Vísir


Vísir - 10.11.1951, Qupperneq 4

Vísir - 10.11.1951, Qupperneq 4
% V T S I R Laugardaginn 10. nóvember 1951 DA6BLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Ilersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Utgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VISIR H.F, Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 krónu. Félagsprentsmiðjan h.f. í Gulliver í Putalandi. gtjórnmál geta aldrei byggzt á öðru en staðreyndum. Stefnurnar mótast af því öðru frekar, hvernig snúast eigi við vanda líðandi dags, og flestir stjórnmálámennirnir láta sér nægja sú stund, sem er að líða og liinn þröngi sjón- deildarhringur, sem þeim er markaður á degi hverjum. Þetta er mannlegt og eðlilegt, einkum ef menn snerust vel \'ið vanda hverjum og byggðu úrlausnir á réltsýnni skyn- semi og drengilegri mannúð. Til eru þeir stjórnmálamenn, sem gera sér ljóst, að hver orsök hefir sína afleiðingu, sem getur brotizt fram í dagsljósið eftir ár og dag og bitriað þá rneð óbærilegum þunga á almenningi. Því miða þeir ekki gerðir sínar við líðandi stund, en skyggnast um allar gættir áður gengið er fram, til þess annarsvegar að afstýra vand- ræðum, en hinsvegar til þess að snúa því á betra veg, sem jniður fer. Þennan mun stjómmálamanna kunna Brctar \el að greina og nota sitt hugtakið um hvora tegundina, svo sem enskumælandi mönnum er kunnugt. i Flestir íslenzlcir stjórnmálaflokkar hafa fallið í þá freistni að ræða við kjósendur frá degi til dags, á þá lund, sem kjósendur bafa viljað vera láta, en alveg án tillits til, hvað þeim hentaði raunverulega. ömurlegasta dæmi þessa er kapplilaup Alþjðuflokksins við kommúnistana á styrj- aldarárunum um hækkað kaup og aukna verðbólgu. Al- þýðuí'lokknum átti að vera ljóst, að með þessu var hann að vinna gegn hagsmunum almennings er frá leið, auk þess sem afleiðingarnar hiútii að reynast svo þungar fyrir lág- launamenn, að allsendis mátti telja óvíst, hvernig fram úr þeiin vanda rættist. liegar sýnt var að síga tók á ógæfuhlið og afleiðingamar hlutu að láta meir til sína taka í þjóð- lifínu, hlupust kommúnistar frá allri ábyrgð og nkkru síðar gerði Alþýðuflokkurinn hið sama, en nú standa þessi flokk- ar hlið við hlið í stjórnarandstöðu. Vandasamasta viðfangsefni stjómmálaflokkanna á Hndanförnum árum, hefir verið að verjast verðhólgunni og tryggja atvinnulífið í landinu. Atvinnuleysi hefir tek- izt að al'stýra að mestu, en i því efni cru veður öll vá- Jvnd, og án utanaðkomandi aðstoðar liefði þetta reynzt nteð öllu ógerlegt. Framkvæmdir, sem gerðar hafa verið fyrir Marsliallfé eða með annarri erlendri aðstoð, hafa reynzt þungar á metunum til að afstýra atvinnuleysi og munu jafnframt skapa þjóðinni bætt lífsskilyrði til fram- húðar. En meðan einstaklingsframtakinu hafa ekki verið sköpuð skilyrði til framkvæmda, er efnaliags og atvinnu- líf þjóðarinnar sjúkt og það verður ekki bætt cingöngu með opinberum framkvæmdum, sem ekki gela afstýrt at- vinnuleysi til fulls í hinum ýmsu landshlutum. Ljóst dæmi uhi þetta er Siglufjarðarkaupstaður. Um skeið var þar blómleg útgerð og þó nokkurt athafnalíf. Eftir að ríkið réðist þar í hinar miklu verksiniðjuhyggingar, létu menn af útgerðinni, köstuðu öllum sínum áhyggjum og fram- •taki fyrir róða, en sæltu sig við stopula daglaunavinnu hjá líkisfyrirtækjunum. Þegar aflabrestur verður á síldveið- um, heldur svo atvinnuleysið innreið sína, þar sein útgerð- in er að verulegu lcyti horfin úr plássinu. i Álþýðuhlaðið skýrir frá því, að formaður Alþýðuflokks- ins Iiafi geipað nokkuð um atvinnuleysið og íhúðahygg- ingar í þingsölunum, og talar um orð hans sem opinberun. Sannlcikurinn er þó sá, að þessi Gulliver í