Vísir - 06.11.1951, Blaðsíða 2

Vísir - 06.11.1951, Blaðsíða 2
V I S I R 2 Þriðjudaginn 6. nóvember 1951 Hitl og þetta Talið er að spilin séu upp- runnin frá ítalíu og hafi flutzt til Frakklands kringum 1400. Til er reikningur til Karls VI. Frakklandskonungs, fyrir þrenn spil, sem hann á að hafa fengið árið 1392. Spilin eru handmáluð og báru sömu tákn og nú: Hjarta, tígul, spaða og lauf. Hjartað er ótrúlega seigt liffæri. Það er fjórhólfa dæla meö fjórum speldum og dælir daglega mörg þúsund lítrum af blóSi, sem gæti fyllt allstóran geymi. Það sendir blóöiS út í æöakerfiö, sem er 12,000 mílur á lengd. Hjartaslögin geta ver- ið 2 og hálf billjón á langri ævi. Þegar kona velur sér eigin- mann, hagar hún sér eins og þegar hún fer í búðir, það fyrsta sem henni er sýnt hefir hún í bakhöndinni, en litast um sam- tímis til þess að sjá hvort hún getur ekki gert betri kaup. — (Robert Thomas Allen.) Furðulega gerður er maðurinn. Nýrun eru meðal undursamleg- ustu liffæra mannsins. 1 þeim eru á að gizka 280 milur af iirsmáum pípum og holum, sem sía óhreinindin úr blóðinu. Á einúm degi sía þau hér uni bil 185 potta af vatni úr blóðinu, hreinsa þáö og senda það aftur út í hringrásina. Þau úrgangs- efni, sem þau safna saman dag- lega, þéttast i 3 merkur af þvagi. Þriðjudagur, 6. nóvember, 310. dagur árs- ins. Sjávarföll. Árdegisflóð var kl. 10.45. — Síödegisílóð verður kl. 23.25. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 16.50—7.30. Næturvarzla. Næturlæknir er í Læknavarð- stofuni; simi 5030. — Nætur- vörður er i Lyfjabúðinni* Ið- unni ; sími 7911. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjud. kl. 3.15—4 og fimmtud. kl. 3.30—2.30. Nú líður að því, að liringleikahúsið, sem S.Í.B.S. fékk hingað, verði að taka saman hafurtask sitt og hverfa af landi brott. Hafa sýningamar vakið mikinn fögn- uð, ekki sízt yngstu kynslóð- arinnar, sem fær þarna í fyrsta sinn að sjá dýr frá fjarlægum löndum. Mesta kátínu vekur sennilega leikur hvítabjarnanna, þegar þeir fara i rennibrautina, því að þeir hafa sjálfir hina mestu skenuntun af þvi — ryðj- ast óboðnir að stiganum, þegar brautin er sett upp! Sýningum á leikritinu „Elsku Rut“ verður sennilega hætt á næst- unni, en ein mun vera eftir, svo að nú eru siðustu forvöð að sjá þetta bráðskemmtilega leikrit. Þaö hefir verið sýnt meira en 70 sinnum. Vélaöldin beið nýlega ósigur fyrir íbú- um á smáeynni Sark við strend- ur Bretlands. Þeir samþykktu, að bannað skyldi að lenda flug- vélum á evnni, þar sem hávað- inn rnundi hræða kýr eyjar- skeggja. á íslandi, eftir Björn L. Jóns- son veðurfræðing. Kynbætur búfjár III, eftir Runólf Sveins- son sandgræðslustjóra. Upp- sögn framhaldsdeildar að Hvanneyri, eftir Guðmund Jónsson skólastjóra. Um frjó- semi nautgripa o. f 1., eftir Ólaf Stefánsson ráðunaut. Ræktun sandanna, eftir Pál Sveinsson. Hvernig á að „búa til“ góðar kýr? eftir Gunnar Bjarnason kennara. Skólauppsögn á Hvanneyri, eftir Guðmund Jónsson skólastjóra. Helztu sjúkdómar í íslenzkum búpen- ingi, eftir Ásgeir Þ. Ólafsson dýralækni. Breytinga á litar- hætti varphænsna, eftir Jón M. Guðmundsson. Votheysverkun í Önundarfirði, eftir Brynjólf Árnason. Vatnsrækt, eftir Atla Baldvinsson garðyrkjumann. Rætt um kornrækt, eftir Sigurð Jónsson og sitthvað annað. Hvar eru skipin? Rikisskip: Hekla var á ísa- firði í gærkvöldi á norðurleið. Esja fer frá Rvk. á morgun austur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er í Hollandi. Ármann var i Vest- mannaeyjum í gær. Skip S.I.S.: