yndisauka, og má þar eink- um benda á þá a'Sra .samkomu- staði í bænum, sem nýjastir eru af nálinni. * IJitt er þaS, sem brýna verSur sérstaklega fyrir leikhús- gestum og Þjóðieikhússtjóri hefir tekiö fram, en þaö er meö- f'erS reykfanga og elds. AL5 yisu er ]?annaö aS reykja nema á á- kve'Snum stöSum, svo sem ytra anddyri og kjallara. Ekki skal )ví spáS. hvort unt verði að framíylgja þeim kröfum til langframa, en hitt er víst, að cf óvarlega væri með eld farið í innri göngum og skála, stendur af því brá'S hætta. Á gólfum eru þykk og fögur teppi, eldfimir gúmmídúkar og viðarþiljur á veggjum í skála og sal. Ef Íeyfð- ar væru reykingar almennt, er sérstök ástæ'ða tíl þess að óttast það, aö einhverjir kynnu að kasta frá sér reykföngum í flýti, t. d. að loknu hléi milli JDátta, og þannig g'eta valdið tjóni, þó ekki væri nema hínúril leiöti brunablettum á teppum gólfa. Má þar t.il samanburðar benda á það, hvernig t. d. gólf- dreglarnir í SjálfstæSishúsinu voru orönir útleiknir af svort- um brunagötum eftir cigarett- ur, fljótlega eftir að húsið tók til starfa me'S veitingar og sam- komur. ¦Pyrir nokkru síSan birti eg hér mynd af fyrirhuguðu skipulagi umhverfis leikhús- bygginguna. Verður það næsta aðkallandi verkefni strax og á- stæöur leyfa a.S heíia þær fram- kvæmdir. sem þar haía verið á- formaöar og ákveðnar. Sú hhð málsins snýr einvörðungu aö Reykjavíkurbæ, og ekki er að eía, að hann muni flýta þessum framkvæmdum, þegar stjórn landsins hefir nú skilaö leik- húsinu. Eitf fyrst og fremst gerir þær .ráðstafanir nauðs}'n- legar, en þaö ertt bílastæðin, sem eins og sakir standa ertt meö öllu ófullnægjandi. Þess varð mjög áberandi vart undan- farin kvöld, er leikhúsgestir komti og fóru. Á meöan við svo ImiS yerður aö standá, er á. m. k. nauðsynlegt að lögreg!- an verSi all fjölmenn við ttm- ferðarstjórn á næstu gatnamót-: um og umhverfis sjálft leikhús- ið,.næst á undan pg eftir sýn- ingum. * Margt fleira þarf' a'ö ræða al- mennra hluta í sambandi vi'ð Þjó'ðleikhúsið, en hér verður láti'ð staðar numið að sinni. Hinar margvíslegu og alyeg fur'ðulegu kynjasögur uni ýms- ar framkvæmdir í þessu riúsi fyrr ,og síðar, munu vafalaust þagna e'ða skýrast á réttan yeg, fjegar almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér bygging- una af eigin sjón og raun. Margir „skáldsagnahöfundar" hafa þar að verki verið, og byggt sögur sinar á miður vel- viljuðum heimildum eða ímynd- un einni, án þess að hafa kynnt sér staðreyndir. í bili hafa þær raddir þagn- að fyrir öðrum sama eðlis og að mestu leyti sama uppruna, en það eru ,,opnunar"-áhyggjur, og hinar furðulegustu getsakir í garð leikhúsgesta um hvers- kyns óhóf í því sambandi. Ifafalaust hafa einhverjir gert sér dagamun í klæðttm við fyrstu sýningfar í húsinu,-------¦ og engum skynibornum manni þarí að koina slikt á óvart. Hitt er aftúr ósamboöið þeim, sem fyrir því standa, aö grípa úr lausu lofti tilhæfulausar slúðursagnir, að því er virðist í þeim tilgangi einum, að setja einhvern blett eða kiðindi á þá hátíð, sem hlattt að verða, þeg- ar hið langþráða I>jóð]eikhús var vigt til starfa í þágu list- anna og þjóðarinnar. En slíkar annarlegar raddir mtmu líka þagna, þegar þeir, sem móttækilegir eru fyrir þær, hafa fengið næ'gju sína. Hitt er aftur örttggt. að langsamlega meiri hluti íslenzku þjóðarinn- ar fagnar því af heilum hug, að vel hefir tekist, og væntir þess að leikhúsið verði jafnan fært ttm aö fullnægja því ,rnenningarhlutverki, sem því er ætlað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.