Vísir - 09.08.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 09.08.1950, Blaðsíða 1
«0. árg. |íá$Éte r“l Miðvikudaginn 9. ágúst 1950 174. tbl. M.s. „Hekla“ er á leið liing að frá Glasgow með um 150 farpega, þar af um 90 út- lendinga. 'Hér munu farþegarnir hafa nokkura daga dvöl, eins og fyrr í sumar, en héð- an fer skipið 14. þ. m. og þá um Færeyjar. í Thorshavn mun skipið taka um 50 Fær- eyinga til Skotlands og síö- an flytja þá aftur til Fær- eyja í síðustu Skötlánds- ferðinni í septemberbyrjun. veiar i fiugi. Norska safnið fil sýnis aimenningi. Búið er nú að raða og ganga frá norsku gripunum og fornminjunum sem Norð- menn gáfu þjóðminjasafn- inu. Verður þetta norska safn nú til sýnis fyrir almenning í nokkra daga og verður opn að á fimmtudaginn kemur kl 1 e. h. Verður safnið síðan opið (í þjóðminjasafnsbygging- unni nýju) daglega kl. 1—3 e. h. til 16. ágúst, og einnig að þeim degi meðtöldum. London (UPb — Laugar- daginn 29. júlí verður áreið- anlega talínn merkur dag- ur í sögu flugsamgangnanna, er tímar líða. Þá mun brezka flugfélagið BEA taka í notkún þrýsti- loftsknúnar flugvélar í flutn- ingum milli Parísar og Lond- on. Er það í fyrsta sinn, sem slíkar vélar eru notaðar til reglubinidins farþegaflugs og styttir flugtílnann milli þess- ara borga til mikilla muna. ir af sér iace sig ör Fram Engin síid. Síldveiðin liggur að heita má alveg niðri þessa dag- ana og ekki liefir frétzt um neina vei'öi í gœr eða nótt. Aðeins eitt einasta skip hafði fengið sæmilegt kast1 í gærkveldi. Það var ísborg- in frá ísafirði sem fékk 300 mál í kasti út af Glettinga- nesi við sunnanverðan Hér- aösflóa. Þoka var í morgun bæði yfir austur- og vestur-veiöi- svæðinu, en sæmilega bjart yfir Grímseyjarsundi og Skjálfanda. Reknetabátar, sem komu inn á Siglufjörð í gær héldu kyrru fyrir og fóru ekki á veiðar í gærkveldi. Harðir bardagar á miÖ- vígstöðvunum í Kóreu. líomniúnistar komnir yfir E\ianktnngfljét á 5 stöðum. Bandaríkjamenn hófu í gær gagnsókn á tveim stöð- um á norðurvígstöðvunum í Kóreu, en innrásarher kom- múnista hefir sótt á fimm stöðum yfir Naktungfljót og scekir nú til Taegu, aðseturs stjórnar Suður-Kóreymanna Harðir bardagar 1 geisuöu í alla nótt á þessum vígstöð- um og tókst hersveitum Bandaríkjamanna aö hrekja kommúnista nokkuð til baka á tveim stöðum, en inn rásarherinn hefir stækkað brúarsporða austan fljóts- ins á þrem stöðum og flytur æ meira lið yfir. Á suðurvígstöðvunum sækja hersveitir Bandaríkja- manna enn fram í áttina til Chinju, en kommúnistar hafa flutt mikiö varalið til þessara vígstööva til þess aö reyna að stöðva sókn þeirra. Ýmislegt bendir til þess aö , innrásarherinn sé nú enn I einu sinni að undirbúa stór- sókn til þess að knýja fram úrslit í Kóreustyrjöldinni áð ' ur en meiri liðsauki berst til | Fusan. Framsóknin hefir 'gengið miklu hægar undan- farha daga og varnarsveit- unum meira að segja tekist að sækja talsvert fram á tvennum vígstöðvum, í átt- ina til Chinju og hjá Yong- dok. Flugvélar Sameinuðu þjóö anna fóru í nokkra sprengju árásarleiðangra í gær meö góðum árangri. Henry Wallace, fyrrver- andi forsetaefni framfara- flokksins í Bandaríkjun- um, hefir sagt sig úr flokknum. Yar opinberlega tilkynnt í gær, að hann hefði farið úr flokknum, en ekki er þess neins getið hvaða