Vísir - 09.08.1950, Blaðsíða 7

Vísir - 09.08.1950, Blaðsíða 7
V I S I R 71 Sir John Russell kvaðst harma, að hann hefði ekki getað rætt fyrirætlanir de Norvilles við hana, en hann hefði ekki frétt nákvæmlega um þær fyrr en rétt áður. Hann féllist á þær í alla staði og vissi, að Hinrik kon- ungur og Jórvíkur-kardínall mundu fagna þeim. Hann hvetti hana þvi til að liafa samvinnu við de Norville á allan hátt og jafnvel þótt hún þyrfti að fórna einhverju, því að hún mætti vita, að slíks væri ævinlega krafizt af þeim, sem hefðu svarið krúnu og fósturjorð trúnaðareiða. Engar kvenlegar samvizkukenjar eða hugarvíl mætti letja hana, koma í veg fyrir, að hún legði sig alla fram. Þeir Chateau og Loquingham, fulltrúar keisarans, féllust einnig á uppástungur de Norvilles í 'nafni yfirmanns síns. „Og það væri réttast,“ sagði Sir John að endingu, „að þú giftist de Norville strax, þvi að mér skilst af því, sem hann hefir sagt mér, að þú munir betur geta starfað fyrir hann sem eiginkona en ógift. Hann hefir i dag fengið afhentan hluta lieimamundar þíns. Eg ætlast þess vegna til þess, að þú hlýðir mér í þessu. Guð varð- véiti þig.“ > Hún starði lengi á bréfið, þegar hún var búin að lesa það. Síðan leit hún upp aftur ag afhenti de Norville það. „Það væri hyggilegast, að þér eyðilegðuð það,“ sagði hún hljómlausri rödd. „Ef einhver fyndi það----------“ „Engin hætta á því,“ svaraði hann. „En fallizt þér þá á það, að veita mér nauðsynlegt vald?“ „Já,“ mælti hún og hikaði, áður en hún bætti við: „Þér getið reitt yður á mig að vissu marki.“ „Að hvaða marki?“ „Eg mun ekki glata sálu minni — jafnvel þótt bróðir minn, Englandskonungur eða keisarinn gefi skipun um það.“ Hann varð undrandi á svip. „Nú, þarna er þröskuldur, sem eg hafði sanarlega ekki átt von á. En þer talið annars í-gátum, ungfrú. Við hvað eigið þér berum orðum?“ „Eg er sömu skoðunar og hertoginn af Bourbon. Ef ætlunin væri til dæmis að myrða konug, þá mundi eg ekki vilja þar hlut að máli. Að taka mann höndum er ekki annað en það, sem oft er gert í stríði. En eg vil ekki keyra rýting í bak honum.“ Einhverra. hluta vegna var de Norville á svipinn eins og maður, sem hefir spilað vel, og veit það. „Eg hefi þegar fullvissað yður um það atriði.“ „Gott og vel. Hvernig er þá ráðagerðin?“ Hann lýsti nú áfonnum sínum í einstökum atriðum. Innan viku eða tíu daga, vonaðist hann til að geta, með aðstoð Anne, fengið konuginn til þess að heimsækja sig í höll sinní í Forez, sem var urn það bil eina dagleið í burtu. Þar væri nóg af ýmislegu, er gæti hugtekið kon- unginn. Húsið sjálft var að áliti de Norville svo glæsi- legt, að annað eins fyndist tæplega nema á Italíu. Þar var gnótt veiðidýra, en aðalatriðið var þó, að Anne átti að vera eins konar húsfreyja. Konugurmn myndi vafa- laust ekki fara í slíka heimsókn nema þá á laun, og þá yrði ekki margt varðmanna með honum. Á gefnu augna- bliki átti svo sérstaklega valin sveit hermanna liertog- ans að koma til skjalanna. De Norville mælti brosandi: „Það verða óvenjulegir hveitibrauðsdagar.“ „Hveitibrauðsdagar ?“ „Já. Þér hafið lesið bréf bróður yðar. Og eg býst við, að konungur Frakklands sé ekld síður meðmæltur giftingu okkar en Englakonungur. Hann hefir meira að segja gef- ið í skyn, að hann geti hugsað sér að vera viðstaddur at- höfnina.“ „Hvers vegna ætti hann að vilja giftingu okkar?