Vísir - 20.11.1951, Síða 5

Vísir - 20.11.1951, Síða 5
Þriðjudaginn 20. nóvembed 1951' V I S I R í Maag: fiðurkenningar við N.-Noreg. Telja deiluna ekki snería almenna ákvörðun iandlielginnar skv. þjóð- arrétti. Norðmenn munu ekki vænta þess, að dómstóllinn í Haag felli þann úrskurð, að sérhvert ríki geti með einhliða í'ikvörðun fært vit landhelgi sína, eða bundið hana við fjór- ar sjómilur, heldur byggja rétt sinn til norður-norskrar Jandhelgi á hefð og fomum rétti. JLandhelgisdeilan Eáns og að líkum lætur hafa norsk blöð látið sér tíð- rætt urn deilu Norðmanna og Breta um landlielgi Norður- Noregs, sem lögð hefir verið Syrir Haag-dömsLólinn, eins )g kunnugt er. Vísir hefir átt kost á að sjá «krif nokkurra höfuðblaða Noregs, svo sem Aftenposten og Arbeiderbladet, og er þár að finna mikinn fróðleik um fcnál þetta, sem einnig hefir mikla þýðingu fyrir okkur Jslendinga. Aðalmálflytjandi Breta fyrir réttinum hefir verið sir Erie Beckett, en af hálfu Norðmanna hafa þeir einkum verið Arntzen lögmaður og frægur, belgískur þjóðréttar- fræðingur, Maurice Bour- quin að nafni. Norsku blöðin skýra mjög hlutláust frá gangi málanna fyrir alþjóðadómstólnum og tekja allítarlega ræður beggja pðila. Virðast Bretar einkum byggja staðhæfingar sínar á þri, að engin þjóð geti ein- hliða ákveðið að vild land- helgi sína, en með konungs- úrskurði frá 1935 munu Norðmenn hafa ákveðið hana & sjómilur á hinu umdeilda Bvæði við Norður-Noreg frá ýztu annesjum. Norðmenn halda þvi fram, að frá ómunatíð hafi þessi svæði verið talin athafna- svæði norslcra fiskimanna, og telja sig hafa sögulegan rétt til þess að búa að þeim einir, enda sé hér um líf eða Sdauða að tefla fyrir þá, sem atvinnu sína liafa af fiskveið- lim þama, eða ibúa Norður- Norégs á þessu svæði. Benti próf. Bourquin m. a. Ú það i einni ræðu sinni, að brezkir fiskifræðingar, Mau- rice og Douglas að nafni, hefðu á sínum timá sent Uppþ©t í Teheran. / yær kom til átaka í Te- herart, höfuðborg Persíu, milli herliðs og háskóla- stúdenta. Nokkrir menn særðust. ...•■■** Háskólanmn var lokað fýrii; nokkru, vegna af- ískipfa stúdenta af olíudeil- tinni, eh vár hýbÚið að opúa hann aftur. stjórn sinni skýrslu um að- stæður norskra fiskimanna á þessum svæðum og sagt m. a., að fyrir þá væri spurningin „to fish or to starve“, að fiska eða svelta, ef þeir fengju ekki að búa einir að miðun- um þar, án ágengni erlendra togara. Þetta hefði e. t. v. ekki mikið lögfræðilegt gildi, en mamiúðariegt gildi hefði það að minnsta lcosti, og lagaskilningur nútímans mótaðist einmitt mjög af þeim atriðum. Samið um viðskipti vlB Ueigverja. Ilinn 15. þ. m. var undir- ritað í Budapest samkomulag um viðskipti milli íslands og Ungverjalands. Með samkomulagi þessu er viðskiptasamningur sá, er gerður var milli íslands og Ungverjalands 30. maí 1950, framlengdur til loka mai- mánaðar 1952, með þeirri breytingu, að elcki eru til- teknar upjihæðir eða tiltekið inagn fyrir einstakar vöin- tegundir. Greiðslur fara fram í sterlingspundum á báða bóga. Samningamenn af tslands hálfu voru dr. Oddur Guð- jónsson og dr. Magnús Z. Sigurðsson. (Fréttatillc. frá utanríkisráðuneytinu). Gamlir bílar í kappakstri. 