Vísir - 04.01.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 04.01.1952, Blaðsíða 7
Föstudaginn 4. janúar 1952 V f S I R J. SL Fleicher: Lausnargjald Lundúnaborgar. £aga um eitutb^tlata. 44 urnar fundust og voru teknar af þeim. „Farið þið varlega!“ hrópaði Hadley, „þessi skammbyssa er hlaðin fram í stút og hefir þann óvana að láta hlaupa úr sér hvað lítið sem komið ei' við hana, svo að þið skuluð fara varlega með hana.“ Nú var farið með fangana niður stigann af svölunum. Einn lögregluþjónninn tók hendinni um handlegginn á Chenery, sem reyndi að hrista hann af sér og sagði ergilegur við fulltrú- ann: „Eg endurtek að ykkur skjátlast meinlega. Eg er Joce- lyn Chenery, sonur Hadminstowe lávarðar." „Jú, þér eruð þesslegur,“ tók lögreglumaðurinn fram í og horfði á sótug og forug fötin hans, — veran uppi á þakinu hafði ekki látið sig án vitnisburðar. „Þér getið skopast að mér eins og þér viljið,“ hélt Chenery áfram, en þáð sem eg ségi er satt. Þér getið fundið nafnspjald- ið mitt í veskinu mínu, ef þér viljið hafa fyrir því. Annar mað- urinn sem með mér er, er þjónninn minn, hinn er kunnur am- eríkanskur milljónamæringur. Þið gerið ykkur óleik með þessu.“ „Og hvaða erindi eiga vopnaðir ungir aðalsmenn og amerisk- ir milljónamæringar uppi á annara manna þökum á nóttinni, má eg spyrjá? Nei, þér verðið að ljúga öðru betra, góðurinn minn. íiat Chenery lá við að reiðast, en hann varð rólegri er hann sá að Hadley hristi höfuðið til hans, og hann heyrði Jannaway sega: „Ef eg má gefa ykkur gott ráð þá skuluð þið ekki segja eitt einasta orð í bili. Þessir menn gera aðeins skyldu sína. Við getum ge::t grein fyrir okkur þegar við komum á stöðina.“ „Jæja, hann er óvitlaus, þessi,“ sagði fulltrúinn. „Líklega hefir þú sótt r izkuna niður í skipakvíarnar, er það ekki? Ha, sagðistu vera herbergisþjónn?“ Jannaway ;;af honum hornauga en svaraði ekki og gekk rólegur áfram. Chenery var fokvondur. Þegar þeir komu nið- ur í myndhöggvarastofuna sagði Hadley við manninn, sem gætti hans. Náið þér í vindil og stingið honum í trantinn á mér. Þessi handjárn baga mig, sjáið þér. Kveikið í honum og fáið yður vindil líka.“ „Ekkert ameríkanskt bull hér!“ sagði fulltrúinn. Nú komust þeir út á götuna. Til allrar lulcku var orðið éliðið svo að þessi skrúðganga vakti ekki athygli er hún hélt á lögreglustöðina. „Hver segizt þér vera?“ spurði lögreglufulltrúinn þegar á stöðina kom, og vék sér að Chenery. „Eg hefi þegar sagt það,“ svaraði hann, „og eins hverjir samferðamenn mínir eru.“ „Hver á að svara fyrir sig,“ tók fulltrúinn fram í. „Svarið þér fyrst, eii ekki neinni vitleysu." „Eg hefi estga ástæðu til að tala vitleysu, sem þér kallið,“ sagði Chenery stærilátur. „Ef þessi ■ handjárn væru ekki á mér mundi eg gefa yður nafnspjaldið mitt. Eg er Jocelyn Spen- cer Chenery, somur Hadminstowe lávarðar. Eg var einkaritari Pontifex forsætisráðherra þangað til hann dó, fyrir hálfum mánuði. Eg heima í Down Street 520 A í Piccadilly.“ „Og þér?‘‘ Ilann snéri sér að Hadley. „Eg heiti“ .. svaraði hann og brosti rólega, „John Hadley Stamford, amerískur ríkisborgari. Eg á sumpart heima í Fíla- clelfíu, sumrart í New York, en annars bý eg eins og'stendur á Hótel Cecil, og hefi þaf íbúð. Eg hefi skrifstofu hér í borg- inni líka, en hún skiptir engu máli fyrir mig, af því að eg er fjárhagsiega sjálfstæður.---Þér megið gjarnan segja að eg sé miiljóíiáhiæringuf.“ „Og llver er svo þessi með saumhöggsnefið?“ spurði full- trúinn, séxrf varð æ sannfærðari um að þeir væru að skopast að sér. „Þér eruð líklega rússneskur stórhertogi?“ „Eg heiti Clárénce Jannaway,“ svaraði hann þurrlega. „Eg er þjónn hjá hr. Chenery og þess vegna er heimilisfangið líka í Down Strec-t-520 A.“ Fulitrúirirf horfði þegjandi á þá um stund. Svo sagði hann lögregluþjónimim að fara með fangana út. 