Putalandi reynd- ist enginn bjargvætlur meðan hann fékk að ráða stcfn- 'unni, enda lá við borð, að allur atvinnurekstur stöðvaðisl og það hefði hann gcrt, cf ekki hefði verið gripið til geng- islækkunarinnar. Hin heilögu orð formannsins geta verið góð og gild vara í Putalandi AlþýðuflokksinS, en annars- slaðar vcrða þau ekki tekin alvarlega. Eina leiðin út úr ógöngunum er að stéttirnar láti af þeirri kröfupólitík, sem líppi hcfir verið haldið um margra ára skeið og sameinist um vcrðhjöðnunarleið, sem skapað geta atvinnuvegunum grundvöll til starfrækslu. 'Skilningur á slíkum aðgerðum er ekki ríkjandi hjá Alþýðuflokkniun, en sú synd hitnar á mörgum saklausum, sem flokkurinn þykist berjast fyrir. SjálfstæÍisflokkurinn, verzlunar- og faeilbrigðismál. Meðal ályktana þeifra, er Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins gerði, voru þessar: Yerzlunarmál. Landsfundurinn fagnar þeim árangri, sem náðst hef- ir í einu af aðalharáttumálum Sj álf stæðisf lokksins, f r j álsri Verzlun. Sá árangur er í sam- ræmi við ályktun siðasta Landsfundar 1948 og stefnu- yfirlýsingu flökksins fyrir alþingiskosningar 1919. Landsfundurinn itrekar fyrri stefnuyfirlýsingar Sjálf- stæðisf lokksins: Að öllum landslýð sé liag- kvæmast, að verzlunin sé frjáls; Að rétt sé, að einkaverzlun og sarnvinniiverzlun starfi hlið við hRð í frjálsri sam- kepþni og á jafnréttisgrund- velli, elcki sízt að því er snert- ir skattamál og aðgang að lánsfé i bönkunum. Fyrir þvi heitir landsfund- urinn á núverandi rílcisstjórn að stefna liiklaust áfranr að þvi að aulca verzlunarfrelsið, eftir því sem frekast er liægt og snúa ekki aftur til fyrri verzlunarhátta. Landsfundurinn lýsir þeirri skoðun sinni, að frjáls vöruinnflutningur og frjáls samkeppni sé öruggasta leið- in til þess að tryggja almenn- ingi liagstætt vöruverð og vörugæði. Brýnir fundurinn fyrir landsmönnum að nota sér til hins ítrasta þá aðstöðu, sem frjáls samkeppni veitir þeim til að tryggja hóflegt verðlag og útrýma spilltum verzlunarháttum. Enda þótt landsfundurinn viðurkenni, að jafnan megi búast við einhverjum mistölc- um fyrst i stað, þegar frelsi tekur við af nær 20 ára ófreísi í verzluninni, harmarhannog vítir þá misnotkun, sem ein- stakir aðilar hafa gerzt sekir um í þessuin efnum, og legg- ur áherzlu á, að brýiit verði fvrir landsfólkinu að kynna sér vel verð og vörugæði áð- ur en viðskipti eru gerð, svo að þeir aðilar fái eðlilega andúð, sem skortir þekkingu eða þroska til þess að reka verzlun i ffjálsri samkeppni. Heilbrigðismál. Fundurinn lýsir eftirfar- andi stefnu sinni í heilhrigð- ismálum og óskar að hún verði framkvæmd eftir því sem fjárhagsgetan leyfir. Landsfundurinn felur mið- stjórn og þingmönnum flokksins að beita sér fyrir því, að nægilegt fé verði veitt svo fljótt sem kostur er á, til þess að ljúka við byggingu þeirra sjúkrahúsa, sem þeg- ar hefir verið hyrjað á, svo að þau geti telcið til starfa sem fvrst. Ennfremur verði þeim héruðum, sem nauðsyn er á að lcoma upp hjá sér sjúkrahúsum, gert þelta kleif t. Þá vill fundurinn einn- ig benda forráðamönnum flokksins á, hversu nauðsyn- legt það er að tryggja sjúkra- húsunum nægilega starfs- krafta, en það verður því að- eins gert að hælt verði skil- yrði til hjúkrunarnáms og hjúkrunafkénnslu. Fundiir- inn felur þvi forráðamönnum flokksins að heita sér fyrir því, að Hjúkrunarkvenna- skólanum verði komið upp sem allra fyrst og fjárfram- lag veitt til hans á Alþingi því er nú situr. Fundurinn vill ennfrcmur benda á, hversu óæskilégt og fjárfrekt það er hæði fyrir þjóðina í heild og einstak- linga, að svo mikill fjöldi manna sækir jafnan bót meina sinna til útlanda, þrátt fyrir það þótt tit séu hér á- gætir læknar, og telur hann að orsök þess sé að lang- mestu leyti vöntun á sjúkra- húsum og áhöldum í sam- handi við þau, sem nauðsyn beri til að ráða bót á hið allra fyrsta. Ennfremur telur fundurinn brýna nauðsyn bera til þess, að komið verði sem fyrst upp örorkuhælum, og felur for- ráðamönnum flokksins að hefjast lianda um undirbún- ing þeirra mála. -----4.