Vísir - 06.11.1951, Blaðsíða 1

Vísir - 06.11.1951, Blaðsíða 1
41. árg. Þriðjudaginn 6. nóvember 1951 256. tbl. Alcide de Gasperi, forsætisráðherra ítala, var nýíega á ferð í Bandaríkjunum og- heimsótti þá m.a. Truman fcrseta. Myndin var tekin, er Trumari býður dé Gasperi velkominn. á rehnei semnilegia hsetí. FaxasöStunm nemur rúm- lega 66 þús. tunnum. Síldarsöltun er lokið og til dagsins í gær var búið að salta 65214 tunnur, en laus- lega áætlað að I gær hafi bætzt við um 1000 tunnur. Er það nieð búið að salla allt það síldarmagn, sem samið hefir verið um sölu á í haust, en það eru fjögur lönd sem keypt lxafa af okkur framangreint síldarmagn. Þau eru Finnland, Pólland, Danmörk og Svíþjóð. í fyrra nam söltun Faxa- síldar 131.708 tunnum, en þá stóð síldarsöltunin fram í desembermánuð. Síldarsöltun var á átta stöðum og skiptist hún til dagsins í gær svo sem hér segir: Vestman naeyj ar 5888 tunnur, Þorláksliöfn 1202 tn., Grindavík 9043, Sandgerði 10783, Keflavík 20510, Hafn- arfjörður 8103, Reykjavík 2634, Akranes 7051 tunnur. Sfþjrstu sildarsaltendur eru Jón Gíslason Ilafnarfirði 3678 tunnur, Margeir og Björn í Keflavík 3429 tunnur, Steingrímur Árnason Kefla- vík 3420 tunnur og Óskar Halklórsson Sandigerði 3331 tunnur. Nokkurir bátar lialda sild- veiðum enn áfram og veiða í frystihús. Um veiði í bi'æðslu verður naumast að ræða fyrr en þá að stórfelldar sildar göngur hæfust. Umræður um hásætisræðu konuUgs byrja í neðri mál- stofu þíngsins í dag og verð- ur lialdið áfram út vikuna. ri sviptnr rétti til s I rr< Flugfélag íslands flutíi í s. I. ntánUði meira vörumagn heldur en í nokkurum mán- uði áður. * AIIs námu vöruflutning- arnir 108435 kg. og þar af hér innanlands 87470 kg. Er það 40% nieiri vöruflutnirig- ar, en á sama mánuði i fyrra. Mestir liafa vöruflutning- ar orðið áður i október 1949 og flutti félagið þá röskar 80 smálestir. Mestir eru vöruflutning- arnir milli Öræfa og Reykja- viknr, en Öræfingar flytja svo að segja allar sínar vörur og afurðir með flugvélum. Farþegar nxeð flugvélum F. í. í s. I. októbermánuði voru 1458, þar af 1166 innan- lands og 292 niilli Ianda. I sama mánuði i fyrra voru farþegar nokkru fleiri, sem stafaði m. a. af því að Gull- faxi fór þá í nokkurar Ieigu- ferðir með farþega milli landa. Keflvíkingur seldi fyr ir 14,597 stpd. í gær. Engin sala í Þýzkalandi í þ. viku. B.v. Keflvíkingur seldi ís- fiskafla í gær í Hull, 4179 kit fyrir 14.597 stpd., og er það hæsta ísfisksala íslenzks tog- ara frá því 23. apríl s. I. B.v. Hallveig Fróðadóttir seldi ísfiskafla í Hull í gær, 3851 kit fyrir 11.801 sterlings- pund og er það ágæt sala. W Þá seldi v.b. Valþór frá Seyð- isfirði í Aberdeen í gær — 672 vættir — fyrir 2182 stpd. Er það líka ágæt sala. Eftirtaldir togarar selja í Bretlandi í þessari viku: Surprise, Goðanes, Hafliði, Neptunus, Pétur Ifalldórsson og Fylkir. Enginn togari er sem stendur á leið til Þýzkalands og enginn íslenzkur togari mun selja þar í þessari viku. Um næstu helgi eru eftir að eins 4 dagar af tímabili þvi, sem samningar varðandi ís- fisksölu íslenzkra togara í Þýzkalandi ná yfir. Um 20 togarar eru nú á ísfiskveiðum. 80% íbúa Hafna fóru í cirkus. 80% íbúa eins byggðar- lags sóttu í fyrradág Cirkus Zoo, og er það sennílega Is- landsmét í þeim efnum. Talið er, að íbúar i Höfn- imi á Revkjanesi séu um 65. I fýrradag tóku Hafnamenn sig til, 52 saman, og fóru á sýningu hjá Cirkus Zoo, enda þó vegalengd s.