Hvassafell lestar saltfisk á Akureyri. Arnarfell lestar saltfisk í Keflavík. Jökul- fell er i New York. Eimskip: Brúarfoss og Goðafoss eru í Reykjavík. Dettifoss fór frá Reykjavík 3. þ. m, til Boulogne og Hamborg- ar. Gullfoss fór frá Reykjavík 3. þ. m. til Leith og ICaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Reykjavík 31. f. m. til New York. Reykjafoss er í Ham- borg. Selfoss fer frá Delfzyl í Hollandi í dag til Antwærpen. Tröllafoss fór frá Reykjavík C/hu Mmi tiar.... Eftirfarandi mátti lesa í Bæj- arfréttum Vísis utn þetta leyti fyrir 30 árum: í Landakotskirkju var mikið fjölmenni í gær, við hina hátíðlegu guðsþjön- ustu, sem haldin var í minningu dýrlingsins Jóns biskups Ög- mundssonar. Kirkjan var fag- urlega skreytt ljósum og flutti síra Meulenberg skörulega ræðu á íslenzku um heilagan Jón biskup. Samkomulag er nú orðið milli háseta og útgerðarmanna, og varð þaö að samningum að fast mánaðar- kaup verði 235 kr. og lifrar- hlutur 25 kr. af fati. Var þetta samþvkkt á fun'di Sjómannafé- lágsins í gær. Fyrirlestur frú Aðalbjargar Sigurðar- dóttur var vel sóttur i Nýja- bíó í gær. Frúin lýsti skemmti- 1 ega barnakennsluað feröum Maríu Montessori, sem mjög hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Sýndi hún og kennslu- áhöld, sem notuð eru í þessum skólum. Búfræðingurinn, XV. árg., ársrit Hvanneyr- inga og Hólamannafélags, er nýkomiö út. Ritstjóri er Guð- mundur Jónasson frá Torfalæk. Efni: Girðingar, eftir Árna Jónsson tilraunastjóra. Loftslag HrcMgáta hk 1471 Lárétt: 2 Á eyðimök, 5 aust- urlénzkur höfðingi, 6 illa unnið verk, 8 hæstur, 10 kóps, 12 næst gosa, 13 húð, 15 gælu- nafn konu, 17 samhljóði, 18 kílómetra. Lóðrétt: 1 Sendinienn(niðr.), 2 vogur, 3 Persía, 4 ekki nýjar, 7 söngfélag, 9 klaka, 11 illviðri, 13 fleins, 16 neytti. Lausn á krossgátu nr. 1470: Lárétt: 2 Laban, 5 Arnor, 6 mor, 8 án, 10 narr, 12 mók, 14 kóf, 15 ítar, 17 má, :i8 Dakar. Lóðrétt: 1 Halamið, 2 lóm, 3 Aron, 4 njörfaði, 7 rák, 9 nota, 11 Róm, 13 kák, 16 rá. siðd. í gær til Akraness og Hafnarfjarðar. Höfnin. Askur er kominn frá útlönd- um. Skúli Magnússon er kom- inn úr slipp, og Marz farinn í slipp. Slökkviliðið var kvatt að Laugavegi 144 í gær síðdegis. Hafði kviknað í lítils háttar út frá oliukynd- ingu, en var þegar slökkt. — Skemmdir urðu engar. Biblíulestrar. í kvöld kl. 20,30 hefur síra Sigurbjörn Einarsson prófessor! Biblíulestur fyrir almenning í kristniboðshúsinu Laufásvegi 13. Þeir munu fyrst um sinn verða á þriðjudögum og hefjast kl. 20,30. Veðrið í morgun. Áfranihald er á hægviðri um land allt. Frost var mest í nótt á Þingvöllum, 5 stig. Hér í Reykjavík var tveggja stiga frost í nótt og var tæp tvö stig kl. 8 í morgun. -—- Á ýmsum stöðurn úti á landi, Sandi, Ak- ureyri, Fagradal og víðar, var 1-—3 stiga hiti. Um Bretlandseyjar er all- djúp og víðáttumikil lægð. — Grunn lægð yfir Grænlandi. Breiðist hægt norðaustur eftir. Veðurhorfur, Faxaflói: Hæg- hæðri og úrkoniulítíð. Víðast léttskýjað. , Stóra agnið sett á öngulinn Míoöcb til 99athciwnsefna* hagsráöstefnu ? Kommúnistar liafa boðað til „alheims efnahagsmálá- ráðstefnu“ í Moskvu í des- ember næstkomandi. Banda- rísk blöð skýra frá því, að ýmsir embættismenn í Was- hington, sem sérstaklega hafa kynnt sér áróðursfregn- ir Rússa, hallist æ meira að þvi, að fyrir Ráðstjórnar- ríkjunum og hinu kommún- istiska Kína vaki, að bjóða Vestrænu þjóðunum upp á geisi mikil viðskipti, í von um að geta grafið undan hömlum þeim, sem vestrænu þjóðirnar liafa lagt á