--- GaBiahnennuB! hfúkrai beima. Áslatig Johnsen, hjúkfun- arkona frá Vestmannaeyj- urn, hefir verið ráðin af elliheimilinn Grund til þess að hjúkra qamalmennum í heimahúsum. Gisli Sigurbjörnsson, for- stjóri Grundar, skýrði fréttamönnum frá þessum nýja þætti í starfsemi elli- heimilisins í gær. Sagði liann, að þeir, sem heima- lijúkrunar njóta með þessu fyrirkoniulagi, væru 40—50 manns, er væru á biðlista. Fær fólk þetta læknishjálp og hjúkrun, en gelur einnig horðað á elliheimilinu, ef það hefir ferlivist. Á Grund eru nú 277 vist- hienn, þar af 204 konur, en unnt verður að fjölga þeitn nokkuð, cr liín nýja við- bótarbygging verður tekin í notkun á næsta ári. -----4---- Aldraður maður drukknar nyrðra. S.l. miðvikudag varð það slys, að aldraður maðúr drukknaði í Vikingavatni í Keldnhverfi. Hét liann Þórður Benja- mínsson frá Víkingavatiii, og mun hann hafa farið fram af ísskör, er hann var að svipast eftir kindum. Er Þórðar var salcnað, var haf- in leit að honum, og um miðrtœttí fannst hann drukknaður. Meðal þess, seni mest hef- ir verið rætt af daglegum málum undanfarið, er vafa- laust dilkakjötsleysið í bæn- um, og sýnist sitt hverjum um það, eins og gerist og gengur. Sjálfur ætla eg ekki að leggja orð í belg að syo stöddu, en má vera, að það verði síðar. Hins vegar hefir mér borizt bréf frá „S. G.“ með fyrirspurn, sem eg vona, að viðkomandi aðilar svari. Bréfið er svona: „Reykjavik, 7. nóv. 1951. — Herra ritstjóri ,,Bergmáls“ — I sambandi við smávegis blaða- skrif í Bergmáli út af kjötút- flutningi og verSÍagi á kjöti, Jiá er Jjað staSreynd, aö eftir að framleiðsluráS landbúnaðaf- ins ltefir verðlagt kjöt að haust- lagi, frá sept. í ár til jafnlengd- ar að ári (1952) að þá er það verð lagt til grundvallar við útreikning á framfærslu vísi- tölú' til hagsíióta ölluiíi almenn- ingi, á hverju tímabili fyrir sig. Nú skeði það árið 1950 til 1951, að flutt var út allmikið af diíka- k-jöti (sem- enginn ennþá v.eit hvað fengizt liefir fvrir), því Jiað virðist svo, að Jiað sé ekki sama hver lilut á aö máli, sem útflutning hefir meö höndúm. * Nú vil eg, hr. ritstjóri „Bergmáls“, biðja yður fyrir eina fyrirspurn, sem er þann- ig: Með hverra leyfi flytur Samband íslenzkra sam- vinnufélaga út kjöt á árinu 1950 og 1951? Er sambandið einfátt úm þetta, éðá eru hinir aðrir ráðherrar í ríkis- stjórninni sainþykkir um þetta atriði? Þar, sem Jiarna skiptir niiklu máli fyrir allan Jiorra manna, sem hlut eiga að máli er Jmð, ef kjöt er flutt út, í stórum mælí- kvarða, senv áð verðgildi er ing við framfærslukostriað, én kjcitið ekki íyrir hendi, en í Jfess stað anriað kjöt með tvö- földu eða þreföldu verði, þá er rikisvaldið aö fara aftan að þegnuiffiin, af því að í lógutn frá Aljtirigi niun standa, að til grundvallar á útreikningi visi- töltt til framfærslukostnaðar, skuli lagt til grundyallar verðá dilkakjöti að haustlagi. Eg vil, hr. ritstjóri, biðja yður um, að komast að hinu sanna í framanræddu máit. Ef eg fæ svar við framanrit- aðri fyrirspúrn, mun eg hafa framhalds samband við yður. S. G.“ * Mcr þvkja hugleiðingar ,,S. G.“ næsta athyglisverðar, og Væri gaman, ef unnt væri að fá greiö svör við því, sem hér uni ræðir, eins og eg gat urii í upp- hafi. — Orðið er laiist. — ThS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.