134 „skrjóðar" aka frá tondon til Brighton. I fyrradag fór fram hinn árlegi kappakstur í gömlum bifreiðum frá Hyde Park í London til Brighton á suður- ströndinni. Úrhellisrigning var og all- hvasst, og voru sumir öku- mennirnir í „olíugalla“ og þótti skringileg sjón að sjá bæði þá og bifreiðaniar. Þær voru 134 talsins og komust 118 leiðar sinnar, en það var ekki vegna vélbilun- ar, sem sumar þeirra stöðv- uðust, lieldur vegna þess að yfirbyggingin á sumum fór öll úr. lagi í óveðrinu. Ein þeii-ra, sém komst alla leið til 'Brighton, Var frá 1896, og er á þremur hj ólum. Óiinn aldrei sterkari en nú. Aðalfundur Málfundafé- Iagsins Óðins var haldinn í fyrradag í Sjálfstæðishúsinu. Fundarstjóri var Axel Guð- mundsson. Fundurinn var á- gætlega sóttur. Formaður fé- lagsins gaf skýrslu um starf- ið á síðasta ári. Hagur félags- ins er góður, félögum hefir fjölgað verulega á árinu og félagsgjöld aldrei innheimzt eins vel. Starfsáhugi félags- manna er mikill og Óðinn aldrei sterkari en nú. Fund- urinn vottaði þeim Gunnari Thoroddsen borgarstjóra og Jóhanni Hafstein bæjarfulltr. þakldr sínar fyrir ágætt starf í byggingamálum verka- manna. Sveinbj örn Hannesson var endurkjörinn formaður. Aðr- ír í stjórninni eru: Sveinn Sveinsson, varaform., Frið- leifur Friðriksson, ritari, Stefán Gunnlaugsson, gjald- keri, Angantýr Guðjónsson, spj aldskrárritari, Hróbj artur Lúthersson, vararitari, Valdi- mar Ketilsson, varagjaldkeri. Rsimenar virða ekki mannréttmdi Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna hefir sent Trygve Lie framkvæmdarstj. Sam- einuðu þjóðanna ýms gögn, sem sanna að Rúmenar hafa brotið mannréttinda- álwæði friðarsamninganna. Gögn þessi sýna, að bæld hefir verið niður öll frétta- og upplýsingastarfsemi, — nema sú, sem er kommúnist um til framdráttar. — Skil- ríki verða síðar lögð fram, sem sanna trúarlegar of- sóknir í þessum þremur nú- Kirkjukvöld í Hallgrímskirkju. Ákveðið hefir verið að efna til kirkjukvölds i Hallgríms- kirkju í kvöld (þriðjudag) kl. 8,30 fyrir forgöngu sira Jakobs Jónssonar og nýtur hann aðstoðar nokkurra stúd- enta úr Bræðralagi, félagi kristilegra stúdenta, auk Hallgrímskórsins. Það er ætlunin að hafa þessi kirkju- kvöld annan hvern þriðjudag á vetri lcomanda og verða einnig leikmenn fengnir til þess að tala. Dagskrárfyrir- komulagið í kvöld verður með þeim hætti að fyrst verð- ur sunginn sálmur með al- mennri þátttöku. Þvi næst syngur Hallgrimskórinn. Þá flytur Arni Þórðarson skóla- stjóri ræðu, er nefnist „Við- horf kennarans til kristin- dómskennslu i skólum“. Einnig flytur Bragi Friðriks- son stud. tlieol. ræðu er nefnist „Æskan og kristni- lífið“. Þess á milli syngur Hallgrímskórinn. Þessu næst verður upplestur og les Sig- urður Haukur Guðjónsson stud. theol. frumsamið efni. Þá vcrður og lesið ritningar- orð og flutt bæn. Að lokum verður svo sunginn sálmur. Hér gefst ágætt tækifæri fyrir þá er