Vísir - 10.01.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 10.01.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Fimmtudaginn 10. janúar 1952 7. tbl. ' " ■*] teriubreíð. stefrni sína í A.-Así Sieitge, Sþ iesSltMwn tttnömine^i ssmsaum í gærkvöldi var birt sameig- inleg yfirlýsing Chnrchills og Trumans um viðræður þeirra í Washington. Yandamálin voru rædd af gagnkvæmri vinsemd, virðingu og trausti. Stjórn- málafréttaritarar segja, að al- mennt sá litið svo á, að þeim hafi lokið með ágætum árangri. Þeir lýsa yfir því, að þéir telji heimsstyrjöld ekki óum- flýjanlega og telja sig jafnan reiðubúna til þess að íhuga öll vandamál í þeim tilgangi, að þau verði leyst friðinum til efl- ingar. Þeir vilja stuðla að sam- vinnu vestur-þýzka lýðveldis- ins við hinar frjálsu þjóðir og þátttöku þess í samtökum þeirra „algerlega á grundvelli land- varna“. Þá vilja þeir stuðla að aukinni velmegun þjóðanna í hinum nálægari Austurlöndum, og hvetja til samtaka um varn- ir og sameiginlega herstjórn þar og telja vænlegast að koma þessu til leiðar með tillög- um, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og Tyrklands. Þá boða þeir áframhald á náinni samvinnu utanríkisráðherra Bretlands og Bandaríkjanna, og er sérstaklega tekið fram — og í fyrsta skipti — að þeir n uni leitast við að samræma stefnuna varðandi Austur-Asíu, enda mark Breta og Banda- ríkjamanna þar hið sama. Þeir telja nauðsynlegt, að brezk-persneska olíudeila í verði leyst og láta í ljós þá von, að tilraunir Alþjóðabank- ans í þá átt beri árangur. Heitið er fullum stuðningi við Samein- uðu þjóðirnar og samtök At- lantshafsríkjanna. Vikið er að nauðsyn þess, að bætt sé úr skorti vissra hráefna, svo sem stálskorti Breta og aluminium og tinskorti Bandaríkjanna, en framhaldsviðræður sérfræðinga eiga sér stað um þessi mál, og gert ráð fyrir tilkynningu um árangur af þeim bráðlega. Samkomulag varð um að halda áfram framleiðslu sömu tegunda vopna og skotfæra sem nú eru framleidd, en ný vopn og skotfæri verði um sinn fram- leidd í tilraunaskyni. Þá er tekið fram, að allar á- kvarðanir varðandi not banda- ríska herstöðva í Bretlandi skuli teknár af ríkisstjórnum beggja landanna sameiginlega. ari ia New York hefir sérstakan „rigningarmeistara“, sem hefir með höndum tilraunir í því skyni að framkalla rigningu þegar hennar er þörf. Nú hefir meistarinn verið lögsóítur af fjölda manna, er segja að rigning- in, sem hann hefir búið til, hafi gert þeim margvíslegan skaða. Hafa komið fram kröfur um skaðabætur, er nema mörgum milljónum dollara og eru lögfræðingar í vandræðum með mál þetta sökum þess að aldrei hefir fyrr þekkst, að nokkrum manni væri stefnt fyrir rétt vegna rigningar. Segir í einu ákæruskjalinu, að „rigningar-meistarinn“ „hafi af ásettu ráði, vitandi vits og af illgirni framið afbrot, sem orsakaði óhemjulegt og skyndilegt rigninarflóð 25. og 26. nóvember 1950.“ í morgun var allt enn í ó- vissu um stjórnarmyndun í Frakklandi. Auriol Frakklandsforseti hélt í gær áfram viðræðum sínum við franska stjórnmálaleiðtoga um stjórnarmyndun og höfnuðu þrír þeirra tilmælum um, að gera tilraun til stjórnarrriynd- unar. ? Loks félst Bidault, leiðtogi Kristilega lýðræðisflokksins á að þreifa fyrir sér, og skýrir hann ríkisforsetanum frá árangrinum í dag. Hinn nýi sendiherra Banda- ríkjanna í Moskvu, George Kennan, er 47 ára og sérfræð- ingur í málum, sem Rússland varða. Dauðadómur fyrir fjöldamorð. presftar í fangelstnn iíina. Róm (UP). — f fangelsum kommúnista í Kína eru nú um 300 kaþólskir prestar og trú- boðar. Hefir fregn þessi verið gefin út í Páfagarði, og þar er því bætt við, að auk þess hafi kom- múnistastjórnin gert 1238 presta og trúboða landræka s. 1. Slokkviliðið var ívívegis gabbað í gærdag og í morguis var það einnig kvatt út án þess að tilefni væri til. í morgun taldi maður sig sjá eld á þaki íshússins Herðubreið hér í bænum og gerði slökkvi- liðinu aðvart. Slökkviliðið fór á staðinn, en þá var ekki um íkvlknun að ræða heldur var- starfsmaður í íshúsinu að þýða frá