'Starfsmennh ríir á lögreglustöðinni urðu talsvert hissa er leitað haðíi verið á föngunum og það verið lagt fram, sem á þeim fannst. Það var reyndar ekki fjölskrúðugt sem fannst á Jannaway, - vindlingahylki úr alúminium og eitthvað smádót. Hjá Clu nery hafði f undizt vindlahylki iíka, eil það vaf úr gulli. Ejá Hadley fannst sitt af hverju, þar á meðál mikið af periingum. „Eg ætla' að benda yður á,“ sagði hann við fulltrúahn, ,,að eg er með ííu - ólf þúsund pund í .vesíúnu mínu, og. númerið á hverjum éiriásta seðli er á blaði, sem geymt er í yeninga- skápnum 'mínum á Hótel Cecil. Og demantarnir þarna — farið þér gætilega áneð þá, því að þeir eru mikils virði.“ „Takið h'andjm'nin af .föngunum, setjið þjónirin i álefa og farið riieð hina tvo inn á skrifstofuna rnína,Í£ sagði fulltrúinn, „Nei,“ sagði Chenery, „eg mótmæli -í að þjpnninn minn sæti annari meðferð en eg sjálfur. Hann er jafn saklaus og við, og ef ekki er farið vel með hann þá kæri eg fyrir dóms- málaráðherranum. Fulltrúinn lét sem hann heyrði þetta ekki. Hann hvíslaði einhverju að undirmanni sínum og benti svo á opnar dyr. „Viljið þér fara þarna inn,“ sagði hann við þá tvo. „Þjónn yðar skal fá stól hérna og sæta góðri meðferð.“ Þegar þeir voru komnir inn í skrifstofuna, sagði hann: „Eg ætla fyrst um sinn að taka trúanlegar upplýsingarnar, sem þið hafið gefið, því að hinir fundnu munir benda til þess að þær séu sannar — þó að þeir geti verið stolnir. En viljið þér segja mér: Hvaða ástæðu hafa tveir heldri menn til þess að fcrjótast vopnaðir inn í mannlaust hús og læðast upp á þak á rannsóknarstofu framandi manns?“ Chenery og Hadley horfðust í augu en sögðu ekki neitt. Báðum var ljóst að þeir gátu ekki sagt frá leyndarmálinu, sem hafði ginnt þá út í þak-ævintýrið. „Eg verð að fá svar við þessu,“ hélt fulltrúinn áfram þegar livorugur svaraði. „Hversu miklir hertogar eða greifar sem þið kynnuð að vera, er það engin afsökun fyrir framferði ykk- ar. Mínir xrierin hafa aðeins gert skyldu sína, og þið hljótið að viðurkenna að þeir hafa verið duglegir.“ „Eg viðurkenni að framferði okkar er grunsamlegt,“ sagði Chenery. Fulltrúinn hló. „Crunsamlegt, — eg hefði nú haldið það. Við hÖfum haft gát á manninum, sem situr þarna frammi, í fjórar riætur, en harin hefir alltaf snúið á okkur. í kvöld höfð- um við varðsveit í garðinum, ög hún sá þegar þið komuð. — Jæja, ætlið þið að gefa mér skýringu?“ „Það er éirikennilega ástatt fyrir okkur,“ svaraði Chenery, — eg verð að játa það. En getið þér hugsað yður að hr. Hadley eða eg séúm glæpamenn?“ „Hugsað mér?“ sagði fulltrúinn. „Ef eg ætti að trúa öllu sem þið hafið sagt mér, þá .... ? Ætlið þið eða getið þið gefið mér nokkra skýringu?“ Chenery og Hadley hvísluðust á sem snöggvast. „Við get- um vel gefið yður skýringu,“ sagði sá fyrri. „En það verður að vera í trúnaði.“ Ög svo sogðu þeir honum alla söguna. Lögreglufulltrúinn varð undrandi, og varð að viðurkenna að það væri fleira milli himins og jarðar en hann hefði dreymt um. „En,“ sagði hann, „í þessu tilíelli verðum við að ná í embættismann frá dómsmálaráðuneytinu, og það verður talsverð bið á því, —-■ þeir fara ekki svo snemma á fætur,“ sagði hann og brosti. „En á meðan verðum við að hagræða okkur hérna eins og við get- um bezt. Eg skal ná í eitthvað matarkyns, og þér_getið notað þjóninn yðar eins og þér viljið, hr. Chenery.“ Hálftíma síðar sátu þeir yfir heitum og köldum mat og höfðu snaps með. 3 KAP. JANNAWAY STRYKUR. Færðin. Jafnvel á lögreglustöð geta sögur komizt á kreik, og brátt barst það frá munnum til eyrna að þessir þrír menn, sem lögreglan hefði handsamað um nóttina, væru ekki af þvi tagi sem lögreglan hefði haldið. Einn þeirra, var sagt, var lávarð- arsonur og annar einn af þessum ameríkönsku milljónamær- ingum, sem kveikja í vindlum sínum með peningaseðlum þegar þeim lízt svo. Þetta voru víst ekki rónar, sém hægt var að stinga í kjallarann. Þeir yrðu vitanlega látnir lausir’ eftir stutta stund, og varla var strangur vörður hafður um þá þarna á stöðinni. Jannaway hafði líka tekið eftir að vörðurinn var ekki strang- ur. Hann hafði tekið duglega til