Alþýðublaðið - 28.09.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.09.1928, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 kemur út á hverjum virkum degi. Aígreiðsía i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. tll ki. 7 siöd. Skrifstofa á sama staö opin ki. 101/, árd. og kl. 8 — 9 síöd. Sirnar: 988 (áigreiðslan) og 2394 (skrifstoian). Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, simi 1294). Þeir, sem ísinn brjöta. Bólu-Hjáilmar hefix orkt kvæði, þar sem hann syngux þeim lof, er ísinn brjóta. — Hjálmar gat orkt um hlutskifti þeirxa af skiilningi, vegna þess a'ð hann sjálfur var einn þeirra, er berjast við ísinn, hinn andlega ísinn samtíðax sinn- ar, og hinn raunverulega ís einnig. Samtíðin skilur aldrei verk þeirra manna, sem brjóta ísinn á leiðum hennar. Hún vinnur jafnvel þau óheiliaverk að magna* hatursstorma og reka ísborgix að þeiom, er berjast gegn öllum ísum. Hún skilur ekki, að þeir eru að brjóta ísinn til þess að greiða henni leið til andlegra og líkam- legra heifla. Pað er jafnan erfitt hlutskifti að brjóta ísinn. En þrátt fyrir það hafa margir valið sér það hlutskifti. Sumir þeirra — flestir, hafa orðið úti á ísauðnun- um. Aðrir hafa unnið sigur, en þeir hafa verið sárfáir. — En eftir fall ísbrjótanna hafa þjóðirnar flykkst i slóðir þeirra. Pá hafa mennirnir skilið, að verk þeirra voru gerð i þágu mannkynsins.jþá hafa mennimir fafnvel beygt sig niður og kyst fótsporin, sem þeir, er ísinn brjóta, hafa rnarkað. Þá hefir blóðið verið skolað af klöppinni — með tárum arfa þeirra, er úthýstu brautryðjendun- um. — Það er eins og mannkyn- inu séu þau örlög sköpuð að fara ifla með sína beztu menn. ísienzka þjóðiin hefir ekki verið þar eftirbátur annara. Hún hefir efcrnig grýtt sína beztu syni — grýtt þá og' ofsótt — en er þeir voru falinir, grét hún þá og til- bað. — Fyrst að myrða — og svo að syrgja. Pað eru ill örlög. . Menn eru til með þjóð vorri nú, er berjast við að brjóta ís- inn, en „máttarstó]parnir“ ofsækja þá og fyrirlíta. — Pað er hlut- verk binnar vinnandi alþýðu, fóiksins, er ekkert á, sem engu hefir að tapa, að hylla þá þegax í lifanda lífi, er brjóta ísinn. — Vel er, ef íslenzk alþýða öðlalst svo. rnikinn skilning og svo mik- Íð víðsýni, að húp' geri það. Þá imun margri veiðivök haldið op- inni' á hennar vonarísum og miörg sund opnast, sem áður sýndust með öllu lokuð. Bankahmn i DanmSrku. Prívatbankinn hætti útborgunum í morgun. Viðtal við bankastj. Landsbanka og íslandsbanka. Sú fregn barst hingað í moxgun, að þriðji höfuðbanki Dana, Privat- bankinn, fcefði í morgun, eftir ár- anigurslausar samningatilrauinir, orðið að loka og auglýsa, að hann fcætti öllum útborgunum að sinni Privatbankinn hefix haft mikiJ viðskifti fcér á landi. Hann hefir verið aðal viðskiftabanki islainds- bankia og auk þess hefir fjöldi íslenzkxa manna og félaga jafnan skift við ha'rm, einkum geymit þar fé tíma og tíma. Það er auðvitaö alls ómögulegt að gizka á það að svo stöddu, hvort einstakir menn eða félög hér á landi verða fyrir tjóni vegna stöðvunar bankans, en það getur þó tæpast orðið mjög verulegt. Hitt