láta sig kristindóms- málin einhverju varða að koma og dvelja þessa kvöld- stund í Hallgrímskirkju. Sér- staklega vil eg hvetja æsku- fóllc höfuðstaðarins til að mæta. Að endingu vil eg þakka síra Jakobi fyrir að hafa hrundið þessu í fram- kvæmd. S. L. ---— Mmningarathöfn um Elrik Einarsson. Minningarathöfn fór fram um Eirík Einarsson alþing- ismann í Dömkirkjunni í gær. Síra Jón Thorarensen flutti minningarræðu, en meðal viðstaddra voru ráð- herrar, þingmenn og marg- ir ættingjar og vinir hins látna. Athöfnin þótti mjög B EFjölsöttur Varð- arfuudur. Varðarfundur var hald- inn í fyrradag, ágætlega sóttur, en á honum fluttu framsöguræður þeir Jóhann Hafstein alþm. og Sigur- björn Þorbjörnsson fulltrúi. Jóhann Hafstein ræddi um nýafstaðinn landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann hvatti menn til þess að skipa sér enn fast- ara saman um ílokkinn og baráttumál hans. Sigurbjörn Þorbjörnsson flutti ítarlega og greinargóða ræðu um skattamál, og var góður rómur gerður að máli beggja ræðumannanna. Eftir stutt hlé hófust al- mennar umræður og tóku þessir menn til máls: Gísli Jónsson, Björn Björnsson, Þorlákur Jónsson, Guð- bjartur Ólafsson, Björn Ól- afsson ráðherra, Sigurður Kristjánsson og frú Soffía Ólafsdóttir. -. ♦------ Trieste á dag- skrá á uý. Rússneska ráðstjórnin hef- ir sent Þríveldunum orð- sendingu um Triestmálið og krcfst þess, að Öryggisráð- ið taki málið fyrir, og velji landstjóra þar. Rússar halda þvi fram, að Vesturveldin ætli að skipta Trieste-svæðinu milli Italiu og Júgóslavíu, hafa þar her- stöðvar áfram o. s. frv., og með þessu rofið friðarsamn- ingana við Ítalíu. Ágæt uppskera á Spáni. Madrid (UP). — Spánverj- ar gera ráð fyrir ágætri upp- skeru í ár. Er ekki ósennilegt, að hún verði á sumurn sviðum meiri en nokkru sinni. Hveitiupp- skeran er t. d. áætluð um 9 milljónir lesta. Jarðarför Eiríks Einars- sonar fer fram að Stóra- verandi leppríkjum Rússa. virðuleg Núpi á morgun. B R l N|T R Y G G I N G Undirrituð fyrirtæki vilja með auglýsingu þessari tilkynna viðskiptavinum sínum^ að frá deginum í dag að telja, verða allir bílar, sem teknir eru til viðgerðar í verkstæði vor, brunatryggðir. Ef til bruna kemur, verða bílar þeir, sem brynnu að öllu eða einhverju leyti, bættir samkvæmt mati framkvæmdu af fulltrúum tilnefndum af oss og fulltrúum tilnefndum af vátryggingarfélögum þeim, sem brunatryggt er hjá. Fyrir greinda brunatryggingu munum vér innheimta hjá viðskiptavinum vorum 2ja krónu gjald fyrir sólarhring hvern eða hluta úr sólarhring, sem bíll er til viðgerðar hjá oss. Reykjavík, 20. nóvember 1951. Bifreiðaverkstæði S.I.S. Bílasmiðjan h.f. Bí laverkstæði llafnarfjarðar Bgill Vilhjálmsson h.f.' Garðar Gíslason h.f. : Helgi Lárusson ,Hrafn Jónsson,.bílavefksfceði Jón Löftsson h.f. Jóhann Ólafsson & Co. Kristinn Jónsson vagnasmiðnr Kr. Kristjánsson h.f. P. Stefánsson h.f. Ræsir h.f. Sveinn Egilssonh.f.: Þróttur h.f. ■' :■ .■ ... öxull h.f. KÍ' ■.'•'• ■ K;u iri’ Ö ' rsi. túd

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.