Vísir - 20.11.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1951, Blaðsíða 4
V I S I R Þriðjudaginn 20. nóvember 1951' D A G B L A Ð Ritstjórar; Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. s fjndanfarna daga hafa fulltrúar allmargra sjómannafélaga Jjj setið á ráðstefnu hér í bænum til að ráða ráðum sín- um í sambandi við væntanlega uppsögn samninga við togaraútgerðarmenn. Hafa stjómir félaganna víða um land fengið heimild félagsmanna með allsherjaratkvæðagreiðslu, sem fram fór í haust, til að segja lausum samningum við 'útgerðarmenn, en uppsögn miðast við 15. dag hvers mán- íaðar, svo að ætla má, að samningum verði sagt upp fyrir miðjan næsta mánuð, en þá yrðu þeir útrunnir um miðj- an janúar eða mn það bil, þegar íslenzkir sjómenn hafa Æinna bezta aðstöðu á miðunum til að stunda fiskveiðar, vegna þess, hversu íslenzku togararnir eru fullkomnir og góð fiskiskip. Hér skal vitanlega engu um það spáð, hvort afleiðing uppsagnarinnar verður sú, að verkfall skelli á, og togar- arnir liggi jafnvel bundnir vikum og mánuðum saman um hábjargræðistímann við sjávarsíðuna. Mönnum er enn í í'ersku minni hið harðvítuga verkfall, sem efnt var til á logaraflotanum fyrir ári, en þá var ætlað, að tjónið hefði 'orðið 50—100 milljónir króna vegna veiðitapsins. Slikt tjón verður í rauninni aldrei bætt til fulls, enda þótt svo .válegir atburðir gleymist smám saman, er tíminn líður, — hann lækni sárin að þessu leyti eins og svo mörgu öðru. Það þarf sjaldnast að fara í grafgötur um oi-sakir lang- varandi verkfalla. Þeirra er að öllum jafnaði að leita i því, að boginn er spenntur of hátt í kröfugerðinni, svo að kergja hleypur í báða aðila, þegar ekki gengur saman á svip- stundu eða því sem næst. Þegar svo er komið, er það tíl- boð óaðgengilegt með öllu, sem vel hefði verið viðunandi, eí' menn ræddust við í bróðerni, og án þess að nokkur.ofsi 'léði gerðum þeirra og hugsunum. Undir þeim kringum- stæðum er.komið út í ógöngur ög afleiðingarnar sá þjóðin í fyrra. Vísir veit ekki, hvort það verða óráðþægir menn, sem fara eiga með umboð sjómanna, er rætt verður við útgerð- armenn, en ekki virðist það boða gott, þegar frá því er skýrt í Alþýðublaðinu í morgun, að þegar sé ákveðið fyrir- komulag á verkfallsstjórn. Það virðist gefa til kynna, að ekki verði fyrst og fi-emst hugsað um að ná skjótu sam- komulagi, þegar setzt verður við samningaborðið. En full- trúar sjómanna ættu að minnast þess, að þannig er hag umbjóðenda þeirra bezt borgið, að komizt verði með öllu hjá verkfalli, þótt eitthvað þurfi að slaka til á kröfunum. Olafiir Þorsteiíissoii læknir Sjötugur er í dag einn af þekktustu og vinsælustu læknum þessa bæjar, Ólaf- ur Þorsteinsson. Ólafur Þorsteinsson er Reykvíkingur, og ef ekki, þá hver. Hann er sem sé f æddur við Lækinn, ör- skammt frá þeim stað, er hann býr nú, og hefir búið um áratugi. Foreldrar hans voru merkishjónin Þorsteinn Tómasson járnsmiður . og Valgerður Ólafsdóttir, Ól- afssonar i Lækjarkoti. — Ólafur sneri sér strax að því, er verða átti ævistarf hans, að afloknu stúdentsprófi 1903, lauk læknisfræðiprófi 1908, en fór þá utan til framhaldsmenntunar í