ágreiningur hafi komið upp milli hans og flokksstjórnarinnar. Það er þó aðeins vitað að Wall- ace hefir lýst andúð sinni á stefnu Sovétríkjanna í Kóreumálinu og ekki ólík- legt að ágreiningur um það mál hafi orðið þess valdandi áð hann óskaði ekki Iengur að vera bund- inn flokknum, sem yfir- leit er skipaður róttækum mönnum. Eldur í véla Slölckviliðið var kvatt út í fyrradag vestur í Sörla- skjól. Þar haföi kviknað í út frá logsuöu í vélaskemmu,, — Komst eldur frá logsuðunni 1 benzín sem notað var til þvotta oog hreinsunar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var búið að kæfa eldinn og urðu skemmdir litlar sem engar. l4€ssiiliigáftr verðíi láísi- [ara fram á næsiunsii. Jafnaðarmannastjórn Hans Hedtoft í Dahmörku sag&i af sér í morgun og munu nýj ar kosningar verða látnar fara fram í Danmörku mjög bráðlega. Ástæðan fyrir því aö danska stjórnin segir af sér er, að fyrir þinginu liggur stjórnarfrumvarp um stór- auknar fjárveitingar til landvarna, og er ætlast til að fé til þessara fram- kvæmda veröi fengiö með auknum sköttum, tollum og lánum til margra ára„ Stjórarfrumvarpið var til umræðu í danska þinginu í gær og kom þá 1 Ijós, að þingmenn vildu ekki að frumvarpið yrði samþykkt nema efnt væri til nýrra kosninga vegna þeirra kvaö’a sem hin aukna útgjalda- byrði leggur á almenning í landinu. 430 milljónir. í frumvarpinu er gert ráö Lýsa kosningar ólöglegar fyrlr- fram. Hefir Kurt Scbumacbcr, foringi sósíaldemokrata, gert það að tillögu sinni, að þeim hluta þýzku þjóðarinnar, sem austan járntjaldsins býr, verði gert heyrin kunnugt, að frjálsir Þjóðverjar taki eklii mark á kosningum þeim, sem Rússar hafa boðað í október. fyrir 430 milljónum danskra króna til landvarna og verð- ur þetta fé ekki fengiö öðru- vísi en með auknum skött- um og tollum, en aulc þess gert ráö fyrir að danska rík- ið verði að taka lán til margra ára til þess aö rísa undir þessum útgjöldum. Gert er ráð fyrir stóraukn- um tollum á tóbaki, áfengi, bílum, benzíni og sælgæti. Hervarnaaöstoð. Landvarnaráðherra Dana skýrði frá því er frumvarpið var lagt fyrir þingið, að stjórnin byggist við því að fá verlega aðstoö frá Banda- ríkjunum í sambandi við efl- ingu landvarna landsins, en samt sem áður yrði að gera ráð fyrir að dregið yröi úr ýmsum framkvæmdum inn- an lands vegna þess fjár- magns er færi til þeirra. Ráð herrann taldi þó enga hættu á því að atvinna minnkaöi í landinu, þótt dregið yrði eitt hvaö úr öörum fjárfrekum framkvæmdum. Mœtir ekki andúð. Samkvæmt fréttum frá Kaupmannahöfn mætti frumvarp stjórnarinnar um eflingu landvarnanna ekki andúö þingmanna, en vegna þess hve mikiö fé er áætlaö áð fari til þeirra töldu marg- ir fylgismenn stjórnarinnar að nauðsyn bæri til að láta nýjar kosningar fara fram áður en frumvarpið yröi end- anlega samþykkt. Fæðingum fækkor i ilret- landi. London (UP). — Fœðing- ar voru í hámarki í Bret- landi á árinu, sem leið en fer nú fœkkandi aftur. Frá fyrsta janúar á þessu ári til 15. júlí fæddust ails tæpl.ega 210 þús. börn í Eng- landi og Wales, en næstum 220 börn fæddust á sama tímabili í fyrra. Fjöldi kvenna hefir verið tekinn í lögregluna í Tékkó- slóvakíu og eru þær víða látnar gegna störfum umferðar- lögreglu, eins og’ mynd þessi sýnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.