é um 70 km. Aðeins 13 manns urðu eftir í bvggðarlaginu. Dómur var upp kveðinn í gær í Sigiingadómi í málinu Ákæruvaldið gegn Gísla Bjarnasyní. Hann var ákærður með ákæruskjali útggfnu 19. jiilí s.L, fyrir brot á 261. grein siglingalaga og 215. grein al- niennra hégningai’laga, til refsingar og sviftingar skip- stjórnarréttinda, samkvæmt 68. gi’. hegningaflaga, 263. siglingalaga og 6. gr. laga nr. 40 1930. Gísli BjarnasOn var skip- stjóri á togaranum Verði frá Patreksl'irði, sem sökk á Ieið til Bretlands 29. jan. 1950, en þá drukknuðu 5 íhenn af skipshöfninni 'eftir að leki hafði komið að skipinu í hafi. Atvinnuleysi í V estmannaeyjum. Atvinnuleysi er nú mikið í Eyjurn, að því er blaðið Fylkir hermir. Horfur á þessu sviði cru einnig lélegar, og fram- kvæmdir bæjarins litlar, eins og vant er, eins og Fylkir kemst að orði. Vill blaðið, að vinnu hjá bænum verði jafn- að niður, því að óþarfi sé að láta einhhleypa menn vinna vikUm saman, þegar fjöl- skyldufeður hafa ekkert að gera. Uittsóknir komi fyrlr nov. British Council ætlar að veita 3—4 mönnum íslenzk- um námsstyrk til framhalds- náms við enska háskóla. Umsóknir um styrk eiga að hafa horizt brezka sendi- ráðinu fyrir 30 nóvh. k. Að- eins þeir umsækjendur, er lokið hafa BA prófi héðan koma til greina við styrk- veitinguna. Lagt tiS að aðalnefndirnar hittiste / Samning’antenn S.Þ. hafa borið frarn nýja tillögu í von um, að það verði til þess að flýía fyrír samkomulagsum- leitunum. Lagt er til, að aðalnefnd- irnar komi saman til fundar, og taki fyrii’ öll ágreinings- atriði önnur en markalínuna, sem undirnefndirnar fjalli utti* áíTam. — Þar sem sam- komulag varð um það í upp- hafi, að hvor aðili um sig gæti farið fram á, að aðal- riefndirnar kæmu sarnan á fund, er líklcgt að af þessu verði. Undirnefndirnar komu sam- an á tveggja klukkustunda fund í nótt er leið. Dómsorð er svohljóðandi: „Akærði Gísli Bjarnason greiði 5000 kr. sekt til ríkis- sjóðs og konti varðhald í 40 daga í stað scktai’innar, verði hún eigi greidd innan 4ra vikna lrá birtingu dóms þessa. Ákærðl er sviptur rétti til ski[)stjórnai’ og stýrimennsku um eitt ár frá birtingu dónis þessa. Ákærði gréiði allan kostnað sakarinnái’, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjandá, hæsta- réttarlögmannanna, Ragnars Jónssonar og Gunnárs Þor- steinssonar, kr. 1200,00 til hvoi’s. Dómi þesum ber að full- nægja með aðför að löguin.“ -----♦----- Persar hefja sfarfrækslui í Abadan. Saníkvæmt tilkynnihgu, sem birt hefir verið í Teher- an, erii Pérsar byrjuðir starfrækslu ú olíuhreinsun- arstöð Breta .i Abadari, en mjög er það i smáum stíl miðað við það, scm áður var. Þarna vinna nú, að sögn Persa, riúnlega 50 menn tæknilega þjálfaðir og 1500 óbreyttir verkamenn, allir Pérsár. Framleiðslan cr ekki neina % þess, sem liún var, ei’ Brétár ráku stöðina, og liinar verðmætari olíú- tegundir eru alls ekki fram- leiddar. Rugvél villist — komst hingað. Fyrir nokkru villtist brezk Bouglas-flugvél, er hún var á flugi ekki Iangt undan ís- landi. | Héyrðist til vélarinnar í viðtæki á Iveflavíkurvelli, og sagðist flugmaðurinn þá að- eins liafa benzín til 4ra stuíidu flugs. Eftir nokkra stuncí tókst að miða flugvélina, sem var suðvestur af landinu, og var henni leiðbeint til lend- ingar í Keflavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.