skiftir mestu, fcvort stöðvunin hefir áhrif á hag bankanna. Ritstjóri Alþýðublaðsins hringdi jrví til Landsbankans og átti tal við L. Kaaber bankastjóra. pér fcafið auðvi-tað fengið fregn- ir af stöðvun Privatbankans. Hef- ir Landsbankkm haft miikil við- skifti við fcann, og hefír stöðvun- in nokkur áhrif á hag Lands- bankans? spyr ritstjórinn. Við fcöfum fengið símskeyti um, að bankanum hafi verið lokað í morgun, en engar nánari fréttir. Við höfum engin viðskifti haft við Privatbankann, svo að stöðvun fcans hefir alls engin áfcrif á hag Landsbankans. Pá átti ritstjórinn tal við Sig- urð Eggerz, bankastjóra íslands- banka. Var ekki Privatbankinn aðal viðskiftabanki ykkar í Danimörku ? Hvaða áhrif hefir stöðvun hans á hag Islandsbanka? spyr ritstjór* inn. Svar banikastjórans var á þessa leið: „Jú, hartn var aðalviðskiftabanki okkar í Danmörku. En stöðvun PTivatbankans hefir engin áhrif á islandsbamka, því að viðskifti vor við Privattónkann hafa nú all lengi að eins verið í því fóljgin, að vér fcöfum hagstæðan fastan, afborgunarsamniing um skuld vora við Privatbankann, sem ekkert veröur tóggað við, hvernig sem fer um Privatbankanin, og svo hefir Priivatfcanikinn emn fremur haft á hendi útborganir fyrir oss á fé, sem vér jafnóöum höfum greitt fconum. Hins vegar eigum vér ekkert inni fcjá Privatbank- anum og getum því engu tapaö." Jón gullmuður. ViOoerA Mentaskölans. í gær bauð dómsmálaráÖherra blaðamönnum að skoða Menta- skólann. Voru þrír þar saman komnir kl. 4 sd. Og er því sízt að neita, að mikil umskifti eru orðin frá því í sumar. Öll gólf á neðstu hæð eru nú dúklögð og veggirnir iagðir striga, vandtega máluðum. Gert hefir verið við borð kennara og iærisveina,. svo að þau eru óþekkjanleg frá því, sem þau voru í sumar. Ein kenslustofan hefir verið gerð að fataherbergi. Er gangur eftir miðri stofunni, vel breiður, og tvær stúkur til hvorrar handar með fatasnögum. Eru snagarnir um 220. i kennarastofuna er kom- inn „vaskur“, og vatnssalernin eru nú 7 í skólanum í stað þriggja, er áður voru. Á annari hæð hefir verið gert við loftið á ganginum, og á þriðju hæð búin út stofa fyrir náttúrufræðikensiu. Er inn- angengt úr fcenni í lítið her- bergi, og er náttúrugripasafmð 1 því og skápum í stofunni sjálfri. Parna var Guðmundur Bárðarson að koma safninu fyrir, og taldi bann þetta fyrirkomuiag til stórra bóta. Nú á og að fara að gera við teikfimishúsið — og er ekki vafí á því, að skólinn verður stóruim visttegri og skemtitegri en áður. Heimram og Hugo Stinnes Milljónamenn og Metternich á Jóhannesarbjargi. Ferðabréf. ---- NL Svo víkur sögunni að Metter- nicfc á Jóhannesarbjargi. Eins og þú rnanst, segir í Heljarslóöanorr- ustu, að Metternich, ráðherra Franz Jósepfcs Austurríkiskeisara, byggi á Jóhannesarbjargi. I þá daga voru menn ekki búnir að finna upp hlutabréfin og þektu ekki kaupfcallarbrásk, og því var auðveldi fólgið í landeign og kvikfjáreign. Það auðveldi hefir sennilega ekki verið fcóti fcentara fyrir þjóðfélagið eða öreigana fceidur en braskaraauðveldi vorra tíma, en einhvern veginn fiinst manni það vera mannlegra í eðli