matar síns og var orðinn upp- lagður til að taka sér eitthvað fyrir héndur. Ekki gat hann sofið þarna, og fór nú að hugsa um hvort hann gæti ekki gert neitt þarfara en hangsa þarna á lögreglustöðinni. Hann varð þess vísari að vörðurinn í anddyrinu tók sér starfið létt, sann- ast að segja hafði hann fengið sér blund. Jannaway notaði sér þetta, og allt í einu var hann kominn út á götu, frjáls ferða sinna. En mennirnir á stöðinni uppgötvuðu fljótt þessa staðreynd, og fulltrúinn íók hart á því. „Eg hefi hingað til farið með ykkur eins og þið væruð sómamenn," sagði hann við hina tvo, „og þess vegna hafði eg vænzt þess sama af ykkur.“ „Hvað er um að vera?“ spurði Chenery og Hadley í senn. „Um að. vera?“ át fulltrúinn eftir. „Þjónninn yðar er strok- inn.“ „Strokinn?" „Já, víst er hann strokinn. Og mér er spurn: Hvers vegna skyldi hann strjúka ef hann væri saklaús?" „Hann hefir víst bara fengið sér; morgungöngu, eða ef til vill hefir hann langað til.að ná sér í mjólkurglas,11 sagði Hád- .ley í spaugi. . Fulltrúinn virti hapn ekki svars. „Og þetta eftir alla nær- gsétniria, sern eg 'hef sýnt. ykkur,“ hélt hann áfr.am. „Strok- inn! Mér þætti gaman að vita hvers vegna? Þið verðið að játa að þetta er grunsamlegt.“ „Er þetta sneið til okkar?“ sagði Chenery kuldalega. „Segðu mér hvern þú umgengst þá skal eg segja þér hver þú ert, segir gamalt máltæki. Úr því að maðurinn hagar sér svona, mætti segja mér að hann hafi komið á lögreglustöð oft- ar á ævininni.“ „Það hefir hann áreiðanlega ekki,“ sagði Chenery, „og hvað okkur snertir munu upplýsingarnar, sem þér fáið bráðum frá dómsmálaráðuneytinu, gefa yður fullnægjandi upplýsingar.“ Framh. af 1. síðu. snjóbílnum sínum. Guðmundur fór við annan mann um sex- leytið í gærkveldi, en lenti í stórhríð í Svínahrauni og varð að ganga á undan bílnum, meira eða minna af leiðinni vegna hríðarsortans. Komu þeir félagar um eitt leytið í nótt upp að Kolviðarhóli og gistu þar. í morgun var ekki vitað um. ferðir mjólkurbílanna, en talið að þeim myndi seinka mjög og sennilega ekki komast fyrr en ýtur hefðu rutt þeim leiðina. Undanfarna daga hafa miklar tafir orðið á ferðum mjólkur- bílanna og í stað þess að koma. snemma morguns í bæinn hafa þeir oft ekki koiriist fyrr en á kvöldin. En þrátt fyrir sam- gönguerfiðleika hefir þó tekizt að afla nægrar mjólkur og mjólkurvara til handa Reyk- víkingum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegamálaskrifstofunni í morg- un eru víða erfiðar samgöng- ur hér suðvestanlands og sum- staðar ófært. Á Suðurlandsundirlendinu hefir verið mjög þungfært, en í gær var mokað frá Selfossi niður að Eyrarbakka, austur að Þjórsá og upp að Sogi. Aftur á móti voru Holtin, Hrepparnir, Skeiðin, Grímsnesið og Biskups- tungurnar ófær að heita mátti. Krýsuvíkurleiðin var orðin sæmileg í gær, en spilltist er leið á daginn af völdum fann- komu og skafrennings og í gær- kvöldi var orðið ófært hjá Kleifarvatni. í morgun voru stórvirkar mokstursvélar látn- ar ryðja veginn, en hann var enn ófær laust fyrir hádegið. Keflavíkurvegur varð illfær í gær, en bílplógur hefir unnið að því að ryðja hann í nótt og morgun og má hann teljast sæmilega fær orðinn. Hvalfjarðarleiðin er ófær, vegir í Borgf. flestir þungfærir, Holtavörðuheiði hefir að mestu verið ófær frá því um jól, en úr því kemur norður fyrir hana eru vegir yfirleitt greiðfærir um Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslur. Á Öxna- dr-1 heiði eru sagðir tveir stór- ir skaflar, en að öðru leyti væri akfært yfir hana. ------4----- Austin-bifreiðar hækka í verði. Austin-verksmiðjurnar brezku hafa tilkynnt verðhækkun á öllum tegundum Austin-bif- reiða. Nerriur verðhækkunin frá 15 sterlirigspundum á smábifreið- um upp í 153 stpd á dýrustu luxusbiffeiðum. Verðhækkunin stafar a£ auknum framleiðslukostnaði/ KAIJPHOLLIN er miðstöð verðbréfavið&kipt- anna. — Sími 1710. Slwabúíin Garðastræti 2 — Sími 7299.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.