við- skipti við lönd þeirra, en þessar hömlur eru kommún- istisku þjóðunum óþægilegir fjötrar. Slikt viðskiptatilboð gæti hnigið í þá átt, að liinar kommúnistisku þjóðir keyptu vörur fyrir allt að 10 mill- jarða dollara á 5 árum, og yrði greitt fyrir vörurnar að nokkuru í peningum, en að nokkuru yrði frá þessum viðskiptum gengið þannig, að veitt yrðu lán til lang tíina í nafni Sameinuðu þjóðanna eða á annan liátt. Álykti menn rétt í þesSu efni myndu Ráðstjórnarríkin og liið kommúnistiska Kína flagga með þvi ú fyrrnefndri, fyrir- Iiugaðri ráðstefnu, að þau gætu tekið við ótakmörkuðu vörumagni um langa fram- tíð, og keypt vörur í svo stór- um stíl, að atvinnuleysi byrfi úr sögunni í Vestur-Evrópu og menn gætu þar búið við síbatnandi lífskjör. Erindrekar Rússa hafa í meira en ár verið að gefa ýmislegt óljóst í skyn um þetta í höfuðborgum álfunn- ár, en að undanförnu liafa líkurnar stöðugt vaxið fyrir því, að hplunni yi’ði svipt af þessum áförmum á ráðstefn- unni í Moskvu. Yves Farges, Nóvemberblað Freys er nýkomið út. Flvtur m. a. grein, sem nefnist Hugieiöing- ar um gerfisæöingu nautgripa á Islandi, eftir dr. med. vet. H. Brúkner héraöslækni, Hellu. !Um fræ og ræktun þess, Há- nytja kýr, Sýruvörn í nýjum votheyshlöðum, Bautz-diesel- dráttarvélar, Settergren-tætar- inn, nýtt jarðvinnslutæki. Sámsstaöir seldir o. fl. Leiðrétting. í frétt í Vísi í gær um niður- skurö sauðfjár haföi fallið eitt orð úr setningu, seni er rétt þannig: Virðist því svo sem smitun hafi ekki verið orðin út- breidd og bundin við Hólmavík. Árshátíð. Kvenstúdentafélags Islands verður haldin -föstudaginn 9. þ. m. kl. 7,30 í Verzlunarmanna- heimilinu. Þeir kvenstúdentar, sem ætla að mæta, eru vinsam- lega beðnir að tilkynna þátt- töku sína í síma 80447 fy7rir fimmtudag. f orseti Frakklandsdeildar „friðarhreyfingarinnar“, hef- ir lýst yfir, að tillögur Rússa og Kínverja á þessari ráð- stefnu mundu vekja feilcna athygli. Svipað hefir komið frarn í blaði því, sem Rússar gefa út á ensku, en þar er stöðugt liamrað á þvi, að nauðsynlegt sé að uppræta allar hömlur á viðskiptum við hinn „kommúniátiska heim“. Ilarry Scliwarz segir i New Yorlt Times, að með því að taka þessa stefnu komi i ljós, að leiðtogar Rússa hafi greinilega orðið varir við þá éfnahagslega erfiðleika Vest- ur-Evrópu, sem stafa af end- urvígbúaðinum, og ennfrem- ur, að þar liafi orðið vart óánægju út af hömlum á við- skiptum við kommúnista, hömlurn, sem Bandaríkin hafa beitt sér fyrir. 1 áróðri lil Bretlands hefir sérstak- lega verið alið á því, að lifs- kjör manna myndu batna þar, ef viðskipti yrðu gerð frjálsari, og Rússar fengju vélar i stórum stil i staðinn fyi-ir hráefni. Augljóst er, að fyrir komm- únistum vakir, að fá Vestur- Evrópu-þjóðirnar, sem dauf- heyrzt liafa við friðarlijali Rússa, til þess að Ijá eyra þeim tilboðum, sem hér um ræðir. Vafalaust verður lögð áherzla á hve mikill gróði geti orðið af þessum viðskipt- um, — skattar verði lækkað- ir vegna minnkandi vigbún- aðar-og aukinna viðskipta við Rússa. LÉREFT 80 cm, fínt, verð 12,95 — 90 cm, verð kr. 12,50. — 150 cm, verð kr. 29,95. — Cambridge 110 cm. og 80 cm. — Hvítt poplin. Glasgowbúðin Freyjugötu 26. SH1PAÚTG£RÐ RIKISINS , M.s. Skjaldbreið til Snæfellsneshafna, Gils- fjarðar og Vestfjarða hinn 9. þ.m. — Tekið á móti flutningi í dag og á morgun.. Farseðlar seldir á fimmtudág. Skriíhorð tveggja manna, ljóst, með tveimur skápum og gler- plötu, til sölu, Freyjugötu 49.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.