sínu; skepnuskapur kauphaliar- brasksins kom ekki þar fram. En Metternich hefir þá eftir þessu verið auðvaldur á vísu sininar tíð- ar. „Hanin býr í fjalli því", segir Gröndal, „er Jóhannesarbjarg heit- ir; það fjall er alvaxið vínviði og kemr þaðan enginn ófuHr nema Metternicfc." Fjali, sem er víni vaxið, er ekki lítill auður, það þarf ekki meira jarðsvæði vini vaxið en sem að ummáii til stenzt á við 4—5 venjulega íalenzka sveita-káigaröa til þess að fteyta fjölskyldu vel fram. Ég hefi alt af hingað til haldið, að þetta Jó- hannesarbjarg væri hugarburður Gröndals eiim, og svo er um fleiri menn, sem lesið hafa Heljarslóðar- orrustu með ánægju og athyglii Allir kannast við Rínarvín, það er heimsfrægt, guit og glært og ailsúrt nema sprottið sé á beztu sólarsumrum, þá er það súrsætt og einkar ljúffengt og batnar að dómi fiestra með aldrinum. Ekki skal ég þó gera mikið orð á þvi. Fyrir allmörgum árum drakk ég glas af Rínarvíni í ráðhúskjallar- anum í Brimum. Var vínið frá 1623, það er að segja frá dögum Kristjáns IV. Það er kallað pteist- ulavín, af þvi að það er geymt á 14 fötum í hvelfingum undir ráð- húsinu. Stendur stærsta fatið i miðjunni og er kailað Kristur og 12 föt í hvirfingu í kring um það og heitir hvert þeirra í fcöf- úðið á einuin postula. Úti í homi stendur 14. fatið, en það heitir Júdas og er haft undir fcrat. Vínið er rándýrt, eitt rómverjaglas (Römer) vel vænt vingla'S, af því kiostaði að mig mínn,ir 4 mörk. Petta vín var svo súrt, að ég gat ekki drukkið það nema ég téti sykur saman við. En það fcafðl eitt til síns ágætis, sem nýtt vin fcefir ekki- Það var iimurion. Þegar glasið var komið á borðið, lagði þýðan rósailm fyrir vit manni, og hann breiddits um all- an saiinn. Petta vín vex í endi- löngum Rínardalnum, frá því skamt fyrir sunnan Mainz og alla leið norður undir Koblenz, á rúmui 100 km. svæði. Vínviðurinn vex frá fljótsbakkanum upp eftir brekkunum og upp að sléttunni fyrir ofan, en þegar þangað kem- ur, dafnar fcann ekki lengur sakir næðinga og kulda. Begggja vegna við fljótið er hver smábæriim eftir annan með upp undir 10,000 íbúa, en flestir þó minna. er allix hafa vínframleiðslu að einkaat- vinnu, og kennir hver borg sitt vln við sig. Vínið frá Nierstein er kallað Niersteiner, vinið 'frá Freiweinheim er kallað Weinhei- mer og vínið frá Rudesfceim er kallað Rildesheimer o. s. frv., alt nafntogaðar víntegundir. - Ég fór um daginn á skipi niður eftir ,Rín. Ég virti; á leiðinni fyrir mér vínþorpin og vínbrekkurnar fögru' í kring, en kúnnimgi mintn, sem, ættaður var úr Rínardalnum, var að segja mér hvað þetta og hitt væri. Þegar við vorum komnir norður að Geisenheim, var hann að segja mér, að í því þorpi værii ólíkt aðfcafst, þar væri bruggað eitt hið ágætasta kampavin og þár væri ein frægasta ölkeldan í Rínardalnum, en þær eru margar þar, og væri ölkelduvatnið flutt þaðan víðs vegar um Pýzkaland,. enda befi ég drukkið það. Porpið ligguT á litlum völlum á fljóts- bakkanum, en upp yfir þorpið. gnæfir fell, sem er „alvaxið vín- viði“ og uppi á fellsbrúninni stendur höli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.