“ De Norville yppti öxlum. „Ung kona, gift, er girnilegri. Þetta er einn af duttlungum hans.“ Hinar löngu ermar á yfirhöfn Anne huldu kreppta hnefa hennar. En hún stillti sig, og engin svipbrigði sá- ust á henni. Nú var skákin komin á háskalegt stig. Jean de Norville var ekld eini framgjarni aðalsmaðurinn, sem vildi selja líkama konu sinnar vegna metorðagirndar sinnar. Var ekki sjálfur bróðir hennar í vitorði með hon- um? Þó fór hrollur um hana við tilhugsunina. „Við skulum fresta^ þessu um hríð.“ „Fresta ? Hví þá fresta þessu?“ „Vegna þess, að eg tel giftingu ekld nauðsynlega til þess að ná settíi marki. Þér getið látið mig fá gæzlukonu i liúsi yðar. Ef konugurinn fellst á að heimsækja yður, og ■*ef hoijum geðjast að mér, þá mun hann vafalaust ekki draga af sér, þó að eg sé ógift.“ „En hvers vegna fresta þessu?“ Hún hnyklaði brúnirnar. „Herra de Norville, mætti eg vera eins einörð og þér?“ „Endilega, ungfrú.“ „Nú, jæja. Cr því að við erum, eins og þér segið, ver- aldarvant fólk, þá ættum við að láta tilfinningamál afskiptalaus og skoða giftingu frá mínu hagmunasjónar- miði, ekki síður en yðar. Og ef ég á að vera alveg hrein- skilin, þá treysti eg yður ekki lengur en að því marki, er hagsmunir yðar segja til.“ Það má segja de Norville til hróss, að hann virtist ekki móðgaður. Þvert á móti vottaði fyrir aðdáun í augum hans. „Þér eruð kæn, ungfrú.“ „Og eg hefi ekki í hyggju að ofurselja mig yður,“ sagði Anne, „fyrr en eg veit svolítið lengra fram í tím- ann, Látið framkvæma ráðagerðir yðar. Þér fáið hertoga- dæmi yðar. Bróður mínum er þá innan handar að gefa yður mig sem kvonfang. Þá skulum við giftast, ef það virðist hagkvæmt.“ „Konugurinn kynni þó að óska--------— “ „Ekki, ef þér viljið fá mig til að hjálpa yður við ráða- gerðir yðar.“ „Og er þetta hlýðni yðar við Sir John og þjónusta yðar við England ?“ „Eg tel mig þjóna Englandi vel í þessu.“ Henni lil undrunar var enn meiri aðdíftinatsvipur á honum. „Svei mér ef við erum ekki sköpuð hvort fyrir annað. Eg skal játa, að frátekinni fegurð yðar, leit eg á giftirigu okkar eingöngu frá hagkvæmnissjónarmiði. En, Þakkir tð . S.Í.B.S. SlBS hefir á þessu sumrl aukið nýjum þætjti í sitt á- gæta starf, en sú nýbreytni var upptekin, að í hálfsmán- aðar sumarleyfi vistmanna að Reykjalundi var fyrrver- andi berklasjúldingum gef- inn lcostur á að dveljast }>ar sér til hvíldar og hressirigar. Við, sem fyrir þvi liappi urð- um, viljum með þessum lín- um færa lækni staðarins,. herra Oddi Ólafssyni, yfir- hjúkrunarkonunni, frökere Valgerði Helgadóttur? vist- mönnum, starfsfólki og öðr- um, sem að sumardvöl þess- ari stóðu, okkar alúðlegustn þakkir fyrir hugkvæmni„ góðvild og ágætan aðbúnað. Megi Reykjalundur blómg- ast og blessast og starf SlBS uppskera eins og til er sáð með hugsjóparíku og’ dáð- mildu slarfi og trú á mann- göfgi og'- líknarlund. Undii'* kjörorðinu: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar, liafa á undan- förnum arum verið unnini þvínær einstæð afrek. Kærar þakkir. Sumargestir í Reykjalundi. virkjunarinnar. Innkaupatöskur Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstaréttarlögmenn Oddfellowhúsið. Simi 1171 Allskonar lögfræðistörf. LJÖSMYNDASTOFA ERNU OG- EIRlKS -4 er í Ingólfsapóteki. <> BEZT AÐ AUGLYSA1VISI c. a.Bwfouahii _ TARZAN - m aftur, en fann Jana hvergi. langt af sjálfsdáðum. hana?“ liugsaði Gridley. iicnnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.