Dan- mörku og lagði þá grund- völlinn að haldgóðri mennt- un i sérgrein sinni, háls-, nef- og eyrnalækningum, sem dugað hefir honum til þessa dags. Hefir Ólafur verið brautryjandi á því sviði hér á landi, enda notið álits og vinsælda. Ólafur Þorsteinsson tókst á hendur kennslustarf við Háskóla íslands nýstofnað- an, árið 1911, og hafði það með höndum i fjörutíu ár, en nú hefir Stefán sonur hans tekið við. Læknisferli Ólafs er ó- þarft að lýsa hér, til þess er hann of kunnur þúsundum manna á liðnum áratugum. Hann er og hefir verið gæf u maður í einkaljfi sínu, kvæntur ágætri konu, Krist- ínu Guðmundsdóttur, sem hefir verið manni sínum einkar samhent um myild- arskap og rausn á vistlegu heimili þeirra við Skólabrú, eins og vinir þeirra þekkja bezt. Þau hjón eiga þrjá upp- komna syni, myndarmenn, þá Stefán, háls-, nef- og eyrnalækni, Þorstein tann- lækni og Ólaf lögfræðing, sem allir eru kvæntir. Ólaf ur Þorsteinsson er prúðmenni svo af ber, dreng iir góður og hvers manns hugljúfi, enda bera vinsældir hans þess Ijósastan vott. 5& úwgs, e sted. Frumsýning á góðri kvikmynd. Á skemmtifundi Ferðafér lags íslands, s. 1. fimnitudags- kvöld var frumsýnd kvik- mynd eftir Ósvald Knudsen um Þjórsárdal. Sýnir kvikmyndin liina svipmiklu og sérkennilegu náttúrufegurð dalsins, en einkum er þó staldrað við á sögustöðum og reynt að di'aga fram i dagsljósið það sem markverðast má teljast. Ósvaldur Knudsen er löngu landskunnur f yrir kvikmynd- ir sínar, fyrir smekkvisi í vinnubrögðum og næmi fyr- ir byggingu og gerð kvik- mynda. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður flutti skýringar með myndinni, greinargóðar og skemmtilegar. Á fundinum flutti Pálmi Hannesson rektor stutt en snjallt erindi um Land- mannalaugar og nágrenni þeirra og sýndi skuggamynd- ir í litum, sem Páll Jónsson hafði tekið. Fimmtugur er í dag Svavar Hjaliested, fram- kvæmdastjóri vikublaðsins Fálkans. Fáir myndi trúa þvi, að Svavar væri kominn þetta til ára sinna, því að enn ber hann með sér fas unglings- ins og röskleika, fremur en snið hins roskna manns. Svavar er Reykvíkingur í húð og hár^ sonur Péturs Hjaltesteds stjórnarráðsrit- ara, og Soffíu konu hans, f. Finsen. Hann fékkst fyrst við verzlunarstörf, en stofnaði síðan Fálkann með þeim Skúla Skúlasyni og Vilhjálmi Finsen, og við það fyrirtæki hefir hann unnið alla tíð síðan. Svavar Hjaltested er vin- sæll maður i hópi starfs- 31 þús. fangar í haldi á Spáni. Madrid (UP). — í fangels- um Spánar eru nú færri fang- ar en á tímum lýðveldis- stjórnarinnar árið 1936. Þegar borgarastriðinu lauk voru rúml. 270 þús. fangar í fangelsuni landsins, en árið ',1940 var tekið upp það kerfi, að f angavist manna var stytt um einn dag fyrir hvérja tvó, sem þeir störfuðu. Er nú svo komið, að í f angelsunum eru nú rúml. 31 þús. menn, en voru 34,5 þús. í f ebrúar 1936; bræðra sinna, ljúfmehni, glaðlyndur og samvizku- samur. Hann er kvæntur ágætis- konu, Láru Nikulásdóttur, og hefir hún búið manni sín- um ágætt heimili. Félagar Svavars og vinir senda honum i dag hlýjai" kveðjur á þessum 'merkis- degi i ævi hans. a !