þrýstispírölum sem ganga upp úr þakinu og notaði til þess glóðarlampa. SÍökkViIiðið væntir þess að menn sem þurfa að hafa log- andi eld utan húss láti það vita af því, svo að ekki sé verið að kalla slökkviliðið út að ástæðu- lausu. í gær var slökkviliðið gabbað tvívegis. í annað skiptið var hringt í síma og sagt að kviknað hefði í Kassagerð Reykjavíkur. Þegar þangað kom var ekki um neinn eld að ræða og kannað- ist enginn við að hafa hringt á slökkviliðið. í hitt skiptið var brunaboði brotinn á horni Vitastígs og Lindargötu, en hvergi um eld að ræða þar í grennd. Of stórir stimpilhringir ollu vélarbilun Reykjafoss. I7i%erð ís'st att fa «S hér Bstselis- vS’ÍÍB’iiti íieítsks vélm®erfafrœiSimffs. Pusan (UP). — Herréttur hefir dæmt tvo foringja úr her S.-Kóreu til dauða fyrir morð. Höfðu foringjar þessif gert sig seka um morð 187 borgára í Kochang að baki víglínu SÞ. á síðasta vori, þar sem þeir töldu þá hlynnta kommúnistum. Þetta er Anthony Henry Head, hermálaráðherra Breta. Hann er 45 ára, og var lengi í her Breta. Kjarnorkukíiúið skip ver5ur smíðaB. 800 hús brenna í Japan. Tokyo (UP). — Stórbruni Varð í fyrradag í smáborginni Matsuzaka. Átta hundruð hús — tals- verður hluti borgarinnar — brunnu til ösku, og urðu 5000 manns húsnæðislausir. Eldur- Ínn kviknaði frá sígarettu. Haag (UP). — Innan skamms verður hafin hér í Iandi smíði skips, er knúð verður með kjarnorku. Hefir kjarnorkufræðingurinn Milatz tilkynnt, að hann hafi lokið við ’uppdrætti af 5000 lesta skipi, er verður með kjarn orkuhreyfli. Hreyfilinn hefir íeiknað Svíi einn, Odd Dahl að nafni. Churchill fer til Kanada á morgun. Þetta er Fawsi Silo, sýrlenski herráðsforinginn, sem komst til ralda eftir blóðsúthellingalausa byltingu í Sýrlandi fyrir skömmu. ChurchiII er nú kominn til New York og hvílir sig þar í dag. í fyrramálið leggur hann af stað til Ottawa, til viðræðna við St. Laurent, forsætisráðherra Kanada og aðra forystumenn þar á sviði stjórnmála og her- ír.ála. Um þessar mundir er hér staddur ítalskur sérfræðingur frá verksmiðju þeirri, er smíð- aði aðalvélar m.s. Reykjafoss, og hefir hann eftirlit og umsjón með viðgerð þeirri, sem hér fer fram á þeim. Viðgerð á Reykjafossi verð- ur væntanlega lokið innan viku að því er Viggo Maack, verk- fræðingur hjá Eimskipafélagi íslands, tjáði Vísi í morgun, og mun það geta verið tilbúið til siglingar á miðvikudag. Eins og Vísir skýrði frá á sín- um tíma, fór fram gagngert eft- irlit á Reykjafossi og nokkurar breytingar í Hamborg, en þang- að var skipinu siglt frá Ítalíu er Eimskipafélagið keypti það. Síðar kom í ljós, að „stimpil- hringir“ þeir, sem þar voru sett- ir í aðal-dieselvél skipsins, voru of stórir, þöndust út við mik- inn hita, og orsökuðu vélbilun þá, er skipið varð fyrir á heim- leið. Nýir hringir voru síðan fengnir í skipið frá ifamborg, en hingað kom frá Ítalíu Giu- lio Ricardi, verkfræðingur frá iieselvélareynsludeild fyrirtæk isins Franco Tosi í Legnano, skammt frá Milano, sem smíð- aði aðalvél Reykjafoss. Ricardi verkfræðingur hefir nu umsjón með viðgerð á skipinu, en Ieið- beiningar um þá hluti voru á ítölsku, og því ráðlegra að hafa hinn ítalska sérfræðing með í ráðum. Annars er sjálfur véla- kostur Reykjafoss hinn ágæt- asti, að því 'er fagmenn héi’ telja, en það er skipasmíðastöð- in í Hamborg, sem sök á á vél- biluninni, sem áður greinir frá. Fyrirtækið Franco Tosi er jafnframt eina fyrirtækið £ heiminum, sem framleiðir túr- bínur fyrir jarðgufuvirkjanir, og hefir Hafnarfjarðarbær stað ið í sambandi við það, vegna væntanlegrar virkjunar í Krýsu vík. Hafði Rieardi verkfræðing- ur meðferðis skilaboð til Raf- magnsveitu Hafnarfjarðar, en hann er annars dieselvélasér- fræðingur. Má efldki faura ut á kvoldin London (UP). — Læknar Mary ekkjudrottningar hafa ráðið henni að hafna kveldboð- um framvegis. Mary ekkjudrottning er ná nærri hálfníræð, en þrátt fyrir háan aldur hennar, óttast lækn- ar ekki um heilsu hennar. Ráð- stöfun þessi er aðeins í varúð- arskyni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.