Vísir - 10.07.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 10.07.1951, Blaðsíða 4
& V I S I R wisize. DAGBLAfi Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa Austurstræti 1, Otgefandi: BLAÐADTGÁFAN VISIR H.F, 'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 75 aurai Félagsprentsmiðjan h.f6 Samnorræna sundkeppnin. ||ú fer að verða hver síðastur vilji menn taka þátt í sam- norrænu sundkeppninni, en til hennar er stofnað í þvi augnamiði að kanna hversu víðtæk sundkunnátta er i hverju landi. Ýmsir þeir, sem ekki hafa stundað sund ura lengri eða skemmri tíma, telja tilgangslaust cða veigra sér við að leggja upp í að synda þessa vegarlengd. Sann- Jeikurinn er sá, að þetta er þó barnaleikur einn, enda er hér ekki undir hraðanum komið og ekki þarf mikið þol til að ljúka rauninni. Það getur hver sá gert, sem einhvern- tima hefur lært að fleyta sér. Sund gleymist ekki frekar en ýmsar aðrar íþróttir. Engri þjóð er meiri nauðsyn á almennri sundkunnáttu, en okkur Islendingum. Til þess ber öðru fi’ekar að við erum eyþjóð, sem verðum að stunda siglingar og sjó- róðra til þess að fleyta fram lífinu. Hér fyrr á árum voru þess mörg dæmi, að bátar fórust við landsteina, en engum manni varð bjargað, af þeim sökum einum að sund kunnu menn ekki. Enn í dag ber það við að ósyndir menn lenda i lífsháska, sökum þess að þeir hafa ekki átt þess kost að læra sund, cða ekki viljað sinna því, en ótalin eru dæmi þess að sundmenn hafa bjargað þeim frá druknun. Fyrir skömmu bar það við á togara einiun, að ósyndur maður féll útbyrðis. Félagi hans varpaði sér þá fyrir borð, tókst að ná á honum traustu taki og'hélt honum ofansjávar þar til báðum var bjargað upp í skipið. Slík dæmi mætti mörg rekja, en öll sanna þau að sund- kunnátta er hverjum einstakling nauðsyn. Þegar stofnað er til slíkrar sundkeppni, sem hér um ræðir, mega menn ekki liggja á liði sínu, eða stuðla að því að íslendingar tapi í keppninni fyrir tómlætis sakir. Hér í blaðinu var þess getið i gær, að Skaftfellingar hafa sýnt þann dæmafáa áhuga, að bua til sundpoll, án þess að hafa heitt vatn til umráða, og æfa þar sund til þess eins að þeirra hlufur gkyldi ckki eftir h'ggja í kcppninni. Þetla er skemmtilegi" fordæmi, enda ættu þá þeir, sem gréiðan aðgang eiga að sundlaugum ekki að láta undir höfuð leggjast að þreyta sundið og leggja þar með lóð sitt á metaskálarnar. Framkvæmdanefnd sundkeppninnar hér í bæ, skoraði í gær á Reykvikinga að Ijúka keppninni, og gat þess að takmarkið væri að Reykjavík leggði til jafnmarga þátttakendur og öll önnur byggðalög landsins. Haldið uppi heiðri höfuðstaðarins og ljúkið keppninni, þótt á síðustu stund sé. Úrslit í Mýrasýslu. |£osningaúrslit í Mýrasýslu eru nú kunn og fóru leikar svo, að Andrés Eyjólfsson, bóndi í Síðumúla var kosinn með fárra atkvæða meiri hluta. Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, Pétur Gunnarsson, jók fylgi sitt mjög’ ýerulega, en Andrés tapaði allmörgum atkvæðum, ef miðað cr við fylgi fráfarandi þingmanns héraðsins. Sýnir þetta hvert straumurinn liggur, sem og að frávillingar njóta hvorki trausts né fylgis, þótt ávallt sé kastað á þá nokkrum atkvæðum. Bergur Sigurbjörnsson naut stuðnings kom- múnista og þjóðvarnarmanna, cn betur hefði verið héíma setið cn af slað farið. Andrés í Síðumúla er gáfaðitr drcngskaparmaður, vin- sæll og vel látinn af öllum i héraði. Þrátt fyrir það tapar hann fylgi því, sem fúlltrúi Framsóknar riaut áður. Pétur Gunnarsson er utanhéraðsmaður, en kunnur að dugnaði og drengskaþ í baráttu og hefur hann því aflað sér trausts manna og kjörfylgis. Nu er jiað vitað að menn kjósa frekar innanhéraðsmann en aðvifandi frambjóðanda, sc þess nokkur kostur, en af ölluin þeim sökum mun Andrés hafa fcngið meira fylgi en Framsóknarflokkurinn nýtur í hér- aðinu. Hitt er aftur vist, að ef stjórnarsamvinnan rofnar og hinar pólitísku línur skýrast, þá er frambjóðandi FramsÖknar, hver sem Iiann verður, kolfallinn, eri SJálf- stæðisflokkurinn vinnur sýsíuna. 20 ára haiaraafmœli: Veriö meðal fiska í fjöngla skógum um 20 ára skeið. Viðtal við Oskar JóiiaisisoiB. Tuttugu ára kafaraafmæli á í dag Óskar Jónasson, gamalkunnur Reykvíkingur. En öll þessi ár hefir hann starfað á skipum Skipaút- gerðar ríkisins, lengst af á varðskipinu Ægi. I tilefni afmælisins hefir Vísir átt stutt viötal við Óskar varðandi störf lians á hafsbotni. En Óskar er fædd ur í svokölluðum Brunnhús- um við Suðurgötu fyrir 53 árum. — Hvenær lærðuð þér að kafa? ' — Það lærði eg á danska björgunarskipinu Geir á ára bilinu 1920—’24. Samt vann eg aldrei sjálfstætt að kaf- arastörfum á meðan eg var i danskri þjónustu. En þann 10. júlí órið 1031 réðst eg sem kafari á varðskipið Ægi og hefi nú unnið að þessu siðan. — Alltaf á Ægi? — Það raá heita svo. Um tveggja ára bil vann eg til skiptis á Ægi og Óðni og1 auk jiess var eg lánaður um • stund til Bretanna á her-J námsárunum ,en annars hefi eg alltaf verið á Ægi. — Eigið þér ekki starfs- met í yðar grein? j — Ekki þori eg að segja neitt um það. Eg hygg að. sumir kafaranna séu eins gamlir í lietlunni og eg, en| liinu býsl eg ekki við að neinn íslenzkur kafari hafi, unnið jafnmikið að viðgerð og björgun skipa sein eg. [ — I hverju hafa þessar að- gerðir verið fólgnar? j Ýmsu. Gert við leka í bátum og skipum, losað víra úr skrúfum, Bætt göt á sokknuni skipum og þar fram eftir götunum. — Hafið þér hugmynd um hvað þér liafið kafað oft? — Nei, eg hefi ekki nennt að skrifa það niður og það er svo oft að enginn dauð- legur maður myndi leggja það á minnið. Vikum sam- an kafa eg stundum oft á dag en svo líða aftur tímar, sem eg þarf ekki að fara niður. Annars er það mikill fjöldi skipa, sem cg liefi bjargað, og það ekki aðeins íslenzk skip, lieldur af ýmsu þjóð- erni, og hæði stór skip og smá. — Er ekki misjafnlega erfitt að fást við störf á hafs- botni? — Mjög. Það fer eftir ýmsu svo sem dýpi, botni og veðri. Eg hefi t. d. oft kafað á 20 mctra dýpi og þar yfir, en til þess þarf bæði sterkari loftdælur og fullkomnari út- búnað að öllu leyti. Svo fer það eftir botninum liversu erfitt er að fást við vinnu Þriðjudaginn 10. júlí 1951 neðansjávar. í lcðjubotni þyrlast leðjan upp og því erfitt að sjá, ef maður þarf nokkuð að hreyfa sig að ráði. Auk þess er erfitt að komast áfram ef leðjan er mjög mikil. — Er ekki hættulegt að kafa? -— Það eru svo mörg störf hættuleg, og ekki hættulegra [að kafa en hvað annáð. Eg; lliefi aðeins einu sinni orðið jfyrir óhappi við köfun. Þá ,var eg að kafa við belgiskt skip, stærðarbákn, sem strandaði vestan við Hjör- leifsliöfða. Brim var mikið og' það kastaði mér á skipið. Eg meiddist töluvert en gat samt gefið merki og var , dreginn upp. — Hvernig er um að lit— ast á liafsbotninum? — Það er heimur út af fyrir sig og allmjög' frá- brugðinn þvi sem við sjá- um dags daglega. Þarna eru undarlegustu litir og lit- brigði, fiskarnir í sjónum skoða mann sem nýstárleg- an kunningja og synda allt i kring um mann. Og þar sem mikill þönglagróður er, sýnist hann sem fegurstí skógur. Allt verður þetta þó miklu ævintýralegra við Ijós, en við verðum oft að vinna við ljós þar niðri. — Það er mikil ábyrgð, sein livilir á ykkur köfur- jum. | — Já, það er nú einmitt það. Sjómönnum er sama lum fárviðri og stórsjói, en jþeim verður ekki um sel ef Iþeir hafa grun um að fleyt- 'an sé lek. Okkur köfurunum er því lagt líkt á lijarta að inna verk okkar vel og sam- jvizkusamlega, þvi að bæðl jverðmæti og mannslif eru í jhúfi ef við bregðumst skyldu okkar. Og það vona eg að: 'enginn kafari láti um sig; spyrjast. Þannig fórust Óskari kaf- Framh. á 7. síðu. ♦ BERGMAL ♦ Margir hafa orðið til þess að veita því athygli, hve litla rækt við íslendingar leggjum við ýmis menningar- verðmæti forn á þessu landi. Alkunna er, að umgengni okkar flestra um fornhelga sögustaði er raunalega ábóta- vant, og nægir það, sem skrifað hefir verið um það, til þess að fylla gilda hók. Meðal þeirra staða á íslandi, sérii hæst ber i sögunni og vit- und almennings, auk Þingvalla, má vafalaust telja Reidíholt í Borgarfirði, þar . sém frægasti Islendingur f.yrr og siðar og mestur snillingur í meðferð tungunnar, bjó og lct lif sitt. — Fyrir fáum árum sýndu NorS- inenn okkur það vinarbragð, aö reisa þar styttu af Snorra, er gerð var af mesta mynd- högg.vara. þeirra, Gustav Vige- Jand. Eg heföi ekki komig í Reykholt siðan styttan var reist, og brá mér þangað um daginn. Um lei‘5 fýsti mig að skoða þau mannvirki eða vegs- ummerki, sem talin eru frá tíS hins mikla sagnaritara, Snorra- laug og' jarðgöng, sem talin eru hafa legið frá bæ hans., íj: * Laugin var þarna á sínum stað, en virðingarleysið og vandalisminn hafði sett sinn stimpil á laugina og þarmeð þenna fornhelga stað. Ýmis- legu rusli hafði verið kastað í laugina, og var ekki annað sjáanlegt, en að önnur sorp- geymsla væri ekki á staðn- um. * Vatnssósa tunnustafir lágu á botni laugarinnar og þaS glitti ógeSslega í ræksni af smurn- ingsolíudós. Engin skilti eSa merki voru þarna ferðamönn- um (sér í lagi útlendingum) til leiðbeiningar, sem sjálfsögS hefSu verið talin með öðrurn þjóðum, sem flestar kunna betur að varðveita fornhelgar minjar, þótt margar liafi ekki af slík- um að státa eins og höfuðbólí Snorra ogalaug hans. Trúlegt þætti mér, aö Norðmenn gengju. betur um EÍðsvöll eða Bretar um hús Shakespeares en við um. Reykholt. * Það er skýlaus krafa allra. sæmilegra manna, að betur sé gengið um slíka staði á ís- landi. Hafi t. d. krakkar eða aðrir óvitar fleygt rusli í Snorralaug, her staðarins fólki að sjálfsögðu að þrífa hana, en jafnframt ættu þeir aðilar opinberir, sem um þessi mál f jalla, að láta setja upp smekkleg upplýsinga- spjöld eða skilti, á íslenzku og einhverju öðru eða ein- hverjum erlendum tungu- málum, þar sem greint er stuttlega frá, hvað þarna sé að sjá o. s. frv. En sjálfir getum við kappkostað að um- gangast slíka staði með þeirri virðingu, sem við á Annað er viUimeimska. ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.