|sað er fleira en vaxandi glæpastarfsemi hér í höfuðstaðn- í um, sem vekur ugg og óhug almennings. Flestir munu sammála um, að slysahættan á götum bæjarins sé válegri en svo, að við megi una. Árlega farast nokkrir menn vofeiflega á götum ög gatnamótum bæjarins við árekstra eða ógætilegan akstur, og er þetta raunar kunnara en frá þurfi að segja. Miklu fleiri skaddast meh'a eða minna, en tjón af völdum slíkra árekstra er gífurlegt. ¦ Um síðustu helgi greindu fréttir i.d. frá því, að þá hefðu 'orðið hvorki meira né minna en 8 bifreiðaslys hér í bæn- um. Hér er komið í fullkomið"óefni. Slysavarnafélagið hef- ir einnig á þessum vettvangi unnið mikið og gott starf með námskeiðum, umferðarvikum og á annan hátt. En betur má, ef duga skal.^ Lögreglan verður, með meiri og almennari samvinnu við borgara bæjarins, að taka þessi mál enn fastari tökum, án þess, að hér sé á neinn hátt verið að lcenna henni, hvernig komið er. Fyrst og fremst verða borg- (ararnir sjálfir að leggja hönd á plöginn, hvort heldur þeír feru -akandi eða gaijgandi, og sýna fyllstu varúð og hjálpa jþannig tilþesSí-að hér megi-.blðmgast urnferðaiTnenning og o-Rfggi yerði tryggtí ár götuniuni. ;^f tir; þ^i,sera .við <yer8m; fcomið. Það vakti að vonum mik- inn óhug á dögunum, er Jþað fréttist um bæinn, áð tvö rán, ásamt ofbeldisárásum, hefðu verið framin hér í bæ með stuttu miUibili. Hins vegar vakti það einnig at- hygli, og þóttu góð tíðindi, að lögreglunni tókst svo fljótlega að upplýsa þessi mál og ná ofbeldismönnun- um. * . , vi,j Vonandi v.erSa þessi mál þau síðustu þessarar tégundar hér í bæ í bráð'að minnsta kosti, og vafalaust fordæmir allur. al- menningur slíkar tiltektir. Al- menningsálitið er sterkt vopn, og öllum er ljóst, aö stemma vertSur stigu viö þeirri skegg- öld og skálmöid, sem viriSist véra áíS risa hér. í bæi Én þó aS-.jpiþ^ldis4rasimar;^.^^v ur kveSnar, er þó enn.af allt of mörgu aS taíca og- ýmislegir glæpir Og þjófnaS.ir eru enn allt óí algértgir, svo aö vrö'svo búiö má ekki standa. Fingralangir nienn gera sér margt til dundurs. Mað- ur nokkur kom að máli við mig núna fyrir hélgina og kvartaði undan því, að ein- hverjir dónar hefðu stolið ,-^sattaraugum" af númerun- um á bíl hans, með þeim af- leiðingum,. að annað númer- ið datt af, en hitt lafði laust á bílnum. ; Þettá er ekki éins, dæmi því- áS kunnugt er, aíS fleiri bif- reiöaeigendur hafa sömii sögu a8 segja. „Kattaraugu''' þessi eru ;:>)sjalflýsafidi">...: írek/ar^jtii, prýSi .en ,af nauSsyn á sumum bílum, og koma þá í stað venju- legra skrúfna til þess a?5 festa númerin. Sennilegt, er, 'a'S. hér séu unglingar,' aö verki, sem hafa gaman a.f þessum „augum", én engu aíS síður sýnir þetta léiömlegá' ' uppfmnmgasemi smáþjófa, en starfsenii þeirra viröist fara í vöxt, og er þaS út af fyrir.sig alvarlegt umhugs- unarefni. íslendingar. hafa til þessa | haft orð á sér fyrir heiðar- ; leik, og ástæðulaust er, sem betur fer að ætla, að þetta sé ekki enn éitt af þjóðareih- kennum okkar. En á Mnn bóginn eru þeirallt of marg^ ir, sem virðast ekki i taká eignarréttinn alvarlega. j ym^:v&' :.'."'";.? V^-'".''9^íS»-¦»..'¦;